Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 85
MENNING 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016
þær fimm bækur sem tilnefndar eru
hverju sinni eru hver á sinn hátt vel
að verðlaununum komnar og svo er
bara spurning um hvaða áherslu
dómnefndin leggur. Ég átti síður von
á þessum verðlaunum,“ segir Gunn-
ar Þór sem fyrst var tilnefndur fyrir
fjórum árum fyrir bókina Upp með
fánann. Baráttan um uppkastið 1908
og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
„Þessi verðlaun skipta gríðarlega
miklu máli, enda er alltaf gott að fá
klapp á bakið. Þegar ég var til-
nefndur fyrir þremur árum breytti
það öllu,“ segir Gunnar Þór og rifjar
upp að sú bók hafi í framhaldinu
hlotið Menningarverðlaun DV.
„Meðbyrinn sem ég fann í kjölfar til-
nefningarinnar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna gaf mér
sjálfstraust til að láta slag standa og
einbeita mér alfarið að fræðiskrifum.
Hefði ég þurft að skrifa nýjustu bók
mína í hjáverkum hefði það tekið
óratíma, því kennslan er slítandi,“
segir Gunnar Þór sem í rúma tvo
áratugi kenndi sagnfræði við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti.
Sagan á erindi við okkur öll
„Árið 2012 gerði ég mér ljóst að
mig langaði að skrifa fleiri bækur og
tíminn líður, þannig að ég valdi að
kýla á þetta eins og sagt er á góðri ís-
lensku,“ segir Gunnar Þór og upp-
lýsir að hann hafi tvisvar sinnum
fengið sex mánaða styrk frá Rannís
til að vinna að nýjustu bók sinni.
„Þeir styrkir gerðu útslagið og án
þeirra hefði ég ekki skrifað þessa
bók. Þó að þetta séu ekki háar fjár-
hæðir þá skiptir öllu að getað helgað
sig rannsóknarvinnunni. Í þessum
bransa kemstu lítið áfram ef þú færð
ekki einhvern stuðning í formi pen-
ingastyrkja,“ segir Gunnar Þór og
þakkar jafnframt ritstjóra sínum hjá
Forlaginu gott samstarf. „Bjarni
Guðmarsson, er afar góður ritstjóri
og mikill fagmaður enda sjálfur
sagnfræðingur. Það var ákaflega
gott að vinna með honum.“
Spurður hvort hann sé farinn að
leggja drög að næstu bók svarar
Gunnar Þór því játandi, en vill samt
ekki gefa of mikið upp um innihaldið.
„Ég get þó sagt að ég mun halda mig
við sama tímabil. Fyrstu áratugir 20.
aldarinnar eru mikið umbrota-
tímabil. Ég er farinn að þekkja vel
heimildir og langar að grúska
meira.“
Inntur eftir því hvort hann sé bú-
inn að ákveða í hvað hann hyggist
verja verðlaunafénu segist Gunnar
Þór ekkert vera farinn að leiða hug-
ann að því. „Þessir peningar koma
sér vel, því það er ekki hálaunastarf
að helga sig fræðibókaskrifum. Mér
finnst sagan skipta máli og er sann-
færður um að hún eigi erindi við okk-
ur öll. Ég er því upptekinn af því að
skrifa bækur sem höfða til almenn-
ings þannig að fólk nenni að lesa
þær. Sagan er hluti af samtímanum
og því er nauðsynlegt að skrifa bæk-
ur sem ná til samtímans. Ég hef
stundum áhyggjur af því að við pöss-
um ekki nógu vel upp á að fræðibæk-
ur séu nógu aðgengilegar og
skemmtilegar, sér í lagi fyrir þá sem
ekki eru í faginu. Við verðum að
rækta söguáhugann sem er tvímæla-
laust til staðar hjá almenningi. Við
þurfum auðvitað líka öflugar rann-
sóknir og að miðla þeim,“ segir
Gunnar Þór og bendir á að því miður
hafi sagan átt undir högg að sækja í
skólakerfinu.
