Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Hugmyndin með stofnunBlackbox er að byggjaupp samfélag fólks semvill æfa án þeirra tak-
markana sem aðrar stöðvar setja
oft. Klúbburinn er því alltaf opinn,
allir meðlimir fá lykil og geta því
æft þegar þeim hentar,“ segir
Daníel Þórðarson, annar þjálfara í
Blackbox og stjórnarmaður.
Æfingahúsnæði Blackbox er á
Dalvegi í Kópavogi og töluverð
vinna fór í að koma húsnæðinu í
æfingahæft stand. „Við sópuðum
öllu úr út húsinu, eyddum engum
peningunum, bara vinnustundum, í
að byggja upp húsnæðið og breyta
því í æfingahúsnæði. Allt sem hef-
ur komið inn í húsið var fengið að
gjöf eða er í láni, svo sem ljós,
sturtuklefar og fleira,“ segir Daní-
el.
Ásamt Daníel sér Freyr Há-
konarson um þjálfun í klúbbnum.
„Við erum eins og svart og hvítt
og nýtum því eiginleika hvor ann-
ars í þjálfuninni,“ segir Daníel,
sem er með bakgrunn úr hnefa-
leikum og Crossfit, áralangri þjálf-
un á þessum sviðum en Freyr er
með bakgrunn úr Bootcamp og
hlaupum.
Meðlimirnir í Blackbox eru í
kringum 30 og sífellt bætist í hóp-
inn. „Við gerum þetta af fullum
krafti en erum ekkert að stressa
okkur, við ætlum að leyfa klúbbn-
um að vaxa jafnt og þétt. Þetta er
lifandi samfélag, skipulagðar æf-
ingar fyrir meðlimi sem eru
byggðar á eigin líkamsþyngd,
ólympískum lyftingum, fimleikum,
boxi og mobility æfingum. Síðan
erum við líka að fara af stað með
skipulagða tíma,“ segir Daníel.
Smiðir, endurskoðendur
og allt þar á milli
Hjá Blackbox æfir fjölbreytt-
ur hópur fólks á öllum aldri.
„Hingað mæta smiðir, endurskoð-
endur og allt þar á milli. Það er
það frábæra við þetta samfélag,
það verða til alls konar tengsl,“
segir Freyr. Sjálfur hefur hann
stundað reglulega þjálfun í um
Kaffidrykkja og lyft-
ingar fara vel saman
Blackbox Iceland er æfingaklúbbur sem varð til út frá hópi sem æfði í Boot Camp
og Crossfit stöðinni í Elliðaárdal. Þegar sú stöð var flutt yfir í Sporthúsið í fyrra
myndaðist nýr hópur sem hafði áhuga á að iðka fjölbreyttari æfingar en þær sem
bundnar eru Crossfit æfingakerfinu. Einu sinni í mánuði hittist hópur fólks inn-
an klúbbsins undir yfirskriftinni Coffee and Clean, drekkur saman gott kaffi og
rífur svo í járnin.
Kaffitími Klúbburinn Coffee and Clean hittist einu sinni í mánuði. Klúbb-
urinn varð til út frá léttu gríni en nú njóta meðlimir hans þess að fá sér gott
kaffi saman fyrir æfingar og taka svo vel á því.
Kraftur Hjördís Ólafsdóttir er ein
af rúmlega þrjátíu meðlimum
Blackbox Iceland.
Flestir kannast við að eiga eitt og ann-
að í skápum og skúffum sem þeir hafa
ekki haft not fyrir árum saman – og
vex í augum að hefjast handa við til-
tekt og losun. Í bókinni Mínímalískur
lífsstíll - Það munar um minna eftir
Áslaugu Guðrúnardóttur eru ýmis ráð
fyrir þá sem ekki vilja vera þrælar alls
kyns óþarfa dóts. Til að losna úr
ánauðinni hljómar ekki illa að fara að
ráðum hennar og gera lista yfir eigur
sínar, eða hafa þar til gerðan lista í
bókinni til hliðsjónar.
Ráðið gengur út á að fara sér að
engu óðslega heldur taka eitt hundrað
daga í verkefnið. „Fyrsta daginn losar
maður sig við það sem er númer eitt á
listanum og svo koll af kolli. Verkefni
dagsins er auðvelt til að byrja með og
svo þyngjast þau smám saman. […]
Eftir hundrað daga verður þungu fargi
létt af heimilinu og mann langar til að
halda áfram. Nýtilegum hlutum er
komið áfram til annarra, þeir seldir,
gefnir eða settir í nytjagám, sumt fer
beint í tunnuna“ segir í bókinni. Á list-
anum er smátt og stórt: Götóttir sokk-
ar, eldhúsdót, föt sem ekki passa, út-
runnin lyf, ljótir kertastjakar, kerrur,
vagnar og reiðhjól og ótal margt fleira
sem enginn á heimilinu notar lengur.
