Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 50
Jónas Sen skrifar S infóníuhljómsveit Íslands fékk fimm sinnum fullt hús af stjörnum frá undir­rituðum á árinu 2016. Hljómsveitin var í miklu stuði og það er greinilegt að stjórn hennar veit hvað hún er að gera. Tveir stjörnudómarnir birtust í haust. Þeir fjölluð báðir um tónleika með hinum nýbakaða aðalstjórnanda, Yan Pascal Torte­ lier. Hingað til hefur hann staðið sig með miklum ágætum. Hann er músíkalskur, þ.e. hefur næmt list­ rænt innsæi og djúpan skilning á inntaki hvers tónverks. Svo kann hann að miðla því til áheyrenda. Einhver sterkasta tónleikaupp­ lifunin á árinu var þegar Tortelier stjórnaði annarri sinfóníu Sibeli­ usar. Lokahnykkurinn var svo mátt­ ugur að það var engu líkt. Margt annað bitastætt gerðist á tónleikum hljómsveitarinnar. Len­ ingrad sinfónían eftir Sjostakóvitsj sló eftirminnilega í gegn snemma í upphafi árs. Túlkun stjórnandans, James Gaffigan, var sérlega sann­ færandi. Styrkleikabrigði voru meistaralega útfærð og uppbygg­ ingin var markviss. Stígandin var úthugsuð og hápunktarnir voru gæddir sprengikrafti. Villtur framúrstefnudjass Mikil breidd var í starfsemi Sin­ fóníuhljómsveitarinnar á liðnu ári eins og venjulega. Fjölskyldutón­ leikar, kvikmyndatónleikar, Vínar­ tónleikar og annað léttmeti yfir í þungmelta, afstrakt nútímatónlist. Hin árlega Tectonics­hátíð í apríl var helguð því síðarnefnda og þar var margt forvitnilegt sem bar fyrir eyru. Verkin voru mjög ólík, allt frá sveimkenndri, einfaldri tónlist yfir í villtan framúrstefnudjass. Sér­ staklega minnistætt var þekkt verk, Conversations eftir Roscoe Mitch­ ell sem hér var frumflutt í nýrri hljómsveitarútsetningu. Stíllinn var svokallaður frjáls djass, en það er umdeilt listform þar sem djass er laus við allar klisjur og formúlur. Sumum finnst slík tónlist óskiljan­ leg. Þetta var einleikskonsert fyrir saxófón og hljómsveit, vissulega krefjandi, en fullur af óvæntum uppákomum, spennuþrunginn og litríkur. Margt annað skemmtilegt mætti telja upp og ekki má gleyma ein­ leikurunum. Þar skal nefna Nikolai Lugansky sem spilaði þriðja píanó­ konsert Rakmaninoffs af snilld. Kirill Gerstein lék líka meistara­ lega fyrsta píanókonsert Tsjajkovs­ kíjs. Tetzlaff­tvíeykið var með allt á hreinu í fiðlu­ og sellókonsert eftir Brahms í haust, Steven Osborne flutti annan píanókonsert Sjostakó­ vitsj á snilldarlegan máta og Emilía Rós Sigfúsdóttir spilaði lýtalaust flautukonsert eftir Ibert. Víkingur Heiðar Ólafsson lék sömuleiðis eins og engill oftar en einu sinni á tón­ leikum hljómsveitarinnar. Kammerveisla víða Talandi um Víking, þá er hann list­ rænn stjórnandi merkrar kammer­ hátíðar í kringum sumarsólstöður hvert ár. Ég segir merkrar vegna þess að efnisskráin á hátíðinni er óvanalega víð og forvitnileg. Síðasta sumar voru þarna ódauðleg verk á borð við Píanókvintettinn eftir Dvorák og Píanótríóið eftir Ravel. En svo voru líka fluttar mergjaðar tónsmíðar eftir George Crumb og afar skemmtileg stykki eftir Charl­ es Ives fyrir tvö píanó. Þar voru píanóin stillt á mismunandi hátt, annað var kvarttóni fyrir ofan hitt. Minnsta tónbil á hljómborði er hálftónsbil, svo þegar leikið var á bæði píanóin í kvarttónsstill­ ingunni virkuðu þau rammfölsk. Þau voru ekki á sama tónsviðinu. En það var einhver fegurð í þessu falska, einstök hughrif sköpuðust sem erfitt er að lýsa. Hinn