Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2016 Hlutskipti aldraðra kom í lýrískum umbúð- um frá fræðingi, í Kilju Egils, um að ágæti til- brigða mannlegrar reisnar væri endanlega lokið þegar umræðu- efni aldraðra dveldi við hægðavanda líðandi stunda. Mér varð á að hugleiða málsháttinn „Bleð svo kállegginn að grói annað sinn“. Mér, sem hafði trúað því að fagnaður ríkti í öllum moskum landsins vegna gamlingjaauka þjóðarinnar, varð ljóst að Kiljan var kengbogin af kvíðabirgðum. Já, það fýkur enn yfir hæðir og mótvindur úr öllum áttum á velferð hinna öldruðu, einfaldlega vegna þess að frómir skilja illa að brátt verður kjós- endahópur aldraðra „valdhafar“ í ís- lenskri pólitík. Enn og aftur leika menn leikrit þykjustu leiklistarinnar um reiðina í sænskum og norskum dramastíl. Ótrúlegur kjarkur að virkja svo kvíða fyrir því sem öldrun leiðir af sér og kannski öllu því sem koma skal! Sérstaklega þar sem kvíði einkennist af mikilli óvissu í eðli sínu. Kvíði og reiði draga úr félags- og póli- tísku trausti. „Kvíði er ástand sem einkennist of óþægilegum hugsunum og áhyggjum … og eykst ef atburð- urinn er álitinn óréttlátur“ (Smith og Ellsworth, 1985). Fyrirbærið „eldri borgari“ verður nú þegar að skoða í þessu ljósi og því að spáð er að Ís- lendingar 67 ára og eldri verði hundr- að þúsund árið 2061. Það er fjölgun um ríflega 62 þúsund manns frá árinu 2013 og mun þá hlutfall þessa aldurs- hóps hafa farið úr 11,2% landsmanna í tæplega 23% og kjósendahlutfallið enn hærra. Þá er líka rétt að hafa í huga að aldraðir sem hafa verið „týndir“ á pólitískum vettvangi síð- ustu tvo áratugi, eru duglegri en aðr- ir við að kjósa í bæjar- stjórnar- og þing- kosningum. Auðvitað höfum við öll frá upphafi verið að reyna að bæta lífi við árin á öllum ald- ursskeiðum þjóðarinnar og um þau mál verið rætt frá Járnsíðu til nútíma- fjölmiðla. Á þessum tíma hefur árum verð bætt við lífið með hjálp betri bú- setukosta, vélvæðingu starfa og sífellt öflugri læknavísindum og nú til dags er meðal Jóninn og Jónan umvafin dýrð í heitum og rakastýrðum vistarrýmum nútíma- tækni og læknavísinda, en sem betur fer með allar freistingar í sömu nálægð sem í Eden væri og ræðir því frjálshuga hægðavanda og önnur vandamál. Sérstaklega er hlýj- andi fyrir aldraða að vita að hvert eitt lýjandi spor þeirra hefur bætt líf kyn- slóðanna sem koma síðar á ævikvöldið og aftanskinið í kjölvatni okkar sem nú fyllum flokk aldraðra. Að baki er streita, sviti og hörmungar sem kenndu þjóðinni að nauðsynlegt væri að hafa bæði Almannatryggingar og lífeyrissjóði fyrir almenning, en ekki bara fyrir presta og ekkjur þeirra og tilgreinda embættismenn. Þannig liðu tímar núverandi lífsgöngu aldraðra, hver árgangur með sérhyggju lífs- reynslu sinnar og tæknivæðingu sem „aldrei fyrr“ og streitudóminn frá Eden sífellt yfir höfði sér að boði drottins allsherjar og tilheyrandi hægðavanda. Krafa aldraðra verður auðvitað sem fyrr að auka hag þjóð- arinnar og skapa niðjum sínum þau skilyrði til hugar og handar að sam- bærilegt sé við það besta í samfélagi þjóða í nútíð og framtíð. Sú leið sem Svíar hafa farið í öldrunarvakt sinni er mjög athygliverð og sýnir að gagn- kvæm virðing þurfi að ríkja milli aðila í velferðarumræðu öldrunarmála. Það er meginniðurstaða rannsókna þeirra. Þar kemur fram að áhrifamáttur aldr- aðra hafi aukist svo um munar vegna aukins pólitísks samræðustyrks þeirra tveggja eftirlaunafélaga sem starfa að þeim málum þar í landi og stjórnvalda. Það er einkum tvennt sem skapar jákvæðni sænskra