Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 42

Fréttablaðið - 02.01.2017, Side 42
2 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r26 s p o r t ∙ F r É t t a B L a ð i ð Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit Chelsea - Stoke 4-2 1-0 Gary Cahill (34.), 1-1 Bruno Martins Indi (46.), 2-1 Willian (57.), 2-2 Peter Crouch (64.), 3-2 Willian (65.), 4-2 Diego Costa (85.). Man. Utd - M’Brough 2-1 0-1 Grant Leadbitter (67.), 1-1 Anthony Martial (85.), 2-1 Paul Pogba (86.). Swansea - Bournemouth 0-3 0-1 Benik Afobe (25.), 0-2 Ryan Fraser (45+1.), 0-3 Joshua King (88.). Burnley - Sunderland 4-1 1-0 Andre Gray (31.), 2-0 Gray (51.), 3-0 Gray (53.), 4-0 Ashley Barnes, víti (67.), 4-1 Jermain Defoe (71.). Leicester - West Ham 1-0 1-0 Islam Slimani (20.). Southampt. - WBA 1-2 1-0 Shane Long (41.), 1-1 Matt Philips (43.), 1-2 Hal Robson-Kanu (50.). Rautt spjald: Virgil van Dijk, Southampton (89.). Liverpool - Man. City 1-0 1-0 Georginio Wijnaldum (8.). Watford - Tottenham 1-4 0-1 Harry Kane (27.), 0-2 Kane (33.), 0-3 Dele Alli (41.), 0-4 Alli (46.), 1-4 Younes Kaboul (90+1.). Arsenal - C. Palace 2-0 1-0 Olivier Giroud (17.), 2-0 Alex Iwobi (56.). FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 19 16 1 2 42-13 49 Liverpool 19 13 4 2 46-21 43 Arsenal 19 12 4 3 41-19 40 Tottenham 19 11 6 2 37-14 39 Man. City 19 12 3 4 39-21 39 Man. Utd. 19 10 6 3 29-19 36 Everton 19 7 6 6 25-23 27 WBA 19 7 5 7 25-23 26 Southamp. 19 6 6 7 19-22 24 Bournem. 19 7 3 9 26-31 24 Burnley 19 7 2 10 21-29 23 West Ham 19 6 4 9 23-33 22 Watford 19 6 4 9 23-34 22 Stoke City 19 5 6 8 22-32 21 Leicester 19 5 5 9 24-31 20 M’Brough 19 4 6 9 17-22 18 C. Palace 19 4 4 11 29-35 16 Sunderland 19 4 2 13 17-35 14 Hull City 19 3 4 12 16-41 13 Swansea 19 3 3 13 21-44 12 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn á vinstri kantinum þegar Swansea steinlá fyrir Bournemouth, 0-3, á heimavelli. Þetta var fjórða tap Swansea í röð og liðið vermir botn- sæti deildarinnar. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Kom inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Wolves tapaði 1-2 fyrir QPR á heimavelli. Úlfarnir eru í 16. sæti B-deildarinnar. Burnley Jóhann Berg Guðmundss. Lék síðustu 22 mínúturnar í 4-1 sigri Burnley á Sunder- land. Hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Burnley sem hafa báðir unnist á heimavelli. Söguleg stigasöfnun Liverpool Liverpool bar sigurorð af Man. City í síðasta leik ársins. Rauði herinn hefur aldrei verið með jafn mörg stig á þessum tímapunkti síðan enska úrvalsdeildin var sett á stofn. Liverpool er samt sex stigum á eftir Chelsea. Georginio Wijnaldum tryggði Liverpool öll þrjú stigin í stórleiknum gegn Man. City. Hér fagnar Hollendingurinnn marki sínu. FRÉTTABLAðið/GETTy FótBoLti Það var ekki boðið upp á neinar áramótabombur í stórleikn- um á Anfield í fyrradag. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með frábærum skalla á 8. mínútu og þar við sat. City-liðið var flatt og ógnaði sjaldan. Til marks um það snerti Sergio Agüero, aðalframherji liðsins, boltann aldrei inni í vítateig Liverpool í leiknum. Þetta var fjórði sigur Liver- pool í röð en breytingarnar sem Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gerði í kjölfar tapsins fyrir Bourne mouth og jafnteflisins við West Ham United hafa svínvirkað. Simon Mignolet kom í markið í stað Loris Karius og Ragnar Klavan inn í hjarta varnarinnar við hlið Dejans Lovren. Og með þessari blöndu hefur Liverpool haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Þegar keppni í ensku úrvals- deildinni er hálfnuð er Liverpool í 2. sæti með 43 stig. Þetta er mesti stigafjöldi sem liðið hefur náð í eftir 19 umferðir frá því enska úrvals- deildin var sett á laggirnar tíma- bilið 1992-93. Áður hafði Liverpool mest náð í 42 stig tímabilið 2008- 09. Það tímabil átti Rauði herinn möguleika á að vinna Englands- meistaratitilinn allt fram í næst- síðustu umferð. Tímabilið 2013-14, þegar Liverpool kastaði titlinum frá sér, var liðið í 5. sæti með 36 stig eftir 19 umferðir. Stigasöfnunin hjá Liverpool það sem af er tímabili er í fínasta lagi. Vandamálið er að strákarnir hans Antonios Conte í Chelsea eru á ótrúlegu skriði. Þeir unnu Stoke City 4-2 á gamlársdag en þetta var þrettándi sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í röð. Chelsea jafnaði þar með 14 ára gamalt met Arsenal yfir flesta sigurleiki í röð. Sex stig skilja Chelsea og Liver- pool að þegar tímabilið er hálfnað. Slík forysta er fljót að fara þótt í augnablikinu sé erfitt að sjá Chel- sea tapa mörgum stigum. Læri- sveinar Contes eiga reyndar nokk- uð erfiða dagskrá fram undan; í næstu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni mætir það Totten- ham, Liverpool og Arsenal. Stuðn- ingsmenn Chelsea og Liverpool eru væntanlega búnir að merkja við 31. janúar á dagatalinu en þá mætast liðin á Anfield. Sunnudaginn 15. janúar sækir Liverpool Manchester United heim en annars mætir Rauði herinn þremur neðstu liðum deildarinnar – Sunderland, Swansea City og Hull City – í næstu fimm umferð- um. Liverpool þarf að klára þessa skyldusigra, klára sín mál, og vera svo tilbúið að grípa gæsina ef Chel- sea misstígur sig. ingvithor@365.is Jólaplattinn í hádeginu og um helgar 3.200 kr BRYGGJAN BRUGGHÚS * GRANDAGARÐI 8 101 REYKJAVÍK 00354 456 4040 * WWW.BRYGGJANBRUGGHUS.IS SpOrt Stóru málin eftir helgina í enska Stærstu úrslitin Sigur Liverpool á Man. City í síðasta leik ársins. Sigurinn var verðskuld- aður og nauðsynlegur fyrir Liverpool til að halda í við topplið Chelsea sem er á miklu flugi. Liverpool hefur nú unnið fjóra leiki í röð og haldið hreinu í þremur þeirra. Strákarnir hans Jürgens Klopp eru til alls líklegir á árinu 2017. Hvað kom á óvart? Stoke City mætti á Stamford Bridge og tókst að jafna í tvígang. Chelsea fékk jafn mörg mörk á sig í leiknum á gamlársdag og í 12 deildarleikjum þar á undan. Það breytti reyndar engu þar sem Chelsea skoraði fjórum sinnum og vann sinn þrettánda sigur í röð. Mestu vonbrigðin Frammistaða Man. City í stórleiknum gegn Liverpool olli miklum vonbrigðum. City lenti snemma undir og liðið var ekki líklegt til að jafna metin. City átti t.a.m. aðeins tvö skot á mark Liverpool í öllum leiknum. Sergio Agüero sneri aftur eftir fjögurra leikja bann en fann sig engan veginn. Lærisveinar Peps Guardiola eru komnir niður í 5. sæti deildarinnar. 0 2 -0 1 -2 0 1 7 0 3 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D 6 -3 7 3 4 1 B D 6 -3 5 F 8 1 B D 6 -3 4 B C 1 B D 6 -3 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.