Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 20

Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 „Þegar svona mikið framboð er af tónleikum á svæðinu er ekki sjálf- gefið að ná svona aðsókn,“ segir Einar Ólafur Speight, tónleika- haldari hjá Dægurflugunni, sem stendur að tónleikum í Eldborgar- sal Hörpu á sunnudag með Álfta- gerðisbræðrum. Nær uppselt er á tvenna tónleika, kl. 16 og 20, en aukatónleikum var skellt á skömmu eftir að miðar á kvöld- tónleikana kláruðust. Sérstakir gestir með hinum sí- vinsælu söngbræðrum úr Skaga- firði eru Diddú og Raggi Bjarna. Kynnir á tónleikunum verður Örn Árnason, og segir Einar aldrei að vita nema að hann eigi eftir að bresta í söng eins og oft áður. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir, ásamt Stefáni R. Gíslasyni, söngstjóra og undirleik- ara þeirra Álftagerðisbræðra allt frá því að þeir sungu fyrst saman opinberlega fyrir nærri 30 árum. Að sögn Einars hefur verið ákveðið að efna til tónleika á Norðurlandi í lok maí. Fyrst munu bræðurnir koma fram í Miðgarði laugardagskvöldið 28. maí, ásamt hljómsveit og Erni Árnasyni, og daginn eftir verða tónleikar í Hofi á Akureyri. Þar verður dagskráin í Eldborg endurtekin ásamt öllum þeim listamönnum sem þar koma fram á sunnudaginn. Einar segir miðasölu vegna tónleikanna fyrir norðan fara af stað í næstu viku. „Þeir bræður ná til mjög stórs hóps og eru, eins og þeir hafa sjálfir bent á, eina starfandi strákabandið í landinu,“ segir Einar Ólafur, léttur í bragði. bjb@mbl.is Ljósmynd/Dægurflugan Söngbræður Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir koma fram á tvenn- um tónleikum í Eldborg í Hörpu á sunnudag. Nær uppselt er á tónleikana. „Strákabandið“ að fylla tvenna tónleika  Álftagerðisbræður njóta vinsælda Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú Ragnar Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Blaðburðurinn er starf margra kosta,“ segir Gunnlaug Dröfn Páls- dóttir í Mosfellsbæ. Það var í nóv- ember 2013 sem sonur hennar, Þyrn- ir Hálfdan, byrjaði að bera út Morgunblaðið og var móðirin honum þá til halds og trausts. Mál þróuðust hins vegar mjög fljótlega á þann veg að Gunnlaug tók við blaðburðinum og börnin hennar þrjú hafa aðstoðað móður sína, þegar svo ber undir. Hjá Árvakri gildir að á höfuðborg- arsvæðinu á Morgunblaðið að hafa borist áskrifendum fyrir klukkan sjö á morgana. Blaðberarnir þurfa því að vera árrisulir og velvakandi. Gönguferð með hundinn „Ég legg gjarnan af stað upp úr klukkan fimm á morgnana og þeta er virkilega hressandi. Maður fær hreyfingu og súrefni í lungun, skrifstofukonan heldur sér í formi og svo skilar þetta svolitlum aur. Þetta er ágæt aukabúgrein. Já, og fyrir hundaeigendur er þetta fínt, þarna tek ég mína daglegu gönguferð með hundinn svo hér er margt í sama pakkanum,“ segir Gunnlaug, sem í föstu starfi annast blaðburð við Tröllateig og Skálatún. „Við fjölskyldan höfum reyndar gripið í útburð í fleiri hverfum hér í Mosfellsbæ. Held að við séum búin að bera út í öllum hverfunum nema Helgafellslandi, sem enn er í upp- byggingu. Einhverju sinni þegar Mogginn var í aldreifingu vorum við með 1.200 blöð. Það var algjört met.“ Gerum vel við okkar fólk Vorið er besti tími blaðberans, segir Gunnlaug og bætir við að stund- um setji hálfgerðan hroll að sér þegar hún arki út í myrka vetrarnóttina, þegar snjór sé yfir öllu og fljúgandi hálka. „En núna þegar komið er fram í apríl er þetta fínt. Það er yndislegt að ganga í kyrrðinni og sjá sólina koma upp svo að umhverfið verður allt í póstkortalitlum,“ segir blaðberinn. Að sögn Arnar Þórissonar, dreif- ingarstjóra Árvakurs, er alltaf þörf á röskum blaðberum í sveit fyrirtæk- isins. „Oft erum við með laus hverfi, bæði til lengri tíma og í afleysingum í nokkra daga eða lengur eftir atvik- um. Við gerum vel við okkar fólk, sem meðal annars bjóðast ýmis fríðindi og afslættir í gegnum blaðberaklúbb. Blaðberarnir eru á öllum aldri. Gjarn- an er þetta ungt fólk, en fullorðnum í liðinu fer fjölgandi; fólki sem finnst fínt að taka líkamsræktina árla dags og fá laun fyrir,“ segir Örn Þórisson. Ber út Morgunblaðið þegar sólin kemur upp  Árrisul í Mosfellsbæ  Skrifstofukona heldur sér í formi Morgunblaðið/Eggert Moggafólk Gunnlaug Dröfn Pálsdóttir blaðberi og börnin hennar þrjú, Þórey Kristín, Þyrnir Hálfdan og Bergljót Sóley, sem öll eru Þyrnisbörn. Karl Á. Sigurgeirsson Hvammstanga Í vikunni var undirritaður í Selasetri Íslands á Hvammstanga samningur milli setursins og Hafrannsókna- stofnunar. Samningurinn er tvíþætt- ur. Annars vegar eru veittar 30 millj- ónir króna til rannsókna á selastofnum við Íslandsstrendur, og þá sérstaklega stofnstærðarmæl- ingar. Sigurður Líndal, framkvæmda- stjóri Selaseturs Íslands segir vonir standa til að þetta samkomulag verði endurnýjað árlega og verði þá til þess að almennilegt skipulag komist á þessi mál, öfugt því sem áður hefur verið, þar sem segja má að varla hafi verið staðið við skuldbindingar ríkis- ins gagnvart þeim alþjóðasamningum sem við Íslendingar erum hluti af. Hinn hluti samningsins er, að veittar eru 10 milljónir króna, eingreiðsla, til tækjakaupa og standsetningar hús- næðis á Hvammstanga. Sigurður bauð gesti velkomna og lýsti ánægju með þennan áfanga. Sandra Granquist, deildarstjóri líf- fræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, nýráðinn deildar stjóri ferðamálarannsóknasviðs, set- ursins, héldu stutt erindi og sögðu frá sínu starfssviði. Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selasetursins og Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar, undirrituðu samninginn. Vottar voru Sandra Granquist og Sólmundur Már Jóns- son, fjármálastjóri Hafró. Þess má geta, að 35% aukning var á gesta- fjölda í Selasetrinu á milli áranna 2014 og 2015. Gestir árið 2015 voru 27.150. Mikil fjölgun gesta er nú á líð- andi vetri og er fjölgun milli mars- mánaða 2015 og 2016 um fjórföld. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Handsal Sandra Granquist, Ársæll Daníelsson, Ólafur S. Ástþórsson og Sólmundur Már Jónsson leiddu mál til lykta við athöfn í Selasterinu. Áfangi í uppbygg- ingu Selasetursins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.