Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
✝ Ásdís Ósk-arsdóttir
fæddist 8. júní
1933 í Vík í Mýr-
dal. Hún lést á
Vífilsstöðum 13.
mars 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Óskar Jónsson,
skrifstofumaður,
organisti og al-
þingismaður, f. 3.
september 1899, d. 26. apríl
1969, og Katrín Ingibergs-
dóttir, húsfreyja og prjóna-
meistari, f. 8. október 1908, d.
10. desember 2004. Bróðir Ás-
dísar er Baldur Óskarsson við-
skiptafræðingur, f. 26. desem-
ber 1940.
Hinn 16. ágúst 1959 gekk
Ásdís að eiga Benedikt Gabrí-
el Valgarð Gunnarsson list-
málara, f. 14. júlí 1929. For-
eldrar Benedikts voru Gunnar
Halldórsson verkamaður og
Sigrún Benediktsdóttir hús-
freyja.
Ásdís og Benedikt eign-
uðust tvö börn,
þau eru 1) Val-
gerður, f. 29.1.
1965, maki Grím-
ur Björnsson, f.
7.6. 1960. Börn
þeirra eru Gunn-
ar, f. 1993, og Sól-
ey, f. 1996. 2)
Gunnar Óskar, f.
18.5. 1968, d. 27.9.
1984.
Ásdís lauk prófi
frá Héraðsskólanum Skógum
1951. Hún lauk námi við
Hjúkrunarskóla Íslands 1956.
Var kennari við Hjúkrunar-
skóla Íslands 1959-1964. Vann
á fjölmörgum deildum Land-
spítalans, t.d. fæðingardeild,
skurðdeild, geðdeild, röntgen-
deild og öldrunardeild. Var
skólahjúkrunarkona í Kópa-
vogi, vann á Heilsugæslustöð
Kópavogs og gegndi fleiri
störfum í þágu lífs og heilsu.
Útför Ásdísar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Við sátum tvær í rökkrinu inni
í eldhúsi á Grettisgötunni og bið-
um þess að pabbi kæmi heim. Ég
var tveggja ára, í fanginu á
mömmu, horfði á þröskuldinn og
ljósið handan hans frammi.
Hjúfraði mig upp að mömmu sem
söng lágt og sefandi:
Klárinn dansaði kúna við, karíjóka,
aftur á bak og út á hlið, karíjóka.
Fyrsta minning mín og auðvit-
að var mamma þar og verndaði
stúlkuna sína gegn öllu illu.
Þannig hefur hún verið allt mitt
líf.
Um það bil hálfri öld síðar held
ég utan um mömmu og söngla
fyrir hana sama stef. Textinn
absúrd, eins og dagarnir, sem
ýmist dansa aftur á bak, áfram
eða út á hlið. Annað rökkur um
það bil að hellast yfir.
Það er einkennileg tilfinning
þegar við skiljum að ekki verður
aftur snúið. Að lífið verður ekki
samt á ný. Grípum dauðahaldi í
dagana. Svífum í lausu lofti, í loft-
bólu sem sprungið getur á hverri
stundu. Með sjóriðu í hversdags-
lífinu og stígum ekki ölduna eins
og hinir. Vitum samt að við erum
svo miklu sterkari ef við hugsum
okkur inn í lífið í stað þess að
týna okkur í dauðanum. Hrópum
upp af fögnuði yfir öllum þeim
tækifærum sem mamma fékk í
sínum veikindum á liðnum ára-
tug, öllum þeim aukatíma sem
henni, af ótrúlegri fundvísi æðru-
leysisins, tókst að búa til, lækn-
um og öðrum til ómældrar undr-
unar og aðdáunar. Eins og
kötturinn sem á sér níu líf gaf
mamma dauðanum ítrekað langt
nef og brosti mót veröldinni,
hvernig sem blés, eins og sólin
sjálf. Ræktaði garðinn sinn, hlúði
að eplatrjám og rósum, sólberj-
arunnum og skógarvaftoppum.
Hvatti fólkið sitt áfram. Ávallt
bjartsýn. Hlý og góð. Þakklát
fyrir hvern dag. Maður verður að
vera manneskja til að taka því
sem að höndum ber, sagði hún,
full af sumri þótt krabbinn seild-
ist æ lengra.
Stundum er eins og við finnum
þytinn. Hann kemur nær og nær,
eins og mjúk alda sem nálgast
strönd. Held að það sé ástin sem
við berum til hennar mömmu.
Hún þrýstist fram, eins og alda
og í henni felst allt það sem við
segjum henni, að þetta verði í
lagi. Þetta verður allt í lagi, þetta
andartak sem við vitum að nálg-
ast. Og við böðum okkur í öldunni
og veltumst og skríkjum yfir öllu
því skemmtilega sem við höfum
upplifað saman. Og þökkum.
