Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 „Þegar svona mikið framboð er af tónleikum á svæðinu er ekki sjálf- gefið að ná svona aðsókn,“ segir Einar Ólafur Speight, tónleika- haldari hjá Dægurflugunni, sem stendur að tónleikum í Eldborgar- sal Hörpu á sunnudag með Álfta- gerðisbræðrum. Nær uppselt er á tvenna tónleika, kl. 16 og 20, en aukatónleikum var skellt á skömmu eftir að miðar á kvöld- tónleikana kláruðust. Sérstakir gestir með hinum sí- vinsælu söngbræðrum úr Skaga- firði eru Diddú og Raggi Bjarna. Kynnir á tónleikunum verður Örn Árnason, og segir Einar aldrei að vita nema að hann eigi eftir að bresta í söng eins og oft áður. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir, ásamt Stefáni R. Gíslasyni, söngstjóra og undirleik- ara þeirra Álftagerðisbræðra allt frá því að þeir sungu fyrst saman opinberlega fyrir nærri 30 árum. Að sögn Einars hefur verið ákveðið að efna til tónleika á Norðurlandi í lok maí. Fyrst munu bræðurnir koma fram í Miðgarði laugardagskvöldið 28. maí, ásamt hljómsveit og Erni Árnasyni, og daginn eftir verða tónleikar í Hofi á Akureyri. Þar verður dagskráin í Eldborg endurtekin ásamt öllum þeim listamönnum sem þar koma fram á sunnudaginn. Einar segir miðasölu vegna tónleikanna fyrir norðan fara af stað í næstu viku. „Þeir bræður ná til mjög stórs hóps og eru, eins og þeir hafa sjálfir bent á, eina starfandi strákabandið í landinu,“ segir Einar Ólafur, léttur í bragði. bjb@mbl.is Ljósmynd/Dægurflugan Söngbræður Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir koma fram á tvenn- um tónleikum í Eldborg í Hörpu á sunnudag. Nær uppselt er á tónleikana. „Strákabandið“ að fylla tvenna tónleika  Álftagerðisbræður njóta vinsælda Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú Ragnar Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Blaðburðurinn er starf margra kosta,“ segir Gunnlaug Dröfn Páls- dóttir í Mosfellsbæ. Það var í nóv- ember 2013 sem sonur hennar, Þyrn- ir Hálfdan, byrjaði að bera út Morgunblaðið og var móðirin honum þá til halds og trausts. Mál þróuðust hins vegar mjög fljótlega á þann veg að Gunnlaug tók við blaðburðinum og börnin hennar þrjú hafa aðstoðað móður sína, þegar svo ber undir. Hjá Árvakri gildir að á höfuðborg- arsvæðinu á Morgunblaðið að hafa borist áskrifendum fyrir klukkan sjö á morgana. Blaðberarnir þurfa því að vera árrisulir og velvakandi. Gönguferð með hundinn „Ég legg gjarnan af stað upp úr klukkan fimm á morgnana og þeta er virkilega hressandi. Maður fær hreyfingu og súrefni í lungun, skrifstofukonan heldur sér í formi og svo skilar þetta svolitlum aur. Þetta er ágæt aukabúgrein. Já, og fyrir hundaeigendur er þetta fínt, þarna tek ég mína daglegu gönguferð með hundinn svo hér er margt í sama pakkanum,“ segir Gunnlaug, sem í föstu starfi annast blaðburð við Tröllateig og Skálatún. „Við fjölskyldan höfum reyndar gripið í útburð í fleiri hverfum hér í Mosfellsbæ. Held að við séum búin að bera út í öllum hverfunum nema Helgafellslandi, sem enn er í upp- byggingu. Einhverju sinni þegar Mogginn var í aldreifingu vorum við með 1.200 blöð. Það var algjört met.“ Gerum vel við okkar fólk Vorið er besti tími blaðberans, segir Gunnlaug og bætir við að stund- um setji hálfgerðan hroll að sér þegar hún arki út í myrka vetrarnóttina, þegar snjór sé yfir öllu og fljúgandi hálka. „En núna þegar komið er fram í apríl er þetta fínt. Það er yndislegt að ganga í kyrrðinni og sjá sólina koma upp svo að umhverfið verður allt í póstkortalitlum,“ segir blaðberinn. Að sögn Arnar Þórissonar, dreif- ingarstjóra Árvakurs, er alltaf þörf á röskum blaðberum í sveit fyrirtæk- isins. „Oft erum við með laus hverfi, bæði til lengri tíma og í afleysingum í nokkra daga eða lengur eftir atvik- um. Við gerum vel við okkar fólk, sem meðal annars bjóðast ýmis fríðindi og afslættir í gegnum blaðberaklúbb. Blaðberarnir eru á öllum aldri. Gjarn- an er þetta ungt fólk, en fullorðnum í liðinu fer fjölgandi; fólki sem finnst fínt að taka líkamsræktina árla dags og fá laun fyrir,“ segir Örn Þórisson. Ber út Morgunblaðið þegar sólin kemur upp  Árrisul í Mosfellsbæ  Skrifstofukona heldur sér í formi Morgunblaðið/Eggert Moggafólk Gunnlaug Dröfn Pálsdóttir blaðberi og börnin hennar þrjú, Þórey Kristín, Þyrnir Hálfdan og Bergljót Sóley, sem öll eru Þyrnisbörn. Karl Á. Sigurgeirsson Hvammstanga Í vikunni var undirritaður í Selasetri Íslands á Hvammstanga samningur milli setursins og Hafrannsókna- stofnunar. Samningurinn er tvíþætt- ur. Annars vegar eru veittar 30 millj- ónir króna til rannsókna á selastofnum við Íslandsstrendur, og þá sérstaklega stofnstærðarmæl- ingar. Sigurður Líndal, framkvæmda- stjóri Selaseturs Íslands segir vonir standa til að þetta samkomulag verði endurnýjað árlega og verði þá til þess að almennilegt skipulag komist á þessi mál, öfugt því sem áður hefur verið, þar sem segja má að varla hafi verið staðið við skuldbindingar ríkis- ins gagnvart þeim alþjóðasamningum sem við Íslendingar erum hluti af. Hinn hluti samningsins er, að veittar eru 10 milljónir króna, eingreiðsla, til tækjakaupa og standsetningar hús- næðis á Hvammstanga. Sigurður bauð gesti velkomna og lýsti ánægju með þennan áfanga. Sandra Granquist, deildarstjóri líf- fræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, nýráðinn deildar stjóri ferðamálarannsóknasviðs, set- ursins, héldu stutt erindi og sögðu frá sínu starfssviði. Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selasetursins og Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn. Vottar voru Sandra Granquist og Sólmundur Már Jóns- son, fjármálastjóri Hafró. Þess má geta, að 35% aukning var á gesta- fjölda í Selasetrinu á milli áranna 2014 og 2015. Gestir árið 2015 voru 27.150. Mikil fjölgun gesta er nú á líð- andi vetri og er fjölgun milli mars- mánaða 2015 og 2016 um fjórföld. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Handsal Sandra Granquist, Ársæll Daníelsson, Ólafur S. Ástþórsson og Sólmundur Már Jónsson leiddu mál til lykta við athöfn í Selasterinu. Áfangi í uppbygg- ingu Selasetursins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.