Víkurfréttir - 03.03.1994, Qupperneq 16
16
3. MARS 1993
VÍIOMtFRÉTTIR
"Mjúku" málin
mikilvæg
Undirritaður gefur kost á sér í
prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar í vor,
sem fram fer n.k laugardag í Fram-
sóknarhúsinu í Keflavík. Þessi grein
er skrifuð til að kynna helstu bar-
áttumál mín fyrir íbúum Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna. Ekki er nokk-
ur leið fyrir mig að gera öllum þeim
málum skil, sem ég hef áhuga á, í
lítilli grein sem þessari. Eg lít fyrst
og fremst á mig sem fulltrúa fólks
sem er með börn á leikskóla- og
grunnskólaaldri. Málefni þessa hóps
eru oft skilgreind sem "mjúku" mál-
in eða "gæluverkefni" af þeim, sem
ekki eru sjálfir að takast á við þau
fjölmörgu mál sem fylgja þvt' að
vera með börn á grunnskólaaldri. Eg
held að þessi hópur þurfi svo sann-
arlega að eiga fulltrúa í nýrri sveit-
arstjórn.
Atvinnumál
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um atvinnuástandið á Suðurnesjum
í dag. Atvinnuleysið er mikið þó
eitthvað kunni að vera rofa til. Eg tel
að með markvissu átaki megi snúa
vörn í sókn. Hér þarf að koma á fót
nýjum framleiðslufyrirtækjum og
skapa ný atvinnutækifæri. Við eig-
um að nýta okkur nálægðina við
flugvöllinn miklu meira en gert er í
dag. Ég tel einnig að miklir mögu-
leikar felist í ferðaþjónustu. Þar
komum við aftur að nálægðinni við
flugvöllinn. Því ekki að reyna að fá
eitthvað af þeim tugum eða
hundruðum þúsunda farþega, sem
fara hér í gegn árlega, til að staldra
við hér á Suðurnesjum. Með mark-
vissu uppbyggingarstarfi er ég
sannfærður um að skapa megi fjölda
nýrra atvinnutækifæra í ferða-
þjónustu sem síðan leiða af sér enn
fleiri störf í öðrum þjónustugrein-
um. Þessi orð hafa heyrst áður en nú
þarf að láta verkin tala.
Skólamál
Bygging nýs grunnskóla í Heið-
arbyggð er mjög aðkallandi. Ég tel
reyndar að það mál þoli enga bið.
Eitthvað hefur verið unnið að því
máli á þessu kjörtímabili en nú þarf
að hrinda málinu í framkvæmd. Við
eigum að stefna að því að allir
grunnskólar í hinu nýja sveitarfélagi
verði einsetnir. Það þýðir fleiri
skólabyggingar. Gera þarf áætlun
um byggingar grunnskóla í hinum
ýmsu hverfum með þetta að leið-
arljósi.
Einnig tel ég brýnt að leysa hús-
næðisvanda tónlistarskólanna. Það
mál stendur mér þó of nærri til að ég
geti tjáð mig mikið um það á þess-
um vetvangi.
Menningarmálin
Hér á Suðurnesjum er öflugt
menningarlíf. Menningarlífið hefur
ekki verið, og á ekki að vera, á
hönduni sveitarfélaganna. Þau geta
liins vegar stutt við bakið á þvi með
Kjartan Már Kjartansson
því að skapa aðstöðu svo ein-
staklingar og hópar geti aðhafst eitt-
hvað í þessum málum. Aðstöðuleysi
áhugaleikfélagana. byggðarsafnsins
og þeirra sem standa fyrir tón-
leikahaldi er tilfinnanlegt. Gera þarf
áætlun um varanlegar úrlausnir í
náinni framtíð.
StefnumóTun í íþrótta-,
uppeldis- og œsku-
lýðsmálum.
Engin heildarstefna er til í í-
þrótta-, uppeldis- og æskulýðs-
málum í sveitarfélaginu. Hér vinna
aðilar hver í sínu horni og óþarfa
árekstrar koma oft upp. Miklum
fjármunum er varið í þessa mála-
flokka. Með mótun heildarstefnu í
þessum málum má nýta tjármuni
betur, unga fólkinu og skattborg-
urum til heilla.
Lokaorð
Nái ég kjöri í eitt af efstu sæt-
unum mun ég leggja mig allan fram
til að vinna að málefnum hins nýja
bæjarfélags.
Kjartan Már Kjartansson
Frcyjuvöllum 17
Keflávík
14717
• Frá afhendingu endurlífgunarbúnaðarins. F.v. Sigurður Jónsson, Jón
Hjálmarsson, Guðniundur T. Olafsson, Sigurjón Kristinsson og Sigurður
Ingvarsson. Mynd: hbb.
Kiwanismenn gáfu endurlífgunarbúnað
í íþróttamiðstöðina í Garði:
ÖRUGGARI EN
MUNN VIÐ MUNN-
ADFERDIN!
Kiwanisklóbburinn Hof í
Garði afhenti Iþróttamiðstöðinni
t' Garði endurlífgunarbúnað að
gjöf sl. laugardag. Þar með efndi
klóbburinn loforð sem gefið var
við opnun sundlaugarinnar og
íþróttahússins 16. október í
haust.
Bónaðurinn er ætlaður til súr-
efnisgjafar og er nauðsynlegur í
öllum sundlaugum og í-
þróttahúsum. Um er að ræða
þrjár stærðir af gervilungum og
tilheyrandi grímum. Búnaður
þessi er notaður í staðinn fyrir
„munn við munn“-aðferðina,
en þessi búnaður reynist öruggari
en gamla aðferðin. Endurlt'fg-
unarbúnaðurinn kostaði um
50.000 krónur, en kiwanismenn í
Garði afla fjár til starfsemi sinnar
með flugeldasölu.
Það var Sigurður Ingvarsson
sem tók við gjöfinni fyrir hönd
húsnefndar. Sigurður er Kiwan-
ismaður eins og þeir Jón Hjálm-
arsson, Sigurjón Kristinsson,
Guðmundur T. Olafsson og Sig-
urður Jónsson sem afhentu gjöf-
Teiknaðu mig!
Aðalfundur Kvenfélags
Keflavíkur
verður haldinn mánudaginn 7. mars í
Kirkjulundi kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.
Bingó spilað.
Stjórnin
í tilefni af ári fjölskyldunnar efnir íslandsbanki Keflavík til
teiknimyndasamkeiipni um Georg og félaga.
Ge«rg, siiariliaukur Islanisbanka, hjál|»ar bérnunum ai spara
°C fianga vel um umhverfii.
•II bérn á alérinum 4ra til 12 ára geta tekié éátt í samkejpninni
og eru fjölskyldur hvattar til að setjast niöur og hjálpa jieim yngstu
aé teikna myné af Georg.
Skilafrestur er til 2f. mars veitt veréa verélaun fyrir éestu
(irjár mynéirnar hjá éörnum 4ra til 6 ára, 7 til 9 ára o£ 10 til 12 ára.
Teikningum skal skilaé til íslanéséanka Keflavík, Hafnargétu Si.
ISLANDSBANKI
Keflavík
íbúar í Keflavík,
Njarðvík
og Höfnum
KJÓSUM
ÞORSTEIN
í 3. SÆTI
í prófkjöri
Framsóknar-
manna
n.k. laugar-
dag 5. mars 1994.
Takið þátt í prófkjörinu og hafið áhrif á
uppröðun listans.
Stuðningsmenn