Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 1

Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 4. A P R Í L 2 0 1 6 Stofnað 1913  86. tölublað  104. árgangur  MOSSACK FON- SECA NÝTTIST VIÐ BANKAKAUP HVÍLUBRÖGÐ BOÐA HEPPNI FÓLK SEM HEFUR LÍTIÐ TIL SKIPT- ANNA GEFUR MEST KEPPT Í ÞORSKVEIÐUM 36 HEIMSÓTTI FLÓTTAMANNASVÆÐI 28VIÐSKIPTAMOGGINN Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og himn- arnir hafa tekið þátt í gleðinni og sýnt magnaða liti. Sterk norðurljós, tær blár himinn og sólsetur sem fær jafnvel snjall- símanotendur til að leggja niður símann. Í Borgarnesi á dögunum mátti sjá fegurðina við Snæfells- jökul þegar sólin gekk til viðar. Skýin hjúfruðu sig að jökl- inum, skærrauð af síðustu geislum sólar þann daginn. Í ör- skotsstund var eins og skýjahnoðrarnir breiddu sæng sína yfir hann og reyndu að koma yl í ískaldan jökulinn. Í dag er gert ráð fyrir norðlægri átt. Víða um land verður lítilsháttar rigning eða smásúld og verður hiti 3 til 10 stig en vægt næturfrost NA-lands. Fer kólnandi, einkum NA-lands. Skærrautt sólsetur við Snæfellsjökul Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forstjóri Ístaks lýsir þungum áhyggjum af meintri notkun verk- takafyrirtækja á vinnuafli sem sótt er í gegnum útlendar starfsmannaleig- ur. Segir hann að brögð séu að því að vinnuafl sem komi til landsins í gegn- um erlendar starfsmannaleigur sé munstrað upp sem undirverktakar við stórverkefni. Þannig geti verktak- ar undirboðið aðra á markaði og náð stórum verkefnum til sín. Í gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum kemur fram að eitt og sama verktakafyrirtækið, LNS Saga, sem er í eigu norska verktakafyrir- tækisins Leonhard Nilsen & Sønner AS, hefur hreppt nokkur af allra stærstu verkefnunum sem boðin hafa verið út í landinu á undanförnum misserum. Það á meðal annars við um stórframkvæmdir á vegum Lands- virkjunar við Þeistareyki og bygg- ingu Nýja Landspítalans á nýju sjúkrahóteli við spítalann. Morgunblaðið bar gögnin undir Karl Andreassen, forstjóra Ístaks, sem bauð í byggingu sjúkrahótelsins og spurði hann út í hvað orsakaði hið lága verð sem LNS Saga hefur boðið. „Það er erfitt að segja en í verk- efnum sem við höfum boðið í og ekki fengið hafa tilboð þessa fyrirtækis sem þú nefnir komið okkur verulega á óvart. Í einu tilviki, sem í grunninn er einfalt verkefni, getum við með engu móti skilið hvernig hægt er að bjóða þetta verð. Þar getur aðeins einn þáttur haft veruleg áhrif og það er launaþátturinn.“ Karl segir að hann og fleiri aðilar á markaðnum hafi áhyggjur af stöðu mála og að þeir óttist að verið sé að nýta erlendar starfsmannaleigur í skjóli undirverktaka. „Flestir verktakar nýta sér starfs- mannaleigur núna þar sem það er þröngt um vinnuafl, en þær þurfa að vera skráðar á Íslandi, fara eftir ís- lenskum kjarasamningum og vinnu- löggjöf. Þeir sem hins vegar skáka í skjóli erlendra fyrirtækja sem taka að sér undirverktöku geta lækkað tryggingagjald af launum úr 7,35%, sem við greiðum af launum okkar starfsfólks, í 0,425%. Þá er gjarnan spilað samkvæmt þeirri reglu að starfsmenn séu ekki lengur en 184 daga í landinu á hverju almanaksári og þá eru allir skattar greiddir til heimaríkisins en ekki hingað,“ segir Karl. Karl segir að lítið sem ekkert eft- irlit sé með þessum málum hér á landi og að hætt sé við að fyrirtæki sem standi í harðri samkeppni færi sig í ríkara mæli út á gráa svæðið í þeirri von að hreppa verkefni sem þau bjóði í en það sé afar óheppileg þróun. Verktakar æ oftar á gráa svæðinu  Sagðir nýta erlendar starfsmannaleigur sem undirverktaka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Útboð Umsvif hafa aukist í bygg- ingaiðnaði og skortur á vinnuafli. MViðskiptaMogginn  „Við höfum hvergi sparað þegar kemur að lúxus og þæg- indum,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri og eig- andi Diamond Suites, fyrsta fimm stjörnu hót- els landsins, sem verður opnað formlega í Keflavík 17. maí næstkomandi. Öll húsgögn, efniviður og tæki hafa verið sérinnflutt hingað til lands og valin samkvæmt hæstu stöðlum. Er m.a. í einni svítu hótels- ins að finna rúm úr hvítu leðri skreytt Swarovski-kristölum. »24 Keflavík með fyrsta 5 stjörnu hótelið Steinþór Jónsson  Þykkt lag af sandi og leir situr eft- ir á umfangsmiklum flóðasvæðum Skaftár eftir hamfarahlaupið í byrj- un október. Mun það leiða til sand- foks og svifryksmengunar umfram heilsuverndarmörk í Skaftárhreppi í sumar, að mati Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra, og hugsanlega valda vandræðum hjá ökumönnum. Landgræðslan telur mikilvægt að bregðast sem fyrst við með því að sá melgresi í verstu sandfokssvæðin næst byggð. Það þurfi að gera innan skamms og hefur Landgræðslan sótt um 96 milljóna króna aukafjárveit- ingu til uppgræðslu »32-34 Sandfok mun valda vandræðum í sumar Karlmaður á sjötugsaldri skaut konu sína til bana í íbúð í fjölbýlis- húsi á Akranesi í fyrrinótt og svipti sig síðan lífi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skaut maðurinn konuna í svefni og fannst hún látin í rúmi sínu. Konan var á sextugsaldri, starfsmaður Grundaskóla, og voru samstarfsmönnum hennar tilkynnt tíðindin í gær. Var þeim boðin áfalla- hjálp í kjölfarið og nemendur sendir heim. Engin tilkynning barst um skot- hvelli eða hávaða frá íbúðinni um nóttina. Þegar konan mætti ekki til vinnu í gærmorgun reyndi vinnu- veitandi hennar að hafa samband við hana. Eftir árangurslausar tilraunir var haft samband við lögreglu, sem naut aðstoðar sérsveitar ríkis- lögreglustjóra og braut sér leið inn í búðina þar sem lík fólksins fundust. Var það gert vegna þess að skotvopn var skráð á heimilinu. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Vesturlandi. benedikt@mbl.is Harmleikur á Akranesi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akranes Starfsfólki Grundaskóla bauðst áfallahjálp eftir voðaverkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.