stjórn- valda, þar er fyrst að nefna störf Öld- ungaráðs sérfræðinga í félagsmála- ráðuneytinu og akademískra sérfræðinga í nefndum félaganna tveggja og að sænskir stjórn- málaflokkar eru í viðbragðstöðu vegna fjölgunar aldraðra. Aldraðir eru orðnir „magtfaktorar“ í sænskri pólitík og hafa þar með fengið bros og aukna hlutdeild í tannlækna- og augnlæknakostnaði. Og húsnæð- isstyrkir hafa verið auknir og fleira gott í poka. Sem sagt stjórn- málamenn nenna að ræða við aldraða, ef aldraðir nýta sér þeirra „tungu- mál“ og sýna jafnframt sinn pólitíska umræðustyrk. Ljóst er öllum þeim sem huga að velferðarvernd aldraðra í íslensku umhverfi að það væri mikill hvati ef samtök vinnandi fólks í land- inu væru bakhjarl félagasamtaka aldraðra, og ekki síst að lífeyrissjóð- irnir væru það líka. Auðvita má vera að sannleikur virðulegu frúarinnar frá Eskifirði hafi verið gegnheill. Hún var ásamt mér og Sigurði Blöndal skógræktarmanni í viðtalsþætti í rík- isútvarpinu frá Egilsstöðum fyrir margt löngu, þar sem ein spurning stjórnanda var „hvað væri hægt að gera fyrir gamla fólkið til bóta á ævi- kvöldi“. Svöruðum við Sigurður báðir og „sögðum að skrefin til að bæta væru einföld en ekki nægilega mörg“, af miklum kratakrafti, en frúin sagði og sleit þar með frekari umræðu um málið: „Við skulum láta gamla fólkið í friði.“ Skiljanlegt svar, því reyndu fólki er ljóst að langar þrætubækur valda aðeins brestum í sálarkytru okkar nytsamra sakleysingja og enda oftast í mjög alvarlegu þunglyndi og hægðavanda. Uppáhaldsþáttur minn verður sem áður Kiljan. Öldrunarvandamál Eftir Erling Garðar Jónasson Erling Garðar Jónasson » Við skulum láta gamla fólkið í friði. Höfundur er fv. formaður Samtaka aldraðra. Ég hef verið að berjast fyrir velferð hrossa síðastliðin 25 ár. Ég hef endrum og eins ritað Dýravernd- unarsambandi Íslands þess efnis hvort ekki ætti að berjast fyrir lagasetningu á eigendur útigangs- hrossa. Skylda þarf þá, alla með tölu, til að setja upp yfirbyggð skýli, ekki bara til að hlífa dýrunum gegn vindum heldur líka að þau geti leit- að skjóls undan úrkomunni sem gjarnan frýs á bakinu á þeim og verður að hnjóskum og síðan sár- um. Dýraverndunarsamband Ís- lands svarar aldrei og skrifar aldrei nein orð til varnar útigangshross- unum. Einstaka sinnum heyrist þó í einum og einum þar sem þeir segja að íslenski hesturinn sé svo sterkur að hann hafi bara gott af útigang- inum, en gæðingar þessara manna eru aftur á móti teknir í hús í nóv- ember-desember. Útlendingar sem núna eru meira á ferðinni en áður eru furðulostnir yfir þessari lík- amlegu og andlegu meðhöndlun dýranna. Þetta er þjóðarskömm. Ég þakka Norðlendingnum sem ritaði um þetta nýlega sem og Sigurði Sigurðarsyni sem kom fram í sjón- varpi að tíunda þetta málefni. Ragnheiður Sigurðardóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Útiganga hrossa er þjóðarskömm Morgunblaðið/Malín Brand Vetur Íslenski hesturinn á skilið skjól þótt harðgerður sé. Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Á árinu 2015 kom út bókin Frú ráðherra, frásagnir kvenna á ráð- herrastóli. Þar segir Sigríður Anna Þórðar- dóttur, sem gegndi starfi umhverfis- ráðherra í tæp tvö ár, 2004 til 2006, svo frá (bls. 213): „Ég taldi líka að um- hverfisráðuneytið væri afar mikilvægt ráðuneyti fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Andstæðingar okkar hafa lengi haldið því fram að við höf- um ekki áhuga á umhverfismálum sem er alrangt. Það var einmitt Sjálf- stæðisflokkurinn, með Geir Hall- grímsson í fararbroddi, sem átti frumkvæði að því að umhverfisráðu- neytið yrði stofnað.