Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 53
UMRÆÐAN 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Módel: Hrönn Johannsen
Gleraugu: Lindberg
– NÝTT MERKI HJÁ OPTICAL STUDIO
MÓDEL: HRÖNN JOHANNSEN
GLERAUGU: BOTTEGA VENETA
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
Liðinn aldarfjórð-
ung hafa kjölfestufjár-
festar haft forystu um
uppbyggingu og rekst-
ur HB Granda hf. Ár-
angur framsýnnar
stjórnarstefnu þeirra,
öflugra stjórnenda og
starfsmanna kemur
fram í afkomu síðasta
árs, en þá skilaði fé-
lagið einum besta
rekstrarárangri frá upphafi.
Á aðalfundi HB Granda hf. þann
1. apríl sl. birtist ágreiningur vegna
kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
um margfeldiskosningu við stjórn-
arkjör. Vegna þessa drógu allir nú-
verandi stjórnarmenn félagsins til
baka framboð sín til stjórnar og
vildu með því skapa svigrúm til að
eiga frekari viðræður við stjórn Líf-
eyrissjóðsins. Stjórn HB Granda hf.
leitaði þannig eftir skýringu frá
stjórn Lífeyrissjóðsins á þeim atrið-
um sem hún er ósátt með í stjórnun
og rekstri HB Granda hf., sem
valda því að Lífeyrissjóðurinn telur
sig knúinn til að nýta lagaákvæði
um einskonar neyðarrétt minni-
hluta til að krefjast margfeldis-
kosninga.
Séríslenskt lagaákvæði um
margfeldiskosningar
Kjör til stjórna í hlutafélögum fer
eftir 63. grein hlutafélagalaga nr. 2
frá 1995. Samkvæmt lögum hér á
landi og erlendis er algengast að
viðhafa meirihlutakosningu við kjör
til stjórnar í hlutafélögum. Í ís-
lenskum hlutafélagalögum er hins
vegar sérstakt ákvæði um marg-
feldiskosningar en
ákvæði um slíkt form
kosninga er ekki í lög-
um á hinum Norður-
löndunum né öðrum
helstu nágrannalöndum
okkar. Tilgangur þessa
lagaákvæðis er að
„auka vernd minni-
hluta“, og hefur vænt-
anlega einkum verið
beitt þegar rekstur fé-
lags gengur illa eða
mikill ágreiningur hef-
ur verið meðal hluthafa
um starfsemi félags.
Ágreiningur stjórnar HB Granda
hf. og stjórnar Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna snýr einkum að tveimur
atriðum:
Annars vegar hvort eðlilegt
geti talist að stjórn Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna beiti vog-
arafli séríslensks lagaákvæðis
um margfeldiskosningar til að
þrýsta „sínum fulltrúa“ inn í
stjórn vel rekins fyrirtækis, í
stað þess að fylgja almennum
reglum um meirihlutakosningu
eins og venja er að viðhafa við
stjórnarkjör í hlutafélögum
hérlendis og í okkar helstu ná-
grannalöndum.
Hinsvegar hvort eðlilegt geti
talist að stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna skipi eigin
stjórnarmenn í stjórnir þeirra
fyrirtækja þar sem sjóðurinn er
hluthafi, í stað þess að velja þá
hæfustu einstaklinga sem mest-
ur ávinningur er fyrir viðkom-
andi hlutafélag að fá til starfa í
sína stjórn. Flestir aðrir lífeyr-
issjóðir heimila ekki slíka
stjórnarhætti.
Ný stjórn tók við í Lífeyrissjóði
verzlunarmanna þann 15. mars sl.
og eru nú allir átta stjórnarmenn
nýir í stjórn. Fyrri stjórn Lífeyris-
sjóðsins hafði tekið ákvörðun um að
krefjast margfeldiskosningar og að
stjórnarmaður í Lífeyrissjóðnum
yrði fulltrúi sjóðsins í framboði til
stjórnar HB Granda hf. Nýja
stjórnin hafði því hvorki komið að
ákvörðun um margfeldiskosningu
né framboð. Óskað var því eftir að
ný stjórn Lífeyrissjóðsins myndi
endurmeta afstöðu fyrri stjórnar og
fylgja þá vandaðri stjórnarháttum.
