Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 66
Á FERÐ UM Ísland66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Gaman er að sjá hvernig útivist og fjallgöngur eru orðnar reglu- legur þáttur í lífi margra lands- manna. Minnir Sigrún á að sú var tíð að meðlimir Ferðafélags Íslands þóttu miklir sérvitringar sem örkuðu um fjöll og firnindi, og könnuðu hálendið samhliða því að reisa fjöldann allan af skálum. Vitundarvakningin nær, að mati Sigrúnar, lengra aftur en að bankahruninu, sem þó hjálp- aði til að örva útivistarfíknina hjá mörgum. „Mér finnst áhug- inn á starfi FÍ hafa haldist í hendur við upphaf tölvuvæðing- arinnar og byrjað fyrir alvöru á 9. og 10. áratugnum. Hér áður fyrr vann fólk störf sem voru meira líkamlega krefjandi og notaði þá frítímann í að slaka á og helst að liggja á heitri sólar- strönd og gera sem minnst. Með kyrrsetuvinnunni verður til hjá fólki þörfin fyrir að nýta frítím- ann í að hreyfa sig. Um leið hafa samgöngur batnað og þekking okkar á landinu aukist. Göngu- leiðir á afskekktum og áhuga- verðum áfangastöðum hafa ver- ið gerðar aðgengilegri og ný tækni á borð við GPS gert ferð- irnar öruggari.“ Bæði hefur fólk uppgötvað hvað það er gefandi að ganga um Íslenska náttúru og nærandi fyrir líkama og sál, en Sigrún segir ekki síður laða marga að starfi Ferðafélagsins hversu góður andi er í hópnum. „Ég fór í mína fyrstu ferð með FÍ upp úr 1990 og eignaðist þar vini fyrir lífstíð. Þetta er fólk sem ég hefði sennilega aldrei kynnst annars.“ Ekki lengur sérvitringar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands var dreift fyrir skemmstu. Að vanda er þar að finna ítarlegar upplýsing- ar um metnaðarfulla dagskrá félags- ins á árinu og skálana sem Ferða- félagið starfrækir víðsvegar um land. Sigrún Val- bergsdóttir er varaforseti FÍ og formaður ferða- nefndar. Hún segir starfið ná hámarki yfir sumartímann en alltaf eitthvað í gangi árið um kring. „Skipta má starfsemi Ferða- félags Íslands í þrjá meginþætti, sem eru rekstur skálanna, ferðirnar og síðan útgáfustarfsemin. Allt hangir þetta saman og miðar að því að kynna og opna landið fyrir fé- lagsmönnum og gera þeim kleift að láta sínar draumaferðir verða að veruleika.“ Efling og þjálfun Áberandi í ferðaáætluninni í ár eru ýmis átaksverkefni þar sem áhugafólk um útivist getur tekist á við stærri áskoranir og byggt sig upp í færni, getu og þekkingu. „Nefna má sem dæmi verkefnið Heilsurækt á fjöllum sem er í um- sjón Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar. Þetta er nýtt verkefni þar sem gengið er á fjöll einu sinni í viku og hugsað fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref í fjallgöngu. Er áherslan á að ganga rólega og létt og njóta útiverunnar í góðum fé- lagsskap en verkefnið stendur frá janúar og fram í maí,“ útskýrir Sig- rún. Annað verkefni, Léttfeti, lætur þátttakendur takast á við eitt við- ráðanlegt fjall í mánuði. „Svo er Fótfrár, þar sem gengið er á meira krefjandi fjall mánaðarlega, og Þrautseigur, þar sem fjöllin eru tvö hvern einasta mánuð ársins,“ segir Sigrún. Að skella sér í göngu með Ferða- félagi Íslands er á allra færi. Að sögn Sigrúnar eru of margir hikandi við að prófa, því þeir óttast að geta ekki haldið í við hópinn. „En að ganga á fjöll er ekki keppni, og allt önnur tegund af útivist. Þá erum við með mjög skemmtileg verkefni í boði í vetur sérstaklega sniðin að þörfum þeirra sem vilja fá betri stuðning við að stíga fyrstu skrefin. Eitt slíkt verkefni kallast The Big- gest Winner og er sérstaklega ætlað þeim sem eru ögn í yfirvigt en vilja koma sér út úr húsi og byrja á léttri láglendisgöngu samhliða mælingum og æfingum í jákvæðri og upp- byggilegri umgjörð.