Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2017næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Eitt mesta úrval landsins af fiskréttum og ferskum fiski. Veitingastaðir Stóreldhús Mötuneyti hafid@hafid.is 554 7200 Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki Heilbrigðismál Nú hafa um 25 þúsund  manns skráð sig sem líf­ færagjafa eftir að líffæragjafavefur Embættis landlæknis var opnaður í lok október 2014. Ef vel ætti að vera þyrftu  að lágmarki 50 þús­ und Íslendingar að vera á skrá yfir líffæragjafa. Óskastaðan er þó að 100 þúsund nöfn væri þar að finna, að mati Tómasar Guðbjartssonar, prófessors og hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Eftirspurn eftir líffæraígræðslum hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin. Á hverju ári þarfnast um 25 til 30 sjúklingar hér á landi líffæra­ ígræðslu, en flestir bíða eftir nýra. Ekki er unnt að nýta líffæri nema í litlum hluta dauðsfalla en hver líf­ færagjafi getur bjargað lífi nokkurra einstaklinga. Mikill skortur er á líf­ færum til ígræðslu um allan heim og því er áríðandi að sem flestir séu fúsir til að gefa líffæri, kemur fram í upplýsingum frá landlækni. Á tveggja og hálfs árs tímabili skráðu 7.000 manns sig árið 2014, 14.000 í fyrra og 4.000 einstaklingar á árinu sem er að líða. Tómas segir að árangur eftir hjartaígræðslu hafi batnað veru­ lega á síðustu árum og í dag má gera ráð fyrir að 90% hjartaþega séu á lífi eftir eitt ár og 70% eftir 5 ár. „Sömu sögu er að segja af ígræðslum á öðrum líffærum eins og nýrum, lungum, lifur og brisi. Árangurinn fer batnandi jafn­ vel þótt verið sé að græða líffæri í veikari sjúklinga. Stóra vandamálið er samt sem áður að framboð á líf­ færum er ekki nægilegt til að anna eftirspurn,“ segir Tómas. Flestar ígræðslur á Íslendingum eru ígræðsla á nýra úr lifandi gjafa og hafa hátt í 100 slíkar aðgerðir verið gerðar á Landspítala frá 2003, eða í kringum 10 talsins síðustu ár. Þessar ígræðslur hafa gengið afar vel hér á landi en nýrnaígræðslur úr látnum einstaklingum eru hins vegar enn framkvæmdar í Svíþjóð, segir Tómas. Aðrar líffæraígræðslur úr látnum einstaklingum í Íslendinga fara einnig fram í Svíþjóð – aðallega á Sahlgrenska­háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Líffæri sem gefin eru hérlendis eru því flutt þangað og eru hluti af líffærabanka norrænu ígræðslusamtakanna Scandia­ transplant sem Ísland á aðild að. Einnig eru Norðurlöndin í samstarfi við önnur Evrópulönd en það sem takmarkar líffæragjafir og ígræðslur milli fjarlægra landa, sérstaklega á hjörtum, er að flutningstími má ekki vera of langur eigi ígrædda líffærið að geta starfað eðlilega í þeganum. Þegar látnir Íslendingar gefa líffæri koma hingað til lands líffæraígræðsluteymi með einka­ þotum sem sækja líffærin, stundum frá fleiri en einu sjúkrahúsi, enda líf­ færin grædd í þá einstaklinga sem mest þurfa á ígræðslu að halda og þar sem uppfyllt eru skilyrði um réttan blóðflokk, þyngd og stærð. „Þetta samstarf hefur gengið afar vel og veitir okkur aðgang að líf­ færum frá öðrum Norðurlöndum og þeim löndum í norðanverðri Evrópu sem Svíarnir eru í samstarfi við. Það er því afar brýnt að við Íslendingar leggjum til norræna líffærabankans með því að gefa eins mörg líffæri og hægt er og bjarga þannig manns­ lífum. Að það séu 25.000 manns á líf­ færagjafavef landlæknisembættisins er vissulega góð byrjun en við getum gert mun betur. Sérstaklega getum við litið til Spánverja en þeir hafa náð lengst af öllum þjóðum og státa af hæsta hlutfalli líffæragjafa í heim­ inum,“ segir