“ Hér hefur minnið eitthvað brugðist fyrrverandi umhverfisráðherra. Í til- efni þessara ummæla þykir okkur rétt, að eftirfarandi komi fram um að- draganda þess að sérstakt ráðuneyti umhverfismála var sett á laggirnar árið 1990. Með samþykkt laga um stefnu- mörkun í umhverfismálum og nátt- úruvernd á Bandaríkjaþingi 1969 (NEPA: The National Environment- al Policy Act) varð til sterk og öflug Umhverfisverndarstofnun með ígildi ráðuneytis í bandaríska stjórnkerf- inu. Þessi lagasetning markaði tíma- mót í afstöðu manna til umhverfis- verndar. Flest vestræn ríki fylgdu fordæmi Bandaríkjamanna og stofn- uðu sérstakt ráðuneyti umhverfis- mála á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar. Þannig höfðu öll Norðurlöndin, nema Ísland, stofnað umhverfisráðuneyti fyrir 1985, sem og flest Evrópuríki. Íslendingar fóru hins vegar hægt í sakirnar. Í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var þó samþykkt 1976, að félagsmálaráðherra skyldi fara með samræmandi hlutverk í um- hverfismálum innan ríkisstjórn- arinnar, en þau að öðru leyti vistuð í hinum ýmsu ráðuneytum. Má segja að það sé eina framlag Sjálfstæð- isflokksins til þessara mála í aðdrag- anda að stofnun umhverfisráðuneyt- isins. Margar tilraunir voru gerðar til að koma á sérstöku ráðuneyti umhverf- ismála á Íslandi á árunum 1980-88, sem allar runnu út í sandinn, ýmist vegna andstöðu eða áhugaleysis þings og ríkisstjórna á þeim tíma. Meðal annars lagði Alexander Stef- ánsson, félagsmálaráðherra í rík- isstjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks 1983-1987, fram frumvarp þessa efnis sem náði ekki fram að ganga. Í september 1989 var mynduð fjög- urra flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Við skiptingu ráðu- neyta var gert ráð fyrir, að Borgara- flokkurinn fengi í sinn hlut nýtt ráðu- neyti umhverfismála. Því var undirbúningur að stofnun þess strax hafinn. Sjálfstæðisflokkurinn var þá í stjórnarandstöðu og lagðist eindreg- ið gegn málinu. Héldu þingmenn hans meðal annars fram, að Evrópu- þjóðirnar væru að leggja niður slík ráðuneyti, enda hvergi gert ráð fyrir þeim í svokallaðri Brundtlandskýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem þá var eins konar biblía umhverfisverndar í heiminum. Ritaði einn þingmanna flokksins, Birgir Ísleifur Gunnars- son, grein í Morgunblaðið þar sem hann áréttaði þessa skoðun. Eftir mikil átök á þingi veturinn 1989-90 var sérstakt umhverfisráðu- neyti stofnað með lögum í febrúar 1990 og verkefni þess skilgreind með lögum, sem sett voru í maí 1990. Mál- ið um stofnun ráðuneytisins var tekið úr nefnd í neðri deild að viðhafðri at- kvæðagreiðslu, því að sjálfstæðis- menn neituðu að afgreiða það úr nefndinni. Líktu því reyndar við of- beldi að afgreiða málið með þeim hætti. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins greiddu allir sem einn atkvæði gegn frumvarpinu um stofnun um- hverfisráðuneytisins, bæði í neðri og efri deild. Það er því ekki sannleik- anum samkvæmt að halda því fram, að umhverfisráðuneytið hafi verið stofnað að frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins. Alþingistíðindin segja þar aðra sögu. Tilurð umhverfisráðuneytisins Eftir Edvarð Júlíus Sólnes og Eið Svanberg Guðnason »Margar tilraunir voru gerðar til að koma á sérstöku ráðuneyti um- hverfismála á Íslandi á árunum 1980-88. Höfundar eru fyrrverandi umhverfisráðherrar. Edvarð Júlíus Sólnes Eiður Svanberg Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.