Breytum banaspjótum í bjart-
sýnisspjót og rekum myrkrið á
hol.
Svo rennur, þrátt fyrir allt,
upp þetta andartak þegar tíminn
vegur salt á eggtindi, andartakið
áður en allt breytist og síðasta
andvarpið er tekið út úr þessu
lífi. Tíminn sáldrast eins og
sandur yfir okkur sem eftir er-
um. Sandur af eggtindi. Saltur í
augum.
Ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa átt mömmu sem elskaði
okkur öll svo undurheitt. Sem
gaf okkur sólskin og minnti okk-
ur sífellt á að vera glöð. Hún var
sólin í lífi okkar og í ljósi hennar
uxum við. Ljósið deyr aldrei. Það
heldur áfram ferð sinni um heim-
inn, rétt eins og birtan frá stjörn-
unum sem löngu eru horfnar af
festingunni. Því grípum við sól í
lófa og strjúkum við vanga. Og
erum glöð.
Valgerður.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
(Guðmundur Magnússon)
Ásdís tengdamóðir mín unni
gróðri og náttúru. Frá því fyrstu
sprotar vorsins tóku að gægjast
úr mold og fram til hausts var
hún vakin og sofin yfir sínum
græna reit. Hlúði að, fegraði og
bætti. Ásdís vann garðverkin af
hljóðlátri þolinmæði og alúð, full-
viss þess að verklaunin kæmu
síðar. Sú var og raunin. Sólríka
sumardaga bauð hún ástvinum
inn í blómskrúðið og laufskjólið.
Reiddi þar fram veitingar af
þeirri hjartans gleði og rausn
sem var henni í blóð borin.
Sama þolinmæði, umburðar-
lyndi, kærleikur og alúð ein-
kenndi allt fas Ásdísar til þeirra
sem að henni stóðu, nær og fjær.
Hún var framúrskarandi hjúkr-
unarkona sem annaðist skjól-
stæðinga sína af fágætri virðingu
svo eftir var tekið. Hún var
skarpgreind, vel lesin, gat fyr-
irvaralaust rakið ættir ólíkleg-
asta fólks, kynntist veraldar-
vefnum á efri árum og notaði sér
til gagns og gleði. Ásdís var
glæsileg kona, brosmild og kát,
naut þess að sækja mannamót,
sitja listviðburði, fara í verslanir
og á veitingahús. Ferðalög innan
lands sem utan voru hennar yndi
og ekki spillti ef dóttir, tengda-
sonur og barnabörn voru með í
för.
Fegurð, ást og jafnvægi
fannst mér einkenna samband
Ásdísar og Benedikts. Þau rækt-
uðu og vel sambandið við hana
Valgerði mína, sjálfan mig,
Gunnar og Sóleyju þegar þau
fæddust. Við Valgerður settum
niður heimili okkar nærri Kast-
alagerðinu. Þangað lá fljótt
gagnvegur. Um hann fóru barna-
börnin í ástríkan faðm ömmu
sinnar. Og til okkar kom hún
brosandi og kát, oftar en ekki
með glaðning til munns eða
handa. Á slíkum stundum upp-
skar Ásdís sem hún sáði til. Þess
er gott að minnast nú þegar við
kveðjum góða konu.
Grímur Björnsson.
Enginn slítur þau bönd sem hann er
bundinn heimahögum sínum. Móðir
þín fylgir þér á götu, er þú leggur af
stað út í heiminn en þorpið fer með
þér alla leið.
(Jón úr Vör)
Ég bókstaflega elskaði Ásdísi
systur mína í æsku, dýrkaði hana
og dáði. Hún var að vísu sjö árum
eldri en ég en Ásdís var fyrir-
mynd mín og hún fræddi mig um
leyndardóma lífsins. Hún var af-
ar uppátækjasöm og stjórnaði af
festu þegar við lékum okkur í
fjörunni í Vík eða vorum í sólbaði
á heitum Kötlusandinum.
Víkurþorpið er náttúruundur
með fugl í bjargi, jökulinn,
drangana og sterkri sinfóníu
hafsins sem aldrei hljóðnar.
Ásdís var góðum gáfum gædd,
fróð og minnug með afbrigðum.
Hún átti mjög farsælan náms-
feril og helgaði sig síðan hjúkr-
unar- og líknarstörfum. Hún var
vel liðin, jafnt af starfsfélögum
og sjúklingum og var oft kölluð
engillinn.
Þegar Ásdís var í Skógaskóla
hitti hún fyrst Benedikt Gunn-
arsson listmálara, sem var að
mála skólahúsnæðið, þann mann
sem hún gekk síðar að eiga á
Þingvöllum í miklu blíðviðri. Þau
Benedikt og Ásdís voru afar sam-
rýnd, unnust alla tíð og áttu mjög
farsælt hjónaband.
