Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016
Í FÍNU FORMI
EFTIR MIÐJAN ALDUR!
Nú hefur uppskriftinni af Build Up
verið breytt og hún endurbætt.
Drykkurinn heitir nú Meritene Energis.
Meritene Energis er próteinríkur
næringardrykkur í duftformi.
Hann inniheldur 19 vítamín og steinefni
sem miða við næringarþarfir fólks
um og eftir fimmtugt.
Meritene Energis kemur
í stað Build Up
Meritene Energis nýtist
vel í tengslum við:
• Þreytu og þrekleysi af völdum
skorts á næringarefnum
• Næringar- og vítamínskort
• Minnkaða matarlyst
• Þyngdartap
• Uppbyggingu eftir veikindi
Þú færð Meritene Energis
í Hagkaupum og öllum
helstu apótekum.
Heilbrigð sál
í hraustum
líkama
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt að hafa þann aga til að bera
sem þarf til að rannsaka málin vandlega áður
en þú segir af eða á. Ekki vera með stæla –
stattu við orð þín og gjörðir.
20. apríl - 20. maí
Naut Stundum dregst fólk að þér án þess að
þú gerir nokkuð til þess. Frá og með deginum
í dag hefst fimm vikna tímabil sem lofar góðu
fyrir þig og þitt merki í þessu tilliti.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hagaðu orðum þínum svo að ekkert
fari á milli mála hvað þú átt við. Vertu léttur
við þetta fólk og haltu leið þinni áfram.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samræður þínar við þína nánustu
ganga eitthvað treglega í dag. Haltu skyldu-
verkunum í algjöru lágmarki og eyddu tím-
anum frekar í að rækta garðinn þinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hægt er að losna við peningaáhyggjur
með því að venja sig á að hafa engar áhyggj-
ur. Ef þú missir af einhverju þá er bara að
finna eitthvað annað í staðinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Málefni tengd ástinni, rómantík og
jafnvel léttúðugu daðri gera daginn mjög
spennandi fyrir þig. Minnkaðu muninn á and-
legri nóttu og degi með því að vera hlutlaus
og sama um hvað fólk segir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Líttu þér nær. Láttu velgengnina samt
ekki stíga þér til höfuðs, en vertu ljúfur og lít-
illátur. Mundu að fæst orð hafa minnsta
ábyrgð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver misskilningur gæti kom-
ið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta.
Slakaðu á og leyfðu sjálfum þér að blómstra.
Ef þú ert í blóma berast frjó vellíðanar víða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eyddu tímanum með fólki sem
hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og
segðu skilið við annað. Láttu ekki öfund ann-
arra slá þig út af laginu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er ekki góður dagur til þess
að leggjast í mikilvægar viðræður við maka,
yfirmann eða vini. Ef þú ákveður að taka hana
ekki, verður það gert fyrir þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að hugsa hlutina til enda
því jafnvel ákvarðanir um minnstu atriði geta
leitt til víðtækra afleiðinga. Leiðbeindu hon-
um.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ástin er full gleði þegar allt gengur að
óskum og full af lexíum þegar á bjátar, það er
að segja ef þú ert til í að læra í stað þess að
ásaka. Farðu varlega.
Ég tók Alþýðubókina eftir Lax-ness fram úr bókaskápnum í
gær mér til upprifjunar. Þar
rakst ég á þennan kafla, sem mig
rámaði í: „Þau ljóðskáld tel ég
meðal vorra mestu velgerðar-
manna, sem borið hafa gæfu til að
yrkja vísu sem ég get raulað mér
til afþreyíngar þegar ég er einn á
gángi á slæmum vegi og hvass-
viðri er á, eða bundinn við erfitt
starf, eða staddur lángt burtu frá
konunni minni, sorgbitinn og pen-
íngalaus. Ég tek til dæmis þessa
vísu:
Það er dauði og djöfulsnauð
er dyggðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð
en aðra brauðið vantar.
Eða þessar:
Hossirðu heimskum gikki
hann gengur lagið á
og ótal asnastykki
af honum muntu fá.
Góðmenskan gildir ekki.
Gefðu duglega á kjaft.
Slíkt hefur –það ég þekki –
þann allra besta kraft.
Eða þessar:
Fárleg vóru fjörbrot hans,
fold og sjórinn léku dans,
gæðasljór með glæpafans
Grímur fór til andskotans,
hitti að bragði Satan sinn,
sönn fram lagði skilríkin;
glóðaflagðagramurinn
Grím þá sagði velkominn.
