Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
„Líf og dauði er á
tungunnar valdi.“ Þótt
þetta standi í Biblíunni
hafði ég ekki heyrt
þessi orð fyrr en ég
giftist Gunnari í
Krossinum, hvað þá
skilið þau.
Gunnar er vel gef-
inn og fróður maður
um flest. Hann hefur
síðan 11. nóvemer
2010 barist fyrir hjónabandi okkar,
fyrir æru okkar, fyrir lífi sínu og
sinna.
Maðurinn minn hefur mátt þola
nornaveiðar, illsku og niðurlægingu
af þeirri tegund sem aðeins mikil-
menni hafa þurft að þola, ef mann-
kynssagan er lesin. Þessar æru-
meiðingar fóru út fyrir mörk allrar
glætu, þau mörk að búa til kynferð-
isglæpamann úr prédikara/forstöðu-
manni sínum og úr mági sínum sem
hafði verið í guðatölu áður en hann
giftist mér.
Jafnvel enn verra var fyrir mann-
inn minn að þurfa að þola ákæru til
Sérstaks saksóknara fyrir fjármála-
misferli úr þeim ranni sem síst
skyldi, það er hans eigin blóði og
þeim sem hún valdi sér til fylgis til
þess að faðir hennar kæmist ekki
aftur í það starf sem hann byggði
upp en auðvitað ekki einn síns liðs.
Það eina sem kom út úr þeirri
miklu rannsókn, til tveggja ára, var
að Gunnar sótti ekki einu sinni öll
umsamin laun sín og stórar fjár-
hæðir ógreiddar til hans. En látum
það vera í öllu samhenginu því
svona aðför að peningum skatt-
greiðenda, til þess að ná völdum yf-
ir kirkju, er ennþá alvarlegri glæp-
ur. Embætti Sérstaks saksóknara
hefur nóg annað að gera en að
rannsaka fjölskylduerjur, af-
brýðisemi og valdasýki.
Gunnar reisti áfangaheimili fyrir
þá sem hvergi áttu höfði sínu að
halla, það er 25 íbúðir til þess að
fólk hefði athvarf. Auk þess byggði
Gunnar kirkjuna Krossinn eins og
flestum er kunnugt um. Kirkju sem
má alveg gagnrýna.
Gunnar var for-
stöðumaður áfanga-
heimilisins frá stofnun
þess 1985 auk þess að
vera forstöðumaður
kirkjunnar sem fjöl-
mennust var um 700
manns.
Gunnar hefur aldrei
sagt að án aðstoðar
annarra safnaðar-
meðlima eða fjölskyld-
unnar og vina hafi
þetta verið mögulegt,
hann hefur aldrei sagst vera full-
kominn maður enda eru þeir ekki
til. Hann hefur hinsvegar karisma
sem fær aðra til þess að stinga
hann í bakið af öfund, það er líka
hegðun sem þeir er skara framúr
og eru frumkvöðlar þekkja vel.
Peningar og völd eru ekki innan
þess ramma sem maðurinn minn
hugsar í, hann hugsar í því lifandi
orði Guðs sem hann trúir á. Mér
finnst það fallegur hugsunarháttur
þótt ég tileinki mér hann ekki nægi-
lega sjálf.
Gunnar í Krossinum er þekktur
fyrir skoðanir sínar sem iðulega
hafa sætt gagnrýni, fyllt hatri, því í
skorti á umburðarlyndi ætlumst við
oft til að okkar skoðun eða lífsspeki
sé sú eina rétta. Gunnar er magn-
aður afi og börn laðast að gleði hans
og hlýju.
Maðurinn minn er þreyttur,
reyndar uppgefinn eftir þessi ár
auk þess sem við höfum gert fátt
annað en að berjast gegn þessu fjöl-
miðlafári og sölumennsku andskot-
ans gegn okkur.
Áður en menn nota fjölmiðla sína
til þess að reyna að villa um fyrir
samfélaginu, gegn þeim sem aðeins
vilja láta gott af sér leiða, ættu þeir
að hugleiða hvort ef til vill það gæti
verið að við Gunnar í Krossinum
séum ósigrandi saman.
Klappstýrur auðvaldsins, í öllum
stéttum, hafa selt sálu sína meðan
almenningur og svo við, sem tölum
út, þurfum að borga milljónir til
þess að æra okkar og líf sé ekki fót-
um troðin. Íslenskt valdakerfi er
hálf-ógeðslegt en iðulega með góðu
fólki sem fær lítið við ráðið gegn
græðgi og lögbrotum fárra.
