Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Morgunblaðið/Júlíus Höfundurinn Edda Valborg hannaði bókina, valdi letur, tók ljósmyndir og fann viðeigandi vísu, kvæði, þulu og fróðleiksmola um blómin. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Smágerðir blómálfar og allskonar glaðhlakkalegar fí-gúrur eru í feluleik innanum fífur og fífla, mýrasó- leyjar, smjörgrös, bláklukkur og fjölda fagurra íslenskra blóma sem vaxa villt úti í guðsgrænni náttúr- unni. Þótt þessar litlu verur sjáist þar alla jafna ekki berum augum tókst þeim með dularfullum hætti að lauma sér, ein eða fleiri, á hverja ein- ustu blaðsíðu í nýútkominni bók, Stafrófið í íslenskum blómum, eftir grafíska hönnuðinn Eddu Valborgu Sigurðardóttur. „Ljósmynda-, hönnunar-, ljóða-, stafrófs- og leturnördabók með leynigestum,“ segir höfundurinn, hönnuðurinn og útgefandinn um bók- ina, sem er afrakstur margra ára vinnu með tilheyrandi ferðalögum upp um fjöll og firnindi til að ná myndum af flórunni fríðu. „Mark- miðið var fyrst og fremst að sýna börnum á öllum aldri og líka full- orðnum ljósmyndir af íslenskum blómum í sínu náttúrulega umhverfi, þannig að þau festu nöfn þeirra á minnið og yngstu börnin lærðu um leið bókstafina. Svo geta allir gert sér að leik að finna litlu blómálfana sem Kári Martinsson Regal teiknaði fyrir mig og leynast þarna í ýmsum mynd- um.“ Móðurmálið og náttúran Edda Valborg þekkir prýðilega til bókaútgáfu og vílaði ekki fyrir sér að gefa bókina sjálf út, en hún bjó í 27 ár í Bandaríkjunum, þar sem hún starfaði m.a. sem yfirhönnuður í námshönnunardeild bókaútgáfu í Boston. Eftir að hún fluttist heim ár- ið 2007 og skoðaði sig um á bóka- markaðnum þótti henni þýddar, myndskreyttar barnabækur býsna fyrirferðarmiklar. „Án þess að ég hafi nokkuð við það að athuga í sjálfu sér,“ segir hún. „Mér fannst bara ákveðið tómarúm og datt í hug að fylla upp í það með bók sem væri í A fyrir augnfró og ó fyrir ólafssúru Edda Valborg Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, hefur gefið út bókina Stafrófið í íslenskum blómum. Blóm, bókstafir, vísur og fróðleiksmolar eru í aðalhlutverkum enda bókinni ætlað hvort tveggja að kenna börnum stafina og kynna heiti helstu blómategunda á Íslandi fyrir fólki á öllum aldri. Hverju blómi fylgir vísa eða vísu- brot, kvæði eða þula eftir íslenskt skáld, lífs eða liðið. Edda Valborg útskrifaðist sem graf- ískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1972. Hún lauk seinna MA-gráðu í auglýs- ingahönnun frá Syracuse- háskólanum í New York. Hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni vestur um haf árið 1980 en aftur til Íslands 2007 og setti þá fljótlega á laggirnar hönnunarstof- una Port hönnun, sem hún rekur enn. Í Boston starfaði hún lengst af sem yfirhönnuður hjá bókaútgáfunni Houghton Mifflin Publishing og síðar sem framkvæmdastjóri hönnunar- sviðs hjá bandaríska hönnunar- og útgáfufyrirtækinu Mazer Creative Services. Hönnuður beggja vegna hafs EDDA VALBORG SIGURÐARDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.