Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. M A R S 2 0 1 6 Stofnað 1913  69. tölublað  104. árgangur  HANDVERKI KVENNA HEFUR VERIÐ ÝTT TIL HLIÐAR KAFFI- DRYKKJA OG LYFTINGAR KRISTJÁN ELDJÁRN VAR EKKI BARA MENNINGARFORSETI BLACKBOX ICELAND 12 100 ÁR FRÁ FÆÐINGU HANS 16HEIMILDARMYNDIN GARN 38 Yfir þrjátíu manns létust í hryðjaverkaárás- um í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gærmorgun og yfir tvö hundruð manns særðust. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili í brottfararsal á alþjóðaflugvellinum Zaventem um klukkan átta að staðartíma í gærmorgun en rúmum hálftíma síðar sprakk þriðja sprengjan á Maalbeek-jarðlestarstöð- inni á háannatíma. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á voða- verkunum en talið er að hryðjuverkamenn- irnir hafi verið búnir sprengjuvestum. Þetta kemur fram á AFP. Skelfing greip fljótt um sig í lestinni Enginn Íslendingur er talinn hafa særst í hryðjuverkaárásinni samkvæmt upplýsing- um frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið og sendiráð Íslands í Brussel nýttu samfélags- miðla og tölvupóst til að ná til fólks í gær. „Ég held að menn þurfi bara að gera sér grein fyrir því að það er allt annað umhverfi í öryggismálum í dag heldur en fyrir nokkrum mánuðum í rauninni. Fólk þarf að hafa það í huga, en að sjálfsögðu ekki hætta að lifa sínu daglega lífi eða ferðast um heiminn, heldur fylgjast vel með og fylgja fyrirmælum stjórn- valda á hverjum stað fyrir sig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands, í kjölfar árásanna. Leifur Arnkell Skarphéðinsson, lögfræð- ingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, var staddur í fremsta vagni jarðlestar sem var rétt ókomin til Malbeek-stöðvarinnar í gærmorgun. „Það skellur þessi höggbylgja á lestinni. Við finnum strax megna brenni- steinslykt og mikill reykur kemur inn í lest- ina,“ segir Leifur en framendi lestar hans átti þá aðeins 20-30 sekúndur eftir fram að braut- arpalli Maalbeek. Um borð í lestinni hafi fljótt gripið um sig skelfing. „Fólk fór hreinlega að gráta.“ Um korter hafi liðið þar til vopnaðir hermenn hófu að leiða fólkið úr lestinni og til öryggis. HRYÐJUVERK Í HJARTA EVRÓPU  Á fjórða tug manna eru látnir og yfir 200 eru særðir eftir sprengjuárásina í Brussel MHryðjuverk í Brussel »2, 20, 21 og 22  „Það skellur þessi höggbylgja á lestinni. Við finnum strax megna brennisteinslykt“  „Ekki hætta að lifa sínu dag- lega lífi eða ferðast um heiminn,“ segir utanríkisráðherra Íslands „Þetta var hryllilegt. Loftið hrundi. Það var blóð alls staðar, sært fólk. Þetta var eins og vígvöllur,“ sagði Zach Mouzoun á Sky- fréttastöðinni en hann var staddur á flugvellinum í Brussel þegar sprengjurnar sprungu. Á innfelldri mynd sjást meintir árásar- menn en tveir þeirra létust í sprengingunum. Þeir virðast báðir klæðast svörtum hanska á vinstri hendi sem talið er að hylji sprengirofa. Sá þriðji, með hattinn, er nú eftirlýstur af lögreglu. Vígvöllur í flugstöðinni AFP AFP/ RTL TVI Umsvif Icewear-keðjunnar hafa margfaldast á síðustu árum og áformar Ágúst Þór Eiríksson, eig- andi félagsins, frekari uppbyggingu í verslun og rekstri gististaða. Síðastliðinn laugardag opnaði félagið nýtt lúxushótel í bakhúsi á Laugavegi 1 og kveðst Ágúst Þór leita fleiri tækifæra í miðborginni. Ágúst Þór áætlar að velta Ice- wear-keðjunnar í ár verði 2,5-3 millj- arðar. Til samanburðar var veltan 810 milljónir árið 2012. Starfsmenn- irnir voru 9 árið 2008 en verða 150 í sumar. Kostnaður við að endur- byggja verslun og byggja íbúðahótel á Laugavegi var nærri 600 milljónir króna. »18 Velta Icewear er að nálgast 3 milljarða  Félagið hefur opnað nýtt íbúðahótel Morgunblaðið/RAX Nýtt Íbúðahótelið á Laugavegi 1.  Á síðasta ári var 60 kjaramálum vísað til ríkissáttasemjara og vegna þeirra voru haldnir 373 fundir. Samanlagt voru skráðir 859 samn- ingafundir í Karphúsinu, húsa- kynnum sáttasemjara. Þetta er meðal þess sem mun koma fram í ársskýrslu ríkissáttasemjara fyrir árið 2015, sem væntanleg er eftir páska. Mikið annríki hefur verið á þessu og síðasta ári. »6 Morgunblaðið/Styrmir Kári Sáttasemjari Með 60 kjaramál í fyrra. Sáttasemjari með 859 fundi í fyrra markaði í gær. Mansal er ein gróf- asta birtingarmynd mannréttinda- brota en talið er að nærri 21 milljón manns sé þolendur mansals í heim- inum og þrátt fyrir alþjóðlega bar- áttu gegn mansali hefur vandinn vaxið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurlandi er rannsókn mansalsmálsins í Vík á góðri leið. „Við erum á lokasprettinum og leggjum áherslu að ljúka málinu sem allra fyrst,“ segir Þorgrímur Óli Sig- urðsson, aðstoðaryfirlögreglumaður á Suðurlandi. »16 ASÍ hefur á síð- ustu dögum fengið tvær ábendingar um vinnumansal og einnig ábend- ingu um að at- vinnuleyfi væru keypt fyrir háar fjárhæðir. Mansal virðist algengara en flestir gera sér grein fyrir og brá Starfsgreinasambandið á það ráð að gefa út handbók fyrir starfsfólk stéttafélaga um mansal á vinnu- Tvö vinnumansals- mál á fáum dögum  Bæklingur kominn út um mansal Svart Mansal á sér stað á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.