Ásdís ræktaði vel sinn fallega
garð í Kastalagerðinu og átti þar
góðar stundir.
Það var mikið áfall hjá fjöl-
skyldunni þegar Gunnar Óskar
sonur þeirra var greindur með
illkynja æxli sem drógu hann til
dauða á tæplega einu og hálfu
ári, sextán ára gamlan. Þá kom
sér vel fyrir drenginn að eiga
móður sína að, en hún var nánast
við beð hans alla daga. Í minn-
ingu Gunnars Óskars gerði
Benedikt altarismyndina fögru
sem prýðir Háteigskirkju, annál-
að listaverk. Að auki gerði hann
Maríumyndina sem er til hliðar
við altarið og nýtti Benedikt þær
mæðgur, Ásdísi og Valgerði, sem
módel.
En sjaldan er ein báran stök.
Ásdís hefur um langa hríð háð
harða og stranga baráttu við
krabbamein sem skaut sífellt
nýjum rótum nánast um allan lík-
amann. Hvað er eiginlega hægt
að leggja á eina manneskju? Ás-
dís hefur háð sína baráttu af
miklum kjarki og æðruleysi og
óhikað farið í allar aðgerðir sem
læknar hafa ráðlagt. Nú rétt fyr-
ir jólin fóru þær mæðgur til
London þar sem Ásdís fór í
geislameðferð en hún varð að
lokum að lúta í lægra haldi fyrir
sjúkdómnum.
Síðustu dagar hljóta að hafa
verið Benedikt erfiðir og sökn-
uður hans mikill og sár. Hennar
er sárt saknað af vinum og
vandamönnum. Við kveðjum í
dag í kirkjunni okkar mikla
mannkostamanneskju. Lífshlaup
hennar var fallegt og kærleiks-
ríkt. Bæði Ásdís og Benedikt
voru gædd trúarvissu. Við biðj-
um góðan Guð að blessa og
styrkja Ásdísi og Benedikt, Val-
gerði og Grím, Gunnar Óskar
blessuð sé minning hans, Gunnar
og Sóleyju. Við Ásdísi segi ég, far
þú í friði elsku systir.
Baldur Óskarsson.
Hræddur, þreyttur og kaldur,
ráfandi um Kirkjuholtið, stein-
arnir, klettarnir, höfðinu hærri
en fjögurra ára snáðinn sem var
á ferðalagi í óbyggðum lands ind-
íána og kúreka, Kirkjuholtinu í
vesturbæ Kópavogs.
Ég hafði orðið viðskila við
eldri krakka á leið á róluvöllinn,
en vissi að ég yrði að koma mér
heim því mamma og pabbi vissu
ekki hvar ég var. Þetta ferðalag
átti ekki að vera svona langt.
Þarna ráfaði ég um eins og ölv-
aður Hobbiti, grenjandi og kall-
andi á mömmu sem ég vissi að
var svo langt í burtu að hún
myndi ekki heyra í mér, en það
er bara svo gott að kalla á
mömmu sína þegar maður er lít-
ill og hræddur. Fyrir framan mig
var ekkert nema risa fjöll sem
einhverra hluta vegna hafa
breyst í litla steina með árunum.
En úr myrkrinu sést ljósið
best. Hávaðinn í mér, sem hefði
gert hvaða breimandi kött sem
er öfundsjúkan, vakti athygli
fjölskyldunnar að Kastalagerði
13. Eldhúsglugginn snéri að
holtinu og þar var ég kominn.
Fjölskyldan opnaði faðm sinn öll
sem eitt og var mér boðið sæti
við eldhúsborðið. Ég hafði aldrei
séð þetta fólk áður og gat engan
veginn komið því frá mér hver
ætti mig því það er erfitt fyrir
ungan dreng að breima eins og
köttur og tala um leið. Húsmóð-
irin átti ráð við þessu, hún
hrærði saman mjólk og kókó-
malti og svo fékk ég líka appels-
ínusafa og kex. Valmöguleik-
arnir voru orðnir það margir að
ég gleymdi aðalvandamálinu og
gráturinn hætti, sem gerði það
mögulegt að það var hægt að
skilja mig nægilega mikið til að
komast að því hvar ég átti heima
og hver átti mig. Kom þá í ljós að
við vorum náskyld. Að kynnast
ættingjum sínum svona var al-
veg þess virði. Þessi stund hefur
verið og er mér mjög eftirminni-
leg enn í dag.
Elsku frænka, það er erfitt að
kveðja en með þakklæti kveð ég
þig, elsku Dídí, fyrir yndisleg
kynni og þá hlýju sem ávallt
fylgdi þér.
Elsku Benni, Valgerður,
Grímur, Gunnar og Sóley, megi
hinn hæsti vaka yfir ykkur og
styrkja í sorginni.
