Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Stutt er síðan Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) færðu stofnuninni fjölda nýtísku rúma og sitthvað fleira að gjöf og nú hefur stjórn samtakanna gefið grænt ljós á að pöntuð verði full- komin öndunarvél að verðmæti 8,5 milljónir. Búið er að safna fé.    Öndunarvélin er af fullkomn- ustu gerð, að sögn Jóhannesar Bjarnasonar, formanns hollvina- samtakanna. „Tækið kemur ein- hvern tíma í vor,“ segir hann.    Jóhannes er ánægður með hve vel hollvinasamtökunum gengur. „Hingað streyma inn peningar frá velviljuðu fólki og fyrirtækjum. Fé- lagsmenn eru að nálgast 2.000, sem er vel rúmlega 10% bæjarbúa, og ár- gjöldin því hátt í 10 milljónir á ári.“    „Við eigum svolitla aura afgangs og nú styttist í að við innheimtum árgjaldið þannig að það er ekki langt í næsta stóra verkefni,“ segir Jó- hannes við Morgunblaðið.    Öskudagur er alltaf skemmti- legur á Akureyri. Í stað þess að liggja yfir bókum í skólanum streyma börnin út á götur, mörg hver í sérlega skemmtilegum bún- ingum, og syngja fyrir starfsfólk hinna ýmsu fyrirtækja. Allt var hefðbundið í gær.    Það var nánast sama hvar blaða- maður Morgunblaðsins kom við; alls staðar biðu nokkur öskudagslið þess að þenja raddböndin. Eins og í lið- lega tvo og hálfan áratug lögðu allir starfsmenn Blikkrásar við Óseyri niður hefðbundin störf fram að há- degi. Þeir klæddu sig upp á í tilefni dagsins, hlýddu á barnahópana og gáfu einkunn. Sigurlið söngvakeppni Blikkrásar fær svo verðlaun þegar dómnefnd kemst að niðurstöðu!    Langalgengast er að börn þiggi sælgæti fyrir sönginn, en sums stað- ar fá þau reyndar eitthvað hollara, til dæmis harðfisk. Davíð Krist- insson líkamsræktarfrömuður, sem rekur Heilsuþjálfun á Akureyri, leist ekki á blikuna í gær. Hann nefndi í gær að hvert barn í bænum fengi um það bil 2 kg af sælgæti á öskudaginn og bætti við: „Mér er óglatt. Sorrý en við fullorðnir/foreldrar erum fyr- irmyndin, og ef þetta er uppeldið þá er mataræðið ekkert að fara að lagast. Því það er ekki bara þessi dagur sem börn fá nammi. Kalla eft- ir hugmyndum um annað í gjafir í staðinn fyrir söng á öskudaginn.“    Davíð bætti við: „Ekki koma með afsökun að þetta sé bara einu sinni á ári! Því börnin þín fá að jafnaði oft sykur og nammi.“    Mikið hefur snjóað á Akureyri upp á síðkastið, víða verið þungfært í íbúðagötum og gatnamót hér og þar um bæinn hreinlega verið erfið yf- irferðar á venjulegum bílum.    Margir bæjarbúar hafa verið óhressir með ástandið en á heima- síðu bæjarins segir að unnið sé hörð- um höndum að því að moka og „reiknað er með að mokstri í öllum húsagötum í bænum verði lokið fyrir helgi. Þá er spáð björtu veðri og ætti þá að vera hægt að vinna á þeim miklu snjósköflum sem víða hafa myndast á síðustu vikum,“ segir þar.    Logi Már Einarsson bæjar- fulltrúi segir á Facebook í vikunni að vissulega væri gott ef hreinsun gatna gengi betur, en ýmislegt skýrði ástandið: „Árið 1995 voru 200 manns um hvern km af götum en í dag aðeins 150 manns. Til saman- burðar eru 250 manns um hvern km gatna í Reykjavík. Sífellt gisnari byggð gerir því snjómokstur erfið- ari, nema teknir séu peningar úr öðrum málaflokkum.