Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 8

Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Þingmenn Samfylkingarinnar eruí slíku uppnámi þessa dagana að þeir neita að halda áfram þing- störfum. Ástæðuna má rekja til um- ræðu um aflands- félög og tengsl, jafnvel sáralítil tengsl, tiltekinna stjórnmálamanna við slík félög.    Eftir að sú umræða fór af staðkom fram að skrifstofa Sam- fylkingarinnar er í húsnæði í eigu Alþýðuhúss Reykjavíkur ehf., sem er að langstærstum hluta í eigu tveggja félaga, Fjalars og Fjölnis, sem eru skráð með erlendar kenni- tölur og heimili „í öðrum löndum“.    Þá hefur því verið haldið fram aðþessi „önnur lönd“ séu svoköll- uð aflönd. Stjórnarmaður í Alþýðu- húsinu neitar þessu, en neitar jafn- framt af einhverjum ástæðum að svara því hvaða félög Fjalar og Fjölnir eru og hvar þau eru skráð.    Þegar rætt er við formann flokks-ins segist hann ekkert vita og nú hefur flokkurinn svarað fyrir- spurnum Morgunblaðsins á þann hátt að flokkurinn hafi engin tengsl við húseigandann og flokknum komi þetta því ekkert við.    Flokkurinn segist greiða mark-aðsleigu, sem er í besta falli hæpin fullyrðing þegar tölur eru skoðaðar, ekki síst þegar horft er til þess að Alþýðuhúsið styrkir flokkinn af myndarskap upp í leigukostnað.    Þessi ekki-svör eru með miklumólíkindum í ljósi ákafa flokksins í aflandsmálum. Ekki er síður með ólíkindum að Ríkisútvarp Samfylk- ingarinnar, sem hefur lagt ofur- áherslu á aflönd, skuli láta eins og það hafi ekki frétt af málinu. Hallveigarstígur 1 Býr Samfylkingin á Tortóla? STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 alskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:57 20:59 ÍSAFJÖRÐUR 5:53 21:13 SIGLUFJÖRÐUR 5:36 20:56 DJÚPIVOGUR 5:25 20:31 Guðmundur Guðjóns- son, óperusöngvari, húsgagnasmiður og sviðsstjóri hjá RÚV, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 11. apríl, 94 ára að aldri. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir og Guðjón Ólaf- ur Jónsson smiður. Hann átti fimm systk- ini, sem öll eru látin. Guðmundur lærði húsgagnasmíði og starfaði sem sviðs- maður á RÚV. Kunnastur var Guð- mundur þó fyrir sönginn. Hann fór með tenórhlutverk í fjölmörgum óp- erum og í yfir 200 sýningum. Hann kom víða fram á söngskemmtunum um árabil, ýmist með fremstu söngvurum landsins eða sem ein- söngvari. Guðmundur söng einnig um langt árabil með Karlakór Reykjavíkur og oft sem einsöngvari. Hann starfaði síðar með eldri félögum í kórnum. Þegar Rás 1 gerði þáttaröðina Sungið með hjartanu árið 2002 var Guð- mundur einn af þeim sem þar hljómuðu. Í þáttunum, sem voru níu talsins, voru leikn- ar upptökur með nokkrum af frum- kvöðlum í óperuflutn- ingi hérlendis. Í Morgunblaðinu 1965 segir í umsögn um óperuna Madame Butterfly, sem sett var upp í Þjóð- leikhúsinu, að söngur Guðmundar, sem fór með hlutverk liðsforingjans B. F. Pinkerton, þætti góður, röddin björt og henni beitt af góðri kunn- áttu og smekkvísi. Guðmundur kvæntist Kristínu Bjarnadóttur þann 21. október 1944. Eignuðust þau þrjú börn; Guðrúnu, Hafstein og Ernu. Andlát Guðmundur Guðjónsson Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur er- indi um tilraunaveiðar og rann- sóknir á hörpudiski í Breiðafirði á málstofu Hafrannsóknastofnunar í dag kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Veiðum á hörpudiski í Breiðafirði var hætt fyrir um áratug vegna hruns stofnsins. Tilraunaveiðar, í sam- starfi við aflahlutdeildarhafa, hóf- ust 2014. Um langtímaverkefni er að ræða og markmiðið er að fá betri upplýsingar um afrakst- ursgetu svæðanna. Ræðir rannsóknir og veiðar á hörpuskel Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Eyrnalokkagöt Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegil. Þór- leifur Ásgeirsson óskaði eftir heim- ild nefndarinnar fyrir nafninu og í samtali við Víkurfréttir sagði hann nafnið vera uppnefni sem hann hafi fengið í skóla og notað allar göt- ur síðan. Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Ugluspegill brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og dæmi séu um að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn. Vísað er til vísinda- vefs Háskóla Íslands þar sem segir að Till Ugluspegill hafi verið sögu- hetja í þýskri arfsögn frá miðöldum en hann hafi verið hrekkjalómur og prakkari. Taldi nefndin merkingu nafnsins ekki almennt þekkta og ekki mjög neikvæða eða niðrandi. „Fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama er ekki nóg til þess að hafna því. Eigin- nafnið Ugluspegill verður því látið njóta vafans,“ segir í úrskurðinum. laufey@mbl.is Þórleifur má nú heita Ugluspegill Ugluspegill Söguhetja og prakkari úr þýskri arfsögn frá miðöldum.  Óvíst að nafnið yrði nafnbera til ama

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.