Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það hangir óneitanlega ákveðið óör-
yggi í loftinu en það er minna sem
hönd á festir. Held að það séu allir
með ónotatilfinningu í maganum og
að velta fyrir sér hvað kemur næst,“
segir Friðrik Jónsson, fulltrúi Ís-
lands í hermálanefnd NATO í Bruss-
el, í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, spurður um viðbrögð sín og
annarra Íslendinga þar í borg við
hryðjuverkaárásunum í Brussel í
gærmorgun.
„Viðbrögðin hér hafa einkennst af
miklu jafnaðargeði, enginn æsingur
eða panik,“ segir hann en í huga fólks
hafi árásir af þessu tagi verið mögu-
leiki. „Því miður hefur verið hér
ákveðið viðbúnaðar- og viðvörunar-
stig í dágóðan tíma – þetta var því
búið að vera möguleiki sem fólk var
ekki endilega að búast við en vissi þó
af,“ segir Friðrik en þetta hafi jafn-
framt verið eitthvað sem allir von-
uðust eftir að yrði ekki að veruleika.
„Það sem rennur líka upp fyrir
fólki er hvort þetta verði eitthvert
norm sem við þurfum að búast við að
geti átt sér stað hvenær sem er,“
segir hann en stutt sé síðan hryðju-
verkaárásir voru gerðar í París síð-
astliðinn nóvember.
Duglegir að láta vita af sér
Rétt í kringum 300 Íslendingar
eru búsettir í Belgíu og þar af eru
langflestir sem búa í eða rétt í kring-
um höfuðborgina Brussel. Þetta
staðfestir Urður Gunnarsdóttir, fjöl-
miðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins,
í samtali við mbl.is í gær.
Friðrik segir að Íslendingarnir í
Brussel hafi verið duglegir að láta
vita af sér og þá hafi sendiráð Íslands
í borginni staðið sig vel við að veita
upplýsingar á facebook-síðu sinni.
Svo virðist einnig sem fólk ætli að
reyna að láta lífið vera eins eðlilegt
og hægt er. „Það þýðir ekkert að
loka sig inni, ef maður gerir það þá er
tilgangi þeirra náð.“ Áfram verða
lokanir í neðanjarðarlestarkerfi
borgarinnar og alþjóðaflugvöllurinn
Zaventem verður áfram lokaður í
dag, segir á BBC.
„Sérkennileg upplifun“
Friðrik var enn á heimili sínu í
Brussel þegar fyrri sprengjan
sprakk á alþjóðaflugvellinum. „Ég
var heima að bíða eftir pípara þegar
ég varð var við viðvaranir og tilkynn-
ingar á fréttamiðlum,“ segir hann en
fljótt hafi farið að gæta ákveðinnar
ringulreiðar sem hafi aukist í seinni
sprengingunni á Maalbeek-neðan-
jarðarlestarstöðinni. Á sama tíma
var Friðrik á leið til vinnu í lestar-
kerfinu en sakaði ekki.
„Það er sérkennileg upplifun og
ákveðin vöknun að upplifa þetta
svona nálægt sér. Þetta er ekki að
gerast í fjarlægu landi heldur í næsta
úthverfi eða á flugvellinum sem þú
notar til að fljúga heim til Íslands í
páska- eða jólafrí.“
Vissu af möguleikanum
Óöryggi í loftinu eftir hryðjuverkaárásir í Brussel Viðbrögðin hafa einkennst
af jafnaðargeði Íslendingar duglegir að láta vita af sér „Ákveðin vöknun“
AFP
Ég er Brussel Fjöldi fólks kom saman í gærkvöldi fyrir framan Kauphöllina í Brussel til að minnast fórnarlamba nýafstaðinna hryðjuverkaárása. Borðar
með áletruninni „Ég er Brussel“ á frönsku og flæmsku sýndu samstöðu fólksins við tilbúinn minnisvarða úr blómum, belgískum fánum, kertum og miðum.
Hryðjuverk í Brussel
„Ákveðið var í
samráði við lög-
reglustjórann á
Suðurnesjum að
fjölga lög-
reglumönnum í
flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar og
vopna þá,“ segir
Haraldur Jo-
hannessen rík-
islögreglustjóri
spurður um viðbrögð lögreglu-
yfirvalda á Íslandi við hryðjuverka-
árásunum í Brussel í gærmorgun.
Þá hafi vopnaðir sérsveitarmenn
einnig verið sendir á flugstöðina
ásamt sprengjuleitarhundi sérsveit-
arinnar. Haraldur tekur fram að
ekki sé búið að taka ákvörðun um
hversu lengi þetta ástand vari.
Viðbragðshópur vegna flug-
verndar kom saman í gærmorgun til
að fara yfir stöðuna og viðbrögð hér
á landi. Í þeim hópi sitja fulltrúar
frá ríkislögreglustjóra, Samgöngu-
stofu og Isavia ásamt lögreglustjór-
anum á Suðurnesjum. „Niðurstaðan
var að hækka ekki vástig í landinu
hvað flugið varðar,“ segir Haraldur.
