Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 63

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 63
UMRÆÐAN 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Mikið rit eftir Stein- ar J. Lúðvíksson, Saga Garðabæjar frá land- námi til 2010, kom ný- lega út á vegum Garðabæjar. Nauðsyn er fyrir hvert sæmilegt sveitarfélag að eiga skráða sögu. Að því leyti er framtakið þakkarvert. Hitt þykir mér verra, þegar svo ríkmannlega er til tjaldað sem hér er gert, að í þeim þætti, sem ég þekki best til, blasa við rangfærslur sem auðvelt hefði verið að forðast. Mér finnst einnig að um sumt sé farið helst til hratt yfir sögu. Í öðru bindi ritsins er kafli um býlin í Garðahverfi, en sú byggð er á suðvestanverðu Álftanesi. Kort er af þessu svæði í bindinu og segir í myndatexta að þar sé sýnd byggðin „á Garðahverfi um miðja nítjándu öld“. Hér sker röng forsetning í augu, en ekki síður hitt að réttara virðist að tímasetja uppdráttinn um miðja tuttugustu öld, enda má þar sjá nýbýli frá þeim tíma. Í upphafi kaflans segir að ætlunin sé að gera grein fyrir þeim bújörðum sem lengst var búið á og fjalla um síð- ustu ábúendur. Frásögn um sum býli teygir sig þó langt út fyrir þann ramma. Þorbjörg eða Vilborg, Elín eða Magnea? Ég er alin upp í Króki í Garða- hverfi frá árinu 1934, en þá um vor- ið fluttu foreldrar mínir þangað ásamt börnum sínum fjórum. Þá var ég fimm ára. Í kaflanum um Krók kemur réttilega fram að þetta hafi lengi verið eitt mesta kotið í Garðahverfi. Þá er getið um það að Garðahreppur hafi fengið umráðarétt yfir býlinu og látið byggja smábæ úr timbri. Hafi býlið síðan verið „fengið ekkju úr hreppnum til ábúðar og bjó hún þar um skeið“. Loks greinir frá því að foreldrar mínir hafi feng- ið ábúð í Króki. Eru þau þar bæði nafngreind; Þorbjörg Stefanía Guð- jónsdóttir og Vilmundur Gíslason. Strax í næstu línu bregður svo við að móðir mín er nefnd Vilborg. Í þeim 16 dálklínum, sem þá lifa af Krókssögu, er móðir mín þrisvar nefnd með sínu rétta nafni (Þor- björg) en einu sinni hinu ranga (Vil- borg). Til að kóróna þennan nafnarugl- ing eru nöfnin á okkur systkinunum fjórum ekki alls kostar rétt skráð. Elsta systir mín, sem skírð var Ragnheiður Sigríður, er í frásögn- inni eingöngu nefnd Sigríður, en það nafn notaði hvorki hún né nokkur annar, heldur eingöngu fyrra nafnið. Hliðstætt er að segja um mig sjálfa. Ég var skírð Magn- ea Elín. Í umfjölluninni um Krók er ég eingöngu nefnd Magnea. Enginn þekkir mig þó undir öðru nafni en Elín. Rétt er farið með nöfn Gísla og Vilborgar, enda ekki tvínefni í þeirra tilvikum til að rugla skrá- setjara. Þessi nafnabrengl gætu valdið því að lesendur átti sig ekki á því hvaða fólk kemur við sögu. Ekki hefði þó verið erfitt að gæta hér meiri nákvæmni. Í III. bindi er sagt frá afhendingu Króks til Garðabæjar allítarlegar en í II. bindi. Þar er mín getið með Elínar- nafninu eingöngu. Hefði einfaldur samlestur kaflanna, þar sem efnis- atriði eru um sumt endurtekin, átt að vekja athygli yfirlesara á mis- ræminu. Eilítið nánar um Krók Vandasamt er úr að velja í viða- mikið rit, en mikilvægt er að það sem þó flýtur með sé hvorki villandi né veki fleiri spurningar en svarað er. Þótt málið sé mér skylt, verð ég líka að halda því fram að Krókur verðskuldi heldur vandaðri umfjöll- un en við blasir, sérstaklega í ljósi þess að kotið er nú í eigu Garða- bæjar sem hefur komið þar upp myndarlegu safni. Eins og fyrr er getið er í klaus- unni um Krók minnst á „ekkju úr hreppnum“ sem þar hafi búið. Svo