Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Listamannarekna bókverka-búðin og útgáfan BoekieWoekie í Amsterdam hef-ur sterk tengsl við Ísland, og í tilefni af 30 ára afmæli Boekie Woekie hefur í Nýlistasafninu verið sett upp afmælissýningin Boekie Woekie 30 ár, books – and more – by artists. Á sýningunni getur m.a. að líta innsetningu sem skírskotar til upphafsreitsins: húsnæðisins þar sem verslunin hóf reksturinn árið 1986 og til 1991 þegar hún flutti í núverandi húsnæði í Berenstraat. Á þessum 30 árum hefur starfsemin dafnað, um 10 þúsund titlar verið gefnir út og versl- unin hefur reynst mikilvæg miðstöð bóklistar og vettvangur sýning- arhalds og uppákoma. Á sýningunni má sjá ýmislegt forvitnilegt úr ranni Boekie Woekie og er aðaláherslan lögð á verk listamannanna og að- standenda búðarinnar, þeirra Henri- ette van Egten, Rúnu Þorkelsdóttur, Jan Voss, Hrafnhildar Helgadóttur og Brynjars Helgasonar sem skapað hafa listræna umgjörð starfseminnar. Henriette, Rúna og Jan eru jafnframt meðal stofnenda búðarinnar. Í verk- unum býr sterk tilfinning fyrir list- rænni lífsnautn og vissri kímni – og er bókarformið og prentverkið ávallt undirliggjandi þáttur. Skemmtilegir þankar og sjón- rænar pælingar í bókverki í vinnslu eftir Jan Voss, 1000 One Page Essa- ys, leiða sýningargestinn upp á efri hæð safnsins. Yfirlitssýning á verk- um Þjóðverjans Jans, sem er mikill „Íslandsvinur“, var haldin í Lista- safninu á Akureyri sl. sumar og væri óskandi að sjá hana einnig setta upp á höfuðborgarsvæðinu. Jan á nokkur verk á efri hæð, svo sem Samfallinn skúlptúr á stöpli sem er raunar ryk- sugupoki fullur af bókaryki úr Boekie Woekie – sem varðveitir safn slíkra poka. Hvaða bókabúð annarri í heim- inum hefur hugkvæmst að varðveita þennan óhjákvæmilega þátt starf- seminnar? Í verkinu Mynd án ramma, veltir Jan vöngum yfir eðli mynda. Hann minnir á naglann að baki hverri mynd um leið og hann neglir, eins og segir í eigulegri sýn- ingarskrá, „niður óendanleika list- arinnar“. Fótaþrykk er uppistaðan í The Long March sem kallast á við bókverkið í stigaganginum þar sem það er einnig hluti af lifandi, óloknu ferli. Prentferlið er mikilvægur hluti af bókverkaútgáfu. Rúna sýnir fallega innsetningu á síðum sem tengjast gerð bókverkanna Paperflowers og eru prentplöturnar samofnar verk- inu. Rúna er grafíklistamaður og nýt- ir sér möguleika prenttækninnar á frjóan hátt, m.a. í verkinu Óður til CLC 700 þar sem hlutir úr uppgjafa prentvél eru notaðir sem stenslar í þennan „svanasöng“ vélarinnar. Grafíklistin kemur einnig við sögu í verki hinnar belgísku Henriette, Haf- meyja, en það byggist á fundinni dú- kristu af sjófugli nokkrum við Ís- landsstrendur, þar sem Henriette sjálf hefur löngum dvalið. Þá end- urnýtir Henriette prentverk af ýmsu tagi, aðallega af umbúðum, sem list- rænan efnivið í Klippimyndir. Hrafn- hildur og Brynjar eiga einnig verk sem falla vel að sýningunni. Segja má að verk listamannanna tengist með einum eða öðrum hætti samstarfinu og hinni listrænu sköpun í kringum rekstur Boekie Woekie – starfi sem ber ljúfan keim af flúxusmyndlist og hugmynd um listina og lífið sem opið ferli og sífellda verðandi. Einhvers staðar yfir vötnum svífur andi Die- ters Roth – listræns samstarfsmanns Boekie Wokie til margra ára. Sýn- ingin í heild skapar góða tilfinningu fyrir flæði og framvindu