Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 24
#enski365#PL
365.is Sími 1817
KAUPTU STAKAN LEIK:
Mánudagur 2. janúar
Leicester
12:20
Middlesbrough
Liverpool
14:50
Sunderland
Þriðjudagur 3. janúar
Arsenal
19:35
Bournemouth
Chelsea
19:50
Tottenham
#MIDLEI
#SUNLIV
#BOUARS
#TOTCHE
Miðvikudagur 4. janúar
22:00
#Messan
Gummi Ben
og félagar fara
yfir alla leikina.
Íslenskt samfélag hefur getu til að hlúa betur að mikilvægum velferðarmálum. Við höfum
nefnilega búið við einstaka efna-
hagslega velsæld um skeið eftir
undangengin stóráföll.
Sjávarútvegur hefur gengið
fádæma vel og útgerð dafnað og
skilar fyrirtækjum góðum arði.
Ferðaþjónusta þenst taumlítið út,
en aflar verulegra tekna. Vel á aðra
milljón gesta koma til landsins allt
árið. Gistirými nú um jól og áramót
reyndist víða uppurið. Verslun og
viðskipti blómstra og verklegar
framkvæmdir aukast stig af stigi.
Mikil eftirspurn er eftir vinnu-
fúsum höndum og sækja þarf til
útlanda í stórum stíl eftir mann-
skap.
Því er eðlilegt að sú spurning
vakni hvort þessi þjóð sé ekki ham-
ingjusöm og glöð, hvort allir uni sér
ekki vel og hafi nóg fyrir sig. Hvort
barnafjölskyldur búi ekki við far-
sæld og öryggi, uppeldis- og skóla-
stofnanir blómstri í starfi sínu, búið
sé með sóma að þeim sem lokið
hafa löngum starfsdegi, öryrkjar
fái að halda mannvirðingu sinni
með viðunandi afkomu, löggæsla
sé trygg og örugg og aðrir opinberir
innviðir, samgöngumannvirki og
heilbrigðisþjónusta séu viðunandi
eða jafnvel framúrskarandi.
Því miður er því til að svara að
fúaspýtur finnast alltof víða. Það
kom meðal annars fram með nötur-
legum hætti í skýrslu Barnaheilla
um barnafátækt, skort á tækifærum
og hættu á félagslegri einangrun á
Íslandi og í öðrum Evrópulöndum
sem birt var um miðjan desember.
Höfum efni á að gera betur
Fjöldi Íslendinga býr við skort,
bæði börn og fullorðnir. Það er
dökkur blettur á íslensku samfélagi
að landsmenn í þúsunda tali þurfi
reglulega að leita á náðir hjálpar-
stofnana til að afla sér matar, ekki
bara fyrir jól.
Látum það ekki hverfa úr hug-
skoti okkar að yfir sex þúsund
börn á Íslandi búa við fátækt og
enn fleiri eru í áhættuhópi. Það eru
meðal annars einmitt þessi börn
sem taka munu þátt í að móta sam-
félagið í framtíðinni og hvað ætli
þeim finnist um réttlætið?
Það sitja 63 þingmenn á Alþingi.
Það ættu ekki einu sinni að finn-
ast 63 fátæk börn á öllu Íslandi.
Það ættu engin börn að vera fátæk
á Íslandi og það er á vettvangi
Alþingis Íslendinga sem við getum
breytt, bætt kjör og aðbúnað þeirra
sem búa við skarðan hlut. Um þetta
var okkur jafnaðarmönnum tíð-
rætt í kosningabaráttunni og við
gáfum loforð og á þessu sama tæptu
raunar allir stjórnmálaflokkar. Við
fengum hins vegar ekki fylgi en
þetta er hægt. Við höfum efni á að
gera betur og á það ættum við þing-
menn að einblína og sameinast
um á kjörtímabilinu sem er fram
undan, að stuðla að auknu réttlæti
og sanngirni fyrir alla okkar þegna.
Íslenskt réttlæti og börn
Já, sagt er að í Kína borði menn hunda, en óumdeilanlegt er að fólki og húsum er þar rutt mis-
kunnarlaust í burtu til að skapa
pláss fyrir stóriðjuver og stíflur.
Mengun er þar orðin stórt vanda-
mál er skaðar heilsu og lífsgæði
fólks. Flest erum við sennilega sam-
mála um að seinni fullyrðingarnar
eru um ástand sem við viljum ekki
sjá verða til á Íslandi. Við virðumst
þó byrjuð að feta þessa leið að
nokkru, og að því er virðist með
dyggri hjálp þeirra lífeyrissjóða er
sum ykkar stjórna.
Fréttir herma að þessa dagana og
undanfarna mánuði hafi svonefnd-
ir fjárfestar gengið á fund ykkar
og kynnt fyrir ykkur hugmyndir
sínar um arðsemi mengandi stór-
iðjuuppbyggingar í Helguvík. Þeir
óska eftir því að fé lífeyrissjóðanna
sé notað til þeirrar uppbyggingar.