„Að mínu mati er sagan grunn-
grein sem allir ættu að læra. Sagan
mótar sjálfsvitund okkar og er órjúf-
anlegur partur af okkur. Sú þjóð sem
veit lítið um fortíð sína er eins og ein-
staklingur sem veit ekkert um sína
fjölskyldu. Ég held að það sé miklu
meiri áhugi á sögu, líka hjá ungu
fólki, heldur en oft er gefið í skyn.
Mér fannst þakklátt verk að kenna
sögu í framhaldsskóla,“ segir Gunn-
ar Þór sem meðfram ritstörfum sín-
um sl. ár hefur sinnt stundakennslu
við Háskóla Íslands.
Ótrúlega stoltur
„Ég er pínu hrærður og ótrúlega
stoltur. Mér finnst stórkostlegt að fá
þessi verðlaun hjá bókaþjóðinni
miklu,“ segir Gunnar Helgason, höf-
undur bókarinnar Mamma klikk! Að-
spurður segist Gunnar búa yfir
miklu keppnisskapi og því hafi hann
langað mikið til að vinna, en á sama
tíma ekki þorað að gera sér vonir.
„Ég er búinn að lesa hinar bækurnar
sem tilnefndar voru í sama flokki og
mér finnst þær frábærar. Mér fannst
líkurnar á mínum sigri minnka með
hverri bók sem ég las, ekki síst þegar
ég las Vetrarfrí eftir Hildi Knúts-
dóttur,“ segir Gunnar og tekur fram
að það sé nýtt fyrir sér að fullorðnir
verðlauni hann, en Gunnar hefur í
tvígang hlotið Bókaverðlaun
barnanna fyrir bækur sínar um
þróttarann Jón Jónsson, vini hans,
fótboltann og lífið.
Spurður hvort Mamma klikk! sé
besta bók hans til þessa segist Gunn-
ar mjög illa dómbær á það. „Þegar
ég skilaði bókinni af mér var ég svo-
lítið stressaður yfir viðtökum, vegna
þess að fótboltabækurnar höfðu hlot-
ið frábærar viðtökur, gengið vel í
sölu. Ég var því pínu hræddur við að
skipta um bæði konsept og sögu-
persónur, en maður skrifar bara eins
vel og maður getur. Það er auðvitað
ekki minn reynsluheimur að skrifa
um stelpu á kynþroskaaldri og ég
var því stressaður yfir viðtökunum,
en þetta fór hins vegar ótrúlega vel.“
Svo skemmtilega vill til að
Mamma klikk! mun fljótlega eiga sér
framhaldslíf á leiksviðinu, en seint á
síðasta ári var tilkynnt að Þjóðleik-
húsið hefði keypt réttinn á því að
leikgera skáldsöguna. „Ég mun
skrifa leikgerðina með Símoni Birg-
issyni, dramatúrg Þjóðleikhússins,“
segir Gunnar og tekur fram að stefnt
sé að því að setja verkið upp á næsta
leikári.
Arðbærasta fjárfestingin
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Gunnar á að væntanleg leikgerð sé
bein afleiðing af því að hann hlaut á
síðasta ári ritlaun rithöfunda í fyrsta
sinn á ferli sínum. „Þegar ég sótti um
ritlaun í fyrra vandaði ég mig mjög
við umsókina og þar tók ég fram að
ætlunin væri að bókin færi líka á
svið. Það að hafa fengið rithöfunda-
laun leiddi til þess að ég náði að
skrifa mína bestu bók til þessa. Það
að hún sé að fara á svið er bara auka
bónus, en hún hefði ekki ratað þá
leiðina ef hún væri ekki nógu góð,
sem ég aftur þakka því að hafa feng-
ið rithöfundalaun,“ segir Gunnar
sem hlaut laun í sex mánuði á síðasta
ári. „Þetta var í fyrsta skiptið sem ég
hlaut rithöfundalaun og það breytti
öllu að geta einbeitt sér að því að
skrifa,“ segir Gunnar og tekur fram
að sér leiðist sú neikvæða umræða
sem verið hafi um listamannalaun að
undanförnu.
