Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Stutt er síðan Hollvinasamtök
Sjúkrahússins á Akureyri (SAk)
færðu stofnuninni fjölda nýtísku
rúma og sitthvað fleira að gjöf og nú
hefur stjórn samtakanna gefið
grænt ljós á að pöntuð verði full-
komin öndunarvél að verðmæti 8,5
milljónir. Búið er að safna fé.
Öndunarvélin er af fullkomn-
ustu gerð, að sögn Jóhannesar
Bjarnasonar, formanns hollvina-
samtakanna. „Tækið kemur ein-
hvern tíma í vor,“ segir hann.
Jóhannes er ánægður með hve
vel hollvinasamtökunum gengur.
„Hingað streyma inn peningar frá
velviljuðu fólki og fyrirtækjum. Fé-
lagsmenn eru að nálgast 2.000, sem
er vel rúmlega 10% bæjarbúa, og ár-
gjöldin því hátt í 10 milljónir á ári.“
„Við eigum svolitla aura afgangs
og nú styttist í að við innheimtum
árgjaldið þannig að það er ekki langt
í næsta stóra verkefni,“ segir Jó-
hannes við Morgunblaðið.
Öskudagur er alltaf skemmti-
legur á Akureyri. Í stað þess að
liggja yfir bókum í skólanum
streyma börnin út á götur, mörg
hver í sérlega skemmtilegum bún-
ingum, og syngja fyrir starfsfólk
hinna ýmsu fyrirtækja. Allt var
hefðbundið í gær.
Það var nánast sama hvar blaða-
maður Morgunblaðsins kom við; alls
staðar biðu nokkur öskudagslið þess
að þenja raddböndin. Eins og í lið-
lega tvo og hálfan áratug lögðu allir
starfsmenn Blikkrásar við Óseyri
niður hefðbundin störf fram að há-
degi. Þeir klæddu sig upp á í tilefni
dagsins, hlýddu á barnahópana og
gáfu einkunn. Sigurlið söngvakeppni
Blikkrásar fær svo verðlaun þegar
dómnefnd kemst að niðurstöðu!
Langalgengast er að börn þiggi
sælgæti fyrir sönginn, en sums stað-
ar fá þau reyndar eitthvað hollara,
til dæmis harðfisk. Davíð Krist-
insson líkamsræktarfrömuður, sem
rekur Heilsuþjálfun á Akureyri, leist
ekki á blikuna í gær. Hann nefndi í
gær að hvert barn í bænum fengi um
það bil 2 kg af sælgæti á öskudaginn
og bætti við: „Mér er óglatt. Sorrý
en við fullorðnir/foreldrar erum fyr-
irmyndin, og ef þetta er uppeldið þá
er mataræðið ekkert að fara að
lagast. Því það er ekki bara þessi
dagur sem börn fá nammi. Kalla eft-
ir hugmyndum um annað í gjafir í
staðinn fyrir söng á öskudaginn.“
Davíð bætti við: „Ekki koma með
afsökun að þetta sé bara einu sinni á
ári! Því börnin þín fá að jafnaði oft
sykur og nammi.“
Mikið hefur snjóað á Akureyri
upp á síðkastið, víða verið þungfært í
íbúðagötum og gatnamót hér og þar
um bæinn hreinlega verið erfið yf-
irferðar á venjulegum bílum.
Margir bæjarbúar hafa verið
óhressir með ástandið en á heima-
síðu bæjarins segir að unnið sé hörð-
um höndum að því að moka og
„reiknað er með að mokstri í öllum
húsagötum í bænum verði lokið fyrir
helgi. Þá er spáð björtu veðri og ætti
þá að vera hægt að vinna á þeim
miklu snjósköflum sem víða hafa
myndast á síðustu vikum,“ segir þar.
Logi Már Einarsson bæjar-
fulltrúi segir á Facebook í vikunni að
vissulega væri gott ef hreinsun
gatna gengi betur, en ýmislegt
skýrði ástandið: „Árið 1995 voru 200
manns um hvern km af götum en í
dag aðeins 150 manns. Til saman-
burðar eru 250 manns um hvern km
gatna í Reykjavík. Sífellt gisnari
byggð gerir því snjómokstur erfið-
ari, nema teknir séu peningar úr
öðrum málaflokkum.“
Þá bendir Logi á, og hefur eftir
Einari Sveinbjörnssyni veðurfræð-
ingi, að snjódýpt í bænum sé 97 cm
og hafi aðeins þrisvar eða fjórum
sinnum verið svo mikill frá 1970.