Fáir hafa efni á því til lengdar að
verja æru sína í dómsölum nema þá
að ræna alþýðuna eignum sínum því
miskabætur eru litlar sem engar.
Þetta vita fjölmiðlaeigendur sem
sumir hafa enga siðferðiskennd. Sá
sjúkdómur heitir siðblinda og er
ólæknandi.
Ef þú getur brotið gegn þínum
minnsta bróður þá er auðvelt að
brjóta gegn heilli þjóð, það sýndi
sig fyrir hrun og gerir enn ef marka
má fréttir, vonandi ekki allar keypt-
ar af hagsmunaöflum.
Minn maki er enginn asni, hann
er faðir og afi yndislega barna og
þeir sem þekkja hann í raun vita að
hann hefur engan áhuga á pen-
ingum hvað þá á kjánalegu kven-
fólki sem nú hótar honum lögsókn
birti hann skjalfestan framburð
þeirra í bókinni. Er eitthvað þar
sem ekki þolir dagsljósið? Átti bara
að baða sig í fjölmiðlum með því
allra ljótasta sem hægt er að gera
nokkrum manni, ljúga upp á hann
glæpum og gera hann að ofbeldis-
manni, fjárglæframanni í huga al-
mennings?
Dómurinn er fallinn yfir illskunni,
Gunnar vann. Það er ekki nema von
að fólk skilji þetta mál ekki en það
skýrist í bók Gunnars.
Allt í mannlegri hegðun hefur
skýringar nema það að traðka á
þeim sem maður elskar mest, það
er óútskýrt með öllu og enn hef ég
ekki fundið í Biblíunni þann stað
sem segir að æra annarra sé einskis
virði bara mitt auma litla sjálf (egó).
Þetta voru nokkur orð um mann-
inn minn, Gunnar í Krossinum.
Nokkur orð um
manninn minn
Eftir Jónínu
Benediktsdóttur »Embætti Sérstaks
saksóknara hefur
nóg annað að gera en að
rannsaka fjölskylduerj-
ur, afbrýðisemi og
valdasýki.
Jónína Benediktsdóttir
Höfundur er íþróttafræðingur.
Litla kaffistofan við
Suðurlandsveg hefur
gegnt merkilegu sam-
göngu- og menningar-
hlutverki um áratuga
skeið. Um næstu mán-
aðamót, mars-apríl,
verða tímamót í sögu
Litlu kaffistofunnar.
Þá verða eigendaskipti
og Stefán Þormar
Guðmundsson, sem
hefur rekið Litlu kaffistofuna í nær
aldarfjórðung með miklum glæsi-
brag, stíl og hlýju viðmóti, víkur nú
af vettvangi, en hann verður 70 ára
25. mars nk.
Stefán Þormar tók við Litlu kaffi-
stofunni af frumherjanum, Ólafíu
Þorsteinsdóttur, sem flutti rekstur
sinn frá Geithálsi upp úr 1960, en
verklag hennar var rómað.
Kaffistofan hefur státað af ein-
hverju besta kaffimeðlæti á landinu,
súpum og fleira góðgæti um áratuga
skeið. Íslenskur stíll og hefð hefur
ráðið ríkjum, heimabakað brauð og
meðlæti og dúndur smurbrauð með
súpum sem eru óbrigðular.
Margir sem eiga leið um Suður-
landsveginn stoppa í Litlu kaffistof-
unni vegna þess að það eru hlunn-
indi að stoppa þar og fá sér hress-
ingu, fyrir utan mikilvægi Litlu
kaffistofunnar í vitlausum veðrum á
heiðinni þegar þar er eins og vin í
eyðimörk veðravítis og vinda. Þeir
eru ófáir sem hafa í gegnum tíðina
gert sér sérstaka ferð í Litlu kaffi-
stofuna til þess að njóta stemning-
arinnar þar og góm-
sætra veitinga.
Í kaffistofunni hefur
Stefán komið upp
merkilegu myndasafni
úr sögu knattspyrn-
unnar á Íslandi, bæði
utan dyra og innan.
Þetta myndasafn verð-
ur ekki áfram í Litlu
kaffistofunni, en kemst
vonandi í heila höfn.
Tvær systur, Ásdís
og Halla Höskulds-
dætur, dætur Höskuldar Goða
Karlssonar íþróttafrömuðar heitins,
taka við Litlu kaffistofunni og
hyggjast reka hana í stíl líðandi
stundar með íslenskri undiröldu.
Þær hafa báðar komið að veitinga-
þjónustu, í Hreðavatnsskála og Hót-
el Borgarnesi. Það verður gaman að
fylgjast með vaktkonunum á heið-
inni og vonandi fylgir þeim sama
gifta og Stefáni Þormar og hans
fólki, Lindu, Söru og Guðmundi því
betri gestgjafa hefur ekki verið
hægt að hugsa sér. Hafið heila þökk
og allt til heilla.
