Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 52
Við teljum líka að samningurinn geti nýst sem kraftmikið afl inn í kVikmynda- fyrirtækin og sjónVarps- stöðVarnar. Gullöld sveiflunnar er yfirskrift nýárs­tónleika Stórsveitar Reykjavíkur sem haldnir verða í Silfur­bergi, Hörpu, á mið­ vikudaginn og hefjast klukkan 20. „Þetta er í fjórða sinn sem sveitin heldur stórtónleika helgaða swing­ tímabilinu frá 1930 til 1950,“ segir Sigurður Flosason, djasslistamaður og stjórnandi Stórsveitarinnar. Hann segir gesti sveitarinnar þetta árið vera þau Sigríði Thorlacius og Jón Jónsson, auk þess sem Ragnar Bjarnason sé fulltrúi hinnar upprunalegu íslensku sveiflu. Sigurður nefnir Benny Goodman, Charlie Barnet, Glenn Miller og Count Basie sem dæmi um lagahöfunda sem spilað verði eftir á tónleikunum og segir verða leikin mörg af þekktustu lögum merkustu stórsveita sveiflu­ tímabilsins. „Við tökum alltaf eitt­ hvað sem við höfum spilað áður, inn á milli, en um 80% laganna hafa ekki verið á dagskrá hjá okkur fyrr á nýárs­ tónleikum. Þessi tónlist var popp þess tíma og þar höfum við gríðarlega stóran pott að sækja í – mikið af músík sem flutt var af ótrúlega mörgum mis­ munandi stórsveitum og sólóistum, stjórnendum og söngvurum.“ Áhersla verður lögð á að flytja frumgerðir laga, að því er Sigurður lýsir. „Þetta verður bara eins og að spila verk eftir Mozart eins og það var skrifað,“ segir hann. „Við erum í því alla aðra daga ársins að spila nýja músík og alls konar tilbrigði við þá eldri en á þessum tónleikum sýnum við sögunni sóma og reynum að end­ urskapa upprunalegar útgáfur, sem er skemmtilegt og krefjandi verkefni.“ Músíkin kemur frá Ameríku að langmestu leyti, að sögn Sigurðar. „En í ár erum við líka með örfá íslensk lög því við erum að spá í hina uppruna­ legu íslensku sveiflu með Ragnari Bjarna og tengjum það þema inn í tónleikana í lokin.“ Sigurður segir Bjarna Böðvars­ son, föður Ragnars, hafa verið einn af frumkvöðlum sveiflunnar hér á landi. „Bjarni Bö setti saman fyrstu íslensku stórsveitina og var líka fyrsti formaður Félags íslenskra hljómlistar­ manna. Þó dálítið langt sé síðan þá er nú bara annar leggurinn frá honum með okkur ennþá og man vel þenn­ an tíma, það er hann Raggi, sem er í ótrúlega fínu formi. Hann er eiginlega náttúrlegt undur að geta gert það sem hann getur, á þeim aldri sem hann er. Svo er hann með þetta yndislega við­ mót. Það bráðna allir tónlistarmenn í námunda við hann, hann er svo flottur.“ gun@frettabladid.is Allir bráðna nærri Ragga Bjarna upprunaleg sveiflutónlist verður allsráðandi hjá stórsveit reykjavíkur í silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 4. janúar. Það er mikið lið og harðsnúið í Stórsveit Reykjavíkur. byko.is GERÐU FRÁBÆR KAUP AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS Sjón er sögu ríkari - 30% AF ÖLLUM BARNABÍLSTÓLUM - 40% AF ÖLLUM GLÖSUM, BOLLUM OG KÖNNUM - 40% AF ÖLLUM KLUKKUM - 40% AF ÖLLUM LEIKFÖNGUM OG SPILUM - 40% AF ÖLLUM MYNDARÖMMUM - 40% AF ÖLLUM MYNDLISTARVÖRUM - 30% AF ÖLLUM DREMEL FÖNDURFRÆSURUM - 30% AF ÖLLUM EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRUM - 40% AF ÖLLUM VERKFÆRASETTUM - 40% AF ÖLLUM VERKFÆRA- BOXUM - 30% AF ÖLLUM HÖLDUM - 30% AF ÖLLUM BAÐFYLGIHLUTUM -40% AF ÖLLUM KERTUM - 20% AF ÖLLU GÆLUDÝRAFÓÐRI - 40% AF VÖLDUM VINNUFATNAÐI - 30% AF VÖLDUM BÍLAVÖRUM 25% AFSLÁTTUR MÁLNINGU af 30% AFSLÁTTUR POTTUM & PÖNNUM af 25% AFSLÁTTUR LJÓSUM af 40-60% AFSLÁTTUR JÁRNHILLUM af 20-50% AFSLÁTTUR VÖLDUM VERKFÆRUM af 40-60% AFSLÁTTUR JÓLAVÖRUM af 40% AFSLÁTTUR PLASTBOXUM af 20-50% AFSLÁTTUR VÖLDU GÓLFEFNI (PARKET & FLÍSAR) af 40% AFSLÁTTUR GARNI af 30% AFSLÁTTUR BAÐINNRÉTTINGUM af 30% AFSLÁTTUR BARNABÍLSTÓLUM af 30% AFSLÁTTUR HÁÞRÝSTIDÆLUM af Al lar ve rð up pl ýs in ga r e ru b irt ar m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl . Brú inn í bransann er nýr samstarfs­ samningur sem Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert við helstu fram­ leiðslufyrirtæki landsins. Nafnið er ekki úr lausu lofti gripið því samstarfið er hugsað sem leið fyrir útskrifaða nemendur KVÍ að laun­ uðu starfi til lengri eða skemmri tíma og er gert ráð fyrir að sá tími verði á bilinu þrír til tólf mánuðir. Þau störf sem í boði eru eru breyti­ leg og í samræmi við verkefnin sem fyrirtækin fást við hverju sinni. Þegar er búið að gera starfsþjálf­ unarsamning við Saga film, Pegasus og 365 og samningur við RÚV er á lokastigi. „Þessi samningur er stórt skref. Við erum stolt og ánægð með að hafa gengið til samstarfs við þessi fjögur fyrirtæki sem okkur hugnast mest fyrir nemendur okkar. Við teljum líka að samningurinn geti nýst sem kraftmikið afl inn í kvik­ myndafyrirtækin og sjónvarps­ stöðvarnar,“ segir Sigrún Gylfadótt­ ir, kynningar­ og framleiðslustjóri kvikmyndaskólans. Hún tekur fram að um útskrifaða nemendur sé að ræða sem ráðnir verði. „Þetta er starfskraftur sem er tilbúinn að fara að vinna með fagfólki, takast á við hin ýmsu verkefni og fá sem víðtækasta reynslu. Það er svo mikilvægt strax að námi loknu og þarna er sannarlega búið að byggja brú.“ – gun Sannarlega búið að byggja brú Nemendur og starfsfólk Kvikmyndaskólans. Sigrún Gylfadóttir er önnur frá vinstri. 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r36 M e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 6 -0 A C 4 1 B D 6 -0 9 8 8 1 B D 6 -0 8 4 C 1 B D 6 -0 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.