Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Á FERÐ UM Ísland Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við upp- byggingu á Hestasetrinu Sleipni í Hveragerði og stefnan sett á að þar muni hefjast starfsemi í lok árs, í nýju húsi sem mun rísa við Breiðu- mörk í Hveragerði, gegnt Hótel Örk. Sigurbjörn Viktorsson hesta- dómari, sem stendur að verkefninu ásamt Viktori Sveinssyni, hafði gengið með hugmyndina í maganum í nokkur ár áður en hann fékk Vikt- or til liðs við sig til að gera setrið að veruleika. Starfseminni í setrinu má kannski best lýsa sem vandaðri sýn- ingu þar sem saga Íslands er sögð frá sjónarhorni hestsins. „Þunga- miðjan í setrinu er tveir salir þar sem sýnd verður kvikmynd gerð eftir handriti Friðriks Erlingssonar sem einnig skrifar alla kynning- artexta á sýningunni. Sveinn M. Sveinsson framleiðir kvikmyndina og Finnur Malmquist grafískur hönnuður mun bera ábyrgð á útliti sýningarinnar, hönnun vefsíðu og hönnun alls annars efnis sem setr- inu tengist,“ útskýrir Sigurbjörn en tökur á kvikmyndinni eru hafnar og munu standa yfir fram á sumar. Verður myndin sýnd á ensku í ein- um sal en á níu öðrum tungumálum í hinum salnum. Bjargvættur þjóðar „Aðalsöguhetjan er íslensk hryssa sem greinir áhorfandanum frá því hvernig hesturinn lék mik- ilvægt hlutverk í sögu þjóðarinnar, var þarfasti þjónninn í öllum verk- um og samgöngum og fæða fyrir landann í mestu harðindunum. Framsetningin er einföld og að- gengileg, svo að kvikmyndin á að höfða til hins almenna ferðamanns, sem og til heimamanna.“ Sérkennum íslenska hestsins verða gerð góð skil og mun sýningin fræða um gangtegundirnar, liti og einstakan feldinn sem tekur ekki aðeins breytingum eftir árstíðum heldur getur líka breytt um lit eftir aldri hestsins. „Það fyrsta sem blas- ir við þegar komið er inn í húsnæðið er sjálfur Sleipnir, uppstoppaður og áttfættur í miðju aðalrýminu sem um leið er matsölustaður. Í upphafi eða lok heimsóknarinnar geta gestir fengið sér þjóðlegan snæðing á mat- sölustaðnum, s.s. hangikjöt og hesta-carpaccio, og umgjörðin skemmtilega grófgerð með íslensk stíleinkenni. Þarna verða engir hamborgarar með frönskum,“ út- listar Sigurbjörn. Vísir að ferðaþjónustukjarna Utan um Hestasetrið Sleipni verður reist glæsileg bygging sem Kári Eiríksson arkitekt hefur hann- að. Húsið er svo stórt að þar rúmast fleiri fyrirtæki og segir Sigurbjörn nú unnið að því að velja inn hentuga samstarfsaðila svo að myndast geti vísir að litlum ferðaþjónustukjarna á besta stað í Hveragerði. Sigurbjörn segir ljóst að þörf er á fleri áhugaverðum viðkomustöðum fyrir ferðamenn sem leið eiga um svæðið. „Hveragerði hefur alla burði til að verða næsta ferða- mannaparadís Íslands. Unnið er að endurreisn Edens, von á nýju heilsuhóteli og nú þegar að á bilinu 140-150.000 manns fara hér um bara til að labba inn í Reykjadal,“ segir hann. „Hestasetrið og aðrir áfangastaðir í bænum geta verið fyrsta stopp á leið ferðamanna út fyrir Reykjavík eða hluti af sunnu- dagsrúntinum fyrir borgarbúa. Þá er vonandi að gott samstarf verði milli okkar og hestaleiganna á svæðinu og lifandi hestasýning- arinnar í Fákaseli.“ Þá segir Sigurbjörn orðið löngu tímabært að gera íslenska hestinum skil með þeim hætti sem gert verð- ur í setrinu. „Íslenski hesturinn er merkileg skepna, og hefur um langt skeið verið okkar öflugasti sendi- herra á erlendri grundu. Er upp- lifun að koma á hestasýningar í Evrópu og sjá þar íslenska fánann blakta víða. Þar finnur maður fólk sem hefur tekið miklu ástfóstri við Ísland, jafnvel án þess að hafa nokkurntíma heimsótt landið, og allt vegna þess að það keypti sér ís- lenskan hest.“ Vinsældir íslenska hestsins er auðvelt að útskýra, að mati Sigur- björns. „Hann er auðmjúkur þjónn og hefur mýkt í gangtegundunum sem önnur hestakyn hafa ekki. Er auðvelt að taka ástfóstri við þessa skepnu í löngum og áreynslulausum reiðtúrum úti í skógi þar sem hann er eins og hugur manns. Íslenski hesturinn hentar hvort heldur fimm ára knapa eða sjötugum, ólíkt stóru erlendu tegundunum sem eru varla nema á færi fagfólks í reiðmennsku að tjónka við.  Í Hveragerði mun rísa Hestasetrið Sleipnir þar sem gestir geta upplifað sögu landsins í gegnum augu þarfasta þjónsins  Sjálfur Sleipnir verður til sýnis, uppstoppaður og áttfættur Morgunblaðið/Golli Víðförull Sigurbjörn segir íslenska hestinn einn öflugasta fulltrúa Íslands á erlendri grundu. Setur til heiðurs einstökum hesti Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagrir Íslenska hestakynið er þjóðargersemi og mörgum kostum gætt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.