Tímamót í menning-
ar- og matarsetri
Litlu kaffistofunnar
Eftir Árna
Johnsen
Árni Johnsen
»Margir sem eiga leið
um Suðurlandsveg-
inn stoppa í Litlu kaffi-
stofunni vegna þess að
það eru hlunnindi að
stoppa þar og fá sér
hressingu.
Höfundur er fv. alþingismaður.
Ráða má af fréttum
fjölmiðla að aðaláhuga-
mál þjóðfélagsþegn-
anna liggi á efnahags-
sviðinu. Siðfræði,
samhjálp og kærleikur
virðast eiga lítið erindi
til fólks í hinu kristna
landi, þar sem flestir
eru uppteknir í rottu-
hlaupi velferðaræðis-
ins.
Flestum er þetta ljóst, en ástæðan
fyrir því að ég minnist á þetta hér, er
bók, sem ég sá fyrir skömmu á sölu-
borði Borgarbókasafnsins fyrir gaml-
ar og afskrifaðar bækur, sem seldar
voru á niðursettu verði. Bók þessi ber
heitið: Í ljósi kærleikans, eftir Abd-
ru-shin, sem hann skrifaði á árunum
1923-1937. Þar segir hann m.a.: „Að
vera efnishyggjumaður er ekki lofs-
yrði, heldur staðfesting á því, að heil-
inn sé hrörnaður.“ (Bls.118) Hann lít-
ur á það, eins og fleiri andlegir
meistarar, að efnishyggja sé sjúk-
dómur, eða að minnsta kosti röng
hugsun, sem leiði til ánauðar og þján-
inga.
Oft hefur mér til hugar komið þessi
tilvitnun, þegar ég verð vitni að um-
ferðaröngþveitinu kvölds og morgna
og sé lúxusíverustaði fólks, sem
hendir heilum húsgögnum til að
kaupa inn ný vegna tískustrauma
sem flæða reglulega yfir eins og flóð á
fjörur. Talað er um sárafátækt á Ís-
landi í kringumstæðum, sem fyrir
mörgum áratugum hefðu flokkast
undir velferð og vellystingar.
Aftur segir áðurnefndur höfundur:
„Þjáðir jarðarbúar eru ofhlaðnir
vinnu í því skyni, að svala jarðnesk-
um óskum, þrælar jarðneskra þarfa.“
(Bls.177.) Meðalhófið hvergi að sjá
nema hjá einstaka sérvitringum, sem
álitnir eru ekki heilir á geði.
Í Talmud gyðinga er varað við
þessum lífsstíl. En þar
segir m.a.: „Minnkið strit
ykkar fyrir veraldlegum
hlutum, en verið þess í
stað upptekin í lögmál-
inu. (Torah)“ (Talmud)
Það mun færa þeim fleiri
blessanir en veraldar-
munir eru færir um.
Vegna þess að menn
láta stjórnast af hégóma
og alröngu verðmæta-
mati vegna rangrar
menntunar á unglings-
árum, segir Abd-ru-shin: „Frjáls er
aðeins sá maður, sem lifir í lögmálum
Guðs.“ (Bls.153.) En einmitt í lög-
málum Guðs er forskriftina að friði og
farsæld að finna fyrir mannkyn þess-
arar jarðar. Boðorðin, eða lögmálið,
sem einnig kallast leiðbeiningar á
hebreskri tungu, er falleg löggjöf,
sem Guð, faðir mannkynsins færði
mönnunum, svo að þeir yrðu heil-
brigðir, m.ö.o. heilagir, „því að það
sem ekki reynist heilt og Guði þókn-
anlegt, hrynur til grunna.“ (Í ljósi
sannleikans. Bls.154.)
Þar sem ég fann þennan fjársjóð á
hinu sérstaka söluborði Borgar-
bókasafnsins, bók sem er gersemi
fyrir nútímafólk, sem læknað getur
það af faraldri efnishyggjunnar, er
það sérstök ánægja að mega deila
þessum ósviknu verðmætum meðal
margra, sem ég veit, að þarfnast
þeirra sannarlega.
Löggjöfin
Eftir Einar
Ingva Magnússon
» Talað er um sárafá-
tækt á Íslandi í
kringumstæðum, sem
fyrir mörgum áratugum
hefðu flokkast undir vel-
ferð og vellystingar.
Einar Ingvi Magnússon
Höfundur er áhugamaður um
andleg málefni.