Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 66

Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 ✝ Hildur Hákon-ardóttir sjúkraliði fæddist 24. janúar 1962. Hún lést 6. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru Svanhild- ur Guðbjörg Sig- urðardóttir, f. 17. febrúar 1938, d. 30. desember 1995, og Hákon Svanur Magnússon, f. 24. júní 1939, d. 19. febrúar 1993. Systkini Hildar eru: Helga, f. 16. júlí 1959, og Magnús, f. 29. október 1966, d. 30. maí 2011. Eiginmaður Hildar er Þor- geir Guðmundsson skipstjóri, f. 30. október 1960. Þau giftust þann 7. maí 1988. Börn hennar eru: 1) Svanhildur Guðbjörg Þorgeirsdóttir leikskóla- kennari, f. 2. apríl 1987. Eiginmaður hennar Björn Ingv- ar Guðbergsson þjónustufulltrúi, f. 27. febrúar 1982. Börn þeirra eru Elmar Þór og Þor- geir Logi. 2) Brynjar Freyr verslunarmaður, f. 28. október 1990. 3) Helga Guðný nemi, f. 17. desember 1998. Stjúpdóttir Hildar er Vigdís Elva verslunarstjóri, f. 27. ágúst 1980. Sambýlismaður hennar er Þröstur Árnason sjómaður, f. 5. mars 1975. Börn þeirra eru Auðunn Árni, Hekla Guðrún, Ellert Atli og Gunndís Katla. Útför Hildar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 14. apríl 2016, klukkan 13. Hvað á ég að segja? Það er oft sagt að enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Í þessu tilfelli á það ekki við. Ég hef alla tíð sagt þér hvað ég elska þig mikið og hvað ég er þakklát fyrir að eiga þig að. Samtölum okkar lauk alltaf á sömu nótum: „Love you.“ Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Af hverju? Þegar hinsta kallið kem- ur svona snöggt get ég ekki gert annað en hugsað um af hverju ég kom ekki oftar í heimsókn, af hverju bauð ég þér ekki oftar í mat, af hverju? Af hverju fáum við ekki fleiri ár saman? En þeg- ar ég hætti að spyrja og fer að hugsa frekar út í allar þær skemmtilegu stundir sem við höfum átt saman þá hlýnar mér. Þú varst mikill húmoristi, fag- urkeri og gerðir allt fyrir börnin þín. Þú varst alltaf til staðar al- veg sama hvað bjátaði á. Ég veit ekki hversu mörg skiptin við hlógum okkur máttlausar út af fíflagangi. Ég er þakklát fyrir allar samverustundirnar, öll ferðalögin, öll símtölin og síðast en ekki síst Facebook-samtölin. Undanfarið hef ég mikið verið að hugsa um hvað stendur upp úr. Það sem virðist vera ein- kennandi er hvað þú varst mikil mamma. Hvort það var þegar ég átti hann Elmar Þór. Þá varst þú viðstödd og stóðst sem klett- ur með okkur Bjössa. Enda hef- ur samband þitt og Elmars alla tíð verið einstakt. Hann hefur alla tíð verið mikill ömmustrák- ur og vissi ekkert betra en að fara til ömmu í „kósí“. Þegar ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands 2012 varst þú allt í öllu. Alltaf þegar mig vantaði faðmlag eða hughreystingu varst þú til stað- ar. Þú vissir alltaf hvað þú áttir að segja og ekki segja – stund- um var nóg að gefa mér faðmlag. Ákveðin, falleg sál, sterk, ljúf, skemmtileg og fagurkeri. Þetta eru þín sérkenni og ég vona að ég komist í hálfkvisti við þau. Ég elskaði þig og mun alltaf elska þig. Það er með mikilli sorg sem ég horfi til framtíðarinnar með enga mömmu mér við hlið. Það er í raun framtíð sem ég vil ekki horfa til. En þegar valið er ekk- ert þá neyðist ég til að horfa bara á daginn í dag. Ég passa upp á alla – sjáumst