Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 75
MINNINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 samúðarkveðjur til þeirra allra og annarra aðstandenda. Hvíl í friði, elsku mágur. Takk fyrir allt. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. Elsku afi, þú varst einn sá traustasti maður sem ég þekki. Takk fyrir að taka mig í fangið og mata mig langt fram eftir aldri, það var sko best að borða í afa fangi. Takk fyrir að skutla mér í ballettinn og útbúa alltaf nesti fyrir mig til að borða á leiðinni, svali og rúgbrauð með kæfu – alltaf eins. Takk fyrir að leyfa mér að kúra í besta sófanum og horfa á teiknimyndir með mér. Takk fyr- ir að rækta bestu gulrætur og kartöflur í heimi og leyfa mér að hjálpa þér. Margir tjá ást sína í orðum en sýna hana svo ekki í gjörðum. Orðin þín voru ekki mörg en gjörðir þínar sýndu þessa ómældu ást sem þú bjóst yfir sem er það mikilvægasta og fallegasta sem lífvera getur gefið annarri lífveru. Ég finn alltaf ástina og hlýjuna þína og ég veit þú finnur mína líka. Líkaminn þinn er bú- inn að vinna sitt verk hér en ástin þín og hlýjan hverfur aldrei. Vildi óska þess að Þórir Jökull hefði fengið að kynnast þér eins og ég, en við sjáumst nú öll aftur seinna – það veit ég. Takk fyrir að vera frábær fyr- irmynd og takk fyrir að vera allt- af til staðar fyrir okkur fjölskyld- una, sama hvað. Þín Fanney Ósk. Fallinn er frá lögreglukappinn Gísli Guðbrandsson. Gísli var einn af föstu bílstjór- unum sem sinntu útkallsverkefn- um þegar ég byrjaði á D-vaktinni. Það var góður skóli fyrir nýliða að vera undir leiðsögn þaul- reynds stjórnanda eins og Gísla við að sinna erfiðum og oft snún- um verkefnum. Oftast voru tveir þaulreyndir lögreglumenn í hverjum útkalls- bíl um nætur hér fyrr á árum auk nýliða. Slíkt fyrirkomulag var gott veganesti til lærdóms fyrir þá sem voru að hefja erfitt og krefj- andi starf. Gísli mat aðstæður af stillingu hverju sinni og tók síðan ákvörð- un hvað gera skyldi og þá oft í erfiðum málum sem lögreglu- menn verða að fást við. Þess á milli var margt skrafað í eftirlitsferðum um borgina, því Gísli hafði frá mörgu að segja t.d. frá bernskuslóðum sínum, en til þeirra bar hann hlýjar tilfinning- ar og átti þaðan góðar minningar. Eftirminnilegar eru ferðir með Gísla og vaktinni til löggæslu- starfa í Húsafell, á Laugarvatni og í Þjórsárdal sem og veiðiferðir í Hítarvatn og víðar á hálendinu. Reynslumiklar löggæsluferðir og skemmtilegar veiðiferðir með góðum félögum. Stundum fannst Gísla jafnvel nóg um glettni okkar yngri lög- reglumannanna á vaktinni, en fyrirgaf okkur það með skemmti- legu orðavali til hvers og eins. Oft var glatt í hópnum t.d. þeg- ar hann kom saman yfir í kaffi- bolla á stöðinni á milli verkefna, ég tala nú ekki um í morgun- og miðnæturkaffinu ef tími gafst til. Gísli var bóngóður lögreglu- maður, ekki hvað síst við þá sem áttu erfitt t.d. vegna óreglu og reyndi sitt besta til að koma þeim til aðstoðar og í húsaskjól á þá- verandi stofnunum, t.d. þegar hann var varðstjóri í fanga- geymslunni. Það er góð minning úr krefj- andi starfi að hafa kynnst manni eins og Gísla og hans samstarfs- félögum. Gísla mun ég minnast um ókomin ár með virðingu og þökk fyrir gott samstarf. Guð verndi minningu hans. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Ómar G. Jónsson. ✝ Sigríður Sig-urjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1924. Hún lést á Landspít- alanum 2. febrúar 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urjón Á. Ólafsson alþingismaður, f. 1884 á Hvallátrum í Rauðasandshreppi, d. 1954, og Guðlaug Gísladóttir f. 1892, d. 1951. Sigríður átti 12 systkini sem öll eru látin en þau voru: Þór- arinn Gísli, f. 1913, Guðbjörg, f. 1915, Marta Elísabet, f. 1917, óskírt sveinbarn, f. 1918, Guð- laug, f. 1921, Baldur, f. 1922, Marta Elísabet, f. 1923, Ólafur, f. 1926, Jóhanna, f. 1927, Guð- mundur, f. 1928, Örn, f. 1930, og Atli, f. 1932. Hinn 16. nóvember 1945 giftist Sigríður Ásgeiri J. Kristófers- Fyrir átti Ásgeir þau Birnu og Magnús Hauk. 4) Guðlaug Snæ- björg, f. 1954, gift Rúnari Daða- syni. Saman eiga þau Ásgeir Daða og Jón Árna en fyrir átti Guðlaug soninn Júlíus Kristófer. Langömmubörnin eru orðin 20 talsins. Sigríður fæddist á Njálsgötu 22 í Reykjavík en þar sem barna- hópurinn var stór flutti fjölskyld- an víða um borgina. Fimm ára var Sigríður send ein í sveit að Hvalskeri við Patreksfjörð og dvaldi þar hjá föðurbróður sínum Stefáni og konu hans Valborgu. Sigríður og Ásgeir hófu bú- skap á Skeggjagötu en fluttu síð- an að Bólstaðarhlíð 10 árið 1947 og bjó hún þar til ársins 2004. Þá flutti hún að Kirkjulundi 8 í Garðabæ og bjó þar æ síðan. Sig- ríður helgaði sig heimilisstörfum en þau hjón ráku bifreiðaverk- stæði og var hún manni sínum innan handar í rekstri þess alla tíð. Sigríður var hannyrðakona og eftir hana liggja margir fallegir hlutir. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 11. febrúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. syni bifvélavirkja- meistara, f. 23.7. 1910, d. 14.2. 1985. Foreldrar hans voru Kristófer Bjarni Jónsson, f. 1881, og Guðjónía Stígsdóttir, f. 1875. Börn Sigríðar og Ásgeirs eru: 1) Birna Guðjónía, f. 1946. Hún var gift Pete Mitchell, sem lést árið 1979, og saman áttu þau fjórar dætur; Christie Báru, Mel- ody Sigríði, Nicky Georgia og Buffy Guðlaugu. Núverandi maki Birnu er Bobby Perez. 2) Valur Stefán, f. 1947, kvæntur Hrafn- hildi Stefánsdóttur. Þau eiga tvö börn, Hildi Sigrúnu og Val Pál Stefán, en frá fyrra hjónabandi á Hrafnhildur soninn Karl Stefán Jónsson. 3) Ásgeir Kristófer, f. 1951, kvæntur Helgu Þorsteins- dóttur og eiga þau saman tvö börn, Perlu Ösp og Þorstein Ými. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir, höf. ókunnur) Leiktu í ljúfum vindum, elsku mamma, með pabba þér við hlið. Þú munt áfram lifa í mér og vera ætíð í huga mínum og hjarta. Þín elskandi dóttir, Guðlaug Snæbjörg. Það var feimin 19 ára stúlka sem kom í heimsókn í fyrsta sinn í Bólstaðarhlíð 10, fyrir tæpum fjórum áratugum. Við Geiri yngri vorum að stíga okkar fyrstu skref saman og honum fannst kominn tími til að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Það var að sjálfsögðu í matarboði og ég matnett þá, svo að ég átti í mestu vandræðum með að torga öllu þessu góðgæti sem borið var á borð fyrir mig, en gott var það. Mér var tekið opnum örmum af þeim hjónum, Siggu og Geira eins og þau voru alltaf kölluð. Heimsóknum mínum fór fjölg- andi og alltaf var eins og þar byggi stórfjölskylda, svo gest- kvæmt var, enda ættin fjölmenn og sótti í samveru. Frá þeim tíma á ég margar skemmtilegar stundir að minnast. Þau Bólstaðarhlíðarhjón nutu gjarnan sumarhelganna í hjól- hýsinu sínu og buðu okkur þá oft með. Í þessum ferðum var glatt á hjalla og máltækið „Þröngt mega sáttir sitja og enn þrengra liggja“ í heiðri haft. Alltaf var nóg pláss fyrir alla – svo lengi sem fólk mundi að klofa ofurvar- lega á milli svefnpokanna þegar einhver þurfti að létta á blöðr- unni á ókristilegum tímum. Sigga var snillingur í matar- gerð og afar gestrisin. Þær voru því ófáar veislurnar sem við sát- um hjá þeim hjónum og henni síðar, en ég er viss um að hún naut þess ekki bara að elda mat- inn heldur öllu fremur að sjá hversu vel við nutum hans. Og mottóið var: Alltaf nóg til frammi. Haustin fóru að marka