Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 2
Tólf sæmdir fálkaorðunni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi tólf einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Þeir eru: Benóný Ásgrímsson þyrlu- flugstjóri, Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, Gerður G. Bjarklind útvarpsmaður, Gunnhildur Óskarsdóttir dósent, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi, Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Sigríður Sigþórs- dóttir arkitekt, Sigurður Pálsson rithöfundur, Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður og Þór Jakobsson veðurfræðingur. Fréttablaðið/HaNNa Veður Allhvöss eða hvöss vestanátt og súld eða rigning, en þurrt að kalla fyrir austan. Fremur hlýtt í veðri. sjá síðu 30 Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 ÖLL BRAUÐ Á 25% AFSLÆTTI ALLA MÁNUDAGA • Austurströnd 14 • Dalbraut 1 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS www.bjornsbakari.is Reykjavík Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðu- maður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“ Laugardalslaug var eina sund- laugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sund- höllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardals- laugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem Stíflað í Laugardalslaug og örtröð á nýársdag Um fjögur þúsund manns sóttu Laugardalslaug heim í gær, fyrsta dag ársins. Eina laugin í borginni sem er opin á nýársdag. Gestir biðu í röðum eftir skápum. samfélag Fyrsta barn ársins 2017 fæddist á Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi þegar klukkan var þrjár mínútur gengin í eitt aðfaranótt nýársdags. Kom þá í heiminn drengur sem vóg 13 merkur og var rétt rúmir fimmtíu sentímetrar að lengd. Samkvæmt ljósmóður á heil- brigðisstofnuninni heilsast móður og barni vel en þetta er þriðja barn þeirra hjóna, Katrínar Guðjónsdóttur og Egidijus Jankauskas. Móðirin Katrín fæddist á nýárs- nótt árið 1980 og var þá fyrsta barn þess árs. Á forsíðu Vísis fyrir nákvæmlega 37 árum segir að Katrín hafi komið í heiminn þegar klukkan var 16 mínútur gengin í þrjú á nýársnótt. – sa Fyrsta barn ársins átti fyrsta barn ársins Ein sundlaug í reykjavík, laugardalslaug, er opin á nýársdag. Fréttablaðið/HaNNa sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi Sigurfinnsson við. sveinn@frettabladid.is Katrín og Egidijus með fyrsta barn ársins. Fréttablaðið/MagNús fjaRðabyggð Umhverfisstofnun hefur lokað starfsstöð Hringrásar á Reyðarfirði og mun ekki leyfa að hún verði opnuð aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Þar sem enginn starfsmaður sem sinnti meðhöndlun og móttöku spilliefna var á starfstöðinni við skoðun þann 21. desember síðast- liðinn lokaði stofnunin starfseminni. Starfsstöð Hringrásar í Reykjavík var einnig lokað í upphafi desemb- ermánaðar af heilbrigðiseftirliti borgarinnar þar sem fyrirtækið var sagt brjóta gegn starfsleyfi og geyma of mikið af efni á vinnusvæði sínu. – sa Hringrás lokað á Reyðarfirði heilbRigðismál Fulltrúar Sjúkra- trygginga Íslands og Reykjavíkur- borgar undirrituðu fyrir helgi samn- ing um rekstur þriggja sértækra hjúkrunarrýma á Droplaugarstöð- um. Rýmin eru ætluð fólki með þörf fyrir mikla og sérhæfða hjúkrun og umönnun, t.d. vegna meðferðar í öndunarvél. Samhliða undirritun samnings um rekstur rýmanna var undirritað samkomulag milli ráðuneytisins og borgarinnar um að ráðuneytið fjármagnaði nauðsynlegar hús- næðisbreytingar og kaup á búnaði og tækjum. Rekstrarkostnaður rýmanna þriggja verður greiddur úr ríkissjóði. Reiknað er með að íbúar sem flytjast í varanlegu rýmin tvö séu einstaklingar sem að öðrum kosti þyrftu að dvelja til langframa á Landspítalanum. – shá Opna þrjú sértæk rými Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið. Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkur 2 . j a n ú a R 2 0 1 7 m á n u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 5 -F 7 0 4 1 B D 5 -F 5 C 8 1 B D 5 -F 4 8 C 1 B D 5 -F 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.