Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 41
Þann 19. september sl. birti Fréttablaðið fjögurra dálka frétt um fimm ungar konur, sem voru
á leið til Eistlands til að drepa þar elgi
sér til skemmtunar. Konurnar voru
með bros á vör, í her- eða veiðimanna-
búningum og báru allar haglabyssur.
Framsetning málsins var á þá vegu að
ætla mátti að um gott og skemmti-
legt framtak þessara fimm glaðbeittu
kvenna væri að ræða. Mynd var dreg-
in upp af dugmiklum og framsæknum
merkiskonum í fréttinni.
Í grein, sem ég skrifaði í blaðið
24. nóvember sl., lýsti ég þeirri skoð-
un minni að þeir, sem liggja í því að
elta og ofsækja, meiða og limlesta, og
svo drepa saklaus og varnarlaus dýr
að óþörfu og að gamni sínu, séu ekki
hetjur heldur miklu fremur heiglar og
dýraníðingar. Auðvitað gerðu menn
ekkert með þetta.
Og Hringbraut bætti um betur
Það sem ég hef séð til Hringbrautar
hefur mér flest hvað fundist gott og
áhugavert, og Sigmundur Ernir er
einn viðkunnanlegasti, frumlegasti
og merkilegasti fréttamaður landsins.
Það var því mikið áfall að sjá,
hvernig stöðin – reyndar ekki undir
stjórn Sigmundar Ernis, heldur
starfssystur hans – fjallaði um þetta
elgjadráp í 15-20 mínútna sjónvarps-
sendingu þann 9. desember sl. Frétta-
konan spurði leiðandi spurninga til
að fá fram jákvæðar og skemmtilegar
hliðar á þessu tilfinningalausa og til-
gangslausa drápi saklausra dýra, sem
áttu sér einskis ills von og höfðu ekk-
ert til saka unnið.
„200 metra færi fínt“
Fréttakona spurði úr hvaða færi og
hvernig bezt væri að drepa dýrin og
fékk þau svör, að þegar færið væri
orðið ca. 200 m væri fínt að skjóta á
dýrið. Hvar ætti að hitta? Bezt væri
að skjóta á lungnasvæðið. Og drepast
dýrin strax? „Já, ef við hittum.“ Ekki
var spurt hvað gerðist, ef ekki væri
hitt í lungnasvæðið á dýrunum.
Þess má geta hér að 200 m eru
u.þ.b. sama fjarlægð og lengd tveggja
fótaboltavalla til samans og lungna-
svæðið er vart miklu meira en stór
bolti að stærð. Getur hver metið fyrir
sig hverjar líkur eru á að konurnar geti
drepið elg í fyrsta skoti, með þungum
og kraftmiklum rifflum við þessi skil-
yrði.
Varðandi eftirleikinn, ef ekki er
drepið með fyrsta skoti, get ég nefnt
að eftir því sem ég þekki aðferðir
elgjaveiðimanna, þá er ekki leitað að
særðu dýri fyrr en í lok veiðidagsins,
og það þá drepið, ef það finnst. Finn-
ist það ekki, verður dýrið meitt og
kvalið að bíða þess að dauðinn taki
það, kannski stundir, daga og jafnvel
vikur.
Hvað er svona skemmtilegt við
þetta var spurt. „Æðisleg tilfinning
að taka í gikkinn og sjá dýrið falla,“
(drepa það), var svarið.
„Elgskjöt í öll mál“
Margir veiðimenn réttlæta dýradráp
sitt með því að þeir séu að veiða í
matinn. Auðvitað er það punktur,
jafnvel þó að brýn þörf sé oft ekki
til staðar. Ekki var því fyrir að fara
hjá „veiðikonunum 5“. Eins og þær
vissu fyrirfram gátu þær ekki komið
með vöðvana eða kjötið af elgunum
sem þær drápu heim, og nýtt sér það
til matar. Innflutningur á nýju kjöti
erlendis frá er óheimill. Þegar frétta-
kona þó spurði út í þetta, var svarið,
að „veiðikonurnar 5“ hefðu étið elgs-
kjöt í öll mál þá þrjá daga sem dráps-
ferðin stóð.
„Æðisleg tilfinning að taka í gikkinn
og sjá dýrið falla“ (drepa það)
Hér má nefna, að meðalelgur er um
hálft tonn. Nokkrir elgir 1-2 tonn eða
meira. Ekki var farið nánar út í það.
Augljóst var því að drápsferðin
var farin í því skyni einu að elta og
ofsækja, meiða og limlesta, og loks
drepa varnarlaus og saklaus dýrin.
Mér dettur ekkert annað í hug en
orðin „blóðþorsti“ eða “drápsfýsn“
yfir þetta athæfi. Dæmi hver fyrir sig.
Maðurinn er eina dýrið, sem
drepur sér til skemmtunar
Í grundvallaratriðum drepa dýr
önnur dýr sér aðeins til matar og lífs-
viðurværis. Sköpunarverkið er byggt
á þann veg. Líf og afkoma margra dýra
byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar.
Við slíku er vitaskuld ekkert að segja.
Maðurinn er hér þó undanskil-
inn. Hann er eina dýrið, sem drepur
önnur dýr og lífverur að gamni sínu;
Sér til fróunar, gleði og skemmtunar.
Það mætti kalla þetta „lostadráp“.
Ég vona, að allir góðir og heilbrigðir
menn, sem ekki hafa skilning fyrir
þessu athæfi, vinni með öllum árum
gegn og rísi upp gegn slíku þarflausu
dýraníði og dýradrápi. Það á að hlúa
að, virða og verja allt líf; Sköpunar-
verkið í heild sinni.
Að lokum vil ég minna á orð meist-
arans mikla, Laotse: „ Við berum ekki
aðeins ábyrgð á því, sem við gerum,
heldur líka á því, sem við gerum
ekki.“
Það er mál til komið að hljóðlátir
og hófsamir íslenzkir dýra- og nátt-
úruvinir sameinist og gerist virkir og
framsæknir; Tali fyrir dýrin; Þau geta
það ekki sjálf !
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
og stjórnmála
rýnir
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25M Á n u D A G u R 2 . j A n ú A R 2 0 1 7
0
2
-0
1
-2
0
1
7
0
3
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
D
6
-3
C
2
4
1
B
D
6
-3
A
E
8
1
B
D
6
-3
9
A
C
1
B
D
6
-3
8
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K