Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.04.2016, Qupperneq 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 senn skemmtileg og fræðandi, efldi málþroska og virðingu fyrir móður- málinu og ekki síst íslenskri náttúru. Sjálf hef ég frá unga aldri veitt því smáa í umhverfinu mikla athygli og raunar orðið æ meiri náttúruunnandi með árunum,“ segir Edda Valborg. „Náttúra Íslands er enda einstök,“ bætir hún við. Með hugmyndina nánast full- mótaða í kollinum fjárfesti hún í góðri myndavél og lagði í þágu verk- efnisins upp í allnokkra ljósmynda- leiðangra um landið næstu árin. „Stundum ein míns liðs en ég notaði líka tækifærið til að taka myndir þeg- ar ég var á ferðinni með vinum eða fjölskyldu. Ég þurfti svolítið að eltast við blómgunartímann, sum blóm blómstra snemma árs, önnur seint. Þess á milli var ég ýmislegt að sýsla, eins og að vinna og reka hönnunar- stofu mína, Port hönnun. Annars þurfti ég ekki alltaf að leita langt því sumar ljósmyndirnar eru bara héðan af Valhúsahæð á Seltjarnarnesi,“ við- urkennir hún brosandi. M fyrir mýrasóley Bókin er 64 blaðsíður, í 22x28 cm broti og hver opna helguð einu blómi og bókstaf þess; S fyrir smjör- gras og M fyrir mýrasóley svo eitt- hvað sé nefnt. Um flest blómin; augnfró, ólafssúru, naflagras, þyrni- rós og fleiri, er vísa eða vísubrot, kvæði eða þula sem Edda Valborg valdi af kostgæfni, sem og ýmsir fróðleiksmolar. Til dæmis varð eftir- farandi þjóðvísa fyrir valinu með fíf- unni: „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum, Halla kerling fetar fljótt, framar eftir göngum“. Og fyrir fróðleiksfúsa má geta þess að fífan vex í votlendi, finnst alls staðar á landinu og blómstrar í júní – eins og fram kemur í bókinni. Þótt skáldum hafi í aldanna rás verið tíðort um blóm fann Edda Val- borg ekkert ljóðrænt um smjör- grasið. „Kannski af því að nafnið er svo órómantískt,“ giskar hún á. Í stað ljóðs eða vísubrots eftir íslenskt skáld, þekkt eða óþekkt, lífs eða liðið, lét hún fylgja smjörgrasinu þær upp- lýsingar að það væri líka kallað hana- toppur, óeirðagras og lokasjóðs- bróðir. Nöfnin hafa trúlega ekki, frekar en smjörgrasið, þótt sér- staklega ljóðræn. Sjónræn upplifun Edda Valborg hugsar sig um þegar hún er beðin um að nefna uppáhaldsblómið sitt. Henni finnst þau öll falleg. „Ætli ég nefni ekki smjörgrasið, sem ég hreifst af þegar ég myndaði það í Gjánni í Þjórsárdal. Fífan er líka yndisleg og gaman að horfa á hana sveigja sig eftir veðri og vindum á árbökkunum. Nú, eða fífill- inn ..“ segir Edda Valborg, sem alltaf hefur haft áhuga á blómum, einkum þó myndræna þættinum. „Stórkost- leg lögun þeirra, litadýrð og mynstr- in heilla mig. Þótt ég sé ekki með mjög græna fingur hef ég óskaplega gaman af að skoða alls konar blóm. Meiningin með útgáfu bókarinnar var ekki að kynna til sögunnar óvenjulegar blómategundir, heldur blóm sem fólk þekkir en veit ekkert endilega hvað heita, rétt eins og ég sjálf áður en ég réðst í gerð bókar- innar. Mig langaði að skapa listræna og sjónræna upplifun; stemmningu þar sem texti, letur og ljósmynd flæddu létt og leikandi saman, en bæru ekki hvert annað ofurliði.“ Heppin með hugmynd Eins og höfundarréttarlög kveða á um þurfti Edda Valborg að fá leyfi rétthafa til að birta ljóðin í bókinni. Hún segir alla hafa veitt henni góðfúslegt leyfi. „Ég hafði heil- mikið fyrir að finna suma rétthafana, til dæmis að þulu Guðrúnar Auðuns- dóttur, sem mig langaði að birta. Hún fæddist rétt eftir aldamótin 1900 og var ættuð undan Eyjafjöll- um. Ég var búin að spyrjast fyrir hjá mörgum á þessum slóðum áður en ég hafði loks uppi á einkadóttur hennar, sem bjó í næsta húsi við mig í Reykjavík. Gegnum þessa vinnu kynntist ég henni og einnig skáld- konunni Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem á tvö ljóð í bókinni, og var af- skaplega elskuleg. Hún hafði á orði hversu heppin ég væri að hafa fengið hugmyndina að bókinni. Öll vinna við bókina hefur verið svo skemmtileg að ég er hálft í hvoru leið yfir því að henni skuli vera lokið,“ segir Edda Valborg – af takmarkaðri alvöru þó. Fífa Fífan vex í votlendi, finnst mjög víða á landinu og blómstrar í júní. Mýrasóley Þetta fallega hvíta blóm vex víða og blómstrar í júnímánuði. Bláklukka Bláklukka vex í móum og skóglendi og blómstrar í júlí og ágúst. „Mig langaði að skapa listræna og sjónræna upplifun; stemmningu þar sem texti, letur og ljósmynd flæddu létt og leikandi saman, en bæru ekki hvert annað ofurliði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.