Í yfirlýsingu frá 7. apríl sl. kemur
fram að nýja stjórnin heldur sig að
fullu við ákvörðun fyrri stjórnar.
Þau svör koma á óvart og eru
vissulega vonbrigði.
Ábyrgð samtaka
atvinnurekenda
Lífeyrissjóðir eru hálfopinberar
stofnanir. Sjóður eins og Lífeyris-
sjóður verzlunarmanna starfar
samkvæmt sérstökum lögum nr.
129 frá 1997. Stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna er skipuð átta
mönnum. Fjórir eru tilnefndir af
stjórn Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur og fjórir tilnefndir af
eftirtöldum samtökum atvinnurek-
enda: Félagi atvinnurekenda,
Kaupmannasamtökum Íslands,
Samtökum iðnaðarins og Samtökum
atvinnulífsins.
Nú virðist svo vera að fulltrúar
sem tilnefndir eru af samtökum at-
vinnurekenda í stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna hafi einkum notið
stuðnings Lífeyrissjóðsins til að ná
kjöri í stjórnum hinna ýmsu hluta-
félaga, en ekki fulltrúar tilnefndir af
Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur.
Þessir fjórir fulltrúar atvinnurek-
enda sitja í stjórn Lífeyrissjóðsins í
umboði ofangreindra samtaka. Í
ljósi þess er hér með óskað eftir op-
inberri afstöðu frá stjórn hvers og
eins þessara samtaka atvinnurek-
enda við þeim tveimur atriðum sem
ágreiningur er um milli stjórnar
HB Granda hf. og Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna, og lýst er hér að
ofan.
Væntingar um vandaðri stjórn-
arhætti Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna
Lífeyrissjóðir eru mikilvægar
stofnanir og er gerð til þeirra rík
krafa um vandaða stjórnarhætti,
siðferði og háttvísi. Eignir lífeyris-
sjóða nema yfir 3.000 milljörðum
króna og eru lífeyrissjóðir í heild
því lang-, langstærstu fjárfestar í
fyrirtækjum sem skráð eru á ís-
lenskan hlutabréfamarkað.
Enginn ágreiningur er um að líf-
eyrissjóðir hafa fullan rétt til að
nota atkvæðastyrk sinn með virkum
hætti á hluthafafundum og komi
ábendingum sínum um rekstur,
stefnu og stjórnarhætti til stjórnar
og forstjóra hlutafélaga þar sem
þeir eru hluthafar. Staða, stærð og
afl lífeyrissjóða gera hins vegar enn
ríkari kröfur um háttvísi þeirra
gagnvart umhverfinu en gerðar eru
til hins almenna fjárfestis á mark-
aði. Lífeyrissjóður verzlunarmanna
getur því ekki látið í veðri vaka að
hann sé undirokaður minnihluti sem
ekkert tillit sé tekið til og sjái því
þá einu leið færa gagnvart hluta-
félögum á markaði að nýta sér vog-
arafl margfeldiskosningar til að
þvinga fram áform sín. Ýmsir aðrir
líta á slíka framkomu sem misnotk-
un á þessu lagaákvæði og óeðlilega
framkomu í okkar samfélagi.
Eftir Þórð
Sverrisson
Þórður Sverrisson
»Er eðlilegt að Líf-
eyrissjóður verzl-
unarmanna beiti vog-
arafli séríslensks
lagaákvæðis um marg-
feldiskosningar til að
þrýsta „sínum fulltrúa“ í
stjórn?
Höfundur er stjórnarmaður í HB
Granda hf. Gegndi áður starfi for-
stjóra Nýherja hf. og framkvæmda-
stjóra hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands.
Ábyrgð og meðferð á valdi lífeyrissjóða