Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Söluaðilar: Meba - Rhodium GÞ - skartgripir & úr Georg V. Hannah, Kef. Halldór Ólafsson, Ak. Meba Úr & Gull, Hafnarf. Collection noemiaKATHERYN WINNICK Deeply involved in the Arts since its early days, RAYMOND WEIL is thrilled to count acclaimed TV series Vikings’ leading star Katheryn Winnick as its new Brand ambassador. Her strong personality, natural beauty and undisputable charisma make her the perfect match for the independent Swiss matchmaker. Join the discussiong using #RWKatherynWinnick SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Diamond Suites, fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, verður opnað formlega í Keflavík 17. maí næst- komandi. Hótelið er á efstu hæð Hótel Keflavíkur, sem er fjögurra stjörnu hótel, en sama dag og áður- nefnd opnun fer fram fagnar hótelið gamalkunna 30 ár afmæli sínu. Steinþór Jónsson er eigandi og hefur verið hótelstjóri frá upphafi. Stofnaði hann hótelið á sínum tíma ásamt foreldrum sínum, Jóni Willi- am Magnússyni og Unni Ingunni Steinþórsdóttur, en það hefur verið rekið frá upphafi sem fjölskyldu- fyrirtæki. „Diamond Suites er svokallað „lúxus boutique hótel“ með ein- stakri hönnun og íburði sem þekkist ekki á hótelum hér á landi,“ segir Steinþór í samtali við Morgunblaðið og bendir á að þar megi meðal ann- ars finna fundaraðstöðu fyrir 6 til 60 manns, 700 fermetra líkamsrækt- arstöð, sem er sú stærsta sem fyrir- finnst á hóteli í Evrópu, og hágæða veitingastað þar sem Jenný Rúnars- dóttir, MasterChef-kokkur, ræður ríkjum. Rúm skreytt kristölum Diamond Suites býður upp á lúxussvítur eingöngu. Þær eru 30 til 280 fermetrar að stærð, en á neðri hæðum hótelsins má finna junior- svítur og fleiri gistirými. „Við höfum hvergi sparað þegar kemur að lúxus og þægindum. Öll húsgögn, tæki og efniviður hafa ver- ið sérinnflutt og valin eftir hæstu stöðlum. Hvert rými er sérhannað og engin tvö herbergi eru eins. Í einu herberginu er t.d. rúm sem gert er af spænskum listamanni og tók 15 vikur að handskera úr einum viðarbúti. Og svo er annað úr hvítu leðri skreytt Swarovski-kristölum,“ segir Steinþór og heldur áfram: „En í hverju herbergi er mismunandi hönnun og upplifun um leið. Hvert herbergi býður upp á okkar stöðluðu þægindi, eins og nudd- baðkör frá Duravit, hágæða sturtu- hausa með Led-lýsingu, iMac- borðtölvu og Bang&Olufsen- sjónvörp og hljómflutningskerfi.“ Til stendur að reisa á næstunni fimm stjörnu hótel við Hörpu í Reykjavík. Spurður hvort hann ótt- ist samkeppni kveður hann nei við. „Þegar maður er fyrstur verður maður að fagna samkeppni og er það mér tilhlökkunarefni að fá fleiri fimm stjörnu hótel á markaðinn því í sameiningu köllum við á fleiri gesti til landsins sem óska eftir ákveðnum gæðum. Við getum, vegna smæðar hótelsins, leyft okkur að fara lengra en aðrir í gæðum,“ segir hann og bendir á að hvert rými sé einstakt þar sem boðið sé upp á sérhannaðar upplifanir sem ekki sé hægt að gera í stöðluðu ferli hjá stórum hótelum. Í nálægð við einstakar perlur Steinþór segir að staðsetning hót- elsins henti fjölmörgum erlendum gestum og vísar þá til nálægðar- innar við Keflavíkurflugvöll, höfuð- borgina, Bláa lónið og Reykjanesið, sem sé einstök náttúruperla. Aðspurður segir Steinþór bókanir ganga afar vel og hafi þær í raun komið nokkuð á óvart. „Þar sem þrjú herbergi hafa verið tilbúin í nokkurn tíma höfum við ákveðið að taka á móti gestum í þeim fjölda sem við ráðum við til þess að prófa okkur áfram, sem og að þjálfa starfsfólkið. Í endann er það þjón- ustan sem mun skapa okkur sér- stöðu,“ segir Steinþór og bætir við: „Þrátt fyrir allt sem við höfum lagt í hönnun og glæsileika ætlum við fyrst og fremst að geta státað af bestu þjónustu sem völ er á.“ Keflavík fyrst með 5 stjörnur  Fyrsta fimm stjörnu hótel landsins opnað formlega 17. maí næstkomandi  Nuddbaðkör, Led- lýstir sturtuhausar og rúm skreytt kristölum  Höfum hvergi sparað, segir Steinþór hótelstjóri Ljósmynd/OZZO Afslöppun Gestir hótelsins geta t.a.m. slakað á í setustofunni eða farið út á svalir í heitan pott sem þar er. Lúxus Steinþór Jónsson hótelstjóri segir hótel sitt hafa algjöra sérstöðu. Glæsileiki Inni á baði er m.a. að finna flísar frá Versace og nuddbaðkar. Styrkur svifryks fór yfir sólar- hringsheilsuverndarmörk í loft- gæðastöðinni við Grensásveg 31. mars og 4., 5,. og 7. apríl síðastlið- inn, en mörkin eru 50 μg/m3. Svif- ryk hefur farið fimm sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin á þessu ári en samkvæmt reglugerð má það aðeins fara sjö sinnum yfir mörkin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hátt gildi við Grensásveg „Samkvæmt Veðurstofu er búist við hægum vindi og lítilli úrkomu næstu daga og því er hætta á auk- inni svifryksmengun. Bent skal á að svifryksmengun er mest í ná- grenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inni í íbúða- hverfum fjær umferð. Í hægum vindi þyrlast ryk upp af götum og má búast við toppum í svif- ryksmengun á umferðarálags- tímum á morgnana, í hádeginu og í eftirmiðdaginn,“ segir í tilkynning- unni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur muni fylgjast náið með loftgæð- um borgarinnar og senda frá sér viðvaranir og leiðbeiningar þyki ástæða til þess. Í gær mældist styrkur svifryks 51,53 μg/m3 við Grensásveg. Morgunblaðið/Styrmir Kári Svifryk Hætta er talin á aukinni svifryksmengun því búist er við hægum vindi og lítilli úrkomu. Styrkur svifryks er mestur við umferðargötur. Hætta á aukinni svifryksmengun  Styrkur svifryks ítrekað yfir mörkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.