Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 68
Á FERÐ UM Ísland68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
MAGNOLIA
OFFICINALIS
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við
sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni
„Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og
ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki
á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef
ekki sofið betur í mörg ár.“
SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ
balsam.is
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
Hefur verið notað við
svefnvandamálum, kvíða og
depurð í yfir 2000 ár í Asíu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Anup Gurung hefur um langt skeið
starfað sem leiðsögumaður í flúða-
siglingum á Norðurlandi. Í dag er
hann annar eigenda Viking Rafting
(www.vikingrafting.com) sem m.a.
býður upp á siglingar á Austari og
Vestari Jökulsá. Býður fyrirtækið
upp á fjórar tegundir siglinga: „Sú
vinsælasta er dagsferð í Austari
Jökulsá sem er lífleg sigling. Næst-
vinsælust er rólegri og fjöl-
skylduvænni ferð niður Vestari Jök-
ulsá. Þá bjóðum við upp á lengri
leiðangur sem er þriggja daga ferð
þar sem leiðin liggur yfir Hofsjökul
og síðan róið í tvo daga alla leið frá
upptökum árinnar. Loks vorum við
að bæta við nýrri straumvatnsferð á
kajak sem má sérsníða fyrir hvern
hóp og hægt að sigla víða um land.“
Ómótstæðileg straumvötn
Anup fæddist í Nepal en fluttist til
Íslands árið 2001. Flestir þekkja
Nepal fyrir mikilfengleg fjöll og hafa
nepalskir fjallaleiðsögumenn verið
rómaðir fyrir hæfni sína frá því
löngu áður en Tenzing Norgay sýndi
Edmund Hillary leiðina upp á tind
Everest. En Nepal er líka ofarlega á
lista hjá flúðasiglingaunnendum,
enda fylgja jú bröttum fjöllunum
langar og sprækar ár. Anup var
bráðungur þegar hann fór fyrst að
starfa sem leiðsögumaður í flúðasigl-
ingum og þegar hann var unglingur
varð hann fyrst var við íslenska
áhugamenn um siglingar sem vildu
nýta sér sérþekkingu nepölsku leið-
sögumanna í siglingar um íslenskar
ár. „Árið 2001 var ég í Evrópu og
stóð til boða starf á Íslandi sem ég
þáði enda hafði ég lengi haft áhuga á
landinu og heyrt góða hluti frá koll-
egum mínum í Nepal. Þó að þeir hafi
ekki látið vel af veðurfarinu og kuld-
anum þá gátu fáir þeirra staðist að
koma aftur eftir að hafa einu sinni
fengið að kynnast íslensku straum-
vötnunum.“
Þurr og sæl
Að sögn Anup eiga Íslendingar
mikil verðmæti í ánum sem finna má
vítt og breitt um landið. Austari Jök-
ulsá segir hann mikla perlu, og róm-
aða meðal flúðasiglingamanna sem
eina bestu á Evrópu, ef ekki þá
bestu. „Vestari Jökulsá er ekki síður
skemmtileg við að eiga og er m.a.
