Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 tonn á síðasta ári á erlendri grundu. Gangi skyrsalan vel mun MS þurfa að leita leiða til að sinna erlendum mörkuðum með öðrum hætti. „Það er alveg ljóst að þetta hefur miklar þýðingu fyrir MS. Skiptir sköpum fyrir afkomu fyrirtækisins. Á síðasta ári er afkoma MS mun betri en af erlendri starfsemi fyr- irtæksins heldur en innlendri. Skyrið, sem framleitt er á Íslandi er flutt til Bretlands, Færeyja, Bandaríkjanna og Sviss. Svisslendingar eru sanngjarnir í samningum við Íslendinga og hafa horft til stærðar markaðar, vilja taka mið af fólksfjölda. Það er allt önnur hugmyndafræði hjá þeim en þekkist hjá Evrópusambandinu sem vilja bara kíló fyrir kíló. Í Sviss eru samningar hlutfalls- legir þannig við höfum frjálsan inn- flutning á skyri án tolla þar í landi.“ Séríslenskt fyrirbrigði Íslenskt skyr er ævafornt og er getið um skyr í fornsögum, svo sem Egils sögu og Grettis sögu. Skyr- framleiðsla hélt velli hér á landi og er yfirleitt talað um skyr sem sér- íslenskt fyrirbrigði. „Ég held að þó að margir séu að fara af stað með skyr, eins og sænski mjólkurrisinn Arla, þá er nóg svigrúm til að okkar árangur geti vaxið. Heimurinn er stór og áhuginn á ís- lensku skyri og landinu sjálfu er mik- ill og fer vaxandi. Skyr fellur vel að heilbrigðu líferni og er meðal annars mikil tískuvara í Finnlandi meðal ungs fólks,“ segir Ari. Arla setti skyr á breskan markað og eyddi milljörðum í markaðs- setningu. Þar var Ísland í aðalhlut- verki og hefur sú markaðssetning hjálpað MS að komast á breska markaðinn. „Við höfum ekki fjár- muni til að fara í stóra markaðs- herferð hér í Bretlandi. Arla eyddi milljörðum í sína kynningu en við sjáum björtu hliðarnar á því. Bæði er búið að brjóta land fyrir skyrið sem matvöru og það er orðið þekkt hug- tak í Bretlandi, fyrir utan hvað aug- lýsingaherferð Arla hefur verið stór- kostleg landkynning fyrir Ísland. Ennfremur erum við sannfærðir um að okkar skyr sé betra en Arla, og það hefur í raun verið staðfest í mjólkurvörukeppnum á Norður- löndum þar sem þessar vörur hafa mæst, þá tekur okkar skyr alltaf gull- ið.“ Skyrheimar á Selfossi Í kynningu sem MS hélt í íslenska sendiráðinu í síðustu viku sást greini- lega hvað Ísland er vinsælt í Bret- landi. Landið er í tísku og af þeim rúmlega 150 gestum sem komu í veisluna höfðu fjölmargir farið til landsins og stefndu þangað aftur. Þeir sem áttu eftir að koma ætluðu að bæta úr því sem fyrst. MS vill nýta sér þennan meðbyr og hefur miklar áætlanir um framtíðina. „Við finnum fyrir þessum áhuga og ég hef trú á því að skyr geti orðið fyr- ir Ísland það sem ostur er fyrir Sviss og MS er að vinna að því. Áhuga- menn um uppbyggingu ferðaþjón- ustu hafa verið að skoða að byggja upp Skyrheima, upplifunarsafn á Sel- fossi tengt skyrframleiðslu því Ísland er jú heimkynni skyrsins.“ Skyrið eins og svissneskur ostur  MS stefnir að gera íslenska skyrið að því sem ostur er fyrir Sviss  Stefnt að uppbyggingu Skyr- heima  Sala á íslensku skyri í Bretlandi fer vel af stað  Er í hillum 197 verslana Waitrose Ljósmynd/Simona Susnea Skyrkynning Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Skyr Iceland UK, Ari Edwald, forstjóri MS, og kona hans Gyða Dan Johansen við kynninguna í London í síðustu viku sem fram fór í sendiráði Íslands þar í borg. Ljósmynd/Simona Susnea Sló í gegn Sigmundur Davíð forsætisráðherra hélt ræðu á kynningunni þar sem hann sagði meðal annars að skyr væri í uppáhaldi hér á landi. BAKSVIÐS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Íslenskt skyr frá Mjólkursamsölunni (MS) var sett í hillur í Waitrose- verslununum í Bretlandi í vikunni. MS hefur í um