Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1994, Síða 1

Víkurfréttir - 03.03.1994, Síða 1
Stœrsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum F R E T T I R 9. tbl./l 5. árg. Fimmtudagur 3/3 - 1994 3$ LIÐVEISL ■ mm mmm mmm mmm mmh mm mmm m Námsmannamón' SPARISJÖÐANN.. LftNDSBC SftFNOHú hverfis 101 RE Klemmdist milli skips og bryggju Vinnuslys varð við löndun úr Hábergi GK í Grindavík- urhöfn í síðustu viku. Sjó- maður klemmdi hönd á milli skips og bryggju þegar hann var að teygja sig eftir band- stroffu. Meiðsl voru þó ekki alvarleg. Rúðubrjótar á ferd Rúður voru brotnar á tveim- ur stöðum í Grindavtk um helgina. Þrjár rúður voru brotnar í söluturni að Víkur- braut 62 og einnig var rúða brotin í bensínstöð Olís. Lögreglan í Grindavík aug- lýsir eftir upplýsingum sem upplýst geta skemmdar- verkin. • Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur gefið út skýrslu um Eldhamars-slysið árið 1991: Endurskoða þarf reglur um flotbúninga Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur sent frá sér skýrslur upp á um 300 blað- síður vegna sjóslysa á árinu I99l. Meðal slysa sem nefndin tekur fyrir er þegar Eldhamar GK-13 fórst við Hópsnes með fímm mönnum í nóvember 1991. Einum manni varbjargað. I nefndaráliti sjóslysanefndar segir að orsök strandsins hafi verið óná- kvæmni í staðarákvörðun og stýrimann hafi skort fullnægjandi þjálfun í að staðsetja skipið. Þá telur nefndin það alvarlegan hönnunargalla á skip- inu að ekki skuli liafa verið hægt að opna glugga á framþili stýrishúss. Rannsóknarnefnd sjóslysa telur að endúskoða þurfi reglur um flotbún- inga með hliðsjón af þeim niðurstöðutn rannsókna sem fyrir liggja eftir þetta slys. Nefndin átelur vinnubrögð Siglingamálastofnunar ríkisins við eftirlit með úrbótum vegna athugasemda við búnað skipsins og útgáfu á haffærnisskírteini fyrir skipið. Þá telur nefndin að bæta þurft fjarskipti björgunaraðila s.s. SVFI, Landhelgisgæslu og lögrelgu. Eina fjarskipta- tækið sem var virkt í Eldhamri GK við strandið var farsíminn. - í næsta blaði verða skoðuð ýmis mál úr skýrslu sjóslysanefndar er tengjast Suður- nesjum. ♦ Eldlitimnr C.K-13 á strnndstað við Grindnvík 23. nóv- emher 1991. Skipið strnndnði kvöldið áðtir og með því fómst fimm menn. Mynd-.hbb Unglingamir t Fjörhcimnm í Njarðvík breyttu tít af vananum unt dagittn og efndu til sundlaugardiskóteks í Stindlaug Njarðvíkttr. Þar vnr góð stemmning eitts og sést á þcssari ntynd Hilmnrs Brnga. - Sjá nánar unglingasíðiina bls. S. • Grindavík: Innbrot í Háberg CK Frystihús F&L í Þórkötlustaðarhverfi: ALVARLEGT VINNUSL YS Alvarlegt vinnuslys varð utan við frystihús F&L í Þórkötlu- staðarhverfi í Grindavík á föstudag. Rúmlega sextugur maður klemmdist á milli lyft- ara og gáms og hlaut alvarlega áverka. Unnið var við viðgerð á lyftaranum sem skyndilega hrökk í gang og rann á mann- inn. Hann var fluttur ineð hraði á sjúkrahús og er m.a. mjaðma- grindarbrotinn auk þess að hafa hlotið aðra áverka. Brotist var inn í Háberg GK í Grindavíkurhöfn aðfaranótt sl. fimmtudags. Skipið lá bundið við Eyjabakka. Þjófurinn eða þjófarnir þurftu að gangsetja krana til að kom- ast inn í skipið og lyfta þungri lestar- lúgu. Ur vistarverum skipsins var stolið myndbandstæki, 24 myndbandsspól- um og geisladiskum. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki, en lög- reglan biður alla sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um mannaferðir á Eyjabakka umrædda nótt að hafa samband. Héraðsdórhur Reykjaness: Stúlku dæmdar bætur vegna föðurmissis í eldsvoða -stúlkan ófædd þegarfaðirinn lést í eldsvoða um borð í Gunnjóni GK Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt útgerð Gunnjóns GK 506 til að greiða 10 ára stúlku 1,2 milljónir með vöxtum vegna missis framfæranda. föðurs, og röskun á stöðu og högum hennar eftir andlát hans. Faðir stúlkunnar lést í eldsvoða um borð í Gunnjóni GK í júní 1983, en skipið var þá statt um 60 sjómílur norður af Horni. Þrír menn fórust í brunanum. Stúlkan var ó- fædd þegar slysið átti sér stað, en hún fæddist átta niánuðum eftir að faðir hennar, sem þá var 17 ára, fórst í brunanum. Móðirin stefndi bæði Samábyrgð íslands á fiskiskipum og útgerð Gunnjóns til að greiða þeim mæðgum bætur vegna missis hins væntanlega framfæranda. Dómurinn sýknaði fyrrnefnda aðilann en útgerðin var hins vegar dærnd til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna með vöxtum frá árinu 1989 vegna missis hins væntanlega framfæranda. Dómurinn féllst hins vegar ekki á kröfu móðurinnar um bætur til hannar vegna missis hennar á framfæranda og röskunar á stöðu og högum vegna andláts piltsins. Mæðgurnar höfðu fengið gjafsóknarleyfi frá dóms- málaráðherra vegna málsins. dómurinn dæmdi útgerð- ina til að greiða 270 þúsund í málskostnað til ríkissjóðs en þaðan rennur upphæðin til stúlkunnar sem vann málið.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.