síðar. Elska þig. Svanhildur Guðbjörg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Einar Steingrímsson.) Elsku Hildur mín. Þegar ég sest niður og skrifa þessi orð er mér efst í huga þakklæti. Þeirri ást og þeim stuðningi sem þú sýndir mér og sonum mínum mun ég aldrei gleyma. Þú varst frábær amma og í miklu uppá- haldi hjá sonum mínum. Elmar Þór taldi niður dagana þangað til að hann komst í ömmudekur. Börnin þín og barnabörnin voru þér allt og aðdáunarvert var að sjá hversu gott samband þú áttir við börnin þín. Ef það leið dagur án þess að hún Svan- hildur mín heyrði í mömmu sinni þá varð hún óróleg. „Hvað segir uppáhalds tengdasonur minn,“ sagðirðu oft í gríni en mikið rosalega kunni ég að meta það. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá mér og mikið vildi ég óska þess að ég hefði verið duglegri við að segja þér það. Minningarnar eru ótal marg- ar. Öll ferðalögin, öll matarboðin og allar samverustundirnar. En minnisstæðast er mér alltaf þeg- ar hann Elmar Þór minn kom í heiminn. Þeim stuðningi sem þú veittir mér og Svanhildi þá, mun ég aldrei gleyma. Elsku Hildur mín. Kallið kom alltof snemma en ég trúi því að hann Maggi þinn hafi tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Björn Ingvar Guðbergsson. Elsku amma. Ég elska þig svo mikið. Meira en allar stjörnurnar á himnin- um. Ég vil bara að þér líði vel. Þinn ömmustrákur, Elmar Þór. Elskuleg systurdóttir mín, hún Hildur, er látin langt um aldur fram. Það er mér erfitt að setjast niður og skrifa minning- argrein um unga yndislega konu sem var í blóma lífsins tekin frá eiginmanni, börnum og frá litlu gullmolunum sínum, og ekki síst henni Helgu, systur hennar, sem er búin að horfa á eftir foreldr- um sínum, bróður og nú elsku- legri systur og vinkonu. Þetta nístir hjartað og er sárt og óskiljanlegt. Hildur ólst upp við mikinn kærleika frá foreldrum sínum og systkinum. Fyrstu ár- in bjuggu þau á Freyjugötunni en síðan í Stífluseli. Skærasta minning mín um hana er þegar við systurnar bjuggum í for- eldrahúsum á Freyjó og vorum að ala upp okkar fyrstu börn. Þar var mikil gleði og oft svolítill gauragangur á ferð, en gott var að hafa afa og ömmu til að hlaupa til ef mikið gekk á. Þar var alltaf tekið á móti þeim með opnum örmun kærleika. Þessi ár eru mér fjársjóður í minningunni og allur sá tími sem við hjónin áttum með þessari fjölskyldu í gegnum árin ógleymanlegur tími. Elsku Hild- ur mín, þakka þér fyrir að vera stór hluti af honum. Hildur var einstaklega dug- leg, hugrökk og góð kona, hafði góðan húmor og var skemmti- leg. Kristján og fjölskylda og Elí- as Egill sakna þess að geta ekki kvatt kæra frænku sína en þeir búa erlendis. Kæri Þorgeir og fjölskylda, ykkar missir er mestur. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk og þrek á þessum erfðu tímum. Minningin um góða og yndislega eiginkonu, móður, ömmu og systur mun veita ykkur styrk, yl og birtu á komandi tímum. Guð blessi ykkur öll. Guðný, Guðlaugur, Kristján, Erla og Elías Egill og fjölskyldur. Lífið virðist oft ósanngjarnt. Hvað veldur því að kona á besta aldri fellur frá? Hildur var okk- ur mjög hugleikin. Þegar við hjónin, Ída og Páll, bjuggum í Brekkuseli þá bjuggu foreldrar hennar í Stífuseli og samgangur mjög mikill og Hildur gisti oft hjá okkur. Þær Jóna, dóttir