Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Þingmenn Samfylkingarinnar eruí slíku uppnámi þessa dagana að þeir neita að halda áfram þing- störfum. Ástæðuna má rekja til um- ræðu um aflands- félög og tengsl, jafnvel sáralítil tengsl, tiltekinna stjórnmálamanna við slík félög.    Eftir að sú umræða fór af staðkom fram að skrifstofa Sam- fylkingarinnar er í húsnæði í eigu Alþýðuhúss Reykjavíkur ehf., sem er að langstærstum hluta í eigu tveggja félaga, Fjalars og Fjölnis, sem eru skráð með erlendar kenni- tölur og heimili „í öðrum löndum“.    Þá hefur því verið haldið fram aðþessi „önnur lönd“ séu svoköll- uð aflönd. Stjórnarmaður í Alþýðu- húsinu neitar þessu, en neitar jafn- framt af einhverjum ástæðum að svara því hvaða félög Fjalar og Fjölnir eru og hvar þau eru skráð.    Þegar rætt er við formann flokks-ins segist hann ekkert vita og nú hefur flokkurinn svarað fyrir- spurnum Morgunblaðsins á þann hátt að flokkurinn hafi engin tengsl við húseigandann og flokknum komi þetta því ekkert við.    Flokkurinn segist greiða mark-aðsleigu, sem er í besta falli hæpin fullyrðing þegar tölur eru skoðaðar, ekki síst þegar horft er til þess að Alþýðuhúsið styrkir flokkinn af myndarskap upp í leigukostnað.    Þessi ekki-svör eru með miklumólíkindum í ljósi ákafa flokksins í aflandsmálum. Ekki er síður með ólíkindum að Ríkisútvarp Samfylk- ingarinnar, sem hefur lagt ofur- áherslu á aflönd, skuli láta eins og það hafi ekki frétt af málinu. Hallveigarstígur 1 Býr Samfylkingin á Tortóla? STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 alskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:57 20:59 ÍSAFJÖRÐUR 5:53 21:13 SIGLUFJÖRÐUR 5:36 20:56 DJÚPIVOGUR 5:25 20:31 Guðmundur Guðjóns- son, óperusöngvari, húsgagnasmiður og sviðsstjóri hjá RÚV, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 11. apríl, 94 ára að aldri. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir og Guðjón Ólaf- ur Jónsson smiður. Hann átti fimm systk- ini, sem öll eru látin. Guðmundur lærði húsgagnasmíði og starfaði sem sviðs- maður á RÚV. Kunnastur var Guð- mundur þó fyrir sönginn. Hann fór með tenórhlutverk í fjölmörgum óp- erum og í yfir 200 sýningum. Hann kom víða fram á söngskemmtunum um árabil, ýmist með fremstu söngvurum landsins eða sem ein- söngvari. Guðmundur söng einnig um langt árabil með Karlakór Reykjavíkur og oft sem einsöngvari. Hann starfaði síðar með eldri félögum í kórnum. Þegar Rás 1 gerði þáttaröðina Sungið með hjartanu árið 2002 var Guð- mundur einn af þeim sem þar hljómuðu. Í þáttunum, sem voru níu talsins, voru leikn- ar upptökur með nokkrum af frum- kvöðlum í óperuflutn- ingi hérlendis. Í Morgunblaðinu 1965 segir í umsögn um óperuna Madame Butterfly, sem sett var upp í Þjóð- leikhúsinu, að söngur Guðmundar, sem fór með hlutverk liðsforingjans B. F. Pinkerton, þætti góður, röddin björt og henni beitt af góðri kunn- áttu og smekkvísi. Guðmundur kvæntist Kristínu Bjarnadóttur þann 21. október 1944. Eignuðust þau þrjú börn; Guðrúnu, Hafstein og Ernu. Andlát Guðmundur Guðjónsson Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur er- indi um tilraunaveiðar og rann- sóknir á hörpudiski í Breiðafirði á málstofu Hafrannsóknastofnunar í dag kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Veiðum á hörpudiski í Breiðafirði var hætt fyrir um áratug vegna hruns stofnsins. Tilraunaveiðar, í sam- starfi við aflahlutdeildarhafa, hóf- ust 2014. Um langtímaverkefni er að ræða og markmiðið er að fá betri upplýsingar um afrakst- ursgetu svæðanna. Ræðir rannsóknir og veiðar á hörpuskel Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Eyrnalokkagöt Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegil. Þór- leifur Ásgeirsson óskaði eftir heim- ild nefndarinnar fyrir nafninu og í samtali við Víkurfréttir sagði hann nafnið vera uppnefni sem hann hafi fengið í skóla og notað allar göt- ur síðan. Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Ugluspegill brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og dæmi séu um að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn. Vísað er til vísinda- vefs Háskóla Íslands þar sem segir að Till Ugluspegill hafi verið sögu- hetja í þýskri arfsögn frá miðöldum en hann hafi verið hrekkjalómur og prakkari. Taldi nefndin merkingu nafnsins ekki almennt þekkta og ekki mjög neikvæða eða niðrandi. „Fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama er ekki nóg til þess að hafna því. Eigin- nafnið Ugluspegill verður því látið njóta vafans,“ segir í úrskurðinum. laufey@mbl.is Þórleifur má nú heita Ugluspegill Ugluspegill Söguhetja og prakkari úr þýskri arfsögn frá miðöldum.  Óvíst að nafnið yrði nafnbera til ama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.