er að skilja á frásögninni að for- eldrar mínir hafi tekið við ábúð af hinni ónefndu ekkju. Sagan var ekki svo einföld. Ekkjan var Jó- hanna Jóhannsdóttir sem misst hafði mann sinn, Stefán, frá sex börnum, þá búsett í Hraunum. Jó- hanna flutti í Krók ásamt börnum sínum og móður, Halldóru. Að liðn- um ekki löngum tíma giftist Jó- hanna Árna Magnússyni í Nýjabæ. Jóhanna flutti þá í Nýjabæ með sitt fólk, en foreldrar Árna, Magnús og Karítas, fluttu í Krók og bjuggu þar meðan heilsan leyfði. Síðan fluttu þau í Hafnarfjörð til dóttur sinnar, Þorgerðar, og þar enduðu þau sína daga. Þess má geta að þær mæðgur, Halldóra og Jóhanna, voru óhemju duglegar. Var Jó- hanna gagnfræðingur frá Flens- borg sem ekki var algengt hjá al- múgastúlkum á þessum tíma. Eftir að Magnús og Karítas fluttu frá Króki varð jörðin laus til ábúðar og foreldrar mínir fengu þar ábúð vorið 1934. Frændur mín- ir í Pálshúsum nýttu sumarið til að laga bæinn og útihús. Meðal annars bættu þeir annarri burst við íbúðar- húsið svo burstir urðu tvær. Þriðja burstin kom miklu síðar. Er frá- sögnin í Sögu Garðabæjar ekki heldur nákvæm um þessar fram- kvæmdir. Skautað yfir Grund og Háteig Mér finnst mjög stiklað á stóru um Grund í Garðahverfi. Þar segir efnislega lítt meira en að húsið hafi verið byggt kringum 1950 og þar lengi búið hjónin Halldóra Skúla- dóttir og Jón Guðmundsson. Má skilja það svo að þau hjón hafi byggt húsið. En svo er ekki. Fyrri kona Jóns var Laufey, dóttir Árna og Jóhönnu sem getið er að framan. Laufey, sem var fædd 1927, byggði Grund með manni sínum, Jóni, sem fullu nafni hét Jón Magnússon Guð- mundsson. Þau eignuðust sex börn, en harmur var kveðinn að öllum Garðhverfingum þegar Laufey féll frá á besta aldri í ágúst 1969. Jón giftist síðar fyrrnefndri Halldóru. Eftir andlát Jóns 1984 var Grund seld. Næstelsta dóttir Laufeyjar og Jóns, Ragnheiður, og hennar maður byggðu Nýjabæ II. Það hús fær einungis um sig myndatexta. Mér þykir einnig létt skautað yfir íbúa Háteigs. Getið er um ábúendur árið 1910 og síðan sagt frá síðustu ábúendunum, Guðbirni (Bjössa) og Þórdísi (Dísu). Ekkert er vikið að Önnu Magnúsdóttur og Þorgeiri Þórðarsyni, sem bjuggu í Háteigi samtíða fólki sem sagt er frá í um- fjöllun um aðra bæi. Anna og Þor- geir komu að Háteigi laust eftir 1920 og fluttu til Hafnarfjarðar 1953. Falleg ljósmynd er af þeim hjónum í bókinni Fólkið í Firðinum. Anna og Þorgeir voru mikil merk- ishjón. Anna hafði sérstaklega fal- lega söngrödd sem ég minnist frá jólatrésskemmtunum á Garðaholti. Þorgeir var að ég tel fyrstur manna í Garðahverfi til þess að eignast hestasláttuvél. Sló hann mörg sum- ur fyrir nágranna sína. Í Sögu Garðabæjar segir að síðasti bærinn í Háteigi hafi verið rifinn. Raunin er sú að húsið var brennt er slökkviliðið í Hafnarfirði fékk það til brunaæfinga. Það var þá yngsta húsið í Hverfinu. Ég læt þá lokið þessum athuga- semdum við Sögu Garðabæjar, þótt fleira mætti tína til. Sumum kann að finnast smátt skorið um fram bornar aðfinnslur, en í mínum huga bera mörg þessara atriða vott um óvönduð vinnubrögð. Og stendur ekki skrifað að sá sem er ótrúr í því smæsta sé og ótrúr í miklu? Nafnarugl og önnur ónákvæmni í Sögu Garðabæjar Eftir Elínu Vilmundardóttur » Sumum kann að finnast smátt skorið um fram bornar að- finnslur, en í mínum huga bera mörg þessara atriða vott um óvönduð vinnubrögð. Elín Vilmundardóttir Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. Ferming 2016 Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.