Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Gefðu ástinni þinni DW úr og natoól fylgir frítt með til 21. febrúar Valentínusardagurinn - Konudagurinn BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla í fiskeldi stóð í stað á síð- asta ári, jókst ekki frá árinu á undan. Minna af laxi var slátrað upp úr sjókvíum en aukning í bleikju og regn- bogasilungi vó það að mestu upp. Þá er þorskeldið að hverfa en í staðinn kemur ný tegund, Senelgalflúra. Skýringin á samdrætti í laxi er að fyr- irtækin hafa frestað því að slátra sem þýðir að lífmassi hefur aldrei verið meiri og leiðir til mikillar uppsveiflu í ár. Heildarframleiðsla lagardýra fór úr 8.387 tonnum í 8.334 tonn, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar. Landssamband fiskeldisstöðva hafði spáð verulegri aukningu, að fram- leiðslan yrði 11.600 tonn, þannig að þessar tölur koma Guðbergi Rúnars- syni framkvæmdastjóra á óvart. „Það er samt sem áður bjart yfir. Miklu meiri fiskur í kvíunum en áður,“ segir Guðbergur. Aldrei meiri lífmassi en nú Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúk- dóma hjá Matvælastofnun, segir í yf- irliti um framleiðslu ársins að aldrei hafi verið meiri lífmassi í sjó en um nýliðin áramót. Tvö af stærstu fyrir- tækjum landsins, annað í laxi og hitt í regnbogasilungi, hafi ákveðið að fresta slátrun fram yfir áramót. Það eru Arnarlax í Arnarfirði og Fiskeldi Austfjarða í Berufirði. Slátrun er haf- in eða er að hefjast hjá báðum fyrir- tækjunum. Það ætti að skila sér í auk- inni framleiðslu í ár. Guðbergur segir að fyrirtækin séu að nýta sér hitastigið í sjónum. Hann endist fram í desember og fiskurinn haldi því áfram að vaxa. Því sé rökrétt að fresta slátrun fram yfir áramót. Einnig geti markaðsaðstæður ráðið þessu, verið sé að stíla inn á markaði sem vilji stærri fisk. „Fiskurinn kemur upp úr kvíunum á þessu ári,“ segir Guðbergur og spáir því að framleiðslan nærri tvöfaldist í ár, fari í 15.200 tonn. Aukningin verði einkum í slátrun á laxi og regnboga- silungi upp úr sjókvíum. Bæði er það að fyrirtækin sem fyrir eru hafa verið að bæta í og eru ný og öflug fyrirtæki að koma inn í framleiðsluna, eins og til dæmis Arnarlax. Umsóknir um stækkun og stofnun nýrra stöðva eru í ferli hjá stjórnvöld- um. Guðbergur segir að einhver fyr- irtæki séu farin að reka sig upp í þak- ið en önnur hafi svigrúm til aukning- ar. Ef litið er á einstakar tegundir sést að slátrun á laxi minnkaði um 700 tonn sem er um 20% samdráttur. Á móti kom að bleikjueldi í landstöðvum heldur áfram að aukast hægt og bít- andi og aukning varð í slátrun á regn- bogasilungi úr sjóvkíum. Heildarnið- urstaðan er sú að slátrun laxfiska er nánast sú sama og 2014. Þorskeldi minnkaði enn og er nú aðeins brot af því sem var fyrir fáein- um árum. Framleiðslan náði hámarki 2008 og var 1.500 tonn en er nú 74 tonn. Gísli bendir á að þorskurinn sé á hraðleið út úr íslensku fiskeldi, eins og hjá nágrannaþjóðunum. Nýja teg- undin, Senegalflúra, sem alin er í landstöð á Reykjanesi kom nokkurn veginn í staðinn fyrir þorskinn. Upp- skera kræklings var um 44 tonn úr hreinni rækun en auk þess veidd um 49 tonn. Störfum fjölgar ört Fiskeldið er orðin mikil atvinnu- grein hér á landi. Landssamband fisk- eldisstöðva áætlar að 360 störf séu í eldinu og 200 afleidd þjónustustörf að auki. Beinum störfum fjölgaði um 20% á síðasta ári. Reiknað er með að bein störf í greininni allri geti orðið um 400 í lok ársins. Fiskeldið er áber- andi vaxtargrein á svæðum á lands- byggðinni sem staðið hafa höllum