“    Þá bendir Logi á, og hefur eftir Einari Sveinbjörnssyni veðurfræð- ingi, að snjódýpt í bænum sé 97 cm og hafi aðeins þrisvar eða fjórum sinnum verið svo mikill frá 1970.    Uppsetning Leikfélags Akur- eyrar á ævintýrinu um Pílu pínu hef- ur vakið mikla hrifningu. Viðtökur voru afar góðar á frumsýningu í Hofi um síðustu helgi og eins hafa börn úr grunn- og leikskólum bæjarins, sem boðið var að sjá hluta úr verk- inu í vikunni, hrifist mjög.    Píla pína er ævintýri með söngv- um eftir Kristján frá Djúpalæk með lögum Heiðdísar Norðfjörð. Heiðdís og Ragnhildur Gísladóttir semja tónlistina í sýningunni en Sara Marti Guðmundsdóttir leikstýrir.    Nýstofnað öldungaráð Akureyr- arkaupstaðar fundaði í fyrsta skipti á dögunum, en það skipa þrír fulltrú- ar frá Félagi eldri borgara á Ak- ureyri: Sigurður Hermannsson, Halldór Gunnarsson og Anna G. Thorarensen, og tveir fulltrúar bæj- arstjórnar: Dagbjörg Pálsdóttir og Gunnar Gíslason.    Hlutverk öldungaráðsins er að vera bæjarstjórn, nefndum og ráð- um, til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 60 ára og eldri. Ráðið á stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera til- lögur til bæjaryfirvalda. Öldunga- ráðið er vettvangur samráðs bæj- arbúa 60 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins, og er virkur þátttakandi í allri stefnumót- un málaflokksins.    Læknastofur Akureyrar, sem eru við göngugötuna, verða í sumar fluttar í verslunar- og þjónustu- miðstöðina Glerártorg. Fyrirtækið hefur gert leigusamning við fast- eignafélagið Eik um hálfa efri hæð miðstöðvarinnar. Plássið verður mun stærra en læknarnir hafa nú til umráða.    Læknastofur Akureyrar er fyr- irtæki sérfræðilækna. „Starfsemin samanstendur af hefðbundnum læknastofum með sérfræðimóttöku og skurðstofu, þar sem ferilverka- aðgerðir eru framkvæmdar. Einnig munu ýmsir sérfræðingar hafa að- stöðu á læknastofunum,“ segir í til- kynningu.    Boðið verður upp á leiðsögn í dag kl. 12.15 til 12.45 í Ketilhúsinu um samsýninguna Í drögum / Preh- istoric Loom IV,en þar sýna 27 lista- menn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir.    Stuttmyndin Við munum augnablikin, sem Iver Jensen frá Stokmarknes í Vesterålen í Norður- Noregi gerði í samstarfi við krakka úr félagsmiðstöðvum Akureyrar og stuttmyndahátíðina Stulla, verður sýnd í maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, þeirri þekkt- ustu í heimi.    Í nokkur ár hafa félagsmið- stöðvar Akureyrar verið í samstarfi við Vesterålen um stuttmyndagerð og samstarfið stutt af menning- arráði Eyþings.    Leikstjórinn Iver Jensen, er að- eins 19 ára, og segist í samtali við staðarblaðið Vesterålen ótrúlega stoltur og ánægður með að hafa komið myndinni til sýningar í stutt- myndahluta hátíðarinnar í Cannes. Með aðalhlutverk í myndinni fara Fannar Már Jóhannsson, Haukur Örn Valtýsson og Mateusz Swierc- zewski. Hollvinir gefa fullkomna öndunarvél Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gangandi máltíð Þessi föngulegu vinir voru saman í öskudagsliði á Akureyri í gærmorgun og vöktu hvarvetna athygli; ekki síst uppdekkað borðið. Á tjaldið í Cannes Fannar Már Jóhannsson, Haukur Örn Valtýsson og Ma- teusz Swierczewski eru í aðalhlutverkum í myndinni Við munum augnablik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.