Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 61

Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 61
UMRÆÐAN 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Hinn 28. nóvember 2014, þremur dögum eftir að gert var upp- skátt um sölu á hlut ríkisins (Landsbanka Íslands hf.) í fyrirtæk- inu Borgun hf. til valdra viðskiptavina án útboðs hvatti sá sem hér ritar í ræðu- stól Alþingis til sér- stakrar athugunar á sölunni. Þessi krafa hefur verið ítrek- uð af hálfu undirritaðs nokkrum sinn- um síðan. Einnig sendi undirritaður Bankasýslu ríkisins formlegt erindi síðastliðið ár um mat á hlut ríkisins sem seldur var en Bankasýslan hafn- aði erindinu. Undirritaður hefur því sent Ríkisendurskoðun formlega beiðni um mat á söluverði hlutar rík- isins í Borgun. Öllum ætti nú að vera ljóst hvers vegna krafa um sérstaka athugun á þessari dæmalausu veg- ferð er nauðsynleg. Frá því að salan fór fram hefur bankastjóri Lands- bankans orðið margsaga um atriði tengd sölunni. Þannig sagði hann þegar salan fór fram að Landsbank- inn hefði ekki haft nein efni til að meta verðmæti hlutarins sem seldur var. Hann hélt því reyndar jafnframt fram þá að söluverðið hefði verið hag- stætt bankanum hvernig sem þetta tvennt fer saman. Það kom einnig fram þegar salan fór fram að Banka- sýsla ríkisins var ekki höfð með í ráð- um meðan á söluferli á hlut ríkisins í Borgun stóð yfir. Nú nýlega hélt bankastjórinn því svo fram að kaup- endahópurinn hefði borið inn í bank- ann upplýsingar um verðmæti hlut- arins og það mat hefði verið grunnur kaupverðsins. Það er örugglega eins- dæmi í viðskiptum að kaupandi hlutar ákveði verð hans sjálfur. Bankastjór- inn hefur enn fremur haldið því fram að Samkeppniseftirlitið hafi rekið á eftir sölunni. Sú staðhæfing hefur verið borin til baka. Á síðustu dögum hefur bankastjórinn ánýjað yfirlýs- ingar sínar um að bankinn hafi ekki haft neina vitneskju um fyrirtækið Borgun, rekstur þess og verðmæti hlutar ríkisins í fyrirtækinu. Borgun hf. hefur nú í dag (8. febrúar) mót- mælt þessum orðum bankastjórans í rökstuddri greinargerð. Bankastjór- inn hefur ekki heldur frá upphafi veg- ar og fram á þennan dag fært fram haldbær rök fyrir því hvers vegna ekki var leitað til óháðs aðila til að meta verðmæti hlutarins. Hvað þá heldur að rökstyðja það að hlutur rík- isins í Borgun var ekki seldur í gegn- sæju opnu ferli sem er krafa eiganda bankans, fólksins í landinu. Óvæntur hvalreki? Á síðustu dögum hafa svo komið fram upplýsingar um n.k. hvalreka (e. windfall) sem Borgun varð aðnjótandi í kjölfar yfirtöku VISA Inc. á VISA Europe. Þessar tekjur munu færa eigendum Borgunar milljarða. Bæði bankastjóri Landsbankans og fulltrú- ar Borgunar hf. hafa fullyrt að þeir hafi ekki haft vitneskju um að slíkur hvalreki væri væntanlegur. Það vek- ur nokkra furðu vegna þess að snemma árs 2014 komu fram vísbend- ingar í þessa átt bæði í erlendum fréttamiðlum og í árshlutauppgjörum VISA Inc. Rétt um mánuði fyrir sölu á hlut ríkisins í Borgun mátti lesa á erlendum fréttamiðlum um hversu stór hvalrekinn yrði og samkvæmt því sem þá kom fram mátti hæglega áætla hlut Borgunar í honum. Að auki mátti bæði seljanda og kaup- anda hlutar ríkisins í Borgun vera ljóst hvernig tekjur Borg- unar af erlendri starf- semi fóru síhækkandi árin fyrir sölu hlutarins. Ef það er rétt og satt að stjórnendur Lands- bankans hafi ekki vitað af eða gert sér grein fyrir ábata af yfirtöku VISA Inc. og VISA Europe þrátt fyrir þær upplýsingar sem fram höfðu komið í erlendum fréttamiðum er ljóst að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Hafi þeir búið yfir vitneskju um væntanlegan ábata og samt farið fram með þeim hætti sem gert var er það hálfu alvarlegra. Í þessu sam- bandi er ekki frítt við að hugurinn reiki til framgöngu bankanna við að yfirtaka sparisjóði víða um land ný- lega. Allir þeir sparisjóðir áttu það sameiginlegt að eiga nokkurn hlut í Borgun sem stóru bankarnir eign- uðust við yfirtöku á sjóðunum. Vantraust Allt það sem að framan er sagt; misvísandi yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans, leyndin við sölu hlut- ar ríkisins í Borgun, ógagnsætt sölu- ferlið, „skyndilegur“ hvalreki vegna yfirtöku VISA Inc. á VISA Europe fylla fólk vantrausti. Vantrausti á yf- irstjórn Landsbankans, vantrausti á Landsbankanum sem stofnun, van- trausti á bankakerfinu í heild. Traust er eitt veigamesta atriði við rekstur banka. Sé því stefnt í voða getur illa farið. Ljóst er að Lands- banki Íslands og stjórnendur hans njóta ekki trausts almennings sem er eigandi bankans. Framkvæma þarf því viðamikla athugun á sölu hlutar ríkisins í Borgun, aðdrag- anda, framkvæmd og áhrifum. Sú at- hugun getur ekki verið á ábyrgð Bankasýslu ríkisins sem skipar stjórn Landsbankans. Athugunin verður að vera framkvæmd af Al- þingi, af kjörnum fulltrúum fólksins í landinu, eigendum Landsbankans. Af málefnum Borgunar hf. Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson »Hafi þeir búið yfir vitneskju um vænt- anlegan ábata og samt farið fram með þeim hætti sem gert var er það hálfu alvarlegra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. - með morgunkaffinu SMYRJA SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.