„Umræðan um listamannalaunin
kemur mjög illa við mig, því mér líð-
ur eins og afætu þegar ég les nei-
kvæð ummæli. Ég hef margoft sótt
um listamannalaun og aldrei fengið
fyrr en í fyrra. Það er margsannað
að þetta er arðbærasta fjárfestingin
sem ríkið getur lagt í. Þegar fjöl-
miðlar grípa ummæli upp af Face-
book sem eru röng, vanhugsuð og
fáranleg þá verð ég pirraður.“
Spurður hvort hann sé búinn að
ákveða í hvað hann nýti verðlaunaféð
svarar Gunnar því neitandi og bætir
við: „Ég er bara nýbúinn að fatta að
þessu fylgir peningaupphæð. Ég
held það sé með mig eins og alla aðra
í þessum bransa að við erum ekki í
þessu til að verða rík, því þá hefðum
við farið í eitthvað annað.“
Inntur eftir því hvort hann sé far-
inn að leggja drög að næstu bók
svarar Gunnar því játandi. „Ætli
næsta bók muni ekki heita Pabbi
klikk! og koma út fyrir næstu jól. Ég
byrjaði síðasta haust að setja saman
söguþráðinn, en það er alltaf það erf-
iðasta. Ég vona að söguþráðurinn
verði tilbúinn fyrir páska, en ég legg
yfirleitt alltaf meiri tíma í söguþráð-
inn en sjálf skrifin.“
Aðspurður segir Gunnar frábært
að geta skrifað áfram um sama per-
sónugalleríið í nokkrum bókum.
„Mér líður eins og ég hafi eignast
nýja og skemmtilega vini og þá vill
maður gjarnan eyða meiri tíma með
þeim. Fótboltabækurnar áttu upp-
haflega bara að vera þrjár eða jafn-
margar og stóru fótboltamótin hér-
lendis. En svo fór ég sjálfur til
Gautaborgar með syni mínum og fé-
lögum hans í FH og fannst það of
gott til að sleppa og þá bættist fjórða
bókin við.
Mamma klikk! átti bara að vera
ein bók, en svo finnst mér persón-
urnar svo skemmtilegar að mig lang-
ar til að skrifa meira um þær,“ segir
Gunnar og viðurkennir fúslega að
hann vilji með skrifum sínum hafa já-
kvæð áhrif á samfélagið. „Fótbolta-
bækurnar voru skrifaðar beinlínis til
að fá stráka til að lesa meira.
Mamma klikk! byrjaði sem skemmti-
saga fyrir krakka, en þróaðist út í að
vekja athygli á málefnum fatlaðra.
Draumur minn var alltaf að það
myndi skapast umræða um hvernig
fötluðum börnum gengur að lifa
venjulegu lífi. Verðlaunin skapa um-
ræðugrundvöll og vekja athygli á
umfjöllunarefninu.“
Fjögurra manna lokadómnefnd
valdi verkin úr hópi fimmtán bóka
sem tilnefndar voru til verð-
launanna í desember á síðasta ári
þegar fimm bækur voru tilnefndar
í hverjum flokki.
Lokadómnefnd skipuðu Erna
Guðrún Árnadóttir, Hildigunnur
Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn
Óskarsson og Árni Sigurjónsson,
sem jafnframt var formaður
nefndarinnar.
Auk verðlaunaverksins Hunda-
daga eftir Einar Má Guðmundsson
sem Mál og menning gaf út voru í
flokki fagurbókmennta tilnefndar
í stafrófsröð höfunda: Stóri
skjálfti eftir Auði Jónsdóttur sem
Mál og menning gaf út; Sjóveikur
í München eftir Hallgrím Helga-
son sem JPV útgáfa gaf út; Leiðin
út í heim eftir Hermann Stef-
ánsson sem Bókaútgáfan Sæ-
mundur gaf út og Eitthvað á
stærð við alheiminn eftir Jón Kal-
man Stefánsson sem Bjartur gaf
út.