stefnu- mót hjá okkur, þegar við Geiri fluttum norður í Sigtún og urð- um óvart bæði fjár- og anda- eigendur. En það voru ekki bara endur og fé sem gáfu af sér af- urðir heldur líka villiberin okkar, bláber, krækiber og hrútaber. Endalaus uppspretta hugmynda fyrir Siggu og þar var hún í ess- inu sínu. Réði ríkjum á meðan við vorum við vinnu eða að afla aðfanga í einhverri lautinni. Á meðan var sultað, saftað, bakað og frystirinn fylltur. Var alltaf skemmtilegur samverutími hjá okkur. Þegar við fluttum aftur á höf- uðborgarsvæðið fórum við þrjár kynslóðir að taka saman slátur og þar var hún í hlutverki verk- stjórans: Ertu ekki enn búin að sauma keppinn? Heldurðu að þetta eigi að verða einhver krosssaumur svona upp á punt, eða hvað? Hvurslags heng- ilmænuháttur er þetta eiginlega, drífum bara hlutina af í einum grænum hvelli. Ekki átti að bíða með það til morguns sem við gátum gert í dag. Þolinmæðin var ekki hennar sterkasta hlið en hún kunni líka að lifa í núinu. Já, þó svo að við næstu tvær kynslóðir fylgdumst með henni af einlægum áhuga höfðum við ekki roð við hraða þessarar margreyndu konu í sláturgerð- inni. Í dag erum við þakklát fyr- ir þá þekkingu og kunnáttu sem hún miðlaði til okkar í þessu sem öðru. Að leiðarlokum finnst mér heiður að hafa eignast þig fyrir vinkonu. Þú varst einstök á svo margan hátt. Kona úr stáli, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg og aldrei heyrði ég neinn barlóm þrátt fyrir aldur og fyrri skakkaföll. Hafðir lífsviljann að vopni og kunnir að njóta lífsins og líðandi stundar. Þannig vil ég minnast þín. Helga Þorsteinsdóttir. Elsku amma. Þakka þér fyrir tíma okkar saman, sem var ómetanlegur. Þakka þér fyrir tímann með Áróru og Aþenu, sem voru svo lánsamar að kynnast langömmu sinni og fá í arf bestu pipar- kökuuppskrift í heimi. En þó að ég eigi margar góðar minningar frá stundum okkar saman, í Ból- staðarhlíðinni, Þjórsárdalnum eða Kirkjulundi, er annað sem mér er minnisstæðast um þig. Þú varst einstök, sjálfstæð og sterk kona, sem ég dáðist að. Þú sýndir ró og yfirvegun og tókst á við áskoranir lífsins með æðru- leysi og þrautseigju. Slík fyrir- mynd er einmitt sú sem ég vil sýna dætrum mínum og þakka ég þér, amma, fyrir að vera mín fyrirmynd. Þannig mun ég minna þær á hverra manna við erum og að við gefumst ekki upp þótt á móti blási. Vertu sæl. Þín Perla. Til hafs sól hraðar sér, hallar út degi, eitt skeiðrúm endast hér á lífsins vegi. (Arnór Jónsson) Hún Sigga frænka mín hefur kvatt þennan heim eftir langa og gifturíka ævi. Leiðir okkar Siggu lágu sam- an þegar við vorum á sjötta ald- ursári, þegar hún kom á heimili mitt til sumardvalar. Hún var fædd og uppalin í Reykjavík í stórum systkinahópi. Þá var ferðamáti annar en nú er. Strandferðaskip voru hálfan sól- arhring frá Reykjavík til Pat- reksfjarðar. Þessi litla stelpa kom ein síns liðs þessa löngu leið. Faðir hennar, Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður, vann á skrifstofu hjá Ríkisskipum þegar hann sat ekki á þingi og bað þá gjarnan brytann að líta eftir henni. Sigga kom svo á hverju sumri eins og farfuglarnir og fór eins og þeir á haustin. Afi okkar, Ólafur Jónsson, sem bjó á heim- ilinu, gaf Siggu lamb sem var al- ið og fékk nafnið Siggu-Kola. Á hverju hausti tveimur dögum áð- ur en Sigga fór var lambinu und- an ánni slátrað, mamma gerði slátur, haus og lappir sviðin, kjötið hlutað niður og sett í góð- an kassa. Rófupoki og kartöflu- poki fylgdu með, og það var mik- il gleði á heimili Siggu þegar hún kom færandi hendi úr sveitadvöl- inni. Það var oft fjör heima á Hval- skeri, í daglegu tali nefnt Sker, mikið við að vera. Leiðinlegu verkin voru