okk- ar, mynduðu sterk tengsl, gengu báðar í Fjölbraut í Breiðholti og hjálpuðust að. Síðan hefur Hild- ur átt sérstakan stað í hjarta okkar þó að samskiptin hafi orð- ið minni eftir að hún fluttist til Grindavíkur. Kæru Þorgeir, Vigdís, Svan- hildur, Helga Guðný og Brynjar. Kæru Helga, Þór, Hákon Svan- ur og Edda Karen. Allt virðist nú svart og enga ljósglætu að sjá í myrkrinu. En eftir lifir minning um góða stúlku. Skáldið Tómas Guð- mundsson segir: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. Guð blessi ykkur öll. Páll, Ída, Jóna, Einar Freyr og fjölskyldur. Hildur Hákonardóttir Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns, Þorsteins Magnússonar. Við kynntumst fyrir rúmlega 30 árum um það leyti þegar ég var farinn að gera mig heimakominn í kjall- aranum á Víðimel 65. Fyrst sem leynigestur en síðar sem fullgild- ur meðlimur í fjölskyldunni. Það var Þorsteini mikilvægt að fjöl- skyldan ætti samverustundir og var stór hluti af því hádegismatur á sunnudögum. Þar voru allir meðlimir fjölskyldunnar saman komnir auk nánustu ættingja. Þar var mikið spjallað, skipst á skoðunum og skeggrætt um lífið og tilveruna. Í forföllum hans var ég stundum þess heiðurs aðnjót- andi að fá að leysa hann af við að skera steikina. Þorsteinn var fróður maður, víðlesinn og mikill fagurkeri. Kvikmyndir voru eitt af mörgum áhugamálum hans og gat hann frætt okkur mikið í þeim efnum. Þar eru nokkrar setningar sem flogið hafa eins og „taktu eftir þessum, hann á eftir að koma við sögu síðar myndinni“ ef hann var búinn að sjá í gegnum söguþráð- inn. Ef honum fannst brellurnar gervilegar var sagt „þetta er nú tekið í baðkeri“. Við áttum ánægjulegar sam- ræður í gegnum tíðina um ýmis mál eins og viðskipti, vísindi eða atvinnulíf og stundum um pólitík. Hann talaði aldrei illa um nokk- urn mann eða blótaði, nokkuð sem sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar. Ávallt glaðsinna, þolinmóður og æðrulaus. Þorsteinn sýndi okkur sannar- Þorsteinn Magnússon ✝ ÞorsteinnMagnússon fæddist 17. október 1933. Hann lést 27. mars 2016. Útför Þorsteins var gerð 8. apríl 2016. lega áhuga í því sem við tókum okkur fyr- ir hendur og ekki fóru barnabörnin varhluta af þeirri at- hygli. Hann var mjög iðinn og alltaf með einhver verk- efni í gangi. Ef ekki í vinnu, heimili eða að sinna barnabörnun- um, þá var hann að skipuleggja ferðir næsta sumars. Hans helsta áhugamál var ferðamennska og var hann ávallt að undirbúa næstu ferð á framandi slóðir sem fararstjóri í ferðaklúbbi sem hann veitti formennsku. Við fengum að njóta þess með honum, annað- hvort að hlusta á sögurnar eða að aðstoða hann við undirbúning ferða. Þorsteinn var kennari af guðs náð. Hann var alltaf að skoða og tengja saman, fræddi barnabörn- in um það sem fyrir augu bar. Hann var mikill áhugamaður um jarðfræði, sögu og menningu, fróðleik sem við fengum að njóta á ferðum okkar saman. Ávallt að fræðast og miðla til næstu kyn- slóðar. Nú er Þorsteinn lagður af stað í sína hinstu för. Ég er viss um að fararstjórinn hefur skipulagt hana vel. Ég er þakklátur Þor- steini fyrir samfylgdina í gegnum lífið og það sem hann hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Ég óska honum velfarnaðar í þeirri veg- ferð sem hann hefur nú tekið sér á hendur. Reynir Sigurðsson. Ég