Minna hefur farið fyrir að þeir sem
fyrir áhrifum uppbyggingarinnar
verða og hafa áhyggjur af áhrifum
hennar hafi skýrt sín sjónarmið
fyrir ykkur. Því er þetta bréf skrifað
því að nauðsynlegt er að sem flest
sjónarmið komi fram þegar svo
mikið fé lífeyrissjóðanna er notað.
Á nýlegum borgarafundi í
Reyk ja n e s b æ sý n d i f u l l t r ú i
Umhverfisstofnunar áður óbirta
mynd af dreifingu mengunar
byggða á útreikningum loftreikni-
líkana. Sú mynd gaf fullt tilefni til
að setja stórt spurningarmerki við
frekari uppbyggingu slíkrar stór-
iðju svo nærri bæjarmörkunum.
Jafnvel þó reiknað magn mengun-
arefna væri innan marka er ljóst að
á því svæði sem mengunin nær til
er nú þegar til staðar einn barna-
skóli, þrír leikskólar og stór íbúða-
hverfi. Engum dylst að mengun
mun verða, og meira að segja svo
mikil að eftirlitsaðilar telja ríka
ástæðu til að vakta svæðið.
Illa stöddu bæjarfélagi
stillt upp við vegg
Fjárhagsleg staða Reykjanesbæjar
er öllum ljós. Um ástæður hennar
þarf ekki að fjölyrða. Sú staða setur
þá sem bænum stjórna þröngar
skorður til að taka á þeim vanda er
við öllum blasir. Framkvæmdar-
aðilar í Helguvík hafa skýrt sín
sjónarmið og verði gerð breyting
á þeim samningum er þegar hafa
verið gerðir munu þeir leita réttar
síns til skaðabóta. Þeir hafa stillt
illa stöddu bæjarfélagi upp við
vegg hvað ákvörðunarrétt sinn nú
varðar í þessu máli. Rétt er að hafa
í huga að þeir aðilar hafa þó ekki
staðið við áðurgerðar skuldbind-
ingar sínar gagnvart bæjarfélaginu,
né heldur lokið fjármögnun á fyrir-
ætlunum sínum.
Orðspor þjóða fer eftir því hvern-
ig þær haga sínum málum. Hvernig
þær umgangast íbúa sína og náttúru
á tímum þar sem loftslagsbreytingar
og stríð þjaka heiminn. Samfélags-
leg ábyrgð ykkar sem stjórnenda líf-
eyrissjóðanna og stærsta fjárfestis í
íslensku atvinnulífi er mikil. Þið
hafið um það að segja hvert orðspor
okkar verður til framtíðar og hver
ásýnd þjóðarinnar verður.
Arðsemi fjárfestinga lífeyrissjóða
er mikilvæg. En þau samfélagslegu
áhrif sem þær fjárfestingar hafa eru
einnig mikilvæg. Það er ykkar að
vega og meta. Fjárfestar hafa þegar
kynnt ykkur efnahagslegu rökin
og væntingar sínar um hagnað.
Í bréfi þessu er reynt að beina
augum ykkar að áhyggjum þeirra
sem í nánd við þessar fjárfestingar
búa. Menning okkar segir mér að
seint muni renna upp sá tími að á
Íslandi muni menn borða hunda,
en þið getið með ákvörðun ykkar
komið í veg fyrir að fólk þurfi nauð-
ugt heilsu sinnar vegna að flytjast
búferlum vegna uppbyggingar
stóriðju í bakgarði sínum, sem líf-
eyrissjóðir þeirra sömu fjármagna.
Skynsemin verður að virka í báðar
áttir.
Með vinsemd og virðingu og ósk
um farsælt nýtt ár.
„I Kina spiser de hunde“
– Opið bréf til stjórnenda
lífeyrissjóðanna
Guðjón S.
Brjánsson
alþingismaður
Við höfum efni á að gera
betur og á það ættum við
þingmenn að einblína og
sameinast um á kjörtíma-
bilinu sem er fram undan,
að stuðla að auknu réttlæti
og sanngirni fyrir alla okkar
þegna.
Menning okkar segir mér
að seint muni renna upp sá
tími að á Íslandi muni menn
borða hunda, en þið getið
með ákvörðun ykkar komið
í veg fyrir að fólk þurfi nauð-
ugt heilsu sinnar vegna að
flytjast búferlum vegna upp-
byggingar stóriðju í bakgarði
sínum, sem lífeyrissjóðir
þeirra sömu fjármagna.
Hannes
Friðriksson
innanhúss
arkitekt
Áben ingahnappi n má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
0
2
-0
1
-2
0
1
7
0
3
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
6
-3
C
2
4
1
B
D
6
-3
A
E
8
1
B
D
6
-3
9
A
C
1
B
D
6
-3
8
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K