Ef tiltektin byrjar í dag verður verk-
efninu lokið 1. júlí og þá er bara að
halda í horfinu – hætta að safna dóti.
Mínímalískur lífsstíll - Það munar um minna
Morgunblaðið/Golli
Nýtni Hægt er að koma nýtilegum hlutum í Góða hirðinn, selja þá eða gefa.
Eitt hundrað daga tiltekt
Nú þegar örstutt er í páska er um að
gera að skella sér í páskabingó og
freista súkkulaðigæfunnar. Útskriftar-
nemar í MSc í klínískri sálfræði í Há-
skólanum í Reykjavík standa fyrir
páskabingói til að fjármagna ráð-
stefnuferð til Belfast. Bingóið fer fram
í Stúdentakjallaranum og hefst klukk-
an 20 í kvöld.
Auk páskaeggja er fjöldinn allur af
glæsilegum vinningum í boði, svo sem
gjafabréf fyrir einn í Reykjavík Sum-
mit þyrluferð með Norðurflugi, BjórS-
makk á Bryggjunni Brugghúsi, gjafa-
kort á leiksýningu í Tjarnarbíó,
minigolf og fótboltagolf í Skemmti-
garðinum, mánaðarkort í Jóga Stúdíó,
adrenalínupplifun frá Adrenalíngarð-
inn, aðgangsmiðar í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn, hestaferð með Eld-
hestum, auk gjafabréfa á veitingar frá
Serrano, Laundromat Café, Bæjarins
bestu og Dominos pizza. Það er því til
mikils að vinna fyrir alla meðlimi fjöl-
skyldunnar.
Fyrsta spjaldið mun kosta 1.000
krónur og aukaspjald 500 krónur.
Happadrættismiði fylgir með fyrsta
keypta spjaldinu. Tilboð verður á ham-
borgurum og drykkjum í Stúdenta-
kjallaranum og allir eru hjartanlega
velkomnir.
Endilega …
… spilið páska-
bingó
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vinningar Páskaegg eru meðal
margra vinninga í páskabingóinu.
þótti leikurinn svo skemmtilegur að
við héldum fjársjóðsleitinni áfram
þegar heim var komið.“
Eftir að appinu hefur verið hlaðið
niður fá þátttakendur kort yfir fjár-
sjóði í grendinni og stutta lýsingu,
t.d. á umfangi fjársjóðsins og
hversu erfitt er að finna hann. Þeir
fá því nokkra hugmynd um að
hverju þeir eiga að leita. Með hjálp
GPS-tækisins í símanum geta þeir
síðan fikrað sig áfram.
Rune segir umfang fjársjóða í
stórborgum yfirleitt lítið. „Ég fann
einu sinni fjársjóð í gömlu filmuboxi
Sterkur Stjáni blái eins og hann á að
sér að vera, með kollinn á réttum stað.
Týndi Stjáni
blái hausnum
í Hollywood?
Fjársjóðsleit með appi í snjallsímum
Fjársjóðirnir leynast víða og ekki
bara sem páskaegg í húsagörðum
og um allar koppagrundir á páska-
dag. Fjársjóðsleit, sem í rauninni er
ratleikur þar sem þátttakendur fá
vísbendingar, á vaxandi vinsældum
að fagna hjá snjallsímaeigendum.
Til þess að taka þátt í leiknum
þurfa þeir að hlaða niður þar til
gerðu appi, t.d. Geocahing Intro,
sem er ókeypis, og þá er þeim ekk-
ert að vanbúnaði. Þegar þeir hafa
fundið fjársjóðinn kvitta þeir fyrir
með nafni og skilja stundum eftir
annan fjársjóð og skemmtileg skila-
boð.
Geocahing Intro appið gefur um
tvær milljónir vísbendinga um fjár-
sjóði sem faldir eru um allan heim,
þar af um 600 á Íslandi.
Rune Koldborg Jensen, Dani, sem
annað slagið býr hér á landi hefur
farið í fjársjóðsleit í mörgum lönd-
um. „Þegar ég og kærastan mín
ferðuðumst um Asíu fyrir nokkrum
árum ákváðum við að taka þátt í
fjársjóðsleiknum. Leikurinn leiddi
okkur á slóðir þar sem fátt var um
túrista og lítið fjallað um í ferða-
handbókum eða á netinu. Okkur