Uppsetning Leikfélags Akur-
eyrar á ævintýrinu um Pílu pínu hef-
ur vakið mikla hrifningu. Viðtökur
voru afar góðar á frumsýningu í Hofi
um síðustu helgi og eins hafa börn
úr grunn- og leikskólum bæjarins,
sem boðið var að sjá hluta úr verk-
inu í vikunni, hrifist mjög.
Píla pína er ævintýri með söngv-
um eftir Kristján frá Djúpalæk með
lögum Heiðdísar Norðfjörð. Heiðdís
og Ragnhildur Gísladóttir semja
tónlistina í sýningunni en Sara Marti
Guðmundsdóttir leikstýrir.
Nýstofnað öldungaráð Akureyr-
arkaupstaðar fundaði í fyrsta skipti
á dögunum, en það skipa þrír fulltrú-
ar frá Félagi eldri borgara á Ak-
ureyri: Sigurður Hermannsson,
Halldór Gunnarsson og Anna G.
Thorarensen, og tveir fulltrúar bæj-
arstjórnar: Dagbjörg Pálsdóttir og
Gunnar Gíslason.
Hlutverk öldungaráðsins er að
vera bæjarstjórn, nefndum og ráð-
um, til ráðgjafar um málefni og
hagsmuni bæjarbúa 60 ára og eldri.
Ráðið á stuðla að upplýsingagjöf og
samstarfi, móta stefnu og gera til-
lögur til bæjaryfirvalda. Öldunga-
ráðið er vettvangur samráðs bæj-
arbúa 60 ára og eldri, félagasamtaka
þeirra, atvinnulífs og bæjarins, og er
virkur þátttakandi í allri stefnumót-
un málaflokksins.
Læknastofur Akureyrar, sem
eru við göngugötuna, verða í sumar
fluttar í verslunar- og þjónustu-
miðstöðina Glerártorg. Fyrirtækið
hefur gert leigusamning við fast-
eignafélagið Eik um hálfa efri hæð
miðstöðvarinnar. Plássið verður
mun stærra en læknarnir hafa nú til
umráða.
Læknastofur Akureyrar er fyr-
irtæki sérfræðilækna. „Starfsemin
samanstendur af hefðbundnum
læknastofum með sérfræðimóttöku
og skurðstofu, þar sem ferilverka-
aðgerðir eru framkvæmdar. Einnig
munu ýmsir sérfræðingar hafa að-
stöðu á læknastofunum,“ segir í til-
kynningu.
Boðið verður upp á leiðsögn í dag
kl. 12.15 til 12.45 í Ketilhúsinu um
samsýninguna Í drögum / Preh-
istoric Loom IV,en þar sýna 27 lista-
menn víðs vegar að úr heiminum,
þar af sjö íslenskir.
Stuttmyndin Við munum
augnablikin, sem Iver Jensen frá
Stokmarknes í Vesterålen í Norður-
Noregi gerði í samstarfi við krakka
úr félagsmiðstöðvum Akureyrar og
stuttmyndahátíðina Stulla, verður
sýnd í maí á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í Frakklandi, þeirri þekkt-
ustu í heimi.
Í nokkur ár hafa félagsmið-
stöðvar Akureyrar verið í samstarfi
við Vesterålen um stuttmyndagerð
og samstarfið stutt af menning-
arráði Eyþings.
Leikstjórinn Iver Jensen, er að-
eins 19 ára, og segist í samtali við
staðarblaðið Vesterålen ótrúlega
stoltur og ánægður með að hafa
komið myndinni til sýningar í stutt-
myndahluta hátíðarinnar í Cannes.
Með aðalhlutverk í myndinni fara
Fannar Már Jóhannsson, Haukur
Örn Valtýsson og Mateusz Swierc-
zewski.
Hollvinir gefa fullkomna öndunarvél
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gangandi máltíð Þessi föngulegu vinir voru saman í öskudagsliði á Akureyri í gærmorgun og vöktu hvarvetna athygli; ekki síst uppdekkað borðið.
Á tjaldið í Cannes Fannar Már Jóhannsson, Haukur Örn Valtýsson og Ma-
teusz Swierczewski eru í aðalhlutverkum í myndinni Við munum augnablik.