Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
SVIÐSLJÓS
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Það er gaman þegar gengur vel
og við eigum marga góða við-
skiptavini. Það vantar íslenska
tómata á markaðinn og við þurfum
að eiga nóg af þeim til þess að
anna eftirspurn. Þetta er auðvitað
viss áskorun, en við viljum efla ís-
lenskt og það hefur verið
skemmtilegt að fást við þessa
framkvæmd.“
Þetta segir Páll Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Garðræktarfélags
Reykhverfinga á Hveravöllum S-
Þing., en hann og kona hans,
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir, hafa
haft í nógu að snúast síðustu mán-
uði. Hjá fyrirtækinu er nú risið
nýtt 2.030 fermetra gróðurhús
sem mun auka ræktunarrými fyr-
irtækisins mjög mikið.
Páll segir að á lóðinni, sem nýja
húsið stendur á, hafi verið tvö
gömul og úr sér gengin gróðurhús
sem hafi verið rifin. Tilgangurinn
sé ekki bara að auka framleiðsl-
una heldur sé tilgangurinn líka að
bæta mjög aðstöðurými, en úr
nýja gróðurhúsinu er innangengt í
pökkunaraðstöðu.
Tölvur gegna miklu hlutverki
Nýja gróðurhúsið er innflutt frá
Hollandi og er svokallað blokka-
hús með átta burstum. Þau Páll
og Heiðbjört hafa nokkra reynslu
af hollenskum húsum því fyrir tíu
árum byggðu þau 1.320 fermetra
hús sem var að hluta til notað, en
hefur reynst mjög vel.
Þau hafa verið í beinum tölvu-
samskiptum við framleiðanda
hússins og sjálf tekið þátt í því að
móta það. Það hefur þeim fundist
gaman og mjög skapandi og þau
hafa fengið sérfræðiaðstoð við að
koma upp ýmsum búnaði. Tré-
smiðjan á Rein hefur haft yfirum-
sjón með smíðavinnu og uppsetn-
ingu. Rafverktakar eru Víkurraf
ehf. á Húsavík, en 450 ljós eru í
loftunum og eykst rafmagnsnotk-
un fyrirtækisins mikið við þetta.
Áður var búið að setja raflýs-
ingu í mörg hús og má segja að
meirihluti framleiðslunnar sé nú
ræktaður við rafljós. Í nýja gróð-
urhúsinu er 230 fermetra aðstöðu-
rými sem hýsir m.a. tölvur sem
sjá um loftslagsstýringu, hita- og
rakastig sem og vökvun.
Í sama rými er miðstöð fyrir
áburðargjöf í öll gróðurhúsin á
staðnum og ýmis annar tækjabún-
aður sem til þarf.
Mikil framleiðsla
og margt fólk
Hjá Garðræktarfélagi Reyk-
hverfinga eru nú komnir 8.400 fer-
metrar í ræktun auk uppeldishúss.
Páll segist reikna með að fram-
leiða um 370 tonn af tómötum á
árinu, 150 tonn af gúrkum og 18
tonn af papriku auk þess sem
framleitt er töluvert af grænkáli
yfir sumartímann.
Þetta kallar á margt starfsfólk
og segir Heiðbjört, sem hefur
yfirumsjón með launagreiðslum,
að í janúar sl. hafi verið 18 á
launaskrá. Fram að þessu hafa
verið um 18 manns yfir sumarið,
en búast má við að um og yfir 20
manns muni starfa við garðyrkj-
una næsta sumar. Við stækkunina
reikna þau með að tvö ársverk
bætist við.
Óslitin saga frá 1904
Saga Garðræktarfélags Reyk-
hverfinga er nokkuð sértök að því
leyti til að það er eitt elsta hluta-
félag landsins sem enn lifir. Stofn-
fundur þess var haldinn á Reykj-
um í Reykjahverfi 17. júlí 1904 og
hefur það starfað óslitið fram á
þennan dag. Fyrri ár sín vann fé-
lagið nær eingöngu að kartöflu-
rækt og mun uppskeran hafa orðið
mest árið 1910 eða um 370 tunnur.
Auk karftöfluræktarinnar hafði fé-
lagið dálitla rófnarækt, túnrækt
og engjaheyskap. Haustið 1933
var fyrsta gróðurhúsið byggt og
stærð þess 50 fermetrar. Síðan
voru byggð fleiri hús og þau voru
orðin níu talsins árið 1975.
Saga hlutafélagsins er líka sér-
stök fyrir það að þar hafa einungis
starfað fjórir framkvæmdastjórar
á nær 112 árum og er Páll fjórði í
röðinni í beinan karllegg. Fyrsti
framkvæmdastjórinn var Baldvin
Friðlaugsson sem stýrði starfsem-
inni 1904-1938. Atli Baldvinsson
var með fyrirtækið árin 1938-1976,
Ólafur Atlason 1976-2005 og síðan
Páll Ólafsson sem tók við af föður
sínum og er þetta því ellefta árið
hans sem framkvæmdastjóri.
Gaman í jákvæðu umhverfi
Páll segir að þau hafi lært mikið
af þessum byggingarframkvæmd-
um en þær hafa staðið yfir í rúm-
lega átta mánuði. Oftast hafi allt
gengið upp, en í heild sinni má
segja að húsið sé u.þ.b. sex vikum
á eftir áætlun. Það sé ekki til
skaða og auðvitað er það mikið
átak að koma upp svona tækni-
væddu gróðurhúsi.
Hann segir að þau Heiðbjört
hafi ferðast mikið til þess að skoða
gróðurhús og nefnir einkum Finn-
land. Þau hafi séð mjög margt
gagnlegt þar og Finnar búi að
sumu leyti við líkar aðstæður og
Íslendingar í þessari atvinnugrein.
Þeir hafi náð mjög góðum tökum á
grænmetisrækt og þar í landi sé
mikið að læra og sjá.
Aðspurð hvort þau muni halda
áfram að stækka við sig segja þau
að það komi vel til greina seinna
meir. Það er nægilegt heitt vatn á
Hveravöllum til þess og í raun
miklir möguleikar. Þeim finnst
báðum að þau starfi í jákvæðu
umhverfi innan garðyrkjunnar og
það sé mikils virði. Þess vegna séu
þau bjartsýn og hafi mikla trú á
íslenskri ylrækt.
Vantar tómata á markaðinn
Glæsilegt gróðurhús risið hjá Garðræktarfélagi Reykhverfinga Rækta grænmeti í gróðurhús-
um á 8.400 fermetra flatarmáli Framkvæmdastjórinn sá fjórði frá upphafi í beinan karllegg
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gróðurhús Nýja gróðurhúsið er 2.030 fermetrar að stærð. Það er innflutt frá Hollandi og er svokallað blokkahús með átta burstum.
Bændur Páll Ólafsson framkvæmdastjóri og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir eru ánægð með nýja gróðurhúsið.
Ilrækt í Reykjahverfi
» Garðræktarfélag Reykhverf-
inga var stofnað 17. júlí 1904
og vann upphaflega nær ein-
göngu að kartöflurækt.
» Haustið 1933 var fyrsta
gróðurhúsið byggt og var 50
fermetrar að stærð.
» Nú er ræktað þar grænmeti
á 8.400 fermetra svæði.
» Um 20 manns munu vinna
við framleiðsluna í sumar.
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014