Ekki upplýsingar um ógn
Lögregluyfirvöld hafa einnig ráð-
fært sig við önnur lönd á Norð-
urlöndum og Evrópusambandsþjóð-
irnar. Viðbrögð Norðurlandanna
hafi verið áþekk þeim sem gripið
var til hér á landi þar sem viðbún-
aður var aukinn á flugstöðvum og
lögreglumenn vopnaðir í ríkari
mæli.
Einnig komu saman helstu sér-
fræðingar í löggæslu og öryggis-
málum hjá ríkislögregluembættinu
þar sem almennt var farið yfir við-
brögð og upplýsinga aflað frá er-
lendum öryggis- og löggæslustofn-
unum. „Sú vinna er enn í gangi og
verður næstu daga.
Við höfum ekki fengið upplýs-
ingar um að ógn beinist að íslensk-
um hagsmunum hérlendis eða er-
lendis,“ segir Haraldur en fylgst sé
grannt með sendiráðum, íslenskum
flugvélum og öðrum íslenskum yf-
irráðasvæðum erlendis.
laufey@mbl.is
Vopnuð
lögregla í
Leifsstöð
Haraldur
Johannessen
Vástig í landi ekki
hækkað varðandi flug
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sendi samúðar-
kveðjur frá sér og íslensku þjóð-
inni til Phillippe, konungs Belg-
íu, vegna hryðjuverkaárásanna í
Brussel í gær. Sagði hann árás-
irnar atlögu að lýðræðinu og
mannréttindum og brýnt væri
að standa vörð um mannúð og
bræðralag, lýðræði og jafnrétti.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra og
Dagur B. Eggertsson, borg-
arstjóri Reykjavíkur, sendu
einnig skriflegar samúðar-
kveðjur til starfsbræðra sinna í
Belgíu og Brussel.
Atlaga að
lýðræðinu
SAMÚÐARKVEÐJUR
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sendiráð Íslands í Brussel er við
Schuman-torgið þar sem flestar að-
alstofnanir Evrópusambandsins
hafa skrifstofur sínar. Bergdís Ell-
ertsdóttir sendiherra segir lögreglu
hafa lokað fyrir umferð um torgið í
kjölfar hryðjuverkanna í gær.
„Það er mjög mikil löggæsla á
svæðinu og hermenn, svo þetta er
allt mjög óhugnanlegt. Við erum
skammt frá Maalbeek-stöðinni, þar
sem sprengja sprakk, en þrátt fyr-
ir það urðum við ekki vör við
sprenginguna,“ segir Bergdís í
samtali við Morgunblaðið og bætir
því við að mikill óhugur sé nú í
fólki og að yfirvöld í borginni hafi
beðið íbúa um að vera ekki á ferli
að óþörfu.
Stjórnvöld í Belgíu hafa að
undanförnu varað við hugsanlegum
hryðjuverkum þar í landi og t.a.m.
hækkað viðbúnaðarstig samhliða
þeim viðvörunum. Spurð hvort
spenna hafi ríkt í Brussel vegna
þessa kveður Bergdís já við.
„En þrátt fyrir að stjórnvöld hafi
sagt að þau telji líklegra en ekki að
eitthvað muni gerast, þá getur
maður ekki lifað sínu daglega lífi
þannig að maður hafi áhyggjur af
því að fara upp í næsta stræt-
isvagn. Menn reyna því að hugsa
ekki um þetta í sínu daglega lífi og
störfum.“
Segir Bergdís nú ljóst að um all-
an heim sýni almenningur og ráða-
menn mikinn samhug með íbúum
Brussel. „Menn tala um að þetta sé
ekki árás á Brussel heldur Evrópu
og þau gildi sem hún stendur fyr-
ir“.
Hert öryggi á næsta leiti
Baldur Þórhallsson, prófessor við
stjórnmálafræðideild Háskóla Ís-
lands, segir að nú megi búast við
enn hertari öryggisráðstöfunum.
„Það má búast við því að farið
verði fram á enn frekari heimildir
lögreglu og öryggisstofnana til að
hafa eftirlit með einstaklingum og
heimildir til að afla gagna,“ segir
hann og heldur áfram: „Einnig tel
ég að það muni verða vaxandi
þrýstingur á ríki Evrópu og NATO
að beita sér í auknum mæli gegn
Ríki íslams í Mið-Austurlöndum.
[…] En mest áhrif mun þetta vafa-
laust hafa á deilurnar í Evrópu
sem snúa að því hvort taka eigi á
móti flóttamönnum og þá hversu
mörgum,“ segir Baldur og bendir á
að uppi sé mjög vaxandi krafa þess
efnis að landamæraeftirlit Schen-
gen verði látið virka.
Evrópsk gildi voru helstu
skotmörk vígamanna
Mun hafa áhrif á umræðu um flóttafólk, segir prófessor
Bergdís
Ellertsdóttir
Baldur
Þórhallsson
AFP
Öryggi Belgískur hermaður og lögreglumaður gæta öryggis fyrir utan að-
allestarstöð Brussel en fólki var hleypt í hollum í lestirnar á leið sinni heim.