að reyta arfann úr kálgörðunum en garðrækt var mikil á heimilinu. Stundum var skroppið fram á fjörð að ná í fisk í hádegismatinn. Mér fannst Sigga oft hafa for- réttindi fram yfir mig. Það var seld mjólk frá okkur á Patreks- fjörð, sem faðir minn flutti þang- að annan hvern dag. Stundum datt það í Siggu að fá að fara með honum, ef mamma vildi ekki leyfa tók Sigga til táranna, en þá leyfði pabbi það ævinlega á þeirri forsendu að hún væri ekki hjá foreldrum sínum. Hann vissi hvað það var að vera ekki hjá foreldrum. Ég held að Siggu hafi þótt ákaflega vænt um heimili okkar og nágrannarnir töluðu um hana sem eina af okkur, sem Siggu litlu á Skeri/Hvalskeri. Svo liðu árin og Sigga giftist honum Geira sínum, Ásgeiri Kristóferssyni, og hann féll inn í hópinn og ég held að honum hafi fundist mamma vera tengda- mamma sín. Síðan giftist ég Herði bróður hans svo samskipti þessara fjöl- skyldna héldu áfram. Nú er hóp- urinn farinn að þynnast, þau eru horfin yfir móðuna miklu, en það er gangur lífsins. Pálína M. Stefánsdóttir frá Hvalskeri. „Þetta er allt að koma“ sögðu þær vinkonurnar Sigga og Eygló þegar þær litu við í bústaðnum sem var í byggingu. Þær voru mágkonur, alvanar útivist og þekktu sumarbústaðalífið vel. Um langt árabil átti Sigga lítið sætt hús í Úthlíð í Biskups- tungum. Þar hafði hún notið dag- anna með fjölskyldunni og í góðra vina hópi. Sigga var þegar hér var komið löngu orðin ekkja og margir samferðamennirnir farnir. Hún bar með sér dugnað og áræðni. Átti góðan vin í mág- konu sinni Eygló og saman settu þær notanlegan svip á lífið í sveitinni. Í litla húsinu var gleðin í fyr- irrúmi, tekið var í spil, saumað, spjallað – gestrisnin í hávegum höfð að hætti Siggu, sem lifði í núinu. Þó að Elli kerling væri eitthvað að stríða henni hélt hún henni frá. Og í sveitinni liðu dagarnir hratt, umluktir umhyggju,vel- ferð og góðum vinskap. Það er með þakklæti og virð- ingu sem við kveðjum Sigríði Sigurjónsdóttur og vottum fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúð. Minningarnar verma huga okkar. Valgerður Sigurð- ardóttir og Friðbjörn Björnsson. Hún Sigga okkar er dáin. Hún var okkur kær vinkona í hartnær 50 ár, og móðir Gullýar æsku- vinkonu okkar. Sigga var klettur og okkur fannst hún óhagganleg. Jákvæðari og sáttari manneskju var erfitt að finna. Okkur langar að segja svo ótal margt en það væri of langt mál. Við áttum margar góðar minningar úr Bólstaðarhlíðinni; þar var mikið brallað. Sigga var með stórt heimili og var alltaf stöðugur umgangur. Húsið var eins og félagsmiðstöð, við stelp- urnar með alls konar vesen og alltaf fullt hús af strákum hjá Geira. Oft kom Sigga heim klyfj- uð með matarpoka og komst ekki inn í forstofuna, hún var full af skóm. Alltaf var Sigga samt þolinmóð og sýndi okkur alltaf hlýju. Hún sinnti heimilinu sínu með prýði og alltaf var mikill matur á boðstólum í eldhúsinu hennar. Já, það var mikið fjör í Bólstaðarhlíð 10. Svo einhvernvegin urðu allir fullorðnir, giftust og áttu börn, fluttu út á land, úr landi, en alltaf héldum við saman vinkonurnar og Sigga var þar fastur punktur í tilveru okkar og okkar fjöl- skyldna. Alltaf glöð. Allar eigum við útsaum eftir hana, það lék í höndum hennar til síðasta dags. Einu sinni bauð hún okkur stel- putrippunum, eftir að við vorum giftar og ráðsettar, í dömuboð og reiddi fram dýrindis veitingar og veigar. Það fannst okkur og henni svakalega gaman. Og ef Sigga hafði ekkert að gera, þá bakaði hún ótal margar kökur. Við söknum þín Sigga, þú varst kletturinn og skilur eftir þig stórt skarð. Elsku Gullý, Geiri, Valur og Birna, tengda- börn og öll barnabörnin, munum eftir glaðlega andlitinu hennar