Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bernie Sanders, öldungadeildar- þingmaður frá Vermont, fékk góðan byr í forkosningum demókrata í New Hampshire í fyrradag en lík- legt er að hann lendi í mótbyr á næstu vikum þegar kosið verður í suðurríkjum Bandaríkjanna takist honum ekki að auka fylgi sitt meðal blökkumanna og kjósenda sem eru ættaðir úr Rómönsku Ameríku. Útlit er fyrir langvinna baráttu í forkosn- ingum repúblikana eftir öruggan sigur auðkýfingsins Donalds Trumps í New Hampshire og eins og staðan er núna virðist enginn keppi- nauta hans vera nógu öflugur til að geta sigrað hann og verða forseta- efni flokksins. Bernie Sanders er 74 ára gamall og elsti frambjóðandinn í forkosn- ingum flokkanna tveggja, en kann- anir sem gerðar voru fyrir utan kjör- staði benda til þess að hann sæki einkum fylgi sitt til ungra kjósenda. Mikið fylgi hans meðal ungra kvenna er áhyggjuefni fyrir Hillary Clinton sem vonast eftir því að verða fyrsta konan til að gegna forsetaembætt- inu. Könnun NBC-sjónvarpsins bendir til þess að 69% kjósenda úr röðum kvenna undir 45 ára aldri hafi kosið Sanders í New Hampshire. Meðal kvenna undir þrítugu var fylgi hans hvorki meira né minna en 82%. Aðeins 16% karla og kvenna undir þrítugu kusu Hillary Clinton, ef marka má kannanirnar. Um 56% kvenna yfir 45 ára aldri kusu Clinton og hún fékk aðeins 44% fylgi meðal allra kvenna sem tóku þátt í forkosningunum en 55% þeirra kusu Sanders. Robby Mook, kosningastjóri Clin- ton, sagði að úrslitin í New Hamp- shire hefðu ekki mikla þýðingu fyrir sigurmöguleika hennar. Hann telur það „mjög líklegt“ að Hillary Clinton takist að tryggja sér sigur í forkosn- ingunum í næsta mánuði þegar kosið verður í alls 28 ríkjum, en þau eru með rúman helming kjörmannanna sem velja forsetaefni demókrata formlega á landsfundi í sumar. Þarf stuðning blökkumanna Talið er að Clinton leggi áherslu á að treysta stöðu sína í Suður-Karól- ínu, Texas, Georgíu og Alabama þar sem blökkumenn og fólk ættað úr Rómönsku Ameríku eru í meirihluta meðal kjósenda demókrata. Eigin- maður hennar, Bill Clinton, naut mikils stuðnings meðal blökku- manna þegar hann sigraði í forseta- kosningunum 1992 og 1996 og Hillary hefur einnig haft mikið fylgi meðal þeirra, að undanskildum for- kosningunum árið 2008 þegar Bar- ack Obama fór með sigur af hólmi. Kyle Kondik, sérfræðingur í sögu bandarískra kosninga, segir kannan- ir benda til þess að Sanders eigi á brattann að sækja í suðurríkjunum. „Áður en forkosningarnar hófust var hægt að færa gild rök fyrir því að Iowa og New Hampshire væru tvö af þeim þremur ríkjum þar sem Bernie Sanders stæði best að vígi vegna þess að þar eru kjósendur demó- krata mjög frjálslyndir og langflestir þeirra hvítir. Þriðja ríkið er Ver- mont,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Kondik. Hann skírskotaði til þess að 95% íbúa Vermont, heimaríkis Sand- ers, eru hvítir og hlutfall þeirra er svipað í New Hampshire og Iowa. Könnun NBC-sjónvarpsins bendir til þess að Hillary Clinton sé með 37 prósentustiga forskot á Bernie Sanders í Suður-Karólínu og Kondik segir að þingmaðurinn þurfi nú að leggja áherslu á að auka fylgi sitt meðal blökkumanna og kjósenda sem eru ættaðir úr Rómönsku Am- eríku. „Það verður mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir demókrata að verða forsetaefni flokksins án mikils stuðnings í þessum hópum.“ „Lýðræðislegur sósíalisti“ Fáir höfðu trú á því að Sanders yrði næsta forsetaefni demókrata þegar hann tilkynnti í apríl í fyrra að hann hygðist bjóða sig fram gegn Hillary Clinton sem var með allt að 40 prósentustiga forskot í könnunum á þeim tíma. Hún hefur gagnrýnt hann fyrir að vera of róttækur og segir stefnu hans vera óraunhæfa. Hann lýsir sér sem „lýðræðislegum sósíalista“, hefur m.a. boðað ókeypis háskólamenntun, heilsugæslu fyrir alla, 15 dollara lágmarkslaun á tím- ann (1.900 króna), hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og sér- stakan skatt á auðmenn. Kannanir benda til þess að hann sé vinsæll meðal fólks sem kýs yfirleitt ekki og ein af stóru spurningunum í kosn- ingabaráttunni er hvort honum tak- ist að fá það til að mæta á kjörstað. Mikið fylgi Sanders í New Hamp- shire eftir hnífjafnar forkosningar í Iowa gæti orðið til þess að Hillary Clinton færði sig lengra til vinstri í kosningabaráttunni á næstu vikum en það gæti reynst henni dýrkeypt í forsetakosningunum í nóvember ef repúblikanar tefla fram forsetaefni með raunhæfa möguleika á sigri. Trump styrkir stöðu sína Úrslitin í forkosningum repúblik- ana í New Hampshire eru mikið áfall fyrir andstæðinga Trumps í flokkn- um. Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður frá Flórída, lenti í fimmta sæti eftir góða útkomu í forkosning- um í Iowa. Lítið fylgi hans í New Hampshire er einkum rakið til slæmrar frammistöðu hans í sjón- varpskappræðum á laugardaginn var þegar hann svaraði ásökunum um að hann talaði eins og vélmenni í kosningabaráttunni með því að tala eins og vélmenni. Ted Cruz, öldungadeildarþing- maður frá Texas, er nú talinn eiga mesta möguleika á að keppa við Trump í suðurríkjunum. Það er ekk- ert gleðiefni fyrir leiðtoga Repúblik- anaflokksins vegna þess að þeir telja Cruz enn verra forsetaefni en Trump vegna mjög íhaldssamra og einstrengingslegra skoðana hans í samfélagsmálum. Fleiri konur kusu Sanders en Clinton  Talið er að Bernie Sanders eigi á brattann að sækja í suðurríkjunum AFP Boðar „pólitíska byltingu“ Bernie Sanders fagnar úrslitum forkosninga demókrata í New Hampshire með stuðn- ingsmönnum í Concord, höfuðborg ríkisins. Hann bar sigurorð af Hillary Clinton með miklum mun. DEMÓKRATAR Hillary Clinton Jeb Bush Marco Rubio Úrslit forkosninganna sem fram fóru í New Hampshire í fyrradag Donald Trump Bernie Sanders 15,9 Heimild: The Green Papers 60 Sanders og Trump sigruðu í New Hampshire REPÚBLIKANAR 10 0 20 30 40 50 60 35,1 11,6 11,1 10,6 38,4 John Kasich Ted Cruz Vinsæll meðal óháðra » Sanders naut góðs af því að óflokksbundnir kjósendur gátu tekið þátt í forkosningunum í New Hampshire. Um 70% óháðu kjósendanna í forkosn- ingum demókrata kusu hann. » Flestir forsetar Bandaríkj- anna á síðustu 60 árum sigr- uðu í forkosningum flokks síns í New Hampshire. Síðustu þrír forsetarnir biðu þó allir ósigur í ríkinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.