mjög þægileg að því leyti að fær leið-
sögumaður getur gert ferðina niður
ána hvort heldur auðvelda og rólega
eða krefjandi og æsispennandi, allt
eftir því á hvaða staði í fljótinu hann
beinir bátnum.“
Hvers er svo að vænta í ferð með
Viking Rafting? Snýr fólk kannski
heim blautt, kalt og hrakið? „Þvert á
móti hafa margir orð á því eftir sigl-
inguna hvað þeir eru þurrir og þeim
hlýtt. Við útvegum öllum þurrbún-
inga, skó, hanska, hjálm og björg-
unarvesti. Fólk kemur í sínum eigin
hlýja fatnaði til að klæðast undir og
ekki nema svo óheppilega vilji til að
gat leynist á þurrbúningnum kemst
bleyta að kroppnum. Og jafnvel ef
bleytan lætur á sér kræla er kuldinn
ekki að trufla því róðurinn niður ána
kallar á það að vera stöðugt á hreyf-
ingu.“
Bækistöð fyrirtækisins er á Hall-
grímsstöðum, í hæfilegri aksturs-
fjarlægð frá Akureyri. Þar er farið
vandlega yfir ferðina sem er fyr-
irhuguð þann daginn og bátsverjar
klæddir í hlífðarfatnaðinn. „Þá tekur
við akstur upp með Jökulsá, að upp-
hafspunkti siglingarinnar. Kennum
við þar vandlega hvernig á að bera
sig að í bátnum, og hvernig á að
bregðast við ýmsu því sem getur
gerst á leiðinni, s.s. ef einhver fellur
fyrir borð. Sama hvort fólk er að
sigla í fyrsta sinn eða er að fara í
sína fimmtugustu ferð förum við yfir
sömu grunnatriðin og leggjum ekki
af stað fyrr en allir hafa náð góðum
tökum á sínu hlutverki í ferðinni.“
Allir eiga að geta ráðið við flúða-
siglingu og í léttari ferðunum í Vest-
ari Jökulsá segir Anup miðað við 6
ára aldurslágmark og sumir gest-
irnir hafi verið vel yfir áttræðu. „Við
höfum líka tekið á móti fötluðu fólki
með sérþarfir og hægt að haga sigl-
ingunni þannig að sé við hæfi flestra.
Í Austari Jökulsa er aldurs-
lágmarkið 18 ár og þátttakendur
þurfa að vera í ágætu formi til að
takast á við ána.“
Ísland með bestu
stöðum í heimi til að
stunda flúðasiglingar
Austari Jökulsá er rómuð sem ein besta á Evrópu
Viking Rafting býður þar upp á æsispennandi ferðir
Sérfróður Anup Gurung hefur ver-
ið leiðsögumaður frá unga aldri.
Hrikalegt Á leiðinni niður ána má komast í snertingu við náttúruna.
Áskorun Að fara á kajak niður ólgandi fljót er ógleymanleg reynsla.
Þægindi Ferðin tekur á en allir fá þurrbúninga, skó og hanska.
Eins og fyrr var getið er Austari
Jökulsá talin með bestu ám álf-
unnar til að stunda flúðasigl-
ingar á. Anup segir þó hætt við
að virkjanaáform eyðileggi ána.
„Hugmyndir eru uppi um að
reisa virkjun þar sem Vestari og
Austari Jöklsá mætast, á svæði
sem kallað er Villinganes. Myndi
þetta breyta báðum ánum í mikið
uppistöðulón og rýra mjög nota-
gildi þeirra til flúðasiglinga.
Voru virkjunarhugmyndirnar
fyrst settar fram í kringum alda-
mótin og hafa andstæðar fylk-
ingar tekist á um kosti og galla
virkjunarinnar.“
Anup segir að virkjunin muni
varla kosta svo mörg töpuð störf
í héraðinu, þó að hún verði til
þess að Viking Rafting leggi upp
laupana. „En þá á eftir að meta
bæði framtíðarvöxt ferðaþjón-
ustu á svæðinu og þau verðmæti
sem liggja í því að fólk hafi hér
áfram aðgang að þessu góða
svæði til að stunda flúðasiglingar
og aðra útivist. Fjöldi gesta hjá
Viking Rafting eykst hratt og
von á um m 3.500 gestum í ár. Er
hægt að vænta þess að fjöldinn
hafi margfaldast að 5, 10 eða 15
árum liðinum með tilheyrandi at-
vinnusköpun og afleiddum störf-
um.“
Bendir Anup á að ýmis virkj-
anaævintýri úti í heimi séu víti til
varnaðar og dæmin hafi sýnt að
þau verðmæti sem liggja í
óspilltri náttúru eru oft ekki rétt
metin, og jafnvel ef reynt er að
vinda ofan af skaðanum þá geti
tekið marga mannsaldra fyrir líf-
ríki virkjunarsvæða að ná sér
aftur á strik. „Það er meira sem
þarf að taka inn í myndina en
hagsmunir líðandi stundar og
krónurnar sem fara í kassann.“
Perlur í hættu