“ Af svipuðum toga er Bakskóli Ferðafélagsins. „Þar er fléttað sam- an léttum gönguferðum og styrkt- aræfingum fyrir þá sem glíma við vandræði í baki,“ segir Sigrún og tekur undir með blaðamanni að ekki sé lengur hægt að finna neinar af- sakanir fyrir því að reima ekki á sig gönguskóna og slást með í för. Allir aldurshópar velkomnir Sigrún bætir við að margir hafi þá ranghugmynd um ferðir Ferða- félags Íslands að þær séu helst sniðnar að fólki sem komið er á miðjan aldur; settlega karla og kon- ur frá fertugu og upp úr. Raunin er að allir aldurshópar geta notið sín í starfi félagsins og má líka finna hópa sem sinna gagngert yngsta úti- vistarfólkinu. „Ferðafélag barnanna er fyrir krakka upp að 18 ára aldri. Þangað koma börnin í fylgd með fullorðnum en ferðirnar eru byggð- ar upp fyrir börnin s.s. með dags- ferðum í samstarfi við Háskólann sem tvinna saman fróðleik og ferða- lag. Þá er hópur fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem ferðast saman hér og þar um landið á eigin vegum, án fylgdar fullorðinna.“ Alls eru 60 dagsferðir á dagskrá FÍ á þessu ári og þar af er um helm- ingurinn nýjar ferðir. Spannar flór- an allt frá stuttum göngutúrum um Mosfellsbæ upp í langar og krefj- andi göngu- og skíðaferðir um Snæ- fellsnesið. „Síðan eru líka margar lengri ferðir sem taka allt frá tveim- ur dögum og upp í viku eða janvel níu daga,“ segir Sigrún og bætir við að vanir leiðsögumenn séu alltaf með í för til að gæta að örygginu og fræða ferðafólkið um náttúru og sögu hvers svæðis. „Ferðir FÍ á Hornstrandir og Lónsöræfi eru mjög vinsælar og upplagt fyrir þá sem vilja skoða þessi svæði í fyrsta sinn að gera það með Ferðafélaginu. Leiðsögnin tryggir að fólk fær miklu meira út úr ferðinni en ella.“ Ekki lengur neinar afsakanir  Í ár býður Ferðafélagið meðal annars upp á verkefni fyrir þá sem eru með bakvandamál eða í yfirvigt en vilja samt taka þátt í ferðum félagsins  Einnig eru hópar starfræktir fyrir börn og 18 til 25 ára fjallgöngufólk Upplifun Göngur Ferðafélags Íslands þykja mjög skemmtilegar og gefandi og félagsskapurinn af allrabestu sort. Leiðin liggur víða um land og fróðir leiðsögumenn alltaf með í för. Sigrún Valbergsdóttir Hvíld Gvendarskál í Hólabyrðu. Myndin sýnir vaskan hóp göngugarpa í eft- irminnilegri Söguferð Ferðafélags Íslands sem farin var á síðasta ári. Útsýni Reykjaströnd séð af Þórðarhöfða. Fegurð íslensks landslags höfðar jafnt til unga fólksins og þeirra sem eldri eru og úrval ferða í boði. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil L i f and i v e r s l un Verð að eins 13.900 kr. Elite fiskabúr TILBOÐ • 54 l. • Ljós og ljósastæði • Lok • Dæla • Hitari Kíkið í heimsók n Fyrsta skipti á Íslandi Nurse hákarl til sýnis í verslun okkar Full búð af nýjum skraut og sjávarfiskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.