Fréttablaðið - 02.01.2017, Page 26

Fréttablaðið - 02.01.2017, Page 26
ÚTSALA afsláttur 20 –70% Opið til kl. 18 virka daga Laugardag: kl. 11–17 Sunnudag: kl. 12–16 Við opnum kl. 12:00 í dag mánudaginn 2. janúar Listakonan Íris Halldórsdóttir er konan á bak við hönnunarmerkið Amikat en hún er þekktust fyrir litríkar og skemmtilegar mynd­ ir af dýrum og draumaföngurum. Fyrirtækið stofnaði hún árið 2015 en sjálf hefur hún teiknað og skap­ að frá því hún man eftir sér. „Ég byrjaði á listnámskeiðum á ungl­ ingsaldri þar sem ég lærði teikningu og grunn að málun. Þegar ég var 23 ára kláraði ég svo nám í þrívídd­ arhönn­ un í Tor­ onto í Kan­ ada og hef síðan sótt ófá mynd­ listarnám­ skeið sem hafa opnað aug u mí n fyrir nýjum og skemmti­ legum leiðum til að skapa.“ Fyrsta myndasería Í r isa r ba r nafnið Carni­ val en þar voru sex dýr klædd upp fyrir Fen­ eyjahátíð mið­ aldanna, skreytt grímum, fjöðr­ um og töfrandi fylgihlutum. „Þetta voru vatnslitaverk sem ég lét svo prenta í vönd­ uðum eftir­ prentunum. Hugmyndina að seríunni fékk ég úr herbergjum sona minna. Annað herbergj­ anna er með skógardýraþema en hitt hefur frumskógardýraþema. Þrjú af hvorri tegund fengu því öll sína eigin múnd eringu.“ Frábær við- brögð Vinnuferl­ ið er í gróf­ um drátt­ um þann­ ig að fyrst skissar hún upp verk­ ið í grófum dráttum og tekur svo léttar línur í gegn á vatnslita­ pappír. „Þar klára ég mynd­ ina með vatnslit­ um. Hún er síðan ljós­ mynd­ uð, bak­ grunn­ ur hreinsaður og prentuð á vandaðan pappír í prent­ smiðju. Þann­ ig vinn ég þær eina í einu.“ Hún segir viðbrögðin við verkum sínum hafa verið frá­ bær hingað til. „Ég er virkilega ánægð með þau góðu og jákvæðu viðbrögð sem ég hef fengið hingað til og þau hvetja mig svo sannar­ lega áfram á þessari braut.“ Carni­ val­serían er mjög vinsæl í barna­ og unglingaherbergjum að sögn Írisar meðan draumafangararn­ ir, sem komu aðeins seinna, eru margir í svefnherbergjum og stof­ um heimila. Frekari þróun Íris fór með myndirnar á skemmti­ legar sýningar og markaði á árinu, m.a. á Handverkssýninguna á Hrafnagili í sumar og Handverk og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember. „Einnig er var ég með myndirnar á JólaPopup­markaðnum í Hafn­ arporti, Listasafni Reykjavíkur, núna í desember sem var bæði há­ tíðlegt og skemmtilegt.“ Fram undan á nýju ári er að halda áfram að þróa og efla Ami­ kat merkið og hana sjálfa, segir Íris. „Ég mun jafnvel koma með litlar vörur tengdar Carnival­dýr­ unum og halda svo áfram með línu í stíl við draumafangarana.“ Nánari upplýsingar um hönnun Amikat má finna á www.amikat.is, á Facebook og Instagram (@ami- katdesign). 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e i l s a 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 6 -3 7 3 4 1 B D 6 -3 5 F 8 1 B D 6 -3 4 B C 1 B D 6 -3 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.