En stundum sný ég við blaðinu,
skrifar Laxness, og raula þessi
einföldu stef um ást og kvíða:
Þegar ég geing út og inn
ekkert hef að gera
hugsa ég um hrínginn minn
hvar hann muni vera.
Ef hann finna ekki má
upp þá rennur vorið,
huldufólkið hefur þá
hann í kletta borið.“
Laxness segist hafa raulað
þessar stökur sér til afþreyíngar
á Breiðafirði, Kaldadal, Möðru-
dalsöræfum, í Lundúnum, París
og Rómaborg, Nýu Jórvík, San
Francisco og Hollywood. Í
menntaskóla þótti okkur Ara Jós-
efssyni þetta dýrlegur kveð-
skapur og við rauluðum stök-
urnar viðstöðulaust hvernig sem
viðraði þegar við gengum upp
kirkjutröppurnar eftir að hafa
fengið okkur kaffi á Hótel KEA.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Raulað á slæmum
vegi í hvassviðri
Í klípu
„NÚ HEFUR STJÓRNIN SAMÞYKKT
TILLÖGU UM AÐ LEYSA ÞIG
FRÁ STÖRFUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MORGUNVERÐUR Í RÚMIÐ, YÐAR HÁTIGN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... heima, þar sem
er best.
KOMDU,
KISI
KOMDU,
KISI KISA-
KISA-
KIS!
HEY,
KÖTTUR!
HANN HEYRIR
Í ÞÉR
SÉRÐU AÐ ÉG ER
AÐ VINNA BAKI
BROTNU?
JÁ, ÞAÐ ER
SÁRT Á AÐ
HORFA
AF HVERJU GERIR
ÞÚ ÞAÐ ÞÁ EKKI?
OG LÁTA ÞIG ÞJÁST VIÐ AÐ
HORFA Á MIG STRITA?
Víkverji er á því að máttur skáld-skaparins verði seint ofmetinn,
en er líka viss um að umbun skálda
er sjaldnast í samræmi við fram-
lagið. Í vikunni rakst hann á frétt
frá Frakklandi, sem renndi stoðum
undir þetta viðhorf. Þar í landi var
gerð könnun á kjörum rithöfunda. Í
ljós kom að rúmur helmingur rit-
höfunda, sem teljast hafa haslað
sér völl, nær ekki að afla sér sem
svarar lágmarkslaunum. Eru
margir svo miður sín yfir stöðu
bókaútgáfu að þeir eru að hugsa
um að hætta alfarið að skrifa. Við-
urkenndir höfundar, sem hafa verið
gefnir út um árabil, eiga í basli með
að sjá fyrir sér. Miðgildi tekna
þeirra var 17.600 evrur (2,5 millj-
ónir), þrír fjórðu af meðallaunum í
Frakklandi. Kom í ljós að sex af
hverjum tíu rithöfundum, sem
gefnir hafa verið út, þéna minna en
1.500 evrur (tæpar 212 þúsund
krónur) á ári.
x x x
Í frétt frá AFP kemur fram að erf-itt sé að gera samanburð á milli
landa, en höfundar í Bretlandi og
Bandaríkjunum virðist eiga enn
erfiðara uppdráttar. Viðurkenndir
breskir höfundar þéna að meðaltali
14 þúsund evrur á ári. Í Bandaríkj-
unum reyndist þriðjungur útgef-
inna höfunda þéna minna en 500
dollara (tæpar 63 þúsund krónur) á
ári af skrifum sínum.
x x x
AFP rifjar upp að rithöfundurinnPhilip Pullman, sem er forseti
breska rithöfundafélagsins, kenndi
útgefendum og netrisanum Ama-
zon um þegar útgáfutölur voru birt-
ar í fyrra. „Á meðan Amazon aflar
sér tekna í ólýsanlegum mæli með
því að selja bækur okkar fyrir brot
af verðmæti þeirra og borgar síðan
eins lítinn skatt og hægt er búa höf-
undarnir sem með verkum sínum
niðurgreiða þessa tröllauknu villi-
mennsku við ógnir úr mörgum átt-
um,“ sagði höfundur Gyllta áttavit-
ans. „Á undanförnum tíu árum hafa
tekjur útgefenda haldist stöðugar,
en tekjur þeirra sem reiða sig al-
gerlega á þá fallið að meðaltali um
29 af hundraði.“ Það er ekki beysið
ástand. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
Sálm. 8:2