Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 45
FRÉTTIR 45Kappakstur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
þriðja sæti er Red Bull með 30 stig,
Williams í fjórða með 20 og Haas í
því fimmta með 18 stig.
Tveir málsmetandi fyrrverandi
ökumenn telja Ferrari ekki í stakk
búið til að leggja Mercedes að velli í
ár. „Nei,“ segir austurríski öku-
maðurinn Gerhard Berger af mikl-
um þunga við vikuritið Auto Bild.
„Forskotið sem Mercedes naut í
fyrra var einfaldlega það mikið að
Ferrari getur ekki brúað það svo
fljótt,“ segir Berger, sem á sínum
tíma vann 10 mót í Formúlu 1.
Þetta tekur svo Skotinn David
Coulthard undir þótt hann segi
Ferrari greinilega nær Mercedes nú
en í fyrra.
„Ég býst við að Mercedes vinni
titlana aftur í ár,“ segir þessi fyrr-
verandi ökumaður Williams, Mc-
Laren og Red Bull og núverandi
sjónvarpsmaður. „Drottnun verður
erfið og ég held að Ferrari muni
knýja ökumenn Mercedes upp á
tærnar. Ég sé fyrir mér að keppnin
um titil ökumanna verði milli öku-
þóra Mercedes,“ segir Coulthard.
Telur hann Nico Rosberg loks munu
eiga góða möguleika á að leggja
Lewis Hamilton að velli. „Tölfræðin
sýnir að sérhver ökumaður sem
vinnur fimm mót í röð stendur uppi
sem heimsmeistari. Það yrði miður
ef Nico afsannaði það.“
Tímataka með gamla laginu
Fyrirvaralitlar breytingar voru
gerðar á fyrirkomulagi tímatök-
unnar í fyrsta móti ársins, í Mel-
bourne. Og þrátt fyrir að allt færi í
loft upp af óánægju, bæði af hálfu
liðanna, ökumanna, unnenda íþrótt-
arinnar og fjölmiðla, var sami háttur
hafður á í Barein. Var þar brúkað
flókið útsláttarfyrirkomulag í þeim
tilgangi að fjörga tímatökuna og
auka á óvissu í keppninni um ráspól
móta. Snerist það upp í andstæðu
sína og algjöra lágkúru. Létu ráða-
menn loks undan og verður aftur
horfið til sama fyrirkomulags og gilt
hefur mörg undanfarin ár. Sá bögg-
ull fylgdi þó skammrifi að aðilar
málsins verða að setjast niður og
móta nýtt fyrirkomulag á tímatök-
unni fyrir næsta ár. Claire Williams,
liðsstjóri liðsins sem kennt er við
föður hennar, segir að tímatöku-
hneykslið ætti að kenna forsvars-
mönnum liðanna og íþróttarinnar að
stunda ekki tilraunastarfsemi í
keppni. „Við þurfum að vanda okkur
betur og forðast hneykslan áhorf-
enda og unnenda íþróttarinnar.“
Hún segir það hafa verið létti þegar
FIA féllst á að afleggja útsláttar-
fyrirkomulagið nýja.
Valdabarátta um tæknireglur
Nú þegar deilan um tímatökurnar
mun sjatna kraumar annars konar
valdabarátta að tjaldabaki í formúl-
unni. Þar eiga í hlut nýjar tækni-
reglur sem eiga að koma til fram-
kvæmda 2017. Alþjóða aksturs-
íþróttasambandið (FIA) hefur þegar
lagt fram tillögur um breytingar á
yfirbyggingu keppnisbíla sem m.a.
ættu að stórauka hraða bílanna, svo
nemur fimm sekúndum á hring mið-
að við núverandi bíla. Verða bílarnir
breiðari og dekkin sömuleiðis.
Tillögur FIA hafa fengið heldur
daufar viðtökur hjá ökumönnum,
sem óttast að aukin vængpressa
dragi úr möguleikum til fram-
úraksturs. Heimsmeistarinn frá
1997, Jacques Villeneuve, kann ekki
að meta stöðugar breytingar á
tæknilegum forsendum bílanna.
Hann segir að liðin og FIA eigi að
hætta að fikta eilíft í bílaformúlunni.
„Þeir ættu að hætta þessum
reglubreytingum og það strax. Í öll-
um eðalíþróttum, eins og tennis og
fótbolta, hafa reglurnar ekkert
breyst í hundrað ár, ekki einu sinni
þegar þær hafa verið leiðinlegar. Og
fólk virðir það,“ segir Villeneuve
hinn orðhvati. Liðin hafa frest til 30.
apríl til að komast að samkomulagi
um 2017-reglurnar.
Það er fleira sem Formúla 1 fæst
við en keppnisreglur; þar er einnig
tekist á um peninga og þykir mörgu
liðinu það bera skarðan hlut frá
borði. Því er á stundum fleygt fram
að peningar séu afl þeirra hluta sem
gera skal. Má með sanni segja að
það eigi vel við í Formúlu 1. Í aug-
um liðanna eru þeir eru eins og
óskasteinninn í þjóðsögunum, sem
gat galdrað fram alla þá hluti sem
hugurinn girntist.
Bíll Mercedes Nico Rosberg á fullri ferð á Sakhir brautinni í Barein þar sem hann sigraði. Bíll Ferrari Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen á brautinni í Melbourne í mars.