fæti, eins og til dæmis á sunnan- verðum Vestfjörðum. Megnið af afurðum fiskeldis er flutt á erlenda markaði. Afurðirnar eru mest seldar á kröfuhörðum markaði í Bandaríkjunum en einnig í Evrópu og Asíu. Flest fyrirtækin hafa náð sér í eftirsóttar vottanir og fá gott verð. Einnig er vaxandi sala á innanlands- markaði. Fiskeldismenn eins og aðrir matvælaframleiðendur verða varir við fjölgun ferðafólks. Það kemur fram í aukinni sölu til veitingastaða. Guðbergur áætlar að sala fiskeld- isafurða hafi á síðasta ári skilað þjóð- arbúinu um 9,3 milljarða króna tekjum. Aldrei meiri lífmassi í kvíunum  Framleiðsla í fiskeldi stóð í stað á síðasta ári  Fyrirtækin geymdu lax og regnboga í sjónum fram yfir áramót  Spáð tvöföldun framleiðslunnar í ár  Áætlað að 560 störf séu við fiskeldið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Atvinna Fiskeldið er orðið umtalsverður atvinnuvegur og hefur mikil áhrif á vissum svæðum. Nú starfa um 340 manns beint við eldið og er reiknað með að starfsmenn verði orðnir 400 undir lok ársins, auk 200 manns í þjónustu. Heildarframleiðsla í fiskeldi Tonn af slægðum fiski (áæ tla ð) Heimild: Mast 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Heildarframleiðsla Lax Bleikja Regnbogi Senegalflúra Þorskur 15.201 6.232 8.000 3.710 4.200 1.670 2.500 393 500 180 0 Heildarframleiðsla í eldi lagardýra 2015 Tonn Lax 3.260 Bleikja 3.937 Regnbogi 728 Hekluborri 0,6 Þorskur 74 Senegalflúra 290 Kræklingur 44 8.334 Í heildina voru 53 eldisstöðvar í fullum rekstri á árinu 2015. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúk- dóma hjá Matvælastofnun, upp- lýsir að árið hafi reynst fiskeld- inu farsælt. Uppbygging mikil- vægra grunnstoða sé í ágætum farvegi en ef laxeldi eigi að geta þroskast og dafnað á næstu árum sé einsýnt að rými til klaks og seiðaeldis verði helsti flöskuháls- inn. Unnið sé að undirbúningi nokkurra verkefna á því sviði. Nánast engin breyting hefur orðið á fjölda fyrirtækja, sam- kvæmt upplýsingum Gísla, og mörg hver séu enn að styrkjast með aðkomu fjárfesta sem hafa trú á þeim náttúrulegu aðstæðum sem bjóðast hér á landi. Heilbrigðismálin standa vel, að mati dýralæknisins, og eru áfram sterk. Engin óvænt áföll urðu á árinu ef frá er skilinn nokkuð kröftugur þörungablómi á norð- anverðum Vestfjörðum í lok maí. Þó nefnir hann að formleg sjúk- dómastaða landsins hafi beðið lít- ilsháttar hnekki í október þegar ný tilkynningarskyld veira sem valdið getur veirublæði (VHS) í fjölmörgum tegundum fiska greindist í hrognkelsum af villt- um uppruna úr Breiðafirði. Fyrr á árinu greindist einnig áður óþekkt veira af ættkvísl Rana- veira í villtum hrognkelsum sem veiddust út af Grindavík. Í kjöl- far greiningar á VHS-veirunni missti íslenski fiskeldisiðnaðurinn ákveðna vottun ESB og viður- kenningu fiskeldisþjóða fyrir því að landið væri laust við alla til- kynningarskyldar veirur. Grein- ing veiranna hefur ekki snert hefðbundið eldi en raskaði áform- um um útflutning laxahrogna. Markaðirnir fyrir laxahrogn opn- uðust aftur nema í Síle sem hald- ið hefur landamærum sínum lok- uðum. Gísli segir að nú hafi tekist að fá Síle til að opna aftur enda eigi þarlent laxeldi mikið undir því að fá héðan sjúkdóma- laus hrogn allt árið um kring. Landamærin verða opnuð 25. febrúar og pantanir eru þegar farnar að berast. Heilbrigðisstaða fisk- eldisins áfram sterk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi Unnið við sjókví í Patreks- firði. Þar er töluverð framleiðsla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.