Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kristján Eldjárn er fremstur for- seta lýðveldisins í því að sýna þjóð- inni með verkum sínum og sögu hve miklu máli getur skipt á ör- lagatímum – þegar aðrir þættir í stjórnkerfi og þjóðmálum bregðast – að embætti forseta Íslands sé vel skipað. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, á málþingi sem haldið var á Dalvík um helgina í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Krist- jáns Eldjárns. Á þinginu var fjallað um störf Kristjáns svo sem þegar hann sat á forsetastóli. Á þeim tím- um voru oft átök í stjórnmálum og gjarnan kom til kasta forseta að taka af skarið. „Við hin höfum að vísu endrum og sinnum verið í þeim sporum. En enginn okkar hefur þurft að vera í þeim sporum jafn oft og með jafn reglubundum hætti alla sína for- setatíð og Kristján Eldjárn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þess vegna finnst mér að nú þegar þjóðin gengur til forseta- kjörs sé forsetatíð Kristjáns kannski mikilvægasti grunnur að skynsamlegum umræðum um hvers eðlis staða forsetans er í stjórn- skipum okkar Íslendinga. Miklu ræður að maður með greind og heiðarleika, þroska og yfirsýn skipi Bessastaði.“ Ekki bara menningarforsetar Gleymst hefur á stundum hve byltingarkennd sú hugmynd Ís- lendinga var á sínum tíma að hin fámenna þjóð ætlaði sér þann sess að verða á heimsvísu ríki til jafns við önnur, sagði Ólafur Ragnar. Það hafi þó tekist – og þegar að því kom að velja forseta hafi þjóðin viljað það vald í sínar hendur eins og gekk eftir. Slíkt hafi þá verið nýmæli í heimssögunni. Ólafur sagði ennfremur að í daglegri um- ræðu hefði þeim fimm einstakl- ingum sem skipað hafa forsetaemb- ættið stundum verið skipt í tvo flokka. Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og hann sjálfur væru sagðir stjórnmálaforsetar, en Krist- ján Eldjárn og Vigdís Finnboga- dóttir forsetar menningarinnar. Þessi nálgun væri þó hvorki rétt né sanngjörn. „Þarna er dregin fjöður yfir það hvers konar afrek það var hjá Kristjáni Eldjárn að fara í gegnum þau tólf ár sem hann gerði. Enginn forseti hefur þurft að glíma við jafn margbrotin vandamál á vettvangi þjóðmálanna,“ sagði Ólafur Ragnar. Vísaði hann þar til hinnar miklu ólgu sem var í stjórnmálum á Bessastaðaárum Kristjáns frá 1968 til 1980. Á þeim tíma hefði aðeins ein ríkisstjórn setið út heilt kjör- tímabil. Þá hefði reynt á að forset- inn væri í góðu sambandi við for- ystumenn stjórnmálaflokka til dæmis um myndun ríkisstjórna. Það væri enda skýr ábyrgð forset- ans að sjá til þess að lýðveldið hefði sveit manna til að fara með framkvæmdavald og forystu. Að þessu marki væri sess forsetans í stjórnskipan landsins skýr og ein- faldur. „Þegar um annað þrýtur ber for- seta að tryggja að landið sé ekki stjórnlaust,“ sagði Ólafur Ragnar. Í forsetatíð Kristjáns Eldjárns voru aðstæður í utanríkismálum Ís- lendinga aðrar en nú er raunin. Mikil ólga var um varnarsamstarf við Bandaríkin og vegna útfærslu landhelginnar. Átök um þessi mál „… nánast tröllriðu samskiptum við okkur helstu samstarfsríki alla hans forsetatíð,“ segir Ólafur Ragnar sem í niðurlagi erindis síns mælti svo: Allt lék á reiðiskjálfi „Þegar maður dvelur jafn lengi á Bessastöðum og ég hef gert og hef- ur skoðað sögu Kristjáns og þeirra sem þarna hafa verið áður þá fyll- ist maður enn meiri aðdáun, á því hvernig fræðimanni úr heimi forn- leifafræði og íslenskra fræðaskyldi skyldi takast að feta sig í gegnum þessi tólf ár þar sem allt lék á reiðiskjálfi,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Kristján var afreksforseti  Forsetatíð Kristjáns Eldjárns rædd á Dalvík  100 ár frá fæðingu hans   Forseti tryggi að landið sé ekki stjórnlaust, sagði Ólafur Ragnar Grímsson Ljósm/Atli Rúnar Halldórsson Samtal Þórarinn Eldjárn, sonur Kristjáns Eldjárns, og Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, rabba saman á ráðstefnunni á Dalvík Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stjórnarmyndun Flokksformenn á fundi forseta í janúar 1980. Frá vinstri talið; Lúðvík Jósepsson, Geir Hallgrímsson, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Kristján. Myndun ríkisstjórnar á þessum tíma var erfið. Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is/fermingar Laugavegi 15 og Kringlunni Sími 511 1900 - www.michelsen.is Casio Retro 11.900 kr. Michelsen Tradition 73.000 kr. Armani Classic 40.200 kr. Jacques Lemans Liverpool 25.700 kr. Fossil Grant 21.100 kr. Fallegar fermingar- gjafir – fyrir stráka Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Á síðustu dögum hefur ASÍ fengið tvær ábendingar um vinnumansal og einnig ábendingu um að atvinnuleyfi væru keypt fyrir háar fjárhæðir. Mansal virðist algengara en flestir gera sér grein fyrir og brá Starfs- greinasambandið á það ráð að gefa út handbók fyrir starfsfólk stéttarfélaga um mansal á vinnumarkaði í gær. Mansal er ein grófasta birtingar- mynd mannréttindabrota en talið er að nærri 21 milljón manns séu þol- endur mansals í heiminum og þrátt fyrir alþjóðlega baráttu gegn mansali hefur vandinn vaxið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurlandi er rannsókn mansalsmálsins í Vík á góðri leið. „Við erum á lokasprettinum og leggj- um áherslu á að ljúka málinu sem allra fyrst,“ segir Þorgrímur Óli Sig- urðsson, aðstoðaryfirlögreglumaður á Suðurlandi. Ofbeldi og hótanir Karlmaður frá Srí Lanka er þar talinn hafa látið systur, sem einnig eru frá Srí Lanka, vinna í kjallaran- um heima hjá sér. Maðurinn kom hingað til lands fyrir um þremur ár- um. Hann giftist konu úti í Srí Lanka sem hafði verið búsett hér á landi frá 1998. Samkvæmt svörum Útlend- ingastofnunar er hægt að koma inn í landið ef viðkomandi giftist einhverj- um með dvalarleyfi í kjölfar svokall- aðar fjölskyldusameiningar. Ef leyfið hefur verið gilt á sama grundvelli í ákveðinn fjölda ára þá er hægt að fá búsetuleyfi og gilda þau í lengri tíma en annars þarf að endurnýja leyfin á árs fresti. Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eig- inkonu sinni í Hæstarétti á föstudag fyrir endurtekin ofbeldisbrot gagn- vart henni. Segir í áliti lögreglustjóra í dómn- um að brot mannsins gagnvart kon- unni varði allt að 16 ára fangelsi. Eig- inkonan er ein af vitnum gegn honum í mansalsmálinu en þar á hann yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi verði hann dæmdur sekur. Systurnar eru farnar af landi brott. „Við vitum ekkert hvar þær eru í dag,“ segir Þorgrímur Óli en systurn- ar eru vitni og því ekki hægt að hefta för þeirra. „Það fór fram dómsyfir- heyrsla þannig að dómarinn yfir- heyrði þær milliliðalaus því við viss- um að þær vildu fara burt,“ segir hann. Atvinnuleyfi á 900 evrur Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að vinnu- mansal komi of oft inn á hans borð. „Við vorum að fá ábendingu um að hér væri maður að kaupa upp at- vinnuleyfi og borgaði fyrir það 900 evrur. Hann er bara umboðsmaður. Þeir leita til landa þar sem er upp- sveifla, peningar og gróðavon og það er gróðavon hér í dag,“ segir hann. Kennt að þekkja mansal  SGS gaf út handbók um mansal fyrir stéttarfélög landsins  Mansalsmálið í Vík á lokasprettinum  Getur átt 16 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir gróft ofbeldi Svört starfsemi Í þessu húsi átti mansal sér stað í Vík í Mýrdal. Rannsókn- inni miðar vel og býst lögreglan við að klára hana innan skamms. Einkenni mansals starfsfólks » Starfsmaðurinn er ekki frjáls ferða sinna. » Vissi ekki fyrirfram hvar hann átti að vinna. » Veit ekki hvað hann er með í laun. » Borgaði fyrir að fá starfið. » Sýnir einkenni ótta gagnvart yfirmönnum. » Er ekki með eigin skilríki eða skilríki virðast fölsuð. » Er ekki með atvinnuleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.