hreini tónn er greinilega ekki alltaf bestur! Aðrir kammertónleikar á árinu 2016 voru margir hverjir prýðilegir. Nordic Affect, sem samanstendur af nokkrum hljóðfæraleikurum með Höllu Steinunni Stefánsdóttur í broddi fylkingar, var m.a. á Norræn­ um músíkdögum í haust. Þar voru skemmtilegar tónsmíðar, aðallega eftir íslensk tónskáld. Nordic Affect hefur þá sérstöðu að venjulega liggur mikil rannsóknarvinna að baki tónleikum hópsins. Oft hverf­ ast þeir um einfalda hugmynd sem heldur öllu saman. Að þessu sinni var efnisskráin fleyguð með sér­ kennilegum gerningi, ógreinilegu þykkni ljóðabrota úr hátölurum sem myndaði fallegan hljóðheim. Þetta var einhvers konar ringulreið og það var eins og öll verkin á dag­ skránni kæmu út úr henni. Það var verulega áhrifamikið. Kammermúsíkklúbburinn var líka flottur á liðnu ári. Verkin voru þó mun hefðbundnari; þessi venju­ legu eftir Brahms, Beethoven og félaga. Flutningurinn á slíkum tón­ smíðum er samt yfirleitt vanda­ samari en á nýrri tónlist. Verkin eru jú til í flutningi ótal hópa á geisla­ diskum. Maður hefur því saman­ burðinn og það er erfitt að toppa hann. Það er til marks um hversu góðir íslenskir hljóðfæraleik­ arar eru orðnir að margir tónleikar klúbbsins voru á heimsmælikvarða. Íslenskan óperan góð og slæm Íslenska óperan var bæði og á árinu 2016. Fyrri uppfærslan, á Don Giovanni eftir Mozart var ekki fullnægjandi að mati undir­ ritaðs. Sviðsmynd og búningar voru máttlausir, og frammistaða söngvaranna misjöfn. Uppfærslan á Évgení Ónegín í haust kom því skemmtilega á óvart. Þar gekk allt upp. Valið á söngvurunum var full­ komið og sviðsmyndin er sú glæsi­ legasta sem ég hef séð hér á landi. Búningarnir voru augnayndi og leikstjórnin, sem stundum hefur verið hálfmisheppnuð, var stór­ kostleg. Hvergi var dauður punktur í atburðarásinni, hún rann áfram áreynslulaust, skreytt alls konar óvæntum uppákomum. Hér, sem oftar, sló Þóra Einarsdóttir sópran í gegn með magnaðri frammistöðu. Þóra er Guðsgjöf, leyfi ég mér að fullyrða. Margar fínar tónsmíðar litu fyrst dagsins ljós á liðnu ári. Þær voru eftir tónskáld á borð við Finn Karlsson, Kolbein Bjarnason, Þuríði Jónsdóttur, Úlf Hansson, Hafdísi Bjarnadóttur, Georg Kára Hilmars­ son og fleiri. Djassinn var sömuleið­ is oft öflugur. Terri Lyne Carrington var með fimm stjörnu tónleika á Listahátíð og Sunna Gunnlaugs­ dóttir og Julia Hülsmann voru með óvanalega tveggja flygla tónleika á Djasshátíð í Reykjavík síðla sumars. Þannig mætti lengi telja. Ljóst er að 2016 var viðburða­ ríkt, tónlistarlífið hér er greinilega í miklum blóma. Ég þakka lesendum mínum samfylgdina á árinu og óska þeim gleðilegs nýs árs. Árið 2016: Dásamlegir sinfóníutónleikar – Évgení Ónegín var snilld Jónas Sen gagnrýnandi fer hér yfir það sem hann telur hafa gerst markverðast í tónlist á Íslandi á liðnu ári. Bækur Skegg raspútíns HHHHH Guðrún Eva Mínervudóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: ScandBook, AB, Svíþjóð Fjöldi síðna: 317 Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Sögur þurfa ekki alltaf að fléttast um margslungna þræði eða segja frá stóratburðum til þess að vera stórar sögur. Skegg Raspútíns, nýj­ asta skáldsaga Guðrúnar Evu Mín­ ervudóttur, sannar það með eftir­ minnilegum hætti. Sagan hverfist um kynni, vinskap og samtöl á milli þessara tveggja kvenna; Evu og hinnar lettnesku en rússnesku­ mælandi Ljúbu. Báðar búa þær í Hveragerði og báðar eiga þær sínar sögur sem þurfa að finna sinn far­ veg. Þurfa að brjótast fram í gufu­ strókum Hveragerðis og hreinsa sálir sögumanna sinna. Skegg Ras­ pútíns hverfist þannig um sam­ ræður tveggja kvenna í Hveragerði. Önnur er rithöfundur og þýðandi, hin garðyrkjubóndi. Báðar vinna þær heima og sinna einnig börnum og heimili og eru kvæntar íslenskum karlmönnum. Og þó svo þær eigi margt sameiginlegt þá koma þær hvor frá sínu landinu, eiga rætur í ólíkri menningu og hafa ólíkar hug­ myndir um lífið og tilveruna. Skegg Raspútíns er afar per­ sónuleg bók og þó svo Guðrún Eva eyrnamerki verkið sem skáldsögu þá leynir sér ekki að margt er sótt í hennar eigin líf og veruleika sem og vinkonu hennar Ljúbu. Guðrúnu Evu tekst líka að draga upp fádæma sannfærandi mynd af því hvernig þessi fallega vinátta myndast skref fyrir skref og trúnaðartraustið eykst jafnt og þétt. Auk þess er söguheimurinn ákaflega trúverð­ ugur og heillandi, hvort sem er í Hveragerði eða Gömlu kirkju, og því fær lesandinn það auðveld­ lega á tilfinninguna að hann sé að verða vitni að einhverju sönnu. Ein­ hverju sem skiptir máli og snertir líf okkar allra í þessum meinleysislega hversdagsleika sem við öll þekkjum og lifum í frá degi til dags. Það gengur á ýmsu í lífi vinkvennanna Evu og Ljúbu og ýmsir erfið­ leikar gera vart við sig í lífi þeirra. Sé horft til alls þess þá gæti maður sagt sem svo að þetta sé bók um að vera kona í karlaheimi, bók um alkóhólisma, eða bók um geðsjúkdóma, skrif, vináttu, von og garðyrkju og hún er það og meira til. Skegg Raspútíns er um það að vera manneskja og að hafa þörf fyrir annað fólk. Þörf fyrir að deila lífi sínu, sigr­ um og erfið­ leikum, með einhverjum s e m s k i l u r mann eða í það minnsta h l u s t a r á n þess að dæma. S k e g g R a s ­ pútíns er bók um nánd. Bók um að deila lífi sínu, sorgum og gleði, í ein­ földum hversdeginum í Hveragerði. Inn í samskipti þeirra Evu og Ljúbu fléttast einnig draumar þeirr­ ar fyrrnefndu og með þeim finnur höfundurinn ákveðið frelsi til þess að brjóta upp hversdaginn og leyfa skáldinu að takast á við hvað sem er. Og inn í sögu þessara tveggja kvenna fléttast svo einnig sagan um bóndasoninn Raspútín sem náði alla leið inn á síðustu rússnesku keisarafjölskylduna, sem einhvers konar ráðgjafi. Í þeirri sögu er jafn­ vel falinn ákveðinn kjarni eða lykill að sögum kvennanna tveggja því það er einmitt ein og sama þörfin fyrir nánd og trú á lífið sem gerði það að verkum að Raspútín komst þangað sem hann gerði. Þörfin sem er grundvöllurinn að vináttu kvennanna í Hveragerði. Hvar sem á Skegg Raspútíns er litið þá er þetta firnasterk skáldsaga. Vel skrifuð, vel stíluð, með sterkri persónusköpun og heildstæðum söguheimi. Magnús Guðmundsson NiðurStaða: Heildstæð og falleg skáldsaga sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hversdagleg nánd í Hveragerði “Þóra er guðsgjöf leyfi ég mér að fullyrða,” segir í pistlinum. Hér er Þóra Einarsdóttir í hlutverki sínu í Évgení Ónegín. Það er til markS um hverSu góðir ÍSlenSkir hlJóðfæraleik- arar eru orðnir að margir tónleikar klúbbSinS voru á heimSmælikvarða. 2 . j a N ú a r 2 0 1 7 M Á N u D a G u r34 M E N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 5 -F 7 0 4 1 B D 5 -F 5 C 8 1 B D 5 -F 4 8 C 1 B D 5 -F 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.