Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 2
Tólf sæmdir fálkaorðunni
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi tólf einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Þeir eru: Benóný Ásgrímsson þyrlu-
flugstjóri, Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, Gerður G. Bjarklind útvarpsmaður, Gunnhildur
Óskarsdóttir dósent, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi, Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Sigríður Sigþórs-
dóttir arkitekt, Sigurður Pálsson rithöfundur, Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður og Þór Jakobsson veðurfræðingur. Fréttablaðið/HaNNa
Veður
Allhvöss eða hvöss vestanátt og súld
eða rigning, en þurrt að kalla fyrir austan.
Fremur hlýtt í veðri. sjá síðu 30
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
ÖLL BRAUÐ Á
25%
AFSLÆTTI
ALLA MÁNUDAGA
• Austurströnd 14
• Dalbraut 1
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
PREN
TU
N
.IS
www.bjornsbakari.is
Reykjavík Örtröð myndaðist í
Laugardalslaug í gær á fyrsta degi
ársins. Um fjögur þúsund gestir
sóttu laugina heim á þeim sex
klukkustundum sem hún var opin
og þurftu baðgestir að bíða eftir
skápum og að komast í sturtu.
Þegar blaðamaður hringdi í
Laugardalslaug um miðjan dag í
gær afsakaði starfsmaður sig með
þeim orðum að það væri það
mikið að gera að hann hefði engan
tíma til að tala í símann, slík væri
örtröðin.
„Það var mikið að gera hjá okkur
og álag á okkar starfsfólki mikið,“
segir Logi Sigurfinnsson, forstöðu-
maður Laugardalslaugar. „Þessi
dagur hefur síðustu ár verið einn
af stóru dögum ársins og því höfum
við tekið á það ráð að vera með
aukinn mannskap á vaktinni.“
Laugardalslaug var eina sund-
laugin sem var opin í Reykjavík í
gær en sú hefur einnig verið raunin
síðustu ár. Flykkjast því margir í
laugina á þessum degi.
„Þessi umræða kemur upp árlega,
hvort fleiri laugar eigi að vera
opnar. Á næsta ári verður Sund-
höllin opin. Hún hefur verið með
sama þjónustustig og Laugardals-
laugin og því gæti hún tekið við
einhverjum fjölda einnig,“ segir
Logi.
Gestakoman er ekki jöfn yfir
daginn en flestir gestanna mæta
um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er
í hádeginu og er opið til sex þennan
daginn. „Þegar mest lætur er fólk að
bíða eftir skápum og sturtum. Við
erum með um 800 skápa í lauginni
og því er mikið af fólki þegar mest
er,“ segir Logi en ferðamönnum
hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og
sérstaklega hefur þeim fjölgað sem
Stíflað í Laugardalslaug
og örtröð á nýársdag
Um fjögur þúsund manns sóttu Laugardalslaug heim í gær, fyrsta dag ársins.
Eina laugin í borginni sem er opin á nýársdag. Gestir biðu í röðum eftir skápum.
samfélag Fyrsta barn ársins 2017
fæddist á Heilbrigðisstofnun Suður-
lands á Selfossi þegar klukkan var
þrjár mínútur gengin í eitt aðfaranótt
nýársdags. Kom þá í heiminn drengur
sem vóg 13 merkur og var rétt rúmir
fimmtíu sentímetrar að lengd.
Samkvæmt ljósmóður á heil-
brigðisstofnuninni heilsast móður
og barni vel en þetta er þriðja barn
þeirra hjóna, Katrínar Guðjónsdóttur
og Egidijus Jankauskas.
Móðirin Katrín fæddist á nýárs-
nótt árið 1980 og var þá fyrsta
barn þess árs. Á forsíðu Vísis fyrir
nákvæmlega 37 árum segir að
Katrín hafi komið í heiminn þegar
klukkan var 16 mínútur gengin í
þrjú á nýársnótt. – sa
Fyrsta barn
ársins átti fyrsta
barn ársins
Ein sundlaug í reykjavík, laugardalslaug, er opin á nýársdag. Fréttablaðið/HaNNa
sækja Ísland heim yfir jól og áramót.
„Sá hópur sem sækir laugina
þennan dag er öðruvísi saman
settur en aðra daga. Á öðrum degi
jóla, sem er einnig stór dagur hjá
okkur í lauginni, mæta næstum
eingöngu Íslendingar til okkar. Því
er öfugt farið á fyrsta degi ársins
en þá mæta mun fleiri ferðamenn
til okkar en vanalega,“ bætir Logi
Sigurfinnsson við.
sveinn@frettabladid.is
Katrín og Egidijus með fyrsta barn
ársins. Fréttablaðið/MagNús
fjaRðabyggð Umhverfisstofnun
hefur lokað starfsstöð Hringrásar
á Reyðarfirði og mun ekki leyfa
að hún verði opnuð aftur fyrr en
úrbætur hafa verið gerðar.
Þar sem enginn starfsmaður sem
sinnti meðhöndlun og móttöku
spilliefna var á starfstöðinni við
skoðun þann 21. desember síðast-
liðinn lokaði stofnunin starfseminni.
Starfsstöð Hringrásar í Reykjavík
var einnig lokað í upphafi desemb-
ermánaðar af heilbrigðiseftirliti
borgarinnar þar sem fyrirtækið var
sagt brjóta gegn starfsleyfi og geyma
of mikið af efni á vinnusvæði sínu.
– sa
Hringrás lokað
á Reyðarfirði
heilbRigðismál Fulltrúar Sjúkra-
trygginga Íslands og Reykjavíkur-
borgar undirrituðu fyrir helgi samn-
ing um rekstur þriggja sértækra
hjúkrunarrýma á Droplaugarstöð-
um. Rýmin eru ætluð fólki með þörf
fyrir mikla og sérhæfða hjúkrun og
umönnun, t.d. vegna meðferðar í
öndunarvél.
Samhliða undirritun samnings
um rekstur rýmanna var undirritað
samkomulag milli ráðuneytisins
og borgarinnar um að ráðuneytið
fjármagnaði nauðsynlegar hús-
næðisbreytingar og kaup á búnaði
og tækjum. Rekstrarkostnaður
rýmanna þriggja verður greiddur
úr ríkissjóði.
Reiknað er með að íbúar sem
flytjast í varanlegu rýmin tvö séu
einstaklingar sem að öðrum kosti
þyrftu að dvelja til langframa á
Landspítalanum. – shá
Opna þrjú
sértæk rými
Það var mikið að
gera hjá okkur og
álag á okkar starfsfólki
mikið.
Logi Sigurfinnsson,
forstöðumaður
Laugardalslaugar og
Sundhallar
Reykjavíkur
2 . j a n ú a R 2 0 1 7 m á n u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
0
2
-0
1
-2
0
1
7
0
3
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
5
-F
7
0
4
1
B
D
5
-F
5
C
8
1
B
D
5
-F
4
8
C
1
B
D
5
-F
3
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K