og hlátrinum, og að núna er hún með Ásgeiri sínum á góðum stað. Farðu í friði vina mín kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi.) Guðrún Snæbjörnsdóttir (Gurra), María Sif Sveinsdóttir (Systa) og María Kristmanns (Mæja). Vorið 1931 hélt kaupskipið Súðin, sem Skipaútgerð ríkisins gerið út um langt árabil, frá hafnarbakkanum í Reykjavík. Var það ein af fjölmörgum ferð- um skipsins kringum landið en það hafði þá í um eitt ár verið í siglingum kringum landið. Með- al farþega í þessari ferð voru tvær stúlkur, báðar á sjöunda aldursári. Önnur á leið til móður sinnar og systkina á Patreks- firði, hin á leið til skyldfólks sem bjó á bænum Hvalskeri sem stendur við sunnanverðan fjörð- inn og nokkru innar en kaup- staðurinn. Í upphafi ferðar þekktust stúlkurnar ekki en þegar skipið sigldi inn Patreksfjörðinn hafði myndast með þeim vinátta. Þar reyndist ekki tjaldað til einnar nætur. Næstu áttatíu árin bar aldrei skugga á samgang þeirra og samstöðu. Þær urðu bestu vinkonur. Önnur þessara stúlkna var móðir mín, Erla Kristín Egilson, en hin hét Sig- ríður Sigurjónsdóttir. Tæp sex ár eru nú liðin frá því að við kvöddum mömmu en nú er ævi- sól Siggu vinkonu, eins og hún var jafnan kölluð af fjölskyld- unni í Barðavogi 30, einnig hnig- in til viðar. Margs er að minnast þegar horft er til baka og það eiga af- komendur vinkvennanna sem hittust fyrst á skipsfjölinni forð- um daga sameiginlegt, að eiga fjölmargar minningar frá þeim saman. Jafnt eru það minningar sem við höfum upplifað í sam- félagi við þær en einnig í gegn- um frásagnir þeirra frá liðnum dögum. Vinátta þeirra tvinnaðist sam- an við ýmis áhugamál sem þær sinntu samhliða heimilisstörfum og öðrum verkefnum sem þær sinntu. Þær höfðu mikinn áhuga á matargerð og þau voru ófá matarboðin og veislurnar sem þær ásamt mönnum sínum, þeim Geira og Kidda, slógu upp í Ból- staðarhlíðinni og Barðavoginum. Ferðalögin voru einnig óteljandi, jafnt innanlands sem utan. Þær höfðu mikla ánægju af því að heimsækja Patreksfjörðinn sem tengdi þær svo sterkt saman og við Inga höfðum alltaf jafngam- an af því að fá þær í heimsókn í Aðalstrætið á þeim árum sem við bjuggum fyrir vestan. Ferð- irnar út leiddu þær um mörg og ólík lönd og eftir að þær urðu ekkjur fækkaði síst ferðunum. Áttu þær meðal annars margar góðar stundir vestanhafs þar sem Birna, dóttir Siggu, hefur búið um langt árabil. Þá störfuðu þær ötullega saman um áratugaskeið á vett- vangi Thorvaldsenfélagsins og var augljóst af þátttöku þeirra í því starfi, og samtölum um það, að þeim var hlýtt til félagsins og þess markmiðs sem það stefnir að. Það er táknrænt að þær hafi fundið kröftum sínum farveg á vettvangi Thorvaldsenfélagsins því það var í upphafi stofnað árið 1875 á grundvelli samstarfs og vináttu ungra kvenna. Hvort sem á ferðalögum eða í hinu daglega lífi var eftir því tekið að Sigga var með eindæm- um úrræðagóð og af þeim sökum var alltaf gott að leita til hennar. Það vakti einnig eftirtekt mína að hvernig sem vindar blésu, og á langri ævi hljóta þeir oft að snúa fremur í fangið en bakið, gafst hún aldrei upp og raunar tamdi hún sér jákvætt viðhorf til allra þeirra viðfangsefna sem féll í hennar skaut að leysa úr. Hún var bjartsýn að eðlisfari og það hafði áhrif á allt hennar nærumhverfi. Þannig er gott að minnast hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar úr Barðavogi, sendi ég börnum Sig- ríðar Sigurjónsdóttur og öllum aðstandendum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við leið- arlok þökkum við langa og far- sæla samfylgd og felum hana góðum Guði. Stefán Skarphéðinsson. Sigríður Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.