Auk verðlaunaverksins Þegar
siðmenningin fór fjandans til – Ís-
lendingar og stríðið mikla 1914-
1918 eftir Gunnar Þór Bjarnason
sem Mál og menning gaf út voru
tilnefndar til verðlaunanna í flokki
fræðirita og bóka almenns efnis:
Bókabörn eftir Dagnýju Kristjáns-
dóttur sem Háskólaútgáfan gaf
út; Vertu úlfur – wargus esto eftir
Héðin Unnsteinsson sem JPV út-
gáfa gaf út; Stríðsárin 1938-1945
eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem
JPV útgáfa gaf út og Stórhvala-
veiðar við Ísland til 1915 eftir
Smára Geirsson sem Sögufélag
gaf út.
Auk verðlaunabókarinnar
Mamma klikk! eftir Gunnar
Helgason sem Mál og menning
gaf út voru tilnefndar til verð-
launa í flokki barna- og unglinga-
bóka: Sölvasaga unglings eftir
Arnar Má Arngrímsson sem Sögur
útgáfa gaf út; Drauga-Dísa eftir
Gunnar Theodór Eggertsson sem
Vaka-Helgafell gaf út; Vetrarfrí
eftir Hildi Knútsdóttur sem JPV
útgáfa gaf út og Randalín, Mundi
og afturgöngurnar eftir Þórdísi
Gísladóttur sem Bjartur gaf út.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
nema einni milljón króna fyrir
hvert verðlaunaverk og eru kost-
uð af Félagi íslenskra bókaútgef-
enda. Auk þess eru verðlauna-
höfum afhent skrautrituð
verðlaunaskjöl og verðlaunagripir,
hannaðir af Jóni Snorra Sigurðs-
syni á gullsmíðaverkstæði Jens;
opin bók á granítstöpli með nafni
verðlaunahöfundar og bókar
hans.
Íslensku bókmenntaverðlaun-
unum var komið á fót árið 1989 í
tilefni af 100 ára afmæli Félags
íslenskra bókaútgefenda sem
stofnað var í Reykjavík í janúar
1889.
Alls voru 15 bækur tilnefndar
FJÖGURRA MANNA LOKADÓMNEFND VALDI VERÐLAUNAVERKIN
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn
Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn
Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn
Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn
Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn
Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn
Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn
"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Um það bil (Kassinn)
Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn
Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn
"...ein af bestu sýningum þessa leikárs."
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn
Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn
Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 13/2 kl. 11:00 aukasýn Sun 14/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 21/2 kl. 13:00 aukasýn
Lau 13/2 kl. 13:00 aukasýn Sun 21/2 kl. 11:00 aukasýn
Síðustu sýningar!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fim 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 13/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn
Fös 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn
Fös 12/2 kl. 22:30 26.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 34.sýn
Lau 13/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn
Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Njála (Stóra sviðið)
Fim 11/2 kl. 20:00 17.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn
Sun 14/2 kl. 20:00 18.sýn Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn
Mið 17/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn
Fös 19/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið)
Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Sun 14/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00
Fös 12/2 kl. 20:00 Fim 18/2 kl. 20:00
Lau 13/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00
Sýningum lýkur í febrúar
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 12/2 kl. 19:00 104.sýn Lau 13/2 kl. 14:00 aukas. Lau 13/2 kl. 19:00 síð.sýn.
Allra síðustu sýningar
Flóð (Litla sviðið)
Fim 11/2 kl. 20:00 8.sýn Sun 14/2 kl. 20:00 9.sýn Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn
Síðustu sýningar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 14/2 kl. 13:00 102.sýn
Allra síðustu sýningar
Vegbúar (Litla sviðið)
Lau 13/2 kl. 20:00 29.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn
Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 12/2 kl. 20:00 102.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn
Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Fim 18/2 kl. 20:00 Frums. Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00
Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00
Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið)
Lau 13/2 kl. 13:00 Lau 20/2 kl. 13:00
Sun 14/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00
Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 13:00
Þri 23/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 10:00
Þri 23/2 kl. 11:30 Mið 24/2 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.