Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 42
2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r26 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit Chelsea - Stoke 4-2 1-0 Gary Cahill (34.), 1-1 Bruno Martins Indi (46.), 2-1 Willian (57.), 2-2 Peter Crouch (64.), 3-2 Willian (65.), 4-2 Diego Costa (85.). Man. Utd - M’Brough 2-1 0-1 Grant Leadbitter (67.), 1-1 Anthony Martial (85.), 2-1 Paul Pogba (86.). Swansea - Bournemouth 0-3 0-1 Benik Afobe (25.), 0-2 Ryan Fraser (45+1.), 0-3 Joshua King (88.). Burnley - Sunderland 4-1 1-0 Andre Gray (31.), 2-0 Gray (51.), 3-0 Gray (53.), 4-0 Ashley Barnes, víti (67.), 4-1 Jermain Defoe (71.). Leicester - West Ham 1-0 1-0 Islam Slimani (20.). Southampt. - WBA 1-2 1-0 Shane Long (41.), 1-1 Matt Philips (43.), 1-2 Hal Robson-Kanu (50.). Rautt spjald: Virgil van Dijk, Southampton (89.). Liverpool - Man. City 1-0 1-0 Georginio Wijnaldum (8.). Watford - Tottenham 1-4 0-1 Harry Kane (27.), 0-2 Kane (33.), 0-3 Dele Alli (41.), 0-4 Alli (46.), 1-4 Younes Kaboul (90+1.). Arsenal - C. Palace 2-0 1-0 Olivier Giroud (17.), 2-0 Alex Iwobi (56.). FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 19 16 1 2 42-13 49 Liverpool 19 13 4 2 46-21 43 Arsenal 19 12 4 3 41-19 40 Tottenham 19 11 6 2 37-14 39 Man. City 19 12 3 4 39-21 39 Man. Utd. 19 10 6 3 29-19 36 Everton 19 7 6 6 25-23 27 WBA 19 7 5 7 25-23 26 Southamp. 19 6 6 7 19-22 24 Bournem. 19 7 3 9 26-31 24 Burnley 19 7 2 10 21-29 23 West Ham 19 6 4 9 23-33 22 Watford 19 6 4 9 23-34 22 Stoke City 19 5 6 8 22-32 21 Leicester 19 5 5 9 24-31 20 M’Brough 19 4 6 9 17-22 18 C. Palace 19 4 4 11 29-35 16 Sunderland 19 4 2 13 17-35 14 Hull City 19 3 4 12 16-41 13 Swansea 19 3 3 13 21-44 12 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn á vinstri kantinum þegar Swansea steinlá fyrir Bournemouth, 0-3, á heimavelli. Þetta var fjórða tap Swansea í röð og liðið vermir botn- sæti deildarinnar. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Kom inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Wolves tapaði 1-2 fyrir QPR á heimavelli. Úlfarnir eru í 16. sæti B-deildarinnar. Burnley Jóhann Berg Guðmundss. Lék síðustu 22 mínúturnar í 4-1 sigri Burnley á Sunder- land. Hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Burnley sem hafa báðir unnist á heimavelli. Söguleg stigasöfnun Liverpool Liverpool bar sigurorð af Man. City í síðasta leik ársins. Rauði herinn hefur aldrei verið með jafn mörg stig á þessum tímapunkti síðan enska úrvalsdeildin var sett á stofn. Liverpool er samt sex stigum á eftir Chelsea. Georginio Wijnaldum tryggði Liverpool öll þrjú stigin í stórleiknum gegn Man. City. Hér fagnar Hollendingurinnn marki sínu. FRÉTTABLAðið/GETTy FótBoLti Það var ekki boðið upp á neinar áramótabombur í stórleikn- um á Anfield í fyrradag. