Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 100

Morgunblaðið - 11.02.2016, Qupperneq 100
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Banaslys í Reynisfjöru 2. Naktir túristar troða sér ofan í … 3. „Enginn var að fela sig“ í … 4. Andlát: Stefán Gunnlaugsson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Feðgarnir Þórarinn og Halldór Eldjárn koma saman fram í Mengi í kvöld. Þar standa þeir fyrir sam- eiginlegri ljóða- og tónlistardag- skrá sem gengur undir nafninu Ljóðfæri. Dagskráin var flutt í Mengi í október síðastliðnum og fékk frá- bærar undirtektir. Það er Þórarinn sem flytur ljóðin og Halldór spilar tónlistina undir flutningnum. Ljóð og tónlist feðga í Mengi í kvöld  Á mánudaginn mun Nordic Film Composers Network afhenda Harpa Nordic Film Composer-verðlaunin í sjötta sinn en meðal þeirra sem til- nefndir eru til verðlaunanna í ár er ís- lenska tónskáldið Jóhann Jóhanns- son en hann hefur einnig verið tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Þá verða einnig afhent Northern Lights-verðlaunin en þau eru ásamt fyrrnefndum verðlaunum hluti af Berlinale-kvikmyndahátíðinni. Meðal þeirra leikara sem tilnefndir eru til verðlaunanna er Aníta Briem en hana þekkja eflaust margir úr hlut- verki hennar í t.d. Doc- tor Who og Journey to the Center of Earth. Verðlaunin verða afhent í sam- eiginlegu sendiráði Norðurlanda í Berlín. Íslendingar í eldlín- unni í Berlín Á föstudag Austlæg átt, 8-13 m/s og él, einkum norðantil á land- inu og suðaustanlands. Frost 2 til 10 stig en um frostmark suð- austantil. Á laugardag Austlæg átt, 8-13 m/s og dálítil él. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s en mun hægari vindur um landið vestanvert. Sums staðar talsverð snjókoma eða slydda suðaustanlands, annars víða él. Kólnar vestantil. VEÐUR Tvöfaldur heimsmeistari ungmenna, Fanney Hauks- dóttir, hefur nóg fyrir stafni á nýju ári. Framundan eru tvö stórmót í apríl, bæði HM og EM. Hið síðarnefnda verður haldið hér á Íslandi í apríl og Fanney tjáði Morgunblað- inu að allar hennar æf- ingar miðuðust nú við að toppa í apríl. Hún færist nú upp í fullorðinsflokk og keppir í -63 kg flokki í bekk- pressunni. »1 Fanney færist upp í fullorðinsflokk „Forráðamenn félagsins hafa af og til verið í sambandi við mig undanfarin ár og nú var þetta rétti tíminn til að taka skrefið og loka hringnum. Þetta félag stendur hjarta mínu næst og ég hef góða tilfinningu fyrir því að þetta sé besta mál fyrir báða aðila,“ segir Róbert Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem snýr aftur til Århus Håndbold í sumar eftir ellefu ára fjarveru. »2-3 Þetta félag stendur hjarta mínu næst „Við stefnum á að taka aftur þátt í undankeppni HM eftir tvö ár. Það er strax farið að huga að því hvernig við getum undirbúið okkur fyrir það. Mótið í Slóvakíu núna gaf okkur byr undir báða vængi, miklu frekar en að draga eitthvað úr okkur,“ segir Har- aldur Þórir Hugosson, landsliðs- maður í bandí, um frumraun liðsins í undankeppni stórmóts. »4 Mótið gaf okkur byr undir báða vængi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þeir trúðu mér ekki, sögðu að það væri ekki hægt að fá 10 í einkunn,“ segir Tadas Augustinaitis múrari um viðbrögð vinnufélaganna, þegar hann fékk hæstu mögulegu einkunn á sveinsprófi í múrsmíði í Tækniskól- anum, en hann fékk sérstaka viður- kenningu fyrir afrekið á Nýsveina- hátíð Iðnaðarmannafélags Reykja- víkur um liðna helgi. Sveinsstykki múrarans var óað- finnanlegt. Það var gólf með hlöðnum veggjum, sem voru 1,5 metrar á hæð og lengd. Inn í vinkilinn voru hlaðnar sjö tröppur og allt verkið pússað. Einn veggurinn var flísalagður, ann- ar steinaður og sá þriðji fínpússaður. Á einum vegg var skarð fyrir glugga. „Tadas er algjör snillingur, mjög handlaginn og sérlega þægilegur í allri umgengni,“ segir Rafn Gunn- arsson, kennari hans. „Það er alveg sama hvað hann átti að gera, allt lá ljóst fyrir honum.“ Betur borgað á Íslandi Tadas er 33 ára Lithái og hefur bú- ið á Íslandi undanfarin 10 ár. Kona hans, Kornelija Augustinaitienë, er einnig frá Litháen og eiga þau átta ára gamlan son, Justas Augustinaitis. Tadas segist hafa flutt til Íslands til að fá betur borgaða vinnu en heima fyrir. „Það var næg vinna heima en ekki eins vel borguð og hér,“ segir hann. „Þegar mér bauðst vinna hjá Húsanesi flutti ég við fyrsta tækifæri 2006 en konan kom síðan skömmu síðar,“ segir hann. Fjölskyldan hefur alla tíð búið í Keflavík og Tadas unnið hjá sama fyrirtækinu. Eftir að hafa farið í raunfærnimat byrjaði hann í kvöld- og helgarnáminu 2014 og vann fullan vinnudag með. „Þetta var mjög erf- itt,“ segir hann. Tadas fór í íslenskunám skömmu eftir komuna til landsins en segist hafa lært mest af vinnufélögunum. Hann eigi þó töluvert í land í tungu- málinu og vilji læra íslenskuna betur áður en hann fari að hugsa um frek- ara nám. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta og er ánægður í vinnunni,“ segir hann. Tadas á ekki langt að sækja tilfinn- ingu fyrir múrverki, fékk hand- bragðið nánast beint í æð, en bæði faðir hans og tengdafaðir eru múr- arar. Hann segir vinnuna fjölbreytta þrátt fyrir allt og menn gangi í öll störf hjá Húsanesi. „Ég er mest að múra og flísaleggja, en ég vinn líka við steypuvinnuna, járnabindingarn- ar og við ísetningu glugga. Ég læri alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og reyni að gera hlutina eins vel og ég get. Strákarnir héldu að ég væri að ljúga þegar ég sagði þeim að ég hefði fengið 10 í einkunn en þeir trúðu mér þegar ég sýndi þeim einkunnaspjald- ið.“ „Þeir trúðu mér ekki“  Tadas múrari Augustinaitis fékk 10 í einkunn Ljósmynd/Víkurfréttir Meistarinn Tadas Augustinaitis frá Litháen þykir vandvirkur með afbrigðum og skilar jafnan góðu verki. Ljósmynd/Rafn Gunnarsson Sveinsstykkið Óaðfinnanleg vinna á tröppum og veggjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.