kynntist Þorsteini fyrst í ferð til Madeira. Hann var farar- stjóri í ferð þangað á vegum Gigt- arfélagsins um páskana 1997. Það var blómaangan í loftinu þegar við stigum út úr flugvélinni á flug- vellinum í Funchal. Næsta morg- un var Þorsteinn kominn á fætur löngu á undan okkur ferðafélög- unum til þess að kanna umhverf- ið. Sögu eyjunnar og staðhætti hafði hann áður kynnt sér í þaula. Í þessari ferð kynntist ég til- vist ferðaklúbbsins Garðabakka. Þegar ég var svo komin á eftir- laun árið 2005 sá ég að Þorsteinn stóð fyrir ferð til Suður-Afríku. Það var auðsótt mál að slást með í för. Ferðin stóð í rúmar þrjár vik- ur í október, komið vor þar syðra og gróður tekinn að blómstra. Eins og fyrr, og síðar í öðrum ferðum með Garðabakka og Þor- steini, hafði hann kynnt sér sögu og staðhætti. Þó svo að innlendur fararstjóri væri með var Þor- steinn alltaf númer eitt. Þorsteinn átti létt með að segja frá, mjög sögufróður og skemmti- legur. Honum reyndist auðvelt að finna staði sem voru ekki endi- lega í alfaraleið. Frá Höfðaborg var farið austur með suður- ströndinni svokallaða Garðaleið til borgarinnar Port Elísabet. Frá Port Elísabet fórum við í norður meðfram fjallgörðum í vesturátt. Komum m.a. á strútabúgarð. Um það bil 200 km norðaustur frá Höfðaborg gistum við fjórar næt- ur á stað sem heitir Kagga Kamma og er heilsuhótel. Þarna er stjörnuathugunarstöð. Óvíða er jafnfallegt að líta upp í heiðan himininn. Umhverfið þarna minn- ir á landslagið í teiknimyndinni um Fred Flintstone. Herbergin voru ýmist tveggja manna hús eða tveggja manna hellar innrétt- aðir inn í klettaborg. Síðan er ég búin að fara í margar ferðir með Þorsteini og Garðabakka og þeim frábæru ferðafélögum. Ég má til með að nefna ferð til Kúbu þar sem við gistum í Ha- vana á því fræga hóteli Hotel Na- cional. Við fórum með rútu austur til borgarinnar Santiago de Cuba. Á leiðinni þangað gistum við á þremur völdum stöðum og önd- uðum að okkur sögunni. Landið Óman, sem er austast á Arabíu- skaga, hafði ég varla heyrt minnst á þegar Garðabakki og Fuglavinafélagið efndu til hálfs- mánaðar ferðar þangað fyrir nokkrum árum. Það var þvílíkt ævintýri. Við fórum í ferð norður að Hormuz-sundi og sigldum á Persaflóa, sumir tóku meira að segja sundsprett í Flóanum. Einnig dvöldum við einn sólar- hring úti í Wahiba-eyðimörkinni þar sem spámaðurinn Job dvaldi og komum að grafhýsi hans. Og sáum sólina setjast bak við sand- hólana. Það var ótrúlegt hvað Þorsteini tókst að finna ævintýra- staði og skemmtilega veitinga- staði þar sem veislumáltíð beið hópsins í öllum ferðum. Enda Þorsteinn mikill sælkeri. Innanlands var líka oft farið í dagsferðir og út að borða. Hann var ötull að halda þessum hópi saman og alltaf var eitthvert glens og gaman. Að hittast með Garðabakka- fólkinu er alltaf eins og ættarmót. Ég vil þakka Þorsteini fyrir all- ar þessar ævintýraferðir og elskusemi. Ég óska honum Guðs blessun- ar á nýjum ferðaleiðum. Innilegar samúðarkveðjur til Þórdísar og fjölskyldu. Bára Brynjólfsdóttir. Látinn er góður vinur og fé- lagi, Þorsteinn Magnússon, sem af okkur skólafélögunum í Versl- unarskólanum var kallaður Donni. Það var góður félagsandi í gamla húsinu við Grundarstíg, sem var bæði meðal skólabræðra og skólasystra. Við vorum fimm skólabræður sem