Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 38
Svo veit ég til þess að margir nýta mandarínukassa sem gróðurkassa og sem geymslukassa undir smáhluti í bílskúrnum. Fjóla Borg Svavarsdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Fjóla Borg Svavarsdóttir ásamt nemendum sínum í 4. bekk í Háaleitisskóla. Krakkarnir sauma bangsa og útbúa rúm handa þeim úr mandarínukössum. mynd/AnTon BRinK Vel fer um bangsana í mandarínukössunum. „Þau mála kassann og setja teppi í botninn og ef tími vinnst til gera þau litla kodda og sængur og stimpla munstur á það. Þau læra ýmislegt og í þessu eina verkefni náum við að leggja inn heilmikla færni.“ „Foreldrarnir eru himinlifandi að losna við kassana en það eru auðvitað allir í vandræðum með þetta yfir hátíðarnar. Núna er ég að drukkna í kössum,“ segir Fjóla Borg Svavarsdóttir, grunnskóla- kennari í Háaleitisskóla, en hún lætur nemendur sína endurnýta mandarínukassa í textílmennt. „Nemendur í fjórða bekk eru látnir sauma bangsa í textílmennt og útbúa rúm handa bangsanum úr mandarínukassa. Þau mála kass- ann og setja teppi í botninn og ef tími vinnst til gera þau litla kodda og sængur og stimpla munstur á það. Þau læra ýmislegt og í þessu eina verkefni náum við að leggja inn heilmikla færni. Það er gaman að fylgjast með þeim með kassana, þau gefa böngsunum nafn og stafla upp kössum og gera kojur og leika sér með afraksturinn.“ Háaleitisskóli er grænfánaskóli og læra nemendur þar því um end- urvinnslu og sjálfbærni. Mandar- ínukassar voru endurnýttir á fyrri Bangsarnir sofa í mandarínukassa Fjóla Borg Svavarsdóttir, grunnskólakennari í Háaleitisskóla, lætur nemendur sína endurnýta mandarínukassa á skemmtilegan máta. Kassarnir séu kjörinn efniviður fyrir krakka að föndra úr. vinnustað Fjólu, Rimaskóla, og hún segir þá kjörinn efnivið fyrir krakka að vinna úr. „Margir hafa verið að líma saman kassa og gera Barbíhús, eða snúið þeim á hvolf og nota þá sem hús og keyra dótabílana sína á milli. Það kemur alltaf eitthvað sniðugt út úr því ef krakkar fá svona efnivið í hendurnar. Það má saga út glugga og hurðir eða saga út jólaskraut og mála. Það getur einmitt verið skemmtilegt að nota efni sem má gera hvað sem er við án þess að hafa áhyggjur af því að efnið skemmist. Þannig fær sköp- unargleðin lausan tauminn,“ segir Fjóla. „Svo veit ég til þess að margir nýta mandarínukassa sem gróður- kassa og sem geymslukassa undir smáhluti í bílskúrnum. Það safnast auðvitað upp hjá mér kassar í skól- anum en ég reyni að nota þá undir smádót, efni og afganga í hillum í kennslustofunni. Eins ef ég þarf að senda eitthvert efni til annarra kennara hér í húsinu vegna verk- efna þá safna ég því saman í kassa og sendi yfir. Þannig nýtast þeir ágætlega,“ segir Fjóla. HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e i l s a 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 6 -2 8 6 4 1 B D 6 -2 7 2 8 1 B D 6 -2 5 E C 1 B D 6 -2 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.