Tómas. Tómas er einn höfunda Krans­ æðabókarinnar sem kom út fyrir þessi jól. Hann segir að alvarlegur kransæðasjúkdómur með hjarta­ bilun sé næstalgengasta ástæða hjartaígræðslu á Vesturlöndum og er meðalaldur hjartaþega um 54 ár, en 80% eru karlar. En hillir undir að fleiri svo flóknar aðgerðir verði gerðar hér á landi í nánustu framtíð? „Við erum fjórir íslenskir hjarta­ skurðlæknar sem höfum starfað við hjartaígræðslur í Svíþjóð og Banda­ ríkjunum, þar af tveir sem nú störf­ um á Íslandi. Auk þess hefur fjöldi Sárvantar líffæri ef anna á eftirspurn Frá því í október 2014 hafa um 25 þúsund manns skráð sig sem líffæragjafa. Eftirspurn eftir líffæraígræðslum vex jafnt og þétt. Óska­ staðan væri að fjórum sinnum fleiri væru skráðir sem líffæragjafar en nú er. Sífellt er hægt að græða líffæri í veikari einstaklinga. 200 til 250 opnar hjartaaðgerðir eru framkvæmdar árlega á Íslandi. Mynd/RagnaR Th. SiguRðSSon 6.000 hjartaígræðslur á ári l Gjafahjarta er oftast sótt á aðra spítala og er reynt að koma því fyrir í hjarta- þeganum á innan við fjórum klukku- stundum. l Eftir að hjartað hefur verið stöðvað er það lagt í sótthreins- aðan plast- poka og flutt í kæliboxi með klaka. Það er síðan grætt í þeg- ann sem bíður með opið brjóst- hol á heimasjúkrahúsinu tengdur við hjarta- og lungnavél, til að spara tíma og koma hjartanu fyrir á sem skemmstum tíma. l Tilkomumest er þegar heitu blóði er hleypt á ígrædda hjartað og það fer að slá og dæla þeim 5-6 lítrum af blóði á mínútu sem líkaminn þarfnast. l Oftast er miðað við að hjartagjafi sé ekki eldri en 65 ára og ekki má vera of mikið misræmi í hæð og þyngd gjafa og samræmi verður að vera milli ABO-blóðflokks gjafa og þega. l Eftir aðgerðina er beitt kröftugri ónæmisbælandi meðferð til að þeginn hafni ekki nýja hjartanu. Sú meðferð er ævilöng. l Í heimum eru framkvæmdar í kringum 6.000 hjartaígræðslur á ári, og er meðferðinni aðeins beitt við lokastigs hjartabilun, eða þegar talið er að sjúklingur eigi innan við 12 mánuði ólifaða án nýs hjarta. Skortur er á líffærum og því deyja margir sjúklingar á biðlista. íslenskra svæfingar­ og hjartalækna reynslu af meðferð sjúklinga sem fá ígrætt hjarta. Það er hins vegar ekki raunhæft að gera þessar aðgerðir hér á landi, aðallega vegna þess hversu fáar aðgerðirnar eru en einnig vegna þess hversu langan tíma tekur að fljúga hingað með líffærin. Sem betur fer höfum við átt frábært samstarf við Sahlgrenska­sjúkrahúsið og ekki spillir fyrir að þar eru margir íslenskir læknar við störf,“ segir Tómas. Hér á landi hafa sautján einstakl­ ingar fengið ígrætt hjarta frá 1988, þar af tveir vegna afleiðinga krans­ æðasjúkdóms. „Sem betur fer eru þetta ekki margir sjúklingar sem er vísbending um að meðferð kransæða­ sjúkdóms hér á landi sé góð. Árangur þeirra Íslendinga sem fengið hafa ígrætt hjarta er mjög góður, en allir sjúklingarnir sautján hafa lifað lengi eftir aðgerð og í dag eru fjórtán þeirra á lífi, og flestir við góða heilsu. Stóra vandamálið er samt sem áður að framboð á líffærum er ekki nægilegt til að anna eftir- spurn. Tómas Guðbjarts- son, prófessor og hjartaskurðlæknir á LSH 17 Íslendingar hafa fengið ígrætt hjarta – 14 þeirra eru á lífi. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 . j a n ú a r 2 0 1 7 m á n U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D 6 -0 A C 4 1 B D 6 -0 9 8 8 1 B D 6 -0 8 4 C 1 B D 6 -0 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (02.01.2017)
https://timarit.is/issue/391350

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (02.01.2017)

Aðgerðir: