Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 23

Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 OR og dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur kynna starfsemina, stöðu og horfur á opnum ársfundi í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14–16. Við höfum tekið til í rekstrinum, bætt fjárhaginn og breytt skipulaginu. Nú eru þau þáttaskil að 2016 er fyrsta heila árið sem við störfum undir nýjum merkjum og breytingar eru að verða í stjórn fyrirtækisins. Á fundinum mun: • Haraldur Flosi Tryggvason kveðja sem stjórnarformaður OR eftir sex ára setu. • Brynhildur Davíðsdóttir taka við af Haraldi Flosa. • Staðan hjá OR og dótturfélögum verða rakin af stjórnendum þeirra. • Hljómsveitin Sjálfsvorkunn skemmta gestum. Sjálfsvorkunn skipa þeir Haraldur Flosi, S. Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Hörður Bragason og Jón Gnarr. Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6 – 1 0 8 1 Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á www.or.is Allir eru velkomnir Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun, helgina 16. og 17. apríl kl. 11-15, í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu, að heilsufarsmælingar séu árlegur viðburður en síðast hafi ríflega 700 manns mætt í mælingar og reynd- ust um 60% þeirra með of háan blóðþrýsting. Þar af mældust 43 einstaklingar á hættusvæði og var þeim bent á að snúa sér til læknis. Nemar í hjúkrunar-, matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands og sjúkraliðanemar úr Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti munu fram- kvæma mælingarnar ásamt starfs- fólki Hjartaheilla og SÍBS. Opið er frá kl. 11 til 15 bæði laugardag og sunnudag. Ekki verður hægt að panta tíma í mælingu fyrirfram. Heilsufarsmælingarnar eru liður í forvarna- og fræðslustarfi SÍBS og Hjartaheilla. Ókeypis heilsufars- mælingar  Mældur blóðþrýst- ingur og blóðsykur Morgunblaðið/Kristinn Mælingar Margir hafa nýtt sér heilsufarsmælingarnar. Tískurisinn H&M hefur engin stað- fest áform um opnun verslana á Ís- landi, að sögn upplýsingafulltrúa H&M. Fyrirtækið gefur ekki upp- lýsingar um mál sem ennþá gætu verið á viðræðustigi en sem stendur eru engin staðfest áform um opnun á Íslandi. Í DV í fyrradag kom fram að opna ætti verslanir H&M í Smára- lind og á Hörpureit í miðbænum. Fasteignafélagið Reginn á bæði byggingarréttinn að verslunar- húsnæði á Hörpureitnum og hús- næði Smáralindar. Helgi S. Gunn- arsson, forstjóri Regins, sagði í samtali við mbl.is í gær að það væri ekki rétt að viðræður við sænska tískurisann H&M væru á lokastigi. Reginn ætti þó í viðræðum við fjöl- marga mögulega og væntanlega leigutaka, en fyrirtækið greindi ekki frá einstökum viðræðum. „Það er ekki þannig að leigusamningur sé fyrirliggjandi eða að formlegar viðræður séu hafnar. En að sjálf- sögðu standa yfir þreifingar við tugi og hundruð væntanlegra leigu- taka,“ segir Helgi, viðræður við H&M séu langt frá því á lokametr- unum. Fréttir um væntanlega komu H&M til Íslands eru ekki nýjar af nálinni og að sögn Helga mörg fyrirtæki sem eru að skoða það að fá tískuverslanirnar til sín. Bolli Kristinsson kaupmaður í 17 sagði í samtali við mbl.is nýlega að hann hefði mikið reynt að fá H&M í 17-húsið á Laugavegi 91 en að þeir hefðu engan áhuga. sunnasaem@mbl.is, ingveldur@mbl.is H&M ekki á leiðinni í bráð H&M Verslanirnar eru vinsælar hjá Íslendingum sem ferðast til útlanda.  Engar formlegar viðræður í gangi um komu tískurisans Biskup Íslands, Agnes M. Sig- urðardóttir hefur ákveðið að skipa séra Steinunni Arnþrúði Björns- dóttur prest í Hjallasókn Kópa- vogi í embætti prests í Nes- prestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Frestur til að sækja um embættið rann út 14. mars síðastliðinn. Sjö umsækjendur voru um embættið, sem veitist frá 1. apríl. Umsækjendur auk Steinunnar Arnþrúðar voru Anna Þóra Pauls- dóttir guðfræðingur, séra Ása Lauf- ey Sæmundsdóttir, Helga Kolbeins- dóttir guðfræðingur, María Gunn- arsdóttir guðfræðingur, séra Sunna Dóra Möller og séra Úrsúla Árna- dóttir. Sóknarprestur í Nesprestakalli er Skúli Sigurður Ólafsson. sisi@mbl.is Nýr prestur í Nesprestakalli Steinunn Arnþrúð- ur Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.