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með frábærum skalla á 8. mínútu og þar við sat. City-liðið var flatt og ógnaði sjaldan. Til marks um það snerti Sergio Agüero, aðalframherji liðsins, boltann aldrei inni í vítateig Liverpool í leiknum. Þetta var fjórði sigur Liver- pool í röð en breytingarnar sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gerði í kjölfar tapsins fyrir Bourne mouth og jafnteflisins við West Ham United hafa svínvirkað. Simon Mignolet kom í markið í stað Loris Karius og Ragnar Klavan inn í hjarta varnarinnar við hlið Dejans Lovren. Og með þessari blöndu hefur Liverpool haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Þegar keppni í ensku úrvals- deildinni er hálfnuð er Liverpool í 2. sæti með 43 stig. Þetta er mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í eftir 19 umferðir frá því enska úrvals- deildin var sett á laggirnar tíma- bilið 1992-93. Áður hafði Liverpool mest náð í 42 stig tímabilið 2008- 09. Það tímabil átti Rauði herinn möguleika á að vinna Englands- meistaratitilinn allt fram í næst- síðustu umferð. Tímabilið 2013-14, þegar Liverpool kastaði titlinum frá sér, var liðið í 5. sæti með 36 stig eftir 19 umferðir. Stigasöfnunin hjá Liverpool það sem af er tímabili er í fínasta lagi. Vandamálið er að strákarnir hans Antonios Conte í Chelsea eru á ótrúlegu skriði. Þeir unnu Stoke City 4-2 á gamlársdag en þetta var þrettándi sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í röð. Chelsea jafnaði þar með 14 ára gamalt met Arsenal yfir flesta sigurleiki í röð. Sex stig skilja Chelsea og Liver- pool að þegar tímabilið er hálfnað. Slík forysta er fljót að fara þótt í augnablikinu sé erfitt að sjá Chel- sea tapa mörgum stigum. Læri- sveinar Contes eiga reyndar nokk- uð erfiða dagskrá fram undan; í næstu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni mætir það Totten- ham, Liverpool og Arsenal. Stuðn- ingsmenn Chelsea og Liverpool eru væntanlega búnir að merkja við 31. janúar á dagatalinu en þá mætast liðin á Anfield. Sunnudaginn 15. janúar sækir Liverpool Manchester United heim en annars mætir Rauði herinn þremur neðstu liðum deildarinnar – Sunderland, Swansea City og Hull City – í næstu fimm umferð- um. Liverpool þarf að klára þessa skyldusigra, klára sín mál, og vera svo tilbúið að grípa gæsina ef Chel- sea misstígur sig. ingvithor@365.is Jólaplattinn í hádeginu og um helgar 3.200 kr BRYGGJAN BRUGGHÚS * GRANDAGARÐI 8 101 REYKJAVÍK 00354 456 4040 * WWW.BRYGGJANBRUGGHUS.IS SpOrt Stóru málin eftir helgina í enska Stærstu úrslitin Sigur Liverpool á Man. City í síðasta leik ársins. Sigurinn var verðskuld- aður og nauðsynlegur fyrir Liverpool til að halda í við topplið Chelsea sem er á miklu flugi. Liverpool hefur nú unnið fjóra leiki í röð og haldið hreinu í þremur þeirra. Strákarnir hans Jürgens Klopp eru til alls líklegir á árinu 2017. Hvað kom á óvart? Stoke City mætti á Stamford Bridge og tókst að jafna í tvígang. Chelsea fékk jafn mörg mörk á sig í leiknum á gamlársdag og í 12 deildarleikjum þar á undan. Það breytti reyndar engu þar sem Chelsea skoraði fjórum sinnum og vann sinn þrettánda sigur í röð. Mestu vonbrigðin Frammistaða Man. City í stórleiknum gegn Liverpool olli miklum vonbrigðum. City lenti snemma undir og liðið var ekki líklegt til að jafna metin. City átti t.a.m. aðeins tvö skot á mark Liverpool í öllum leiknum. Sergio Agüero sneri aftur eftir fjögurra leikja bann en fann sig engan veginn. Lærisveinar Peps Guardiola eru komnir niður í 5. sæti deildarinnar. 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 6 -3 7 3 4 1 B D 6 -3 5 F 8 1 B D 6 -3 4 B C 1 B D 6 -3 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.