Jón Bergur Hilmisson.
Sennilega mun hafa verið vor
er móðir mín tilkynnti glöð í
bragði að litli bróðir hennar hefði
fundið sér kærustu. Okkur
bræðrum var nú ekkert allt of
mikið um það því okkur líkaði vel
að eiga einir athygli Valla
frænda, þegar við komum í heim-
sóknir til ömmu á Laufásvegin-
um. Honum var þó strax fyrir-
gefið er við hittum Ásdísi, enda
var hún yndisleg manneskja og
tók okkur opnum örmum. Mér er
minnisstæð heimsókn í heima-
vist Hjúkrunarskólans, en þang-
að fluttu þau hjónakorn og hófu
búskap. Sennilega hef ég verið
fimm eða sex ára, fíflar uxu við
húsgaflinn og við tíndum, að okk-
ur fannst, fallegan sveig og gáf-
um henni. Hún þakkaði með
brosi og hrósaði okkur mikið fyr-
ir þetta mikla framtak og við vor-
um ansi stoltir af þessu afreki
líka. Það eru ekki allir sem
kunna að meta það litla í lífinu,
kunna að njóta þess og þakka
fyrir.
Ásdís var alla tíð afar jákvæð,
heilsaði ætíð með brosi og spurði
viðkomandi hvað hann væri að
bralla og sýndi því áhuga. Fyrir
litla polla var það bæði óvenju-
legt og uppörvandi og þegar við
systkinin uxum úr grasi var það
hlýja hennar og glaðværð sem
áfram heillaði. Tilfinningin var
ætíð sú að maður skipti ein-
hverju máli.
Ekki síður þótti okkur merki-
legt er Ásdís og Valli giftu sig á
Þingvöllum. Það var óvenjulegt í
þá daga og skemmtilegt. Verst
þótti okkur að fá ekki að fara og
fylgjast með, en foreldrar okkar
ákváðu að betra væri að hafa
ólátabelgina heimavið, skiljan-
lega.
Nú er vor gengur í garð skilur
leiðir í bili, við kveðjum góðan
vin sem hefur verið hluti af lífinu
nánast ævilangt en bros hennar
og vinátta fylgir okkur eins og
veisla í farangrinum. Innilegar
samúðarkveðjur til Valla og fjöl-
skyldunnar allrar.
Helgi Torfason og
Ella B. Bjarnarson.
Ásdís Óskarsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT UNNUR
STEINGRÍMSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 92,
Reykjavík,
lést þann 19. mars síðastliðinn.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
.
Sigurður Stefán Þórhallsson,
Gunnar Sigurðsson, Hlédís S. Hálfdánardóttir,
Marta Sigurðardóttir,
Helga Sigurðardóttir, Alfons S. Kristinsson,
Þuríður Sigurðardóttir, Helgi Ómar Pálsson,
Unnur Sigurðardóttir, Ásmundur Kr. Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og vinur,
GUNNAR MAGNÚSSON
skipstjóri,
sem lést þann 13. mars, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. mars
klukkan 15.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
.
Baldur Gunnarsson Edda Karen Haraldsd.
Guðrún S. Gunnarsdóttir Hilmar Sigvaldason
Gunnhildur Ó. Gunnarsdóttir Guðmundur Arnaldsson
Magnús B. Gunnarsson
Stefanía S. Gunnarsdóttir Kristján J. Ágústsson
Gunnar M. Gunnarsson Guðrún H. Eiríksdóttir
Martha K. Halldórsdóttir
Pétur S. Gunnarsson Aðalheiður Pálmadóttir
Svanhildur Snæbjörnsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
(GÓGÓ),
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann
16. mars síðastliðinn. Útför hennar fer
fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 4. apríl kl. 15.
.
Hjörtur P. Kristjánsson, Guðrún Einarsdóttir,
Kristján Rafn Hjartarson, Jóna Ósk Lárusdóttir,
Einar Þór Hjartarson,
Hjörtur Hafsteinn Kristjánsson,
Bjarki Dagur Kristjánsson,
Þórunn Hekla Kristjánsdóttir.
Elskuleg eiginkona, móðir okkar og
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést föstudaginn 18. mars. Útför hennar
fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
30. mars klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
.
Samúel Guðmundsson,
Guðmundur Jónsson, Helga Haraldsdóttir,
Sigurður Jónsson,
Kristján Jónsson,
Einar Þ. Samúelsson, Erla B. Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og
langamma,
BÁRA LÁRUSDÓTTIR,
Hringbraut 59,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 19. mars. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. mars klukkan 13.
.
Tómas Hansson,
Ingimar Örn Pétursson,
Bára Rós Ingimarsdóttir,
Pétur Ingi Ingimarsson,
Róbert Þór Ingimarsson
og barnabarnabörn.