Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR www.husgagnahollin.is 558 1100 afsláttur 60% Allt að ÚTSALA RISA Opnum í dag 2. janúar kl. 1000 Edda Sif Pálsdóttir Hverjir voru hápunktar ársins 2016? „Hápunkturinn var án efa EM í Frakklandi í sumar. Þar blandaðist stórkostlegt mót íslenska liðsins við frábærar samverustundir með vinum og fjölskyldu í geggjuðu umhverfi, sól og góðum mat út um allt Frakkland. Það verður ekki mikið betra.“ Eitthvað sem kom sérstaklega á óvart? „Íþróttaárið 2016 var algjör- lega bilað en það þurfti kannski ekki að koma neitt sérstaklega á óvart eigandi þetta íþróttafólk. Ísland vann England á EM og við áttum í fyrsta skipti konur í úrslitum í sundi á Ólympíuleikum. Og það er bara brotabrot af því sem gerðist.“ Hvað er framundan á árinu 2017? „Meiri íþróttir! Það verður fullt af stórmótum á árinu og ég Emmsjé Gauti Emmsjé Gauti átti mjög gott ár 2016 en hann gaf þá út tvær plötur, hélt ótal tónleika og var kynnir í Ísland Got Talent – en hvað af þessu skyldi hafa verið hápunktur ársins hjá drengnum? „Hápunktarnir mínir voru tveir – annars vegar þegar ég skellti mér á útgáfutónleika á NASA með sjálfum mér og hélt útgáfupartí, það var gaman. Hins vegar þegar Stella María dóttir mín sagði „pabbi“ í fyrsta skiptið.“ Það verður ákaflega spennandi að sjá hvort Gauti toppi sig árið 2017 – ætli hann gefi út þrjár plötur? Verð- ur hann kynnir í Gettu betur? Ætlar hann að fara út í pólitík? Hvað? „Árið 2017 er ég að pæla í að halda áfram að semja músík, hafa gaman af lífinu. Síðan ætla ég þúsund sinn- um í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Og ekkert annað,“ segir Gauti ákaf- lega hógvær og nægjusamur. Við þurfum þá bara að bíða eftir því að sjá hvaða ævintýrum þessi ofvirki rappari lendir í á næsta ári. Hápunktar ársins 2016 Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari segir árið hafa verið virkilega gott. Edda Sif Pálsdóttir fjölmiðlakona rifjar upp hápunkta ársins 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR Jóhannes Haukur Jóhannesson „Persónulega var árið 2016 svona með þeim betri, hæsti punkturinn var fæðing þriðja barnsins okkar hjóna, en við eignuðumst fallega dóttur í apríl sem heitir Margrét Frida Blöndal Jóhannesdóttir. Hvað vinnu varðar byrjaði árið á að ljúka tökum á kvikmyndinni The Cold- est City í Búdapest. Fór svo í tökur á annarri bíómynd, sem heitir The Solutrean, í Kanada þar sem mér var treyst fyrir frábæru hlutverki í mynd sem verður afar sérstök. Ég fékk svo hlutverk í annarri seríu af þáttunum The Last Kingdom og gat tekið fjölskylduna með í tökur á því til Ungverjalands um sumarið. Svo lék ég í myndinni Ég man þig sem Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðar,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í hápunkta ársins 2016. En hvað er fram undan á nýja árinu? „Ég byrja árið á að fara til Los Angeles í smá aukatökur á The Solutrean núna í janúar. Það er ekki óvanalegt í þessum stóru Hollywood-verkefnum að skella í smá aukatökur á lokametrunum, ef það vantar eitt og eitt skot eða atriði til að skerpa á hlutunum. Eftir það er allt svo sem óráðið, allavega ekkert í hendi ennþá. Það eru tvö sjónvarpsverkefni þarna úti sem eru í ákveðnu ferli en það getur allt farið til fjandans á núll einni. Við sjáum bara til. En von- andi hef ég líka tíma til að taka að mér einhver verkefni hér heima,“ segir Jóhannes Haukur. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er gott að líta til baka og rifja upp hvað gerðist á liðnu ári. Við fengum nokkra vel valda einstaklinga til að rifja upp hápunkta ársins, auk þess að fara yfir hvað fram undan er á nýja árinu. Emmsjé Gauti átti mjög gott ár 2016. ætla að fylgja kvennalandsliðinu í fótbolta eftir í undirbúningi fyrir EM og fara svo á mótið sjálft í Hollandi í júlí. Landi blandaður við íþróttir er blanda sem svínvirkar fyrir mig.“ Ert þú búin að setja þér ein- hver markmið fyrir nýja árið eða strengja áramótaheit? „Njaaa, alla jafna strengi ég ekki áramótaheit. Ég held samt að við hefðum öll gott af því að vera aðeins glaðari og jákvæðari og velja betur í hvað við eyðum orkunni. Ég ætla allavega að vera létt 2017!“ 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r46 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 6 -0 5 D 4 1 B D 6 -0 4 9 8 1 B D 6 -0 3 5 C 1 B D 6 -0 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.