Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Morgunblaðið/Júlíus
Höfundurinn Edda Valborg hannaði bókina, valdi letur, tók ljósmyndir
og fann viðeigandi vísu, kvæði, þulu og fróðleiksmola um blómin.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Smágerðir blómálfar og allskonar glaðhlakkalegar fí-gúrur eru í feluleik innanum fífur og fífla, mýrasó-
leyjar, smjörgrös, bláklukkur og
fjölda fagurra íslenskra blóma sem
vaxa villt úti í guðsgrænni náttúr-
unni. Þótt þessar litlu verur sjáist
þar alla jafna ekki berum augum
tókst þeim með dularfullum hætti að
lauma sér, ein eða fleiri, á hverja ein-
ustu blaðsíðu í nýútkominni bók,
Stafrófið í íslenskum blómum, eftir
grafíska hönnuðinn Eddu Valborgu
Sigurðardóttur.
„Ljósmynda-, hönnunar-, ljóða-,
stafrófs- og leturnördabók með
leynigestum,“ segir höfundurinn,
hönnuðurinn og útgefandinn um bók-
ina, sem er afrakstur margra ára
vinnu með tilheyrandi ferðalögum
upp um fjöll og firnindi til að ná
myndum af flórunni fríðu. „Mark-
miðið var fyrst og fremst að sýna
börnum á öllum aldri og líka full-
orðnum ljósmyndir af íslenskum
blómum í sínu náttúrulega umhverfi,
þannig að þau festu nöfn þeirra á
minnið og yngstu börnin lærðu um
leið bókstafina. Svo geta allir gert sér
að leik að finna litlu blómálfana sem
Kári Martinsson Regal teiknaði fyrir
mig og leynast þarna í ýmsum mynd-
um.“
Móðurmálið og náttúran
Edda Valborg þekkir prýðilega
til bókaútgáfu og vílaði ekki fyrir sér
að gefa bókina sjálf út, en hún bjó í 27
ár í Bandaríkjunum, þar sem hún
starfaði m.a. sem yfirhönnuður í
námshönnunardeild bókaútgáfu í
Boston. Eftir að hún fluttist heim ár-
ið 2007 og skoðaði sig um á bóka-
markaðnum þótti henni þýddar,
myndskreyttar barnabækur býsna
fyrirferðarmiklar. „Án þess að ég
hafi nokkuð við það að athuga í sjálfu
sér,“ segir hún. „Mér fannst bara
ákveðið tómarúm og datt í hug að
fylla upp í það með bók sem væri í
A fyrir augnfró og ó
fyrir ólafssúru
Edda Valborg Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, hefur gefið út bókina Stafrófið í
íslenskum blómum. Blóm, bókstafir, vísur og fróðleiksmolar eru í aðalhlutverkum
enda bókinni ætlað hvort tveggja að kenna börnum stafina og kynna heiti helstu
blómategunda á Íslandi fyrir fólki á öllum aldri. Hverju blómi fylgir vísa eða vísu-
brot, kvæði eða þula eftir íslenskt skáld, lífs eða liðið.
Edda Valborg útskrifaðist sem graf-
ískur hönnuður frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1972. Hún
lauk seinna MA-gráðu í auglýs-
ingahönnun frá Syracuse-
háskólanum í New York.
Hún fluttist ásamt fjölskyldu
sinni vestur um haf árið 1980 en
aftur til Íslands 2007 og setti þá
fljótlega á laggirnar hönnunarstof-
una Port hönnun, sem hún rekur enn.
Í Boston starfaði hún lengst af
sem yfirhönnuður hjá bókaútgáfunni
Houghton Mifflin Publishing og síðar
sem framkvæmdastjóri hönnunar-
sviðs hjá bandaríska hönnunar- og
útgáfufyrirtækinu Mazer Creative
Services.
Hönnuður beggja vegna hafs
EDDA VALBORG SIGURÐARDÓTTIR