eitt ár í unnið að því að koma íslensku skyri í verslanir þar í landi en íslenskt skyr fæst einnig í Sviss, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Í upphafi var horft til verslunarkeðju sem nyti virðingar fyrir gott orðspor og var stefnan strax sett á að reyna að ná samn- ingum við Waitrose-verslunarkeðj- una í Bretlandi. Keðjan rekur um 380 verslanir í Bretlandi. Skyrið sem sett var á markað er framleitt á Selfossi. Á síðasta ári voru seldar um 100 milljón skyrdósir á vegum MS en heildarverðmæti skyrsölu MS og samstarfsfyrirtækja þeirra var um níu milljarðar á síðasta ári. „Waitrose er verslunarkeðja í háum gæðaflokki og það verður áhugavert að tengjast þeim,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. „Við höf- um náð árangri í Finnlandi, sem er um fimm milljóna manna markaður. Við höfum líka farið vel af stað í Sviss, þrátt fyrir að aðrir séu að selja vöru sem þeir kalla skyr og sem er ódýrari en okkar. Við teljum að það sé engin ástæða til annars en að vera bjartsýn og það er góð byrjun að koma vörunni í um 200 verslanir í Bretlandi. MS byrjaði í 60 verslunum í Finnlandi en er nú í um 2.500 versl- unum. Í Sviss byrjaði Skyr í 200 verslunum en er núna í um 600 versl- unum og þar kostar skyrdósin um 300 krónur. Við vonum að þróunin geti verið með svipuðum hætti í Bret- landi,“ segir Ari. Meiri hagnaður erlendis MS er með 380 tonna kvóta frá Evrópusambandinu en fyrirtækið seldi sjálft erlendis um 6.000 tonn og þar af komu frá Íslandi um 1.000 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Giulia 3 – 1 – 1 leður og tauáklæði Borðstofuhúsgögn teg. Parma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Launin fyrir blaðburðinn eru vasa- peningur krakkanna og kaupið fyrir hverfin sem ég tek fer í sameig- inlegan ferðasjóð fjölskyldunnar. Þetta er nokkuð sem alveg munar um og svo er fínt fyrir okkur öll að fá hressandi hreyfingu,“ segir Rósa Björg Jónsdóttir blaðberi. Klukkan fimm á morgnana Rósa Björg og börnin hennar tvö, þau Aurora Erika og Aron Flavio sem eru sextán og fjórtán ára, hafa síðasta hálfa annað árið borið út blöð á Grandanum í Reykjavík og í götunum á Seltjarnarnesi sem liggja næst borgarmörkunum. Þá daga sem Mogginn – eða önn- ur blöð – er í aldreifingu er dag- skammturinn rúmlega 310. Þá sér þessi vaska fjölskylda um að bera út á Öldugranda sem telst til höf- uðborgarinnar. Á Seltjarnarnesinu dreifa þau svo blöðunum á Eið- istorgi, Austurströnd og í Kolbeins- mýri og annars staðar eftir atvik- um. „Við tökum þetta sem hressandi morgungöngu. Þegar skammturinn er stór rífum við okkur á fætur klukkan fimm á morgnana og erum þá búin með blaðburðinn klukkan sjö. Í fyrrasumar var þetta sum- arvinna krakkanna og vorum við öll ánægð með það. Aurora notaði sína peninga til að kaupa sér rafmagns- gítar og magnara og fara í tónleika- ferð til Danmerkur. Aron safnar fyrir rafmagnsbassa,“ segir Rósa. Villtist í Skerjafirði Þegar forföll verða í fastaliðinu kemur fyrir að Rósa og börnin taki að sér blaðburð í aukahverfum. „Samanlagt höfum við borið út blöð í 27 hverfum, í póstnúmerum 101, 107 og 170. Á stundum hafa þetta verið hálfgerðar þrautagöng- ur. Þingholtin minna á þrautabraut og í fyrstu ferðinni í Skerjafjörðinn varð ég rammvillt, en auðvitað er það bara skemmtilegt í endurminn- ingunni,“ segir Rósa Björg sem að aðalstarfi er bókasafnsfræðingur í Þjóðarbókhlöðunni. Safna í ferðasjóðinn með hressandi morgungöngu  Hafa borið út í 27 hverfum  Með 310 blöð á góðum degi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blaðberar Rósa Björg Jónsdóttir og börnin, Aurora Erika og Aron Flavio.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.