og er vel heppnuð sem slík þótt verkin séu mis- góð. Hluti sýningarinnar tengist sögu útgáfunnar og rekstursins; fyrir utan áðurnefnda endurgerð af upphaflegu rými búðarinnar má þarna sjá doðr- anta þar sem skráðir eru allir útgáfu- titlarnir. Á kápum bókanna er einnig dokúmentasjón í formi ljósmynda af innviðum verslunarinnar. Þar hjá í sýningarborði sjást bókverk sem njóta þess vafasama heiðurs að hafa verið í fórum Boekie Woekie frá upp- hafi, og í möppum á hillu er safn (sem enn er í vexti) af (bjór) glasamottum, Endalaust sólarlag, en það byggist á samveru og samstarfi aðstandenda Boekie Woekie og vina þeirra. Upp- stækkuð prent af sumum mottanna (og bókverk með úrvali slíkra prenta) bera vott um gefandi samstarf. Á neðri hæð safnsins eru fleiri verk eft- ir höfuðpaura Boekie Wokie, Jan, Henriette og Rúnu, og þar er vel til fundið að sýna lifandi myndir úr 30 ára sögu þessarar merku og listrænu bókaiðju. Ef marka má sýninguna sjálfa hefur sú iðja verið lífræn, litrík og umfram allt frjó – jafnframt því sem hún tekur sig mátulega hátíð- lega. Lífræn bókalist Grafík og bóklist „Rúna sýnir fallega innsetningu á síðum sem tengjast gerð bókverkanna Paperflowers og eru prentplöturnar samofnar verkinu,“ segir rýnir um þetta verk Rúnu Þorkelsdóttur. Verk eftir Jan Voss til hægri. Nýlistasafnið, Völvufelli Boekie Woekie 30 ár, books – and more – by artists bbbmn Til 21. febrúar 2014. Opið kl. 12-17 þri.- fös., kl. 13-17 lau.-sun. Lokað á mánu- dögum. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Hafmeyja Þetta verk Henriette byggist á fundinni dúkristu af sjófugli. Glasamottur Í möppum eru glasamottur með teikningum frá löngum tíma. Norski spennusagnahöf-undurinn Jo Nesbø sló ígegn með spennusögumaf baráttu rannsókn- arlögreglumannsins Harry Holes við glæpamenn. Í kjölfarið hóf hann að sýna á sér aðrar hliðar með glæpasögunni Blóð í snjónum, sem kom út á ís- lensku í fyrra. Meira blóð er af sama meiði, en með nýrri sögu- hetju sem er tölu- vert langt frá Harry Hole eða Ólafi leigumorð- ingja. Úlfur, öðru nafni Jón Hansen, er á flótta frá útsend- urum Sjóarans, helsta eitur- lyfjabaróns Óslóar, sem kom við sögu í Blóði í snjónum, síðsumars 1977, nokkrum mánuðum áður en sagan í fyrrnefndri bók gerist. Hann er sem á milli steins og sleggju og á ekki margra kosta völ í strjálbýlinu á hjara veraldar nyrst í Noregi og ekki bætir rolu- skapurinn úr skák. Á einhvern hátt nær hann að tengjast heimamönn- um og þótt þeir reynist ekki allir heilir í stuðningi við hann tekst honum að vinna suma þeirra á sitt band og munar um minna, þótt ógerlegt sé að leynast á svæðinu. Þetta er bráðskemmtileg bók, spennandi og með léttu ívafi. Sag- an hverfist um Úlf og ekki er ann- að hægt en að hafa samúð með þessum krimma sem gengur aðeins gott til þótt lífsbaráttan verði að hafa forgang. Þótt léttleikinn sé alltumlykjandi, minni jafnvel á æv- intýri Münchhausens baróns á stundum, er alvaran aldrei langt undan og jafnvel örlar á siðferð- islegum tóni. Frábær saga og mik- ill kostur hvað hún er stutt. Meira blóð bbbbn Eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. JPV útgáfa 2016. Kilja, 256 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON GLÆPASAGA Með veð í sálinni Morgunblaðið/Kristinn Vinsæll Ritöfundurinn Jo Nesbø. Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.