fórum að spila brids saman, það voru fjórir og einn til vara, þar sem spilað var í foreldrahús- um sitt á hvað. Nú með Þorsteini eru fjórir fé- lagarnir látnir og er ég því bara einn eftir. Það er mikil eftirsjá að Þor- steini sem og hinum félögunum líka, en þeir voru Björn Stefáns- son, Magnús Elíasson og Walter Hjaltested. Vonandi hittast þeir líka hjá Guði á himnum. Það er margs að minnast um Þorstein en ég læt þetta nægja. Fjölskylda mín sendir Þórdísi og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur og biður góðan Guð um blessun þeim til handa. Leifur Ísleifsson. ✝ Sturla FriðrikÞorgeirsson fæddist í Vest- mannaeyjum 25. nóvember 1933. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands í Vest- mannaeyjum mið- vikudaginn 23. mars 2016. Foreldrar hans voru hjónin Þor- geir Frímannsson, f. 31. maí 1901, d. 26. apríl 1963, og Lára Kristín Sturludóttir, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972. Systkini Sturlu voru: Guðrún Kristín, Richard Björgvin og Perla Kristín, þau eru öll látin. Fyrrverandi eiginkona Sturlu er Guðbjörg Pálsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Páll, kvæntur Önnu Rósu Jóhanns- dóttur. Börn: a) Guðbjörg, hennar börn eru: Hera Sjöfn og Steinþór Páll. b) Sjöfn, sambýlismaður hennar er Ás- geir. 2) Jóhann Pétur. Barn hans er Guðrún Kristín. 3) Lára Kristín, gift Trausta Pálssyni. 4) Heiða Björk. Barn hennar er Kolbeinn Sturla. Sambýlismaður Heiðu er Þröstur Sverrisson. Sturla kvæntist Erlu Sigríði Sigurðardóttur 20. mars 1987. Fyrrverandi eiginmaður Erlu er Sigurður Rúnar Gunnsteins- son, þeirra börn eru: 1) Sigurður Einar, kvæntur Steinunni Hauks- dóttur. Börn þeirra eru: a) Haukur, b) Valur og c) Erla Sigríð- ur. 2) Gunnsteinn, kvæntur Ingigerði Stefánsdóttur. Börn þeirra eru: a) Unnur Birna og b) Dagný Rós. Gunnsteinn á tvö börn frá fyrra sambandi. Þau eru Sigurður Fannar og Krist- ín Lilja, hennar sonur er Fenrir Flóki. 3) Sævar, sambýliskona hans er Hafdís Nína Haf- steinsdóttir. Börn þeirra eru: a) Erla Sigríður, sambýlis- maður hennar er Hjalti. b) Helena, sambýlismaður henn- ar er Kristján Orri. c) Íris. Sonur Sævars er Sturla Freyr. 4) Eydís Ósk, gift Sigur- sveini Þórðarsyni. Börn þeirra eru: a) Þórður Yngvi, b) Selma Björt og c) Sigurður Valur. Dóttir Sigursveins er Tanja Rut, sambýlismaður hennar er Guðmundur Vignir. Útför Sturlu fór fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum 9. apríl 2016. Elsku mágur minn, Sturla, er fallinn frá. Við kynntumst ung þegar við bjuggum saman á Helgafellsbraut 18 í nokkur ár. Sturla var sérstaklega góð- ur bróður sínum, Rikka, og voru þeir mjög nánir alla tíð. Sturla flutti til Reykjavíkur í gosinu eins og við öll, en hann kom ekki aftur til Eyja. Við Bibba vorum góðar vinkonur en svo skildu leiðir þeirra hjóna en sambandið hélt áfram, þó í minna mæli. Samband systkinanna var alltaf yndislegt en nú hafa þau öll kvatt í sömu röð og þau komu í heiminn; Rikki, Gunna, Perla og Sturla og sakna ég þeirra allra mikið. Sturla kynntist Erlu S. Sigurð- ardóttur og áttu þau mjög gott samband í mörg góð ár. Elsku Sturla, þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum. Vonandi hafið þið systkinin hist. Þín mágkona, Þórdís (Dísa). Sturla Friðrik Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.