Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 82
82 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
VE
R
T
Eurovision
partý?
Þetta verður veisla
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu þér ekki bregða þótt eitthvað
togni úr verkefni sem fyrst virtist einfalt
mál. Vertu raunsær í peningamálunum og
forðastu ákvarðanir um stórar fjárfestingar
20. apríl - 20. maí
Naut Staldraðu við og íhugaðu hvað það er
sem skiptir raunverulegu máli í lífinu.
Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila
og það er þér í hag að halda öllu í skefjum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Notaðu daginn til að dekra við
sjálfan þig því þú verður að endurnýja
orkuna. Reyndu að koma eins miklu í verk
og þú getur. Þá áttu líka skilið að hvílast.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Viðskiptin hægja á sér á meðan þú
bíður eftir símtali frá ákveðnum aðila. Gerðu
þér far um að kynna þér alla málavexti áður
en þú kveður upp dóm.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og
það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast
rétt við. Mundu að þú færð borgað fyrir að
fara að fyrirmælum annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt líðan þín sé ekki með besta
móti mun það ástand ekki vara lengi þó svo
það verði orðið ansi þrúgandi undir lokin.
Kannski þarftu að skipta um umhverfi til
þess að fá meira súrefnisflæði um heilann.
23. sept. - 22. okt.
Vog Flas er ekki til fagnaðar og það á svo
sannarlega við um þá aðstöðu sem þú ert í
núna. Fólk er ekki svo ólíkt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú finnur fyrir mikilli innri
spennu í dag og finnst að þér séu allar leiðir
lokaðar. Notaðu þetta þér til framdráttar og
losaðu svo um spennuna á vitrænan hátt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt erfiðleikar skjóti upp koll-
inum hér og þar eru þeir bara til að sigrast
á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Reyndu
því að temja þér aðrar vinnuaðferðir sem
fyrst.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það getur vakið ýmsar tilfinn-
ingar þegar ganga þarf frá persónulegum
málum. Viðskipti dagsins munu færa þér
hagnað og ánægju í framtíðinni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Líf þitt er ljóð í dag. Allt sem
tengist fjölskyldu og heimili getur á einhvern
hátt aukið velsæld þína.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ástæðulaust að fá sekt-
arkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan
þig. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur
vinur og treystu aðeins þeim sem hafa
reynst þér vel.
Síðustu daga hefur verið fjörugtá Leirnum og mikið um limrur.
Ólafur Stefánsson lét ekki sitt eftir
liggja, – með orðunum „Jæja-
,krakkar, hér kemur smá vitleysa!“
Limrungum létt er að brosa
láta allt flakka’ út í rosa.
Þær gölluðu, súru,
þær góðu og klúru,
fara allar í eilífðar posa.
Limran er línulegt X
sem löngum er innbyggt í sex.
Mannvanar meyjar,
munnhvatir peyjar,
og alls konar erótísk hex.
Limran, sú ótínda enska,
allra síst kalla má bernska.
Þó sé fordæming hönnuð,
hún fast að því bönnuð,
þá gera menn sér lítið fyrir og lengja
bara síðustu línuna.
Veg okkar varðaði drottinn,
þó veltum oft synda- í pottinn.
En helst vil að endum
á Himnanna lendum,
þó háll sé’ann hérvistarspottinn.
Að lokum er hér limra eftir Ólaf
„um skáldkonurnar okkar þessar
elskur“:
Í seiðandi síbyljugalsa
á sígrænum engjum þær valsa,
með kött útí mýri
með kafloðið stýri
dansa þær sömbu og salsa.
Gunnar J. Straumland sagði:
„Þar sem sól fer örlítið hækkandi á
lofti hvern dag sem líður held ég að
mér sé óhætt að birta þetta drunga-
lega vetrarkvæði,“ – aldagamla
vetrarmynd af Skjálfanda:
Man ég ólgusvartan sjó
sjóða í klakahöllum.
Í vetrarsorta sáum kló-
sigana yfir fjöllum.
Í næðingi út við nyrsta haf
nifl um daga ríkir.
Veturnir þegar sólin svaf
sýnast engu líkir
Kinnafjallaklettaborg
klif og hrjósturtindar
hafa litið sára sorg
svartrar vetrarmyndar.
Grímur Sigurðsson, bóndi á Jök-
ulsá í Flateyjardal, orti:
Stjörnur eygði eg í kvöld
undir dökkum baugum.
Hugann gæti ég heila öld
helgað slíkum augum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Limrungar og vetr-
armynd af Skjálfanda
Í klípu
„ÉG ÞARF AÐ FÁ ÁÞREIFANLEGAN
ÁRANGUR. PRENTAÐU HANN ÚT
FYRIR MIG.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SJÁÐU HVAÐ HÚN GERÐI
VIÐ NAMMIÐ MITT!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara yfir strikið
hvort fyrir annað.
VIÐ ÆTTUM
AÐ BYRJA
HUGLEIÐSLU
FRÁBÆR
HUGMYND
ÞETTA ER EKKI
HUGLEIÐSLA
HVA? – ÞÚ
VAKTIR MIG
ÁÐUR EN ÉG GAT
NÁÐ ÆÐRA STIGI
MEÐVITUNDAR
ÉG MUN
ALDREI YFIRGEFA
KONUNA MÍNA!
ÞETTA GEFUR
MÉR AUKNA TRÚ Á
HJÓNABANDIÐ!
HANN ER AÐ ÆFA SIG ÁÐUR EN
KÆRASTAN HANS KEMUR HINGAÐ.
Það voru óvenjugóðar heimtur hjáVíkverja þennan sprengidaginn,
þegar hann fékk einn af sínum uppá-
haldsréttum, saltkjöt og baunir,
bæði í hádeginu og í kvöldmatinn.
Túkallinn fékk þó að eiga sig í bæði
skiptin. Hafði Víkverji á orði að
hann ætlaði sér að vera eins og rús-
ína í vinnunni daginn eftir, svo mikil
yrði saltkjötsneyslan. Eitthvað varð
þó minna úr efndum.
x x x
Víkverji minnist þess annars aðþegar hann var ungur hafi verið
nokkuð meira tilstand í kringum
þessa þrjá daga, bolludag, sprengi-
dag og öskudag en nú er. Hann
föndraði bolludagsvönd í skólanum,
sem síðar var beitt á mjög vanþakk-
láta foreldra og hann saumaði ösku-
dagspoka, sem sömuleiðis voru
nældir aftan á hina sömu foreldra og
áður höfðu þurft að þola fleng-
inguna.
x x x
Jafnvel þá var sá siður kominn suð-ur fyrir heiðar, að börnin klæddu
sig í öskudagsbúning, og var jafnan
nokkuð lagt upp úr þeim. Búning-
arnir voru að vísu nær alltaf heima-
tilbúnir úr því sem hendi var næst.
Víkverji var því einu sinni pönkari,
jafnvel þó að hvorki hann né nokkur
annar jafnaldri hans bæri nokkurt
skynbragð á það hvað fælist í pönki.
Annað sinn var hann hippi, og naut
þá góðs af því að eiga foreldra sem
höfðu verið upp á þeim tíma.
x x x
Víkverji minnist þess þó ekki, aðhann hafi farið í fyrirtæki og
sungið í skiptum fyrir sælgæti. Sá
siður virðist vera einhvers konar
blöndun á „hefðbundnum“ öskudegi
og hrekkjavökunni engilsaxnesku.
Ólíkt mörgum er Víkverji ekkert
sérstaklega ósáttur þó að erlend
menningaráhrif blandist þannig inn í
íslenska siði og breyti þeim í takt við
tíðarandann. Þvert á móti er Vík-
verji nokkuð feginn. Nú þegar frum-
burðurinn er skammt undan er Vík-
verji til dæmis nokkuð feginn því að
svo virðist sem að bolludagsfleng-
ingar séu á undanhaldi. Hann þarf
þá ekki að fylgja í fótspor foreldra
sinna. víkverji@mbl.is
Víkverji
því að af náð eruð þið hólpin orðin
fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka.
Það er Guðs gjöf.
Efesusbréfið 2:8