Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 52

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 . . . 20 - 30 - 40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100 . . . Átt þú stórafmæli á árinu 2016? Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð. Gisting fyrir tvo á aðeins 2016 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins. Nánari upplýsingar á www.hotelranga.is/storafmaeli Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi mun verða til þess að villtum laxastofnum hnignar og að lokum deyja þeir út. Þetta kemur fram í grein Jóns Helga Björns- sonar, formanns Landssambands veiðifélaga, og Vikt- ors Guðmundssonar, formanns Landssambands stanga- veiðifélaga. Í greininni sem birtist í Frétta- blaðinu 31. mars sl. vitna þeir fé- lagar og formenn í skýrslu Norsk institutt for naturforskning (Nina) um áhrif laxeldis á villta laxastofna í Noregi. Í nýlegri skýrslu stofn- unarinnar kemur fram að 125 stofnar villtra laxa voru rannsak- aðir í norskum ám. Fráleitt er tal um útrýmingu Norski eldislaxinn er erfðafræði- lega frábrugðinn íslenska laxa- stofninum. Hann er hraðvaxta, verður seint kynþroska, kynbættur fyrir eldi og er í eldi og ræktun í öllum helstu laxeldislöndum aust- an- og vestanhafs. Afleiðing eld- isins getur verið hnignun af erfða- blöndun ef innblöndun eldislax í laxár er viðvarandi til margra ára og í margar kynslóðir villtra laxa í viðkomandi á. Fráleitt er tal um útrýmingu villtra stofna sem fyrir eru. Það sýnir mynd sem hér fylgir eftir 35 ára laxeldi í Noregi. Byggist á 35 ára reynslu Um eldið í Djúpinu segja þeir félagar: „Þrjár ár renna í Ísafjarðardjúp sem skila um 150- 500 laxa meðalveiði hver. Ætlunin er að framleiða á svæðinu 6.800 tonn af laxi á hverju ári. Engar lík- ur eru á því að þessar ár sem hafa ekki stærri stofna en raun ber vitni þoli nábýli við sjókvíaeldi sem inniheldur 2,8 milljónir eldislaxa. LV hefur bent atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu á nauðsyn þess að friða Ísafjarðardjúp fyrir eldi norskra laxa, en ráðuneytið sýnir því miður ekki þá umhverfis- ábyrgð að verða við beiðni sam- bandsins um friðun.“ Fyrirtækin í laxeldi á Íslandi nýta sér 35 ára reynslu Norð- manna til að fyrirbyggja að lax sleppi úr sjókvíum. Virkasta leiðin til þess er reglugerðin um fiskeldi sem innleiddi norskan staðal um búnað (NS 9415) í sjókvíaeldi hér á landi. Frá því að staðallinn var tek- inn upp í Noregi fækkaði til- kynntum slysasleppingum veru- lega. Þeir félagar segja að einn lax sleppi fyrir hvert framleitt tonn af laxi og það sé reynsluheimur Norð- manna. Rétt er að búnaður Norð- manna í sjókvíaeldi var afar frum- stæður til að byrja með en með dýrkeyptri reynslu þróaðist staðall um búnað fyrir eldi laxfiska í sjó eins og fyrr er nefnt. Íslenskt sjó- kvíaeldi byggst á dýrkeyptri reynslu Norðmanna í þessum efn- um. Ekki marktækur samanburður Almennur samanburður á stroki fiska í Noregi og Íslandi er því ekki marktækur. Búnaðurinn hér á landi er nýr og vottaður eftir þeim staðli sem Norðmenn sömdu meðal annars til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi úr sjókvíum. Sjókvía- eldið á Íslandi nýtur því í dag 35 ára reynslu Norðmanna. Líkindi á að fiskur sleppi hér eru því minni en í Noregi. Inn í það kemur með- al annars að útsett seiði á Íslandi eru að meðaltali stærri en í Noregi og minni hætta er á að smáseiði sleppi með því að smjúga í gegn- um möskva nótarinnar í sjókvínni. Viljum verja náttúruna Íslendingar vilja almennt verja íslenska náttúru, þar með taldar laxveiðiár og vötn, flóa og firði, náttúruminjar og hálendið og koma í veg fyrir að gæði þeirra rýrni eða skaðist. Það er hagur allra að fyrirhugað laxeldi í Djúp- inu hafi ekki óæskileg áhrif á hagsmuni veiðiréttarhafa. Fiskeld- ismenn eru líka stangveiðimenn, en mikilvægt er að stuðla að al- vöru atvinnugrein með uppbygg- ingu, fjölgun starfa og samhliða því að gera þær nauðsynlegu ráð- stafanir sem þarf til að verja villta laxastofna. Ýkjur og rangfærslur um laxeldi hjá formönnum veiðifélaganna Eftir Guðberg Rúnarsson » Almennur saman-burður á stroki fiska í Noregi og á Íslandi er því ekki marktækur. Íslendingar byggja á 35 ára dýrkeyptri reynslu Norðmanna. Guðbergur Rúnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamband fiskeldisstöðva. Blöndun eldislaxa við 125 villta laxastofna í Noregi Enginn munur - 44 stofnar Vægur munur - 41 stofn Miðlungs munur - 9 stofnar Mikill munur - 31 stofn Nina feb. 2016 35% 33% 25% 7% Forsætisráðherra er fyrir alla þjóðina, ekki bara Reykvíkinga. Það má ekkert koma fyrir í landinu svo að Reykvíkingar hlaupi ekki öskrandi út á götu og verði sér til skammar. Þeir eru eflaust að ná svifryki úr talfærunum með því, grýta lögregluna og svína allt út í kringum sig. Mér finnst langt gengið að stytta Jóns Sigurðssonar sé ekki undanskilin hjá þess- um látum. Hvar eru þau nú, Steingrímur J. Sig- fússon og Birgitta Jónsdóttir, gleymdu þau gemsunum? Svo er það RÚV. Allar neikvæðar fréttir eru endurteknar á klukkutíma fresti allan daginn. Það sem nú er til umræðu munu þeir vera með endalaust í eyrunum á okkur. Svo er ekki vinnu- friður á Alþingi fyrir konum, þær eru allt of margar, þær misstu niður um sig buxurnar í síð- ustu kosningum og halda stjórninni þannig að ekki er vinnufriður. Frekar ættu þær að bæta sig. Þó virði ég tvær konur á Alþingi, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur. Guðlaug Vagnsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Óvirðing Ekki má henda